Morgunblaðið - 07.08.1998, Síða 19

Morgunblaðið - 07.08.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 19 Indónesía og Portúgal ræða A-Tímor Krefjast lausn- ar Gusmaos Jakarta, Lissabon. Reuters. JOSE Ramos-Horta, friðarverð- launahafi Nóbels og leiðtogi frelsis- hreyfingar Austur-Tímor, sagði í gær að viðræður um framtíð landsins sem stjómir Indónesíu og Portúgals ákváðu á miðvikudag að efna til séu harla tilgangslausar nema Xanana Gusmao, leiðtoga skæruliðasveita A- Tímor, verði sleppt úr haldi til að taka þátt í þeim. Xanana var fangels- aður árið 1992 og afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. ,Xanana nýtur einn stjórnmála- manna fulls trausts og stuðnings íbúa A-Tímor,“ sagði Ramos-Horta. „Ef ræða á framtíð A-Tímor fyrir al- vöru og raunverulega taka ákvarð- anir í þeim efnum, verður Xanana að taka þátt í viðræðunum og hann verður að vera samþykkur niður- stöðunum vegna þess að hver sú nið- urstaða sem ekki nýtur stuðnings hans er ótímabær og mun verða hafnað af íbúum A-Tímor.“ Ramos-Horta kvaðst ætla að flytja Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sa- meinuðu þjóðanna, þessi skilaboð en áætlað er að þeir eigi fund um helg- ina. „Við munum ekki gefa fet eftir í þessu máli,“ sagði Ramos-Horta, „og án okkar munu viðræðurnar vera einskis virði.“ Ætlar hann að leggja áherslu á að sjónai'mið leiðtoga A- Timor yrðu í heiðri höfð í hverjum þeim samningaviðræðum sem fram færu. Suharto viðriðinn mannrán? Hópur indónesískra hershöfðingja á eftirlaunum hvatti á miðvikudag til þess að þáttur Suhartos, fyrrverandi forseta Indónesíu, í dularfullum hvörfum ýmissa stjórnarandstæð- inga í landinu verði rannsakaður. Wiranto hershöfðingi, yfirmaður indónesíska heraflans, hafði áður til- kynnt að yfir stæði rannsókn á þætti þriggja háttsettra hermanna í mann- ránunum, sem áttu sér stað frá því seint á síðasta ári og fram í mars á þessu ári, en þeirra á meðal er Pra- bowo Subianto, tengdasonur Su- hartos. Hershöfðingjarnir umræddu telja að fyrst Subianto sé grunaður um aðild sé full ástæða til að kanna þátt Suhartos líka. „Suharto var sem for- seti Indónesíu æðsti yfirmaður hers- ins og hefur ef til vill gefið Prabowo til kynna vilja sinn í þessum málum. Æðstu yfirmenn hersins gefa skip- anir sínar ekki endilega alltaf skrif- lega,“ sagði Kemal Idris, fyrrverandi hershöfðingi í hernum. Leeson með krabbamein Singapore. Reuters. BRETINN Nick Leeson, sem olli gjaldþroti Baringsbankans breska fyrir þremur árum, þjáist af alvar- legu krabbameini og hefur lögfræð- ingur hans farið fram á lausn hans úr fangelsi í Singapore af þeim sökum. Leeson var fyrr í vikunni ■greindur með krabbamein í ristli sem breiðst hefur út í eitlana. Sætir Leeson nú meðferð á sjúkrahúsi fangelsisins í Singapore þar sem hann afplánar sex og hálfs árs dóm fyrir skjalafals. Talsmaður breska sendiráðsins í Singapore gat ekki fjölyrt um bata- horfur Leesons en sagði að ástandið væri greinilega alvarlegt þar sem farið hefur verið fram á lausn „af mannúðarástæðum og til að Leeson geti verið nærri fjölskyldu sinni“. Lögfræðingar kunnugir dómskerf- inu í Singapore sögðust í gær ekki telja útilokað að forseti landsins myndi sýna vægð og náða Leeson í ljósi aðstæðna. Leeson stundaði á sínum tíma svokölluð afleiðuviðskipti hjá útibúi Barings-bankans, einnar af elstu og virtustu fjármálastofnunum í Bret- landi, í Singapore. Hann tapaði gíf- urlegum fjárhæðum á viðskiptum sínum en tókst lengi vel að breiða yf- ir tapið, sem er talið hafa numið um 82 milljörðum ísl. kr. Hann flýði Singapore í febrúar 1995 þegar ljóst var að bankinn var kominn á vonar- völ og að upp um hann kæmist. Leeson náðist síðan í Frankfurt í mars 1995 og sat þar í fangelsi uns hann var framseldur til Singapore þar sem hann var dæmdur fyrir skjalafals og misferli. Mál