Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 60
.Jt KOSTA með vaxta MiNADAKBANKlNN 2 www.bi.is JtemáC -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Heimsókn NATO- flotans lokið HEIMSÓKN Ermarsundsflota Atl- antshafsbandalagsins er nú lokið en tundurduflaslæðaramir sex héldu úr höfn í gær. Heimsóknin var liður í að efla samstarf íslensku Land- helgisgæslunnar við fastaflota NATO. I heimsókninni voru starfsmenn Landhelgisgæslunnar m.a. fræddir um tundurduflavamir og vinnu- brögð tengd þeim, en undirbúning- ur fyrir heimsóknina stóð í tvö ár. ■ Sprengjuleitaræfing/6 Morgunblaðið/Björn Gíslason að lögð voru göng undir þjóðveg- inn sem skilur að völlinn 1 Leirunni og æfíngasvæðið. Það tók GS- menn aðeins 30 klukkustundir að gera göngin og ganga frá öllu á eftir, malbika og tyrfa allt. ■ Vel leikið/Cl Morgunblaðið/Arnaldur LJÓSAKRÓNAN vegur 40 kíló og er 1,30 metrar að ummáli. Ljósakróna á milljón VERSLUNAREIGANDI í Garða- bæ, Gísli Holgersson hjá GH heild- verslun, hefur fest upp í verslun sinni gullhúðaða 40 kílóa Ijósakrónu frá Italíu sem kostar 987.000 krónur. Ljósakrónan, sem húðuð er með 24 karata gulli, hefur hangið í versluninni í viku og vakið mikla athygli viðskiptavina. Ida Christ- iansen, eiginkona Gísla, segir að sett hafí verið borð með lömpum undir ljósakrónuna til þess að koma í veg fyrir að fólk sé að snerta gripinn. Þurftu raf- virkjarnir tveir sem festu hana upp líka að nota hvíta hanska. Ljósakrónan vekur óskipta at- hygli og segist Ida verða vör við það að tilvist hennar spyrjist út því margir viðskiptavina komi aft- ur f verslunina með maka eða sendi aðra til þess að skoða her- legheitin. ■ Ljósakróna/Bl Selfoss Vandræði vegna vatnsleysis VATN í vatnsbólum Selfossbæjar hefur minnkað það mikið að undan- fömu að vatnsveitan hefur orðið að grípa til þess ráðs að lækka þrýsting á dreifikerfmu. Birgðageymir tæmd- ist fyrir skömmu, en við það grugg- aðist upp í tanknum og fór óhreint vatn inn á dreifikerfið. Heilbrigðis- eftirlit Suðurlands mældi fyrir nokkrum dögum gerla í vatninu. Karl Björnsson, bæjarstjóri á Sel- fossi, sagði að þurrkar á Suðurlandi hefðu leitt til þess að skortur væri nú á neysluvatni á Selfossi. Nauðsyn- legt hefði verið að lækka þrýsting á dreifikerfínu eftir að vatn í aðal- vatnstanki vatnsveitunnar tæmdist. Þegar slíkt gerðist væri hætt við að óhreint vatn kæmist inn á kerfið. Það hefði gerst í þessu tilviki. Karl sagði að þetta væri líklegasta skýr- ingin á því að Heilbrigðiseftirlitið hefur mælt gerla í vatninu. Hann sagði að samkvæmt því sem hann best vissi væri um eitt sýni að ræða úr einni leiðslu í dreifikerfinu. Það væri þvi að sínu mati of mikið sagt að fullyrða að allt neysluvatn á Sel- fossi væri ónothæft. Karl sagði að unnið væri að endur- bótum á vatnsmálum á Selfossi. Ljóst væri að afla þyrfti meira vatns svo að svipað ástand og verið hefur í sumar endurtæki sig ekki. Auknar kröfur væm í dag gerðar um vatns- gæði og þyrfti vatnsveitan á Selfossi að auka og bæta eftirlit með vatninu. Hann sagði einnig að girða þyrfti vatnssvæðið betur af, en svæðið væri í tveimur sveitarfélögum, Árborg og Ölfushreppi, og ekki væri lokið við að gera aðalskipulag fyrir svæðið. Ekki náðist í fulltrúa Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands í gær. ------♦♦♦---- Aflahrota í Smugunni TOGARARNIR þrír sem nú eru að veiðum í Smugunni í Barentshafí fengu góðan afla þar á miðvikudag. Veiði var þó dottin niður á ný