Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 17 VIÐSKIPTI Nýr fram- kvæmdastjóri hjá Lands- bankanum • GUNNAR Þ. Andersen hefur verið ráðinn í starf framkvæmda- stjóra alþjóða- og fjármálasviðs hjá Landsbanka ís- lands hf. og hefur hann þegar tekið til starfa. Barði Árnason sem verið hefur fram- kvæmdastjóri al- þjóðasviðs mun stýra alþjóðlegum deildum sviðsins til 1. september nk en lætur þá af því starfí að eigin ósk sökum ald- urs. Barði mun síðan taka að sér sérverkefni fyrir aðalbankastjóra. Gunnar er fæddur árið 1948, er viðskiptafræðingur að mennt og brautskráðist með MBA próf frá University of Minnesota í Banda- ríkjunum. Hann hefur yfirgrips- miklá þekkingu og reynslu af al- þjóðlegum viðskipta- og fjármála- vettvangi og innlendri bankastarf- semi að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá bankanum. Hann hefur einnig víðtæka reynslu af stjómunarstörfum frá stórum og alþjóðlegum íyrirtækjum utan bankans og má þar nefna Pepsi- Cola Company í New York og Helly-Hansen A/S í Noregi. Gunnar hefur einnig starfað sem fjárfest- ingasérfræðingur í Fjárreiðudeild Sameinuðu þjóðanna í New York. Gunnar hóf störf hjá Landsbanka íslands árið 1991 sem sérfræðingur í fyrirtækjaviðskiptum. Hann fékkst síðan við ýmis störf og sér- verkefni fyrir bankastjórn og hefur jafnframt tekið þátt í og stýrt störf- um margra nefnda innan bankans. Frá 1996 stýrði hann sérstökum úr- lausnarhópi á vegum bankastjóm- ar, og nú síðast hefur hann leitt starfshóp um virðismat á Lands- bankanum og stefnumótun hans í samtarfi við bandaríska fjármála- fyrirtækið J.P. Morgan. Gunnar hefur setið í ráðgjafanefnd alþjóð- legra samtaka um áhættustjórnun, (International Risk Management Assocation) ásamt stjórnendum al- þjóðlegra fjármálafyrirtækja. Loks gegnir Gunnar stjómarformennsku í Islenska hlutabréfasjóðnum hf. Nýr fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins • HEIMIR Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Olíufélagsins hf. en þar undir fellur ábyrgð á rekstri þjónustu- stöðva félagsins auk markaðsmála. Heimir hóf störf hjá Olíufélaginu hf. í janúar 1997 sem forstöðumaður upplýsingatækni- deildar en hafði áður starfað að sölu- og markaðsmálum í mörg ár, síðast hjá Opnum kerfum hf. Sam- hliða starfí framkvæmdastjóra markaðssviðs mun Heimir áfram gegna starfí forstöðumanns upplýs- ingatæknideildar. Heimir er 46 ára og rafmagnstæknifræðingur að mennt. Hann er kvæntur Gróu Þ. Pétursdóttur líffræðingi og eiga þau þrjú böm. GM fækkar gerðum og verksmiðjum Traverse City, Michigan. Reuters. FORSTJORI General Motors Corp., Jack Smith, segir að fyrir- tækið ætli að fækka verksmiðjum, gerðum og starfsmönnum til að verða samkeppnishæfara. Yfirlýsingin kemur í kjölfar verk- falls og tilkynningar um aðskilnað Delphi-dótturíyrirtækisins, sem framleiðir bílaparta, og endurskipu- lagningar starfseminnar í Norður- Ameríku. Smith sagði á fundi með sérfræðingum og seljendum að fyr- irhugaður niðurskurður mundi auka vaxtamöguleika fyrirtækisins með því að gera það skilvirkara og arð- samara. GM hyggst reisa nýjar samsetn- ingarverksmiðjur í stað eldri verk- smiðja. Nýju verksmiðjurnar verða starfræktar allan sólarhringinn og notaðar verða einingar fremur en þúsundir bílahluta. Smith sagði að GM mundi halda áfram að fækka tímakaupsmönnum. Fyrirtækið hefur sagt upp rámlega 125.000 tímakaupsmönnum síðan í árslok 1990. Verkfóllin í tveimur verksmiðjum GM í Flint, Michigan, kostuðu GM rámlega 2,5 milljarða dollara og snerust að nokkru leyti um fækkun starfsmanna. Gerðum fækkað úr 77 Fyrirtækið mun fækka gerðum, sem það selur, úr 77 nú og hefur þeim fækkað úr 105 gerðum 1992. Smith vildi ekki taka fram hve mörgum bílum yrði fækkað. Sérfræðingar segja að GM hygg- ist hætta að framleiða Buick Rivi- era og ef til vill Chevrolet Corvette og Pontiac Firebird. Smith sagði að GM mundi innleiða 23 fólksbíla og vörubíla á næstu þremur árum. GM mun selja 15-20% venjulegra hlutabi-éfa í Delphi-verksmiðjunni á fyrsta ársfjórðungi 1999. Afgangin- um verður skipt milli hluthafa GM síðar á árinu. Fimm markaðssamtök GM verða lögð niður og einni sölu- og þjón- ustudeild skipt eftir landshlutum. GM kveðst ætla að halda vöru- merkjunum Buick, Cadillac, Chevr- olet, GMC, Oldsmobile og Pontiac. Endurskipulagningu á að ljúka í janúar 1999. ---------------- Morgunfundur Versl- unarráðs Islands Alnetið og markaðs- setning VERSLUNARRÁÐ íslands stend- ur fyrir morgunfundi um markaðs- setningu á Alnetinu föstudaginn 7. ágúst. Framsögumaður verður Bandaríkjamaðurinn Philip. Wolf, en hann hefur sérhæft sig í mark- aðssetningu og stefnumótun á sviði ferðamála, sérstakalega hvað snertir sölu á ferðaþjónustu á Alnetinu. Philip Wolf er forstjóri banda- ríska ráðgjafafyrirtækisins PhoCusWright Inc. auk þess að vera stundakennari við ferðamála- deild New York háskóla (NYU). Hann er stjórnarformaður ITA (Interactive Trade Association) og einn af stofnendum Travel Technology Association sem starfar á alþjóðlega vísu. Fundurinn er haldinn í fundarsal Verslunarráðs Islands á 7. hæð í Húsi verslunarinnar og hefst kl. 8. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu VÍ. ^RSLA BYKO w Áður: 3.054,-1 Q Þakmálning, ÞOL. Allir litir, 4 Itr. Vestlsbuxur, Wenaas. Stæröir 48-62. JSL Qróf múrblanda, Quikrete. 18,4 kg. Rafmagnshandverkfærl, Metabo. Trétex, Norblt 12/120x274. Málband Stanley, 5 m, tvær geröir. uíoJú. Regngalll, rauöur og blár, 4 stæröir. Kjörvari 16. Allir litir, 4 Ittrar. Nú ber vel í veiði ÍBYKO :j*ivo«uj£ Handk! Baötienj allar tedho atslattu} Virkir dagar | Laugard. Sunnud. Breíddin-Verslun Sími: 515 4001 8-18 10-16 Breiddln-Timbursala 8-18 Simi: 515 4030 (Lokaö 12-13) 10-14 Brelddin-Hólf&Gólf Sími: 515 4030 8-18 10-16 Hringbraut Slmi: 562 9400 8-18 10-16 11-15 Hafnarfjörður Sími: 555 4411 8-18 9-13 Suðurnes Sími: 421 7000 8-18 9-13 Akureyri Síml: 461 2780 8-18 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.