Leesons og hrun Barings- banka vöktu mikla athygh á sínum tíma, enda þótti mörgum merkilegt hvemig einn maður gat valdið jafn miklu tapi. Hafa margar bækur ver- ið ritaðar um efnið og í haust verður frumsýnd kvikmynd, „Rogue Trader“, um ævi Leesons sem er þrjátíu og eins árs og frá Watford í Englandi. Hann skildi ekki alls fyrir löngu við eigikonu sína Lísu og hyggst hún ganga í hjónaband á nýj- an leik með öðrum bankamanni um næstu helgi. Hún kvaðst í gær engu að síður „afar miður sín“ vegna fregnanna af veikindum Leesons. NICK Leeson Alþjóðleg hafréttarráðstefna í Ósló Tekizt á um túlkun á úthafsrétti Ösló. Morgunhlaðið. UM TVÖ hundruð sérfræðingar í hafréttarmálum frá 40 löndum koma um helgina saman í Ósló til að ræða stöðu hafréttarmála, nú þegar hillir undir nýja öld. Ráðstefnan er haldin í tilefni árs hafsins, en um þessar mundir eru 16 ár síðan hafréttarsátt- máli Sameinuðu þjóðanna var sam- þykktur. Meðal þess sem búizt er við að hæst beri á ráðstefnunni í Ósló er út- hafsréttur. Fyrir þremur árum fór fram sérstök ráðstefna um úthafs- rétt, en mikið hefur borið á deilum um túlkun á þeim rétti sem gildi á opnu hafi. Þetta er grundvöllurinn fyrir deilum íslendinga og Norð- manna um fiskveiðar í Smugunni, Síldarsmugunni og við Svalbarða. Sem dæmi um fleiri mál sem gera má ráð fyrir að verði rædd eru deilur Norðmanna og Rússa um „landa- mæri“ í Barentshafinu, hvalveiðar Norðmanna, og réttarstaða heim- skautasvæðanna. I því sambandi þarf til dæmis að skýra hvað ís sé í hafrétt- arlegu samhengi. Er hann vatn, land, eða eitthvað annað? Og þá hvað? Guðmundur Eiríksson, dómari við Alþjóðahafréttardómstólinn, sem tók til starfa í fyrra, verður meðal fyrir- lesara á ráðstefnunni. Nú er lag aö eignast góó tælci BS2E 14.4 T Hleðsluborvél + aukarafhlaba Tilboð i 16.900,- Handverkfæri 20% afsláttur Eitt verð! verð áður 54.900, Hljómtækjasamslæbui Verb Tilboð 54AT25 Sharp 70CS06 Sharp 72CS05 Sharp 70DS15 Sharp LU7046 Luxor 21" 28" s.b.l.-nicam 29" s.b.l-nicam 28 100HZ -nicam 28" nicam-fast-text N08574 Nokia 29" ÍOOHZ -nicam 44.333,- 77.666,- 83.222,- 99.888,- 99.888,- 109.900,- 31.900, - 59.900, - ‘64.900,- 76.900, - 69.900, - 89.900, - Einnig 28" tæki tilbo&sverð frá 39.900,- NOKIA Hl jómtæki/stök Verð Tilboð VSX-405 Pioneer Heimabío 2X70-4X50w 39.900,- VSX-806 Pioneer Heimabío 2X110-5X60w 54.900,- PD-106 Pioneer geislaspilari 1 diskur 18.900,- PDM-426 Pioneer geislaspilari 6 diska 23.900,- MDX2 Sharp Mini-disk spilari stafræn 34.900,- CrD PIOIVEER 29.900, - 44.900, - 14.900, - 17.900, - 28.900, - The Art of Entertainment AEG TERRA ryksuga 1400w Tilboð 12.900,- verð áður 16.737,- N-170 N-270 N-470 N-770 XL-505 Pjoneer 2X25w-3ja diska-power bass Pjoneer 2X33w-3|a diska-power bass Pioneer 2X70w-3ia diska-power bass Pioneer 2Xl00w-2ó diska -power bass ___ Sharp micró stæða-1 diskur CDC-430 Sharp 2X20w-3ja diska CDC-470 Sharp heimabióstæða-3ja diska CDC-1 óOOSharp 2X100w-3ia diska MDX-5 Sharp 2xl5w-ldiskur-mini-disk MDX-7 Sharp 2X50w-3ja diska-mini-disk 32.900, - 35.900, - 54.900, - 74.900, - 19.900, - 29.900, - 44.900, - 59.900, - 54.500,- 81.000,- 26.900, - 29.900, - ‘39.900,- 59.900, - ‘15.900,- 24.900, - 34.900, - 44.900, - 44.900, - 59.900, - XL-505 Sharp micró stæda-1 diskur Örbylgjuofn R-211/8OOW Tilboi12.900,- Myndbandstæki Verð Tilboð VCM29 2 hausa-myndvaki-ntsc 33.222,- *24.900, VCM49 4 hausa-myndvaki-ntsc-lp-sp 37.900,- 28.900, VCMH67 6 hausa-myndvaki-lp-sp-nicam 44.333,- 35.900, VCMH69 6 hausa-myndvaki-lp-sp-nicam-ntsc 49.888,- 39.900, aður 73 579 verð aður 16 737 verð! Eitt verð aður 33 222 Ágúst tilboð á AEG uppþvottavélum verð aðeins 49.900 Einrtig verulegur afsláttur af ýmsum tækjum með allt að 1S%-20% afslætti. AQ Qflíl BRÆÐURNIR m OKMSSON Láqmúla 8 • Sími 533 2800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.