í gær að sögn Kristins Gestssonar, skip- stjóra á Snorra Sturlusyni RE. Auk Snorra eru Freri RE og Haraldur Kristjánsson HF einnig að veiðum á svæðinu. Skipin höfðu nánast engan afla fengið fyrr en á miðvikudag. Kristinn sagðist vera bjartsýnni á betri veiði þar sem skilyrði í hafinu væru nokkuð betri en í fyrra, hlýrri sjór og meira æti. Hann sagði veið- ina í Smugunni vanalega mjög mis- jafna, einn daginn mokveiði en ann- an ekki neitt. Eftir því sem næst verður komist eru ekki fleiri skip á leiðinni í Smuguna en útgerðar- menn bíða frekari frétta af afla- brögðum. ■ Veiðin dottin niður/18 LANDSMÓTIÐ í golfí, hið 57. í röðinni, hófst á þremur völlum á Suðurnesjum í blíðskaparveðri. Keppendur eru 343 að þessu sinni og má búast við harðri keppni í meistarafiokkunum þar sem barist er um Islandsmeistaratitilinn, en mótinu lýkur á sunnudag. Margir Landsmótið í golfi hafið léku vel í gær og sex efstu menn í meistarafiokki karla eru undir pari vallarins. Mótið er í umsjón Golfklúbbs Suðurnesja og þar á bæ hafa menn lagt nótt við dag að undanförnu til að hafa allt tilbúið þegar flautað yrði til leiks. Sem dæmi um framkvæmdir má nefna Utanrfkisráðherra varar við of víðtækri sameiningu banka Skylda að tryggja sam- keppni í bankarekstri HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir mikilvægt við endur- skipulagningu á íslenskum fjár- málamarkaði, að ríkisvaldið leitist við að tryggja að hér verði virk samkeppni á fjármálamarkaði. Hægt sé að ganga það langt í sam- einingu innlendra fjármálastofnana að of lítil samkeppni verði á mark- aðinum. M.a. þess vegna sé ávinn- ingur að því ef erlendur banki kaupi hlut í Landsbankanum. Forsvarsmenn í íslensku fjár- málalífi hafa gagnrýnt að stjórnvöld skuli einbeita sér að viðræðum við erlenda banka í stað þess að kanna áhuga innlendra fjármálastofnana á að kaupa hlut í Landsbankanum. Nú síðast setti forstjórí Kaupþings fram slíka gagnrýni. Halldór sagði að það væri að sjálfsögðu skylda stjórn- valda að kanna einnig áhuga inn- lendra fjárfesta og tryggja þannig að sem hæst verð fáist fyrir hluta- bréf ríkisins í Landsbankanum. „Það er að sjálfsögðu skylda okk- ar að fá sem mest fyrir eignir ríkis- ins, en það er jafnframt nauðsyn- legt að skapa hér virkt samkeppn- isumhverfi á fjármálamarkaði. Fjármálaheimurinn er orðinn mjög opinn og við getum ekki horft fram- hjá því að fjármálastofnanir hér verða í samkeppni við erlenda aðila. Eg er því opinn fyrir öllu í þessu sambandi, en tel mikilvægt að hér ríki virk samkeppni sem hafi hags- muni neytenda að leiðarljósi.“ Hægt að ganga of langt í sameiningu Halldór var spurður hvort skilja bæri ummæli hans á þann veg að hann óttist að mikil sameining ís- lenskra bankastofnana leiði til þess að hér verði of lítil samkeppni. „Það er að sjálfsögðu hægt að ganga svo langt að það sé ástæða til að óttast slíkt. Við getum hugsað okkur að ef allar íslenskar fjármála- stofnanir færu í eina stofnun væru ekki miklar líkur á að það yrði virk samkeppni, en það yrði áreiðanlega talið mjög hagkvæmt, a.m.k. fyrst í stað. Það er hins vegar tilhneiging slíkra stofnana að nýta sér slíkt ástand þegar til lengri tíma er litið.“ Halldór sagðist ekki hafa talað fyrir því að erlendur banki eignaðist meirihluta í Landsbankanum. Æskilegt væri að slíkur banki væri í minnihluta, en ætti þó það stóran hlut að hann gæti haft áhrif á rekst- ur bankans. ■ Sala á hlut/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.