Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 47
[ < < ( 4 ( ( i ( ( ( < < í < < : < < < < < 4 i i 4 i 4 4 4 MORGUNBLABIÐ_________________________ BRÉF TIL BLAÐSINS Gættu vinar þíns, bróðir Frá Margréti Þórðardóttur: ÞEGAR Gunna hafði boðið Jóni hjartað sitt hér á árum áður þá sagði Jón já við því en sagðist vilja fá það eldsteikt. Nú eru liðin mörg ár og lífið hefur lagt þungar byrðar á þau bæði. En hann missti vinnuna. A vinnustað hans var tekin upp samningsstjórn- un, en það er sér- stakt form á sam- komulagi milli ríkisstofnunar og ráðuneytis um rekstur á viðkom- andi ríkisstofnun. Jón hafði fengið biðlaun í eitt ár en síðan þá at- vinnuleysisbætur og við tók enda- laus biðröð á atvinnumiðlunum í von um að nú heppnaðist að fá vinnu. Gunna var öryrki þrátt fyrir sitt stóra og góða hjarta. Hún hugsaði vel um börn þeirra hjóna. Eitt hafði þó verið sett í fóstur en tíu voru þau í allt inni á heimilinu. Var það og vel. En þau voru Davíð, sem var elstur, síðan kom Þorsteinn, Páll, Björn, Halldórarnir tveir, Finnur, Guðmundur, Geir og loks ein stelpa, hún hét Ingibjörg. Gunna vissi eiginlega ekki hvað þau hjónin voru að gera með allan þennan barnaskara en þau komu bara eitt á eftir öðru, ellefu talsins. Friðrik hafði farið í fóstur til bankastjórans hans SveiTÍs, gam- als bekkjarfélaga hans Jóns. Vegna alls þessa barnaskara var heimilið dýrt í rekstri. Davíð var elstur og bar hann höfuð og herðar yfir allan barnaskarann. Yngstur var Geir en hann var kornabarn í vöggu. Gunna var oft búin að fá greitt barnsburðarleyfí auk örorkunnar úr ríkissjóði. En síðan Jón missti vinnuna varð lífið miklu erfiðara og erfitt að ná endum saman. Gunna strekkti dúka svart. Engin var tekjutryggingin því hún var gift kona og Jón fékk atvinnuleysis- bætur ásamt greiðslu fyrir börnin. Fæstir vissu um meðlagið sem Gunna fékk með öllum barnaskar- anum, en það meðlag hélt eiginlega heimilinu á floti. Að koma börnun- um til manns síðar meir vissi hún ekkert hvernig gengi. Gunna var að leita sér að vinnu hálfan daginn. Til þess að létta undir með heimil- inu. Það vai- komið kvöld og allir voi-u sestir við matarborðið. Gunna hafði f'arið í strætó inn í afurðasölu og keypt þindahakk eina ferðina enn. Það var á boðstólum fyrir fjölskyld- una. Davíð sagðist ekki borða þessa drullu oftar. Friðrik fær nautakjöt hjá bankastjóranum en þessa drullu fáum við. Hann sagðist vilja fá lax. Ég fer bara út á nesið rétt við af- leggjarann upp að göngunum upp á Akranes og húkka þai- lax í gegnum klofið á mér á morgun og þorða hann sjálfur. Hinir borðuðu allir matinn þegjandi og hljóðalaust en hugsuðu um laxinn og nautakjötið á meðan. En lax og nautakjöt er ekki það sama og þindahakk. Þindahakk er innmatur sem hver sem er legg- ur sér ekki til munns. Flestir fleygja því. Ingibjörg hjálpaði Gunnu daginn eftir við að strekkja dúka af mikilli natni og umhyggju. En hún var jú eina stelpan á heimilinu og fékk ekki að leika sér eins og strákarnir. Hún var látin vinna bæði lengi og vel störf heimilisins. Dag nokkurn er drengirnir voru í leik þá reiddist Davíð og hann sagðist stjórna öllu hér, því hann væri elstur. Ingibjörgu lang- aði í systur í allan þennan karla- hóp. En hlutverk Davíðs var að gæta bús og barna í fjarveru föð- ur síns frá heimilinu er hann var í atvinnuleit. Pabbi Davíðs sagði: Gættu barna minna vel og láttu sem þú sjáir ekki alla villugötuna sem þú gengur með börn mín. Við höfum vel til hnífs og skeiðar og getum verið sátt við guð og rrienn þótt þjóðarkökunni sé misskipt. Líf þeirra kvenna snerist ekki um neitt annað en að strekkja dúka, elda mat, gæta barna, þvo þvotta og þrífa. Friðrik lifði eins og greifi. En lífsbaráttan í landinu er hörð og því er mikill munur á laun- um bankastjóra og manns sem misst hefur vinnuna. Ingibjörg ætl- aði að verða hjukrunarfræðingur þegar hún yrði stór og hjúkra öldruðum og öryrkjum þegar hún myndi hætta þessum þrældómi í foreldrahúsum. Hvað væri hún án þeirra? Launaskrið á skrifstofunni þar sem Jón hafði unnið hafði orðið all- verulegt því nú fengu allir, hver og einn, metna óunna yfirvinnu hvar á bæ sem þeir voru. En Jón fékk ekkert nema vonbrigði. Friðrik var hólpinn. Hvað er það sem faðir vill börn- unum sínum? Heldur launaskriðið áfram upp allan launastigann en nær ekki til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra? Ef Gunna fengi vinnu í Hagkaup á kassa hálfan daginn þá myndi hennar hlutur ekkert skerðast. í dag er þessi fjöldskylda samansett af tólf ein- staklingum. Atvinnulausum föður, honum Jóni, og henni Gunnu, sem hefur misst heilsuna af öllu baslinu innan veggja þjóðarskútunnar og börnunum tíu. Þar af einni stelpu. Hvernig væri að gæta vinar þíns, bróðir? MARGRÉT ÞÓRÐARDÓTTIR, Kjan-vegi 7, Reykjavík. STOR- ÚTSALA VERÐ 1.995 Teg. Intenz Litur: Svart, brúnt, beige VERÐ ÁÐUR>3r495" Teg.Jenny Litur: Beige VERÐ ÁÐURiJx955" T oppskórinn V/INGÓLFSTORG SlMI: 552 1212 Opið laugardag 10-16 ÍSLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vagna Þú getur látið pau segja nánast hvað sem er; við hvem sem er. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 47 DAEWOO Synergy 2000 Stell: Aluminium.7005 Nöf. Stál % Bremsur V-Bremsur Skiptar ShimanoGripShiftMRX200-70 Gírar 21 gíra Shimano SIS Gjarðir Ál Verð áður 23.950,- Utsölwcfd Stall: Aluminium.7005 NötÁI Bremsur V-Bremsur Skiptar ShimanoEZfire Gírar 21 gíra Shimano STX Gjarðir Ál Verð áður 30.950,- »>DBS^ Classic City kvenhjól, 26' Girar. 7 gira Shimano NEXUS Bremsur Fótbremsu. Utir Gult Fylgihlutir Karfa, Ijós, kjólahlrf, bjalla, bögglaberi, lás standari og bretti ytsaSunefi ( 37.425,-) Þekking Reynsla Þjónusta Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 Fax: 540 7001 • Netfang: mm@falkinn.is EINN TVEIR O G ÞRÍR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.