Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 19 Indónesía og Portúgal ræða A-Tímor Krefjast lausn- ar Gusmaos Jakarta, Lissabon. Reuters. JOSE Ramos-Horta, friðarverð- launahafi Nóbels og leiðtogi frelsis- hreyfingar Austur-Tímor, sagði í gær að viðræður um framtíð landsins sem stjómir Indónesíu og Portúgals ákváðu á miðvikudag að efna til séu harla tilgangslausar nema Xanana Gusmao, leiðtoga skæruliðasveita A- Tímor, verði sleppt úr haldi til að taka þátt í þeim. Xanana var fangels- aður árið 1992 og afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. ,Xanana nýtur einn stjórnmála- manna fulls trausts og stuðnings íbúa A-Tímor,“ sagði Ramos-Horta. „Ef ræða á framtíð A-Tímor fyrir al- vöru og raunverulega taka ákvarð- anir í þeim efnum, verður Xanana að taka þátt í viðræðunum og hann verður að vera samþykkur niður- stöðunum vegna þess að hver sú nið- urstaða sem ekki nýtur stuðnings hans er ótímabær og mun verða hafnað af íbúum A-Tímor.“ Ramos-Horta kvaðst ætla að flytja Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sa- meinuðu þjóðanna, þessi skilaboð en áætlað er að þeir eigi fund um helg- ina. „Við munum ekki gefa fet eftir í þessu máli,“ sagði Ramos-Horta, „og án okkar munu viðræðurnar vera einskis virði.“ Ætlar hann að leggja áherslu á að sjónai'mið leiðtoga A- Timor yrðu í heiðri höfð í hverjum þeim samningaviðræðum sem fram færu. Suharto viðriðinn mannrán? Hópur indónesískra hershöfðingja á eftirlaunum hvatti á miðvikudag til þess að þáttur Suhartos, fyrrverandi forseta Indónesíu, í dularfullum hvörfum ýmissa stjórnarandstæð- inga í landinu verði rannsakaður. Wiranto hershöfðingi, yfirmaður indónesíska heraflans, hafði áður til- kynnt að yfir stæði rannsókn á þætti þriggja háttsettra hermanna í mann- ránunum, sem áttu sér stað frá því seint á síðasta ári og fram í mars á þessu ári, en þeirra á meðal er Pra- bowo Subianto, tengdasonur Su- hartos. Hershöfðingjarnir umræddu telja að fyrst Subianto sé grunaður um aðild sé full ástæða til að kanna þátt Suhartos líka. „Suharto var sem for- seti Indónesíu æðsti yfirmaður hers- ins og hefur ef til vill gefið Prabowo til kynna vilja sinn í þessum málum. Æðstu yfirmenn hersins gefa skip- anir sínar ekki endilega alltaf skrif- lega,“ sagði Kemal Idris, fyrrverandi hershöfðingi í hernum. Leeson með krabbamein Singapore. Reuters. BRETINN Nick Leeson, sem olli gjaldþroti Baringsbankans breska fyrir þremur árum, þjáist af alvar- legu krabbameini og hefur lögfræð- ingur hans farið fram á lausn hans úr fangelsi í Singapore af þeim sökum. Leeson var fyrr í vikunni ■greindur með krabbamein í ristli sem breiðst hefur út í eitlana. Sætir Leeson nú meðferð á sjúkrahúsi fangelsisins í Singapore þar sem hann afplánar sex og hálfs árs dóm fyrir skjalafals. Talsmaður breska sendiráðsins í Singapore gat ekki fjölyrt um bata- horfur Leesons en sagði að ástandið væri greinilega alvarlegt þar sem farið hefur verið fram á lausn „af mannúðarástæðum og til að Leeson geti verið nærri fjölskyldu sinni“. Lögfræðingar kunnugir dómskerf- inu í Singapore sögðust í gær ekki telja útilokað að forseti landsins myndi sýna vægð og náða Leeson í ljósi aðstæðna. Leeson stundaði á sínum tíma svokölluð afleiðuviðskipti hjá útibúi Barings-bankans, einnar af elstu og virtustu fjármálastofnunum í Bret- landi, í Singapore. Hann tapaði gíf- urlegum fjárhæðum á viðskiptum sínum en tókst lengi vel að breiða yf- ir tapið, sem er talið hafa numið um 82 milljörðum ísl. kr. Hann flýði Singapore í febrúar 1995 þegar ljóst var að bankinn var kominn á vonar- völ og að upp um hann kæmist. Leeson náðist síðan í Frankfurt í mars 1995 og sat þar í fangelsi uns hann var framseldur til Singapore þar sem hann var dæmdur fyrir skjalafals og misferli. Mál Leesons og hrun Barings- banka vöktu mikla athygh á sínum tíma, enda þótti mörgum merkilegt hvemig einn maður gat valdið jafn miklu tapi. Hafa margar bækur ver- ið ritaðar um efnið og í haust verður frumsýnd kvikmynd, „Rogue Trader“, um ævi Leesons sem er þrjátíu og eins árs og frá Watford í Englandi. Hann skildi ekki alls fyrir löngu við eigikonu sína Lísu og hyggst hún ganga í hjónaband á nýj- an leik með öðrum bankamanni um næstu helgi. Hún kvaðst í gær engu að síður „afar miður sín“ vegna fregnanna af veikindum Leesons. NICK Leeson Alþjóðleg hafréttarráðstefna í Ósló Tekizt á um túlkun á úthafsrétti Ösló. Morgunhlaðið. UM TVÖ hundruð sérfræðingar í hafréttarmálum frá 40 löndum koma um helgina saman í Ósló til að ræða stöðu hafréttarmála, nú þegar hillir undir nýja öld. Ráðstefnan er haldin í tilefni árs hafsins, en um þessar mundir eru 16 ár síðan hafréttarsátt- máli Sameinuðu þjóðanna var sam- þykktur. Meðal þess sem búizt er við að hæst beri á ráðstefnunni í Ósló er út- hafsréttur. Fyrir þremur árum fór fram sérstök ráðstefna um úthafs- rétt, en mikið hefur borið á deilum um túlkun á þeim rétti sem gildi á opnu hafi. Þetta er grundvöllurinn fyrir deilum íslendinga og Norð- manna um fiskveiðar í Smugunni, Síldarsmugunni og við Svalbarða. Sem dæmi um fleiri mál sem gera má ráð fyrir að verði rædd eru deilur Norðmanna og Rússa um „landa- mæri“ í Barentshafinu, hvalveiðar Norðmanna, og réttarstaða heim- skautasvæðanna. I því sambandi þarf til dæmis að skýra hvað ís sé í hafrétt- arlegu samhengi. Er hann vatn, land, eða eitthvað annað? Og þá hvað? Guðmundur Eiríksson, dómari við Alþjóðahafréttardómstólinn, sem tók til starfa í fyrra, verður meðal fyrir- lesara á ráðstefnunni. Nú er lag aö eignast góó tælci BS2E 14.4 T Hleðsluborvél + aukarafhlaba Tilboð i 16.900,- Handverkfæri 20% afsláttur Eitt verð! verð áður 54.900, Hljómtækjasamslæbui Verb Tilboð 54AT25 Sharp 70CS06 Sharp 72CS05 Sharp 70DS15 Sharp LU7046 Luxor 21" 28" s.b.l.-nicam 29" s.b.l-nicam 28 100HZ -nicam 28" nicam-fast-text N08574 Nokia 29" ÍOOHZ -nicam 44.333,- 77.666,- 83.222,- 99.888,- 99.888,- 109.900,- 31.900, - 59.900, - ‘64.900,- 76.900, - 69.900, - 89.900, - Einnig 28" tæki tilbo&sverð frá 39.900,- NOKIA Hl jómtæki/stök Verð Tilboð VSX-405 Pioneer Heimabío 2X70-4X50w 39.900,- VSX-806 Pioneer Heimabío 2X110-5X60w 54.900,- PD-106 Pioneer geislaspilari 1 diskur 18.900,- PDM-426 Pioneer geislaspilari 6 diska 23.900,- MDX2 Sharp Mini-disk spilari stafræn 34.900,- CrD PIOIVEER 29.900, - 44.900, - 14.900, - 17.900, - 28.900, - The Art of Entertainment AEG TERRA ryksuga 1400w Tilboð 12.900,- verð áður 16.737,- N-170 N-270 N-470 N-770 XL-505 Pjoneer 2X25w-3ja diska-power bass Pjoneer 2X33w-3|a diska-power bass Pioneer 2X70w-3ia diska-power bass Pioneer 2Xl00w-2ó diska -power bass ___ Sharp micró stæða-1 diskur CDC-430 Sharp 2X20w-3ja diska CDC-470 Sharp heimabióstæða-3ja diska CDC-1 óOOSharp 2X100w-3ia diska MDX-5 Sharp 2xl5w-ldiskur-mini-disk MDX-7 Sharp 2X50w-3ja diska-mini-disk 32.900, - 35.900, - 54.900, - 74.900, - 19.900, - 29.900, - 44.900, - 59.900, - 54.500,- 81.000,- 26.900, - 29.900, - ‘39.900,- 59.900, - ‘15.900,- 24.900, - 34.900, - 44.900, - 44.900, - 59.900, - XL-505 Sharp micró stæda-1 diskur Örbylgjuofn R-211/8OOW Tilboi12.900,- Myndbandstæki Verð Tilboð VCM29 2 hausa-myndvaki-ntsc 33.222,- *24.900, VCM49 4 hausa-myndvaki-ntsc-lp-sp 37.900,- 28.900, VCMH67 6 hausa-myndvaki-lp-sp-nicam 44.333,- 35.900, VCMH69 6 hausa-myndvaki-lp-sp-nicam-ntsc 49.888,- 39.900, aður 73 579 verð aður 16 737 verð! Eitt verð aður 33 222 Ágúst tilboð á AEG uppþvottavélum verð aðeins 49.900 Einrtig verulegur afsláttur af ýmsum tækjum með allt að 1S%-20% afslætti. AQ Qflíl BRÆÐURNIR m OKMSSON Láqmúla 8 • Sími 533 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.