Morgunblaðið - 07.08.1998, Page 21

Morgunblaðið - 07.08.1998, Page 21
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 21 ERLENT „Ofur-aspirín“ á markað innan skamms LYFJAFRAMLEIÐENDUR binda nú miklar vonir við endurbætta útgáfu hins gamalkunna verkjalyfs aspiríns, sem virð- ist svo til laust við aukaverkanir. Þýzka fréttatímiritið Focus greindi frá þvi á dögunum að lyfjafræðingum hefði tekizt að endurbæta lyfið þannig, að það hafi engar mælanlegar neikvæðar auka- verkanir. Aðeins séu nokkur ár síðan menn hafi komizt til botns í því hvernig aspirín verkar. Virka efnið í lyfinu, asetýlsalicylsýra, geri tvö ensím sem lík- aminn framleiðir óvirk. Annað þeirra, COX-2, orsakar sársauka og bólgur, þar á meðal þær sem liðagigtarsjúklingar þjást af, en hitt, COX-1, ver nýrun og magaslímhúðir. Hefðbundið aspirín haml- ar gegn virkni beggja ensíma og hindrar því þessa vernd. Þannig þjást um 10-15% allra þeirra sem taka aspirín í langtíma- meðferð af magasári og blæðingum í melt- ingarveginum. Aspirín og sambærileg verkjalyf valda árlega dauða um 7.600 manns í Bandaríkjunum, að mati banda- rísku meltingarsjúkdómasamtakanna (American Gastroenterological Associ- ation). Með tilkomu nýja „ofur-aspirínsins“ eiga þessar neikvæðu hliðar á notkun lyfs- ins að hverfa. Lyfjafræðingar hafa nú breytt sameindabyggingu virka efnisins í lyfinu þannig, að það hemur markvisst COX-2-ensímið, en hefur engin áhrif á COX-1. Með þessu eiga hinar þekktu aukaverkanir hefðbundins aspiríns að hverfa. Jákvæð áhrif langtímameðferðar með aspiríni sem komið hafa fram við rann- sóknir eru meðal annars stórlega minnkuð áhætta á krabbameini í meltingarvegi og jafnvel minni hætta á alzheimer-sjúk- dómnum. Lyfjaframleiðendur stefna að því að koma „ofur-aspiríninu“ sem fyrst á mark- að, en hagnaðarhorfur eru taldar ekki síð- ur miklar en af hinu fræga getuleysislyfi Viagra. Undir framieiðslunafninu Celebra hyggst bandaríska lyfjafyrirtækið Mos- anto verða fyrst til að setja nýja lyfið á markað, í byrjun næsta árs. Ut af braut í Seoul ÁTTA slösuðust, þar af einn al- varlega, þegar Boeing 747 þota suður-kóreska flugfélagsins Kor- ean Air Lines fór út af braut eft- ir lendingu á flugveilinum í Seoul í fyrrakvöld. Vélin var að koma frá Tókýó. Engar fregnir hafa borist af orsökum óhappsins. Nú er eitt ár síðan rúmlega tvö hundruð manns fórust er þota frá KAL fórst á eynni Guam í Kyrrahafi. Deilt um afdrif togara sem fórst í N-íshafí Njósnaði Gaul um flotaumsvif Sovetmanna? Reuters BRESKI togarinn Gaul. STJORNVÖLD í Bretlandi hafa fallist á að senda rann- sóknarskip í þriggja daga leiðangur til að kanna flak togarans Gaul frá Hull, sem fórst í Norður-íshafi í febrúar árið 1974, að því er BBC skýrði frá. Sporlaust hvarf togarans með 36 áhafnarmeðlimum undan ströndum Norður-Noregs hefur löngum þótt gi-unsamlegt. Umfram allt hafa ættingjar þeirra sem fórust með Gaul viljað komast að því hvað olli því. að hann sökk. Málið komst í hámæli á ný eftir að þáttagerðarmenn frá sjónvarpsstöð- inni Channel 4 fundu flakið á 270 metra dýpi 60 sjómílur norður af Nordkap, nyrsta odda Noregs, síð- astliðið sumar. Úrskurðað var árið 1974 að togar- inn hefði farist í ofsaveðri og stórsjó, og ári síðar komst rannsóknarnefnd að þeirri niðurstöðu að lestai'lúga hefði verið skilin eftir opin, og skipið hefði því fyllst af sjó. Bent hefur ver- ið á að þessi skýring sé ótrúverðug, þar sem Gaul hafi verið óvenju stöðugt skip. Við fund flaksins kom einnig í ljós að brú togarans reyndist ólöskuð og gluggar í henni óbrotnh-. Vangaveltur um njósnir Tregða breskra stjórnvalda til að freista þess að finna flakið og upp- lýsa um afdrif togarans ýtti undir hvers kyns vangaveltur um að hann hefði verið í leynilegum leiðangri. Ein kenningin er sú að Gaul hafi verið að vinna við kapal í leynilegu hiustunarneti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fylgdist með ferðum sovéskra kafbáta í Norður-íshafi. Önnur kenning gerir ráð fyrir að togaran- um hafí verið sökkt af rússneskum kafbáti, er hann var að veiða upp og eyðileggja rússneskan kafbátahler- unarbúnað, sem fylgdist með ferð- um kafbáta NATO, er njósnuðu í Barentshafi um skipaferðir sovéska flotans til og frá Múrmansk og Arkangelsk. Bresk stjórnvöld hafa alla tíð neit- að því að nokkur breskur togari hafi tekið þátt í njósnum. En nú hefur Sir Ray Halliday, sem var yfirmaður njósnadeildar flotans er Gaul fórst, staðfest að togarar hafi á þessum tíma verið notaðir til njósna. Fyrr- verandi togaraskipstjórar hafa einnig skýrt frá því að þeir hafi tekið myndir af ferðum sovéskra skipa, skráð ferðir þeiira og hraða fyrir bresku leyniþjónustuna. Whp% hewlett B"HM PACKARD DeskJet 670 4 síður á mín í svörtu 1.5 síður á mín í lit 600x300 pát í svörtu 600x300 pát í lit Tvö prenthylki Þeir sem kaupa myndavél fá mynd af sér með genginu úr Lethal Weapon i iljim I Með tOO fyrstu ! prentunum fylgja | prentaratengl A, og SOO arhir af \ j Brlght Whlte / pappir Fuji Fotonex 10 Sjálfvirkt flass • Sjálfvirkur fókus • APS filmukerfið • Nett og skemmtileg vél. DOEWOO^S Arc130A Ferðatæki með kassettu 28" Black Matrix tæki með íslensku textavarpi, Nicam Stereo, allar aðgerðir á skjá ofl. ofl. Með SO fyrstu tölvunum fylgja 2 bíámlOar á Lethal Wempon 4 ■ Enterprize turn ■ Intel Pll 266 Mhz örgjörvi ■ 64 MB SDRAM innra minni ■ 4,3 GB harður diskur ■ 17" skjár með aðgerðum á skjá ■ 32 hraða geisladrif ■ 8MB Matrox Prod AGP skjákort ■ Soundblaster 16 hljóðkort ■ 280W hátalarar ■ 33.6 bás mótald m/faxi & símsvara ferO * 4 niánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun eða Islandia Hjk ■ Windows 95 uppsett og á CD W ] ■ Windows lyklaborð og mús BT • SKEIFAN 11 • SIIVII 550-4444 • PÓSTKRÚFUSÍMINN 550-4400 9 i r * ; H Hj| 1' JSI J ■ ; I. , 1 j M. 1 •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.