Morgunblaðið - 28.08.1998, Page 17

Morgunblaðið - 28.08.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson BJARNI Stefánsson, formaður SIL, með myndarlegan minkayrðling. Kína er einnig stórkaupandi loðskinna, þai- væru efnahagserfið- leikar líka og í öðrum Asíulöndum væri ástandið einnig ótryggt. Hvað varðar refaræktina sagði Arvid að hún myndi sennilega ganga betur. Bæði væri ekki eins mikið framboð af refaskinnum og minkaskinnum og refaskinnin væru notuð meira í eftirlíkingar, þau væru oft klippt og lituð. Pað kom fram á fundinum að loðdýraræktendur óska eindregið eftir að sitja við sama borð og aðr- ar búgreinar hvað leiðbeininga- þjónustu varðar. Samtök sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra Möguleikar á fjarkennslu á háskólastigi kannaðir Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FULLTRÚAR á þingi Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra á Blönduósi. Blönduósi - Samtök sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra héldu sitt sjötta ársþing á Blönduósi um síðustu helgi. Atvinnuþróunarmál, fjarkennsla á háskólastigi, yfirtaka á málefnum fatlaðra og breytt kjör- dæmaskipan voru meðal helstu mála ársþingsins. Ágúst Þór Bragason, forseti bæj- arstjórnar á Blönduósi, var kjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára og tekur hann við því embætti af Birni Sigurbjörnssyni á Sauðárkróki. Framsöguerindi um málefni fatl- aðra, byggðaþróun og breytingar á kjördæmaskipan voru flutt og auk þess ávörpuðu Páll Pétursson félags- málaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, þingið. Meðal helstu ályktana þings SSNV voru þær að beina til stjórnar SSNV að kanna nú þegar möguleika á því að hefja fjarkennslu á háskólastigi í kjördæminu í samstarfi við háskóla í landinu. Einnig fól þingið stjórn samtak- anna að vinna að samningi við félags- málaráðherra um yfirtöku á málefn- um fatlaðra og tryggja jafnframt nægilegt fjármagn til verkefnisins. Einnig var samþykkt að boða til aukaþings innan tveggja mánaða þar sem tekin yrði frekari afstaða til málsins. Þing SSNV ályktaði einnig um það að kjördæmið verði ekki klofið í tvennt þegar kemur að því að ákveða stærð kjördæma og beindi þessari eindregnu ósk til kjördæma- og kosningalaganefndar. 'Á' Btýantar Boxy strokleður Afgreiðslutími tii 2. september: Mán.-fös: 09-20 Laugardaga: 10-18 Sunnudaga: 12-18 Komdu með gamla nagaða stubblnn binn og bú færð nýjan skrúfblýant i staðfnn! tBnn á manni Foröist troónin.g og kaupið skólavöruynar um helgina. 14, ílmLJi a n ''Hm ( U b \ 1 \ 1 u 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.