Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Agæt veiði í
lok kvótaárs
ÞAÐ VAR verið að landa úr
Skarfinum GK-666 þegar frétta-
maður Morgunblaðsins kom við
á bryggjunni. I þessum túr voru
þeir með 68 tonn af Austfjarða-
miðum, mest þorsk. Að sögn Sæ-
mundar Halldórssonar skip-
stjóra lönduðu þeir 50 tonnum
12. ágúst á Hornafirði, þá voru
þeir með þorsk að tveimur
þriðju hlutum. „Við förum aftur
austur, við erum búnir að taka
fjóra túra fyