Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ SIGURJÓNSSAFN Vinafundur í Listasafni Sigurjóns í TILEFNI10 ára starfsafmælis Listasafns Sigurjóns Ólafssonar verður efnt til þriðju gestasýn- ingar sumarsins á tímabilinu 8.-30. ágúst. Undir heitinu verða sýnd verk eftir nokkra sýningarfélaga og vini Sigurjóns, þau Guðmundu Andrésdóttur, Jóhannes Jóhann- esson, Kristján Dayíðsson og Þorvald Skúlason. Öll tilheyra þau þeirri kynslóð listamanna sem hóf að vinna undir formerkj- um módernismans eða afstrak- listar á fimmta áratugnum og sem hefur haldið tryggð við þessa stefnu. Yerk þeirra hafa margoft verið sýnd með verkum Sigurjóns á samsýningum en einnig á tveggja manna sýningum; þannig efndu þeir Jóhannes og Sigurjón til sýningar í Ásmundarsal við Freyjugötu 1949; á vegum Stúd- entafélags Háskóla íslands var þeim Kristjáni og Sigurjóni boðið að sýna í anddyri Háskólans snemma árs 1970 og Þorvaldur og Sigurjón stóðu að sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins vorið 1978. Þau Guðmunda, Jóhannes og Kristján hafa valið eigin verk á sýninga. Málverk Þorvalds Skúla- sonar hafa verið fengin að láni úr einkasafni Sverris Sigurðssonar og hefur hann einnig aðstoðað við val verka eftir Þorvald. Sýnd verða valin verk eftir Sig- urjón, meðal annars styttan „Fót- boltamenn" frá árinu 1936, sem safninu var færð að jjjöf frá hjón- unum Guðrúnu og Olafi Ó. John- son vorið 1997. Myndin hefur ver- ið steypt í brons og kemur nú í íyrsta sinn fyrir almenningssjónir í varanlegu efni. Fram til 1. september er Sigur- jónssafn opið daglega milli kl. 14 og 17 nema mánudaga. Kaffistofa safnsins er einnig opin á sama tíma. í tilefni starfsafinælisins er ókeypis aðgangur. Form og litir í Listgalleríinu HELGI Björnsson leirkerasmiður opnar sýningu á verkum sínum í Listgalleríinu á Engjateigi 17 laug- ardaginn 8. ágúst kl. 14. Helgi er fæddur í Reykjavík 1953 og hefur starfað við leirmuna- gerð síðan 1970 að hann hóf nám í VOIq Blöndunartæki Vola blöndunartæki hafa verið margverðlaunuð fyrir sérstakan stíl og fágun, en hönnuðurinn er hinn þekkti danski arkitekt Arnejacobsen, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir framúrskarandi arkitektúr. Tækin eru fáanleg í litum, krómuð og í burstuðu stáli. Heildsöludreifing: r-ltuiftnJtei Smiðjuvegi 11. Kópavogi TEnGlehf Simi 564 1088.fax 564 1089 ____________________ Faest í bygginoauömuerslunum um land allt. iðninni hjá fóður sínum Björgvin Kristóferssyni leirkerameistara. 1975-1989 rak Helgi vinnustofu í Reykjavík og seldi vörur sínar að- allega í versluninni Kúnígúnd í Reykjavík og Blómabúðinni Lauf- ási á Akureyri. Síðan 1993 hefur Helgi rekið vinnustofu og verslun með eigin leirmuni í miðbæ Gautaborgar í Svíþjóð. Helgi hefur tekið þátt í samsýn- ingum og haldið einkasýningar bæði á Islandi og í Svíþjóð. Sýningin verður opin kl. 14-18 laugardag og sunnudag og á þeim tíma sem galleríið er opið eftir það til 22. ágúst. HELGI Björnsson leirkerasmið- ur opnar sýningu í Listgallerí- inu á laugardag. LISTIR___________________ Málverk leita höfundar Morgunblaðið/Jóra KRISTJÁN Steingrímur Jónsson opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls á morgun, laugardag. MÁLVERKIN á sýningu Kristjáns Steingríms Jónssonar vekja upp margslungnar spurningar er lúta að eðli listaverksins og skilgrein- ingu höfundarinns. Þetta eru sand- blásin málverk eftir Kristján Stein- grím, Kristján Davíðsson og Bernd Koberling. Tímanum hefur verið snúið við, litalögunum svipt upp og við hverfum inn í sköpunarferlið, skoðum verkið innan frá, - eða það sem Kristján kallar endur- sköpun þess, - hýtt verk sem byggir á fortíð sem nú er horfin og verður aldrei kölluð fram aftur. Það má hæglega líta á þetta djarfa inngrip Kristjáns Stein- gríms inn í málverkin sem eyði- leggingu, íkónóklastur og jafnvel skemmdarfikn en sjálfur segir hann því fara víðsfjarri og lýsir gerningnum sem , jákvæðu ferli endursköpunar." Gunnar J. Árna- son listfræðingur skrifar grein í sýningarskrá þar sem hann bendir m.a. á að Krislján Steingrímur sé að snúa við sköpunarferli sem hann hafi þó ekki komið nálægt sjálfur. „Ef við gerum ráð fyrir því að sköpunarferlinu hafi verið eytt og tímanum snúið við, hvað stend- ur þá eftir? Hvað er listaverkið að frádregnu sköpunarferlinu?" spyr Gunnar. Og fleiri slíkar spurning- ar vakna. Hver er höfundurinn? Og hvað er málverk? „Þetta eru spurningar sem ég kýs að svara ekki,“ segir Krislján „Og ég held líka að hugmyndin verði mun áhugaverðari fyrir vikið.“ Sandblásin málverkin eiga margt skylt með málverkum Krist- jáns frá því fyrir nokkrum árum þegar hann fékkst við að lýsa ýms- um fyrirbærum í náttúrunni, eins og veðri. Þar stóðu í forgrunni veð- urtákn og brot úr uppdráttum Veð- urstofunnar og Þar var í bak- grunni lýsing á veðri sem hann hafði upplifað ákveðinn dag, á til- teknum stað. I forgrunni var veð- urtákn sem sýnir á táknmáli veður- fræðinnar veðrið umræddan dag og sandblásnar rafrásateikningar, fengnar frá tölvukerfi Veðurstofu íslands, sem flytja m.a. upplýsing- ar um veður. „Ég hef í raun alltaf nálgast viðfangsefni mín eftir tveimur ólíkum leiðum. Verk mín hafa þannig tvöfalda tilvísun til sama fyrirbæris annars vegar per- sónuleg og huglæg, hins vegar ópersónuleg þar sem notuð eru stöðluð alþjóðleg tákn,“ segir Kri- stján. „Ástæðan fyrir því að ég kaus að Ieita til þeirra Krisljáns Davíðssonar og Bernd Koberling er sú að þeir eru einnig að vinna með náttúruskírskotanir í málverk- um sínum en með allt öðrum hætti en ég sjálfur auk þess sem þeir standa ekki of nærri mér í aldri.“ Málverkið sem Krislján Davíðs- son lét af hendi til verkefnisins er frá 1962 og hafði verið á sýningum bæði hér heima og erlendis. Mál- verk Bernds er frá 1996. Verk Kri- stjáns Steingríms eru flest frá sýn- ingu sem hann hélt sl. vetur í Listasafni alþýðu í Ásmundarsal. Það sem áður hét Land 20, 27 W 0473694 / UTM 7107823 og vísaði til Vífilfells hefur nú fengið í for- grunn nákvæma staðarákvörðun þess staðar þar sem sandblástur- inn, „endursköpunin", fór fram. I forgrunni verka þeirra Kristjáns Davíðssonar og Bernd Koberling eru nöfn listamannanna og dag- setning sem vísar til þess hvenær verkið var „endurskapað." „í viss- um skilningi eru verk þeirra Krist- jáns og Bernds orðin hluti af mínu verki. Ég á hugmyndina og stend fyrir verkefninu, þeir leggja til myndir sem segja má að séu ekki lengur til nema í minningunni. Þessi staða vekur áhugaverðar spurningar," segir Kristján. „Að snúa til baka inn í sköpunarferlið, ekki bara mitt eigið, heldur líka annarra, og velta því fyrir mér hversu heilagt ferlið sjálft er. Er mögulegt að kryija málverkið inn- an frá?“ Spurningunni verður hver að svara fyrir sig. Sýningin stendur til 2. septem- ber og galleríið er opið alla virka daga frá kl. 10 til 18 og laugar- daga frá kl. 10 til 16. Tónleikar endurteknir Kaffileikhúsið TÓNLEIKAR þeirra Hjörleifs Valssonar og Havards Öieroset verða endurteknir í kvöld kl. 21. Á tónleikunum verður tónlist í léttari kantinum, m.a. austur-evr- ópsk sígaunatónlist, austurlensk þjóðlagatónlist ásamt popp-, rokk- og diskótónlist. Þá munu þeir einnig leika frumsamið efni. -------------- Gunnar sýnir í Nesbúð GUNNAR I. Guðjónsson verður með sýningu í Nesbúð á Nesjavöll- um í Grafningi allan ágústmánuð. Gunnar sýnir olíu- og vatnslita- myndir allt nýmálað. Opið er frá kl. 7-10 alla daga vik- unnar. Gunnar hefur haldið margar einkasýningar hér á landi og er- lendis. Ókeypis aðgangur. -------------- Sýningu lýkur Gallerí Stöðlakot SÝNINGU Sonju Elídóttur á rým- isverkum, sem unnin eru í límband og bökunarpappír lýkur sunnudag- inn 9. ágúst. Opið daglega frá kl. 14- 18. Textflskúlptúr og akrflmyndir hjá Ófeigi ISA Ohman opnar sýningu á textíl- skúlptúrum og akrílmyndum unnum í blandaðri tækni í Listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, laugardag- inn 8. ágúst. Isa Ohman er fædd 1954 í Kram- fors, Svíþjóð. Hún stundaði nám við Textilinstituted í Borás, Ilandarbet- ens venners vefnaðarskóla og Konstfack Stokkhólmi, hún útskrifað- ist þaðan sem textílhönnuður 1979. Isa Ohman hefur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum í Svíþjóð og haldið fimm einkasýningar í heima- landi sínu. Hún er búsett í Stokkhólmi. Sýn- ingin mun standa frá 8. ágúst t0 22. ágúst. Sýningin er opin á verslunartíma Teikning- ar í Bflum og list MYNDLISTARMAÐURINN Hjörtur Hjartarson opnar sýningu á nýjum teikningum frá þessu og síð- asta ári í sýningarsalnum Bflum og list að Vegamótastíg 4 í dag, fostu- daginn 7, ágúst, frá kl. 17 til 19. Hjörtur lærði við Myndlista- og handíðaskóla íslands og Universi- dad de Granada á Spáni þar sem hann lauk námi frá teiknideild á síð- astaári. mánudaga til laugardaga og lokað á sunnudögum. ISHA Ohman sýnir textílskúlptúra og akrflmyndfr í Listmunahúsi Ofeigs. -------♦♦♦------- Tónleikar í Húsinu TÓNLEIKAR verða haldnir í Húsinu á Eyrarbakka, sunnudaginn 9. ágúst kl. 14. Ingi Heiðmar Jónsson spilai’ á hið foma taffel-píanó Hússins úr nótnahefti Guðmundu Nielsen (1885-1936) en hún stjómaði kómm og hélt uppi sönglífi á Eyrarbakka snemma á öldinni. Milli laga rabbar Lýður Pálsson safnvörður við gesti um tónlistar- menningu þá sem barst rá Húsinu um langt skeið. Dagskráin tekur rúman hálftíma og verður endurtekin sama dag kl. 16. TEIKNING eftir Hjört Hjartarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.