Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 43 HRAFNHILD UR STEFÁNSDÓTTIR + Hrafnhildur Stefánsdóttir fæddist á Hjaltastöðum í Blönduhh'ð í Skagafirði hinn II. júní 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga hinn 15. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 25. júlí. Við sitjum hér frænkurnar og hugsum um kveðjustund vinkonu okkar, Hrafnhildar Stefánsdóttur eða Lillu eins og hún var kölluð. Við látum hugann reika til liðinna ára þegar við voram yngri að ala upp börnin okkar. Þá vorum við MINNINGAR saman í saumaklúbbi 5 konur og var Lilla ein þeiira, þá var glatt á hjalla, margt skrafað og mikið hlegið. Kom þá oft í ljós hin mikla kímnigáfa sem Lilla var svo rík af og féll í góðan jarðveg hjá okkur hinum. Við söknum þess tíma og trúum því vart að Lilla sé horfin okkm- yfir móðuna miklu því hún átti svo ótalmörg verkefni sem hún fann sér til að gera. En nú er hún laus við þær miklu þjáningar sem hún mátti þola og barðist við af einskærri hetjudáð fram á síðasta dag. Við sendum eiginmanni hennar Stefáni Guðmundssyni, börnum, tengdabömum og barnabörnum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Kæra vinkona. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt.“ Erla Gígja og Bára. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ATVINNU- AUGLÝSINGAR Kennarar! TILKYNNINGAR ] IMAUÐUNGARSALA r\ fMosfellsbær Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 11. ágúst 1998 kl. 10.00 á eftirfar- andi eignum: Við Kirkjubæjarskóla á Síðu eru lausar til umsóknar kennarastöður næsta skólaár. Meðal kennslugreina er kennsla yngri barna, handmennt, heimilisfræði, íslenska, danska o.fl. Kirkjubæjarskóli er á Kirkjubæjarklaustri, sem er þéttbýliskjarni i 270 km fjarlægð frá Reykjavík. Þar er öll almenn þjónusta til staðar, samgöngur eru góðar og staðurinn þekktur fyrir fegurð og veðurs- æld. í skólanum er ágæt vinnuaðstaða, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Bókasafnið er samsteypusafn, Héraðs- og skólabókasafn, i góðu, sérhönnuðu húsnæði og með mikinn bókakost. Við leitum að jákvæðum, áreiðanlegum og hugmyndaríkum einstakl- ingum, sem hafa áhuga á að taka þátt í metnaðarfullum störfum. Skólinn, ásamt sveitarfélaginu, vinnur að víðtækri stefnumótun í fræðslumálum til næstu ára, jafnframt mun skólinn I samvinnu við foreldraráð standa fyrir skólafærninámskeiðum á næsta skólaári. Ýmis þróunarverkefni og samstarf við aðila utan skólans hafa verið í gangi sem „krydda" venjubundið skólastarf. Boðinn er flutningsstyrkur, lág húsaleiga o.fl. Kynnið ykkur málið! Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Upplýsingar veitir Guðmundur Þorsteinsson, skólastjóri, símar 487 4633 og 487 4826. Kennarar Kennara vantar í fatahönnun á haustönn 1998. Upplýsingar veittar á skrifstofu skólans og hjá deildarstjóra, Borghildi Jónsdóttur, í síma 568 5109 Skólameistari. ÝMISLEGT BORGARSKIFULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Saltvík, Kjalarnesi í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Kynningin fer fram í sal Borgar- skipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00-16:15 og stendur til 4. sept. 1998. Ábendingum og athugasemd- um vegna ofangreindrar kynningar, ef ein- hverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipu- lags Reykjavíkur, eigi síðar en 18. sept. 1998. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Borgarskipulag Reykjavíkur ATVINMUHÚSIMÆÐI Skrifstofuherbergi til leigu Tvö samliggjandi skrifstofuherbergi, um 40 fm, á 3. hæð í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, til leigu frá 1. september nk. Upplýsingar í símum 551 1464 og 553 5378 Mosfellsbær miðbær — Deiliskipulag sunnan gamla Vesturlandsvegar Tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis sunnan gamla Vesturlandsvegar í miðbæ Mosfellsbæj- ar, auglýsist hér með samkvæmt 25. gr. skipu- lagslaga nr. 73/1997. Deiliskipulagssvæðið af- markast af núverandi Vesturlandsvegi að norð- an, Þverholti/Hafravatnsvegi að austan og væntanlegum Vesturlandsvegi að sunnan og að vestan af línu sem dregin ertil suðurs frá verslunarhúsi Kaupfélagsins, Háholti 24. Uppdrátturinn og greinargerð verða til sýnis á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, 1. hæð, frá kl. 8.00 til 15.45 mánudaga—föstudaga frá 10. ágúst 1998 til 7. september 1998. Skriflegar athugasemdir eða ábendingar skulu hafa bor- ist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar eigi síðar en kl. 15.45 þann 21. september 1998. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Heilbrigðis- og tryggingamálaráduneytid Drög að frumvarpi um gagnagrunn á heilbrigðissviði Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sent til umsagnarfjölmargra stofnana og samtaka drög að frumvarpi til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði. Þeim sem áhuga hafa er bent á að hægt er að nálgast frumvarpið á heimasíðu ráðuneytisins á slóðinni: http://www.stjr.is/htr, auk þess sem drögin eru afhent í afgreiðslu ráðuneytisins, Lauga- vegi 116, Reykjavík, sími 560 9700. TIL SÖLU Lagersala Laugardaginn 8. ágúst 1998, frá kl. 13—16 síðdegis, verður lagersala í Vatnagörðum 26, Reykjavík. Seld verða meðal annars veiðarfæri, sjóstang- ir, gervibeita, flugulínur o.fl., o.fl. Ódýrir verk- færakassar, garðljós með spennibreyti, gos- brunnadæla. Veiðijakkar, veiðigallar. Disney- lest, leikföng, litabækur, pússluspil. Geisla- diskastandar, geisladiskatöskur, Pool-borð fyrir unga menn, hagstætt verð. Vogir, diskar og skálar í örbylgjuofna, hleðslubatterí. Tungu- málatölva, sérvíettur, plasthnífapör, borðdúkar og margt fleira á mjög hagstæðu veðri. Lítið við í Vatnagörðum 26 og gerið góð kaup. VISA OG EURO. Birkigrund 7, Selfossi, þingl. eig. Þverholt ehf., Mosfellsbæ, gerðar- beiðandi Sparisjóður vélstjóra. Heiðmörk 8, Selfossi, þingl. eig. Ása Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar. Hrauntunga 18, Hveragerði, þingl. eig. Ásmundur Ólafsson, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki íslands hf. og sýslumaðurinn á Selfossi. Jörðin Minni-Borg, Grímsneshreppi, þingl. eig. Hólmar Bragi Pálsson, gerðarbeiðendur Dýralæknaþjónusta Suðurl. ehf., Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, (slandsbanki hf. höfuðst. 500, sýslumaðurinn á Selfossi og Viðskiptanetið hf. Lóð úr Birkilundi 11,0.9 ha, Biskupstungnahreppi, þingl. eig. Ingvar Ingvarsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan i Reykjavík og Tollstjóra- skrifstofa. Lyngheiði 18, Hveragerði, þingl. eig. Sveinn Guðmundsson og Ingi- björg Erna Þórðardóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurlandi. Starengi 9, Selfossi, þingl. eig. Þóra Valdís Valgeirsdóttir, gerðarbeið- andi (slandsbanki hf. höfðust. 500. Unnarholtskot II, Hrunamannahreppi (ehl. gþ.), þingl. eig. Hjördis Heiða Harðardóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki (slands hf., Sel- fossi og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Unnarholtskot III, Hrunamannahreppi, þingl. eig. Hjördís Heiða Harð- ardóttir, gerðarbeiðendur Kaupfélag Árnesinga og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurinn á Selfossi, 6. ágúst 1998. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Dagskrá helgarinnar 7.-8. ágúst 1998 Laugardagur 8. ágúst Kl. 14.00 Amarfell Gönguferð um Arnarfell við Þingvallavatn undir leiðsögn Sigurðar K. Oddsonar, fram- kvæmdastjóra Þingvallanefndar. Litast um á gamla bæjarstæðinu og gengið á fellið. Þetta er nokkuð strembin ganga á köfl- um, því er nauðsynlegt að vera vel skóaður og takið gjarnan með ykkur nesti. Gangan tekur 3 klst. og hefst við þjónustumið- stöð. Kl. 15.00 Lögbergsganga . Gengið um hinn forna þingstað í fylgd sr. Heimis Steinssonar. Lagt upp frá hringsjá á Haki, gengið um Almannagjá á Lög- berg og endað i Þingvallakirkju. Tekur 1 — V/i klst. Sunnudagur 9. ágúst Kl. 13.00 Almannagjá — Stekkjargjá — Langistígur Gengið með vestari brún Al- mannagjár að Öxarárfossi og það- an um Langastíg. Hugað að sögu og náttúru. Gangan hefst við út- sýnisskífu á Haki og er í meðallagi erfið svo nauðsynlegt er að vera vel skóaður. Tekur 2—3 klst. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju Prestur sr. Heimir Steinsson, or- ganisti Ingunn H. Hauksdóttir. Kl. 15.30 Litast um af lýðveldisreit Sr. Heimir Steinsson tekur á móti gestum þjóðgarðsins á grafreit að baki kirkju og fjallar um náttúru og sögu Þingvalla. Allar nánari upplýsingar veita landverðir í þjónustu- miðstöð þjóðgarðsins, sem er opin frá kl. 8.30—20.00, sími 482 2660. Dagsferðir um helgina Laugardaginn 8. ágúst Hekla. Brottför frá BSI kl. 9.00. Gengið frá Skjólkvíum á Heklu. Sunnudaginn 9. ágúst Kóngs- vegur, 7. áfangi. Brottför frá BSI kl. 10.30. Miðdalur - Mið- hús. Sunnudaginn 9. ágúst. Hjól- reiðaferð. Mosfellsdalur — Esju- hlíðar. Brottför frá Skalla/Select kl. 13.00. Helgarferðir 7.-9. ágúst 7. -9. ágúst Fjölskylduferð í Bása. Hin árlega fjölskylduferð í Bása. Gönguferðir, varðeldur, dagskrá fyrir börnin. 8. -9. ágúst Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum i Fimmvörðu- skála. Á sunnudag er gengið í Bása. Sumarleyfisferðir í ágúst 12.—16. ágúst Hattver — Torfa- jökull — Strútsiaug. 15.—19. ágúst Laugavegurinn — trúss- ferð. 15.—20. ágúst Hoffellsdal- ur — Lónsöræfi. 20.—23. ágúst Sveinstindur — Skælingar — Eldgjá. 21.—23. ágúst Fjalla- baksleiðir, hjólreiðaferð. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.