Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Á HINN0Y, sem er 370 tonn, er 38 manna áhöfn en mestan hluta ársins starfar það við suðurströnd Noregs. Sprengju- leitaræfíng í Faxaflóa Morgunblaðið/ EFTIR að leit var lokið var farið um borð í Vidar þar sem snæddur var hádegisverður. Tómas Ingi Olrich og Siv Friðleifsdóttir úr ut- anríkisnefnd létu rigninguna engin áhrif hafa á sig. STJÓRNENDUR norska tundur- duflaslæðarans Hinnoy, sem er eitt af 6 skipum úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins sem hér er í heimsókn, sýndu yfír- mönnum Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóra, aðilum úr utanríkis- og dómsmálaráðu- neytinu, utanríkisnefnd og fjöl- miðlum hvernig nýjustu tækni er beitt í ieit að tundurduflum á Faxaflóa á miðvikudaginn. Skipið þykir mjög fullkomið bæði hvað varðar hönnun sem og í hernaðarlegum tilgangi en það var smíðað hjá Kværner Mandel í Noregi árið 1994-5. Það er systurskip 8 slíkra sem norski herinn notar við leit að tundurduflum og leystu þau af hólmi eldri skip sem smiðuð voru í upphafi sjötta áratugar- ins. Kostnaður við smiði á Hinnoy nam rúmum 3 milljörð- um króna sem þykir nokkuð mikið fyrir 55 metra langt skip og er ástæðan sú að fylgja þurfti öðrum lögmálum heldur en tíðkast með hin hefðbundnu her- skip. Hinnay er byggt úr trefja- plasti og eru aðrir hlutir úr ósegulmögnuðum málmum eins og títani, eir og áli. Þetta er gert til að komast hjá að dufl, sem skynja segulsvið, springi við Morgunblaðið/ FJARSTÝRÐUR kafbátur var notaður við leitina en honum var ætlað að kanna hvort um raunverulega sprengju var að ræða. nálgun skipsins. Það er knúið tveimur öflugum dísilvélum og er hámarkshraði þess um 20 hnútar. Segja má að skipið sé sambland af tvíbytnu og loft- púðaskipi þar sem tvær loftdæl- ur sjá um að lyfta því upp um rúman metra. Með því minnkar sá flötur sem er neðansjávar og lendi það í sprengingu er minni hætta á tjóni. Einnig nær það mun meiri hraða en sambærileg skip og er það talið einn hrað- skreiðasti tundurdufiaslæðari heimsins í dag. „Tundurduflaleit“ við Kjalarnes Við leit að tundurduflum er beitt hljóðsjá sem er í tveggja metra löngum armi sem stendur niður úr skipinu miðju. Hún kannar svæðið í allt að 200-300 metra radíus, bæði botninn sem og sjóinn, og skráir tölva jafnóð- um staðsetningu, botnlag og hvort eitthvað sé á honum sem líkist sprengju. Finnist eitthvað slíkt er hluturinn kannaður, annaðhvort með fjarstýrðum kafbáti eða kafara. Að meðaltali tekur um hálftíma upp í klukku- stund að athuga hvern hlut og ef um sprengju er að ræða er hún annaðhvort sprengd á staðnum eða gerð óvirk. í tundurduflaleitinni í Faxa- flóa komust þátttakendur að því hversu erfið og seinleg slík leit getur verið. Komið hafði verið fyrir æfingadufli skammt fyrir sunnan Kjalarnes á um 30 metra dýpi. Eftir að hljóðsjá skipsins hafði numið torkennilegan hlut tók við leit með fjarstýrða kaf- bátnum. Ekki náði hann að stað- setja hlutinn og á endanum gerði kafari duflið óvirkt og tók þetta nokkru lengri tíma en ráð hafði verið fyrir gert. Meginá- stæða þess að ekki gekk að finna hlutinn með kafbátnum var sú að ekki vannst tími til að finstilla hljóðsjána miðað við hita- og seltuskil sjávar hér við land. Þetta er þekkt vandamál og þarf að stilla búnaðinn að nýju þegar komið er á aðrar slóðir. Annars þótti ferðin heppnast vel og sögðu talsmenn Land- helgisgæslunnar heimsókn sem þessa mikilvægan þátt í starf- semi hennar. Jón Jóhannes Jónsson um gagnrýni Kára Stefánssonar „Omak- leg um- mæli“ JÓN Jóhannes Jónsson, dósent og forstöðulæknir rannsóknadeildar Landspítalans, telur ómakleg þau ummæli Kára Stefánssonar, for- stjóra íslenskrar erfðagreiningar, að meðal þeirra sem leiddu andófið gegn gagnagrunnsfrumvaipinu á liðnu vori hafi verið einstaklingar sem í raun hafi verið að vernda eig- in viðskiptahagsmuni. „Eg er háskólakennari við há- skólasjúkrahús og sem slíkur veiti ég forstöðu, bæði við Háskólann og Landspítalann, háþróaðri lífefna- og sameindaerfðafræðistarfsemi. Ég er einn af sérfræðingum landsins í erfðavísindum, og því leita til mín ýmsir aðilar um möguleika á fyrir- tækjum á sviði líftækni og erfða- fræði,“ segir Jón Jóhannes. Hann segir að nokkrir hafi haft samband við hann í þessum hugleiðingum, al- veg frá því um síðustu áramót. Hann kveðst hafa rætt málin við þá. „Ég hef veitt þeim öllum svipaða ráðgjöf varðandi möguleika til erfðarannsókna á Islandi. Ég hef sagt þeim að við séum tilbúnir til samstarfs við hvern sem er ef það er á eðlilegum forsendum," segir hann. Höfum ekki tekið neina ákvörðun um samstarf „Þetta íyrirtæki sem nú er verið að setja á laggirnar kemur ekki inn í myndina fyrr en löngu eftir um- ræðuna um gagnagrunnsfrumvarp- ið í vor. Þeir sem að því standa eru með ýmsar athyglisverðar hug- myndir, bæði um það hvernig eigi að stunda rannsóknir og hvemig þessi starfsemi eigi að skila arði inn í þjóðfélagið og heilbrigðiskerfið. Við höfum ekki tekið neina ákvörð- un um samstarf við þá og sú ráðgjöf sem ég hef veitt þeim hefur verið ólaunuð, rétt eins og ráðgjöf til ann- arra. Það er hluti af starfi mínu og hluti af markmiðum Háskóla Is- lands að vera í góðu sambandi við atvinnulífið og nota þá þekkingu sem er til innan háskólans til þess að færa hana út í atvinnulífið. Þetta er það sem ég hef verið að gera,“ segir Jón Jóhannes og bætir við að hann hafi veitt Islenskri erfðagrein- ingu margvíslega aðstoð. Bryndís Hlöðversdóttlr, þingmaður Alþýðubandalagsins, um frumvarp um gagnagrunna Bætur gerðar en margt í skötulíki BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þingmaður Al- þýðubandalagsins, segir að frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðsisviði hafi tekið já- kvæðum breytingum að mörgu leyti við yfir- ferð þeirrar nefndar sem hefur unnið að end- urskoðun þess í sumar, en þó margt hafi vissulega verið lagað, þá sé ennþá margt í skötulíki. Bryndís sagði að jákvæðustu breytingarnar vörðuðu fyrst og fremst rétt einstaklinga til þess að neita að upplýsingar um þá fari inn í grunninn. Frumvarpið sé einnig miklu skýr- ara en það hafi verið í vor, enda hafi það kannski verið óvenju illa unnið þegar það hafi komið fyrst fyrir þingið. Hins vegar vanti nokkuð upp á að nægilega skýrt sé kveðið á um hvemig með sérleyfið skuli fara. Ódýr Iausn „í raun og veru er öllum vandamálum sem upp kunna að koma um leyfið vísað til nefndar sem á að leysa úr einstökum málum þegar þau koma upp og það er frekar ódýr lausn á stóru löggjafarverkefni. Ég hef bent á það til dæmis að löggjafinn hefur séð ástæðu til þess að fjalla ítarlega um það í löggjöf hvernig skuli fara með það þegar mönnum sé veitt sérleyfi á rútu og eins hefur nú nýlega verið sett mjög ítarleg löggjöf um rafræna skrán- ingu verðbréfa. En þessa eina verðmætustu auðlind þjóðarinnar, upplýsingar um erfða- samsetningu íslendinga, ætlar ríkisstjórnin hins vegar að afgreiða með því að búa til nefnd og vísa umræðum um þessi viðkvæmu álitamál út úr sölum Alþingis og það gengur ekki að mínu mati,“ sagði Bryndís. Hún bætti því við að enn væri stórum póli- tískum og siðferðilegum spurningum ósvarað í þessum efnum. „Af hverju til dæmis að gera samhæfðan gagnagrunn, ef það er hægt að ná viðlíka árangri með því að vinna með marga sérhæfða gagnagrunna, eins og við höfum til dæmis í dag, krabbameinsskrána, hjarta- vemdarskrána o.s.frv? Er þetta ekki of mikil áhætta að taka þar sem er viðurkennt að það skapar mikla hættu á misnotkun við sam- keyrslu upplýsinga um einkahagi fólks að gera þennan samhæfða grunn? Ég er þeirrar skoðunar að einstaklingar séu persónugrein- anlegir í mjög mörgum tilfellum í slíkum grunni, þó upplýsingar sé dulkóðaðar. Við er- um svo fáir íslendingar að það er ekkert mál að finna einstaklinga í þessum grunni," sagði Bryndís. Hún sagði að þegar saman kæmi heilsu- farssaga viðkomandi einstaklings og fjöl- skyldusaga hans væri ekki erfitt að komast að því hver hann væri vegna fámennisins hér. „Við vitum að svona upplýsingar eru gífurlega eftirsóttar af til dæmis tryggingarfyrirtækj- um. Það eru til dæmi um það út í heimi að at- vinnurekendur hafi misnotað svona upplýs- ingar til að velja fólk með „æskilega sjúkra- sögu“ til starfa fyrir sig. Ég reyndar efast um að skilgreining frumvarpsins á því hvað eru persónuupplýsingar standist Evrópuráðssátt- málann og samþykktir ESB um þetta efni sem okkur er þó skylt að vera í takt við,“ sagði Bryndís. Bryndís sagðist spyrja sig þeirrar spurn- ingar af hverju ekki ætti að fara fram útboð í þessum efnum. Það væri fráleitt að leita allra leiða til að forðast það að fá fram hagkvæm- asta kostinn, en útboð væri einmitt ein leið til þess. Þá væri það ekki rétt sem kæmi fram í máli aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra í Morgunblaðinu í gær að persónuupplýsingar væru ekki jafn tryggilega verndaðar í því til- viki að útboð færi fram og hæstbjóðandi fengi leyfi til að útbúa grunninn. Fyrir þessari skoðun væru ekki færð nein rök og í raun og veru væri fráleitt að halda þessu fram, því auðvitað væri hægt að setja ákveðin skilyrði fyrir skráningunni um að hún stæðist þær kröfur sem gerðar væru, hver svo sem fengi leyfið í hendur. Bryndís sagði að rfldsstjórnin hefði í raun og veru allt frá upphafi nálgast þetta mál á röngum forsendum. „Fyrst var fundinn sá sem átti að fá góssið í hendurnar og síðan reynt að smíða utan um hann eða þetta fýrir- tæki og hugmyndina einhvern lagaramma. Ég held að þetta sé í raun og veru ákveðið vanda- mál sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir í dag, þegar það hefur komið í ljós að fleiri aðil- ar geta kannski sinnt þessu verkefni. Það má vel vera að íslensk eifðagreining sé sá aðili sem er best til þess fallinn að vinna þetta verkefni, en það hefur ekki verið gengið úr skugga um það og ríkisstjórninni ber að gera það áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Bryndís einnig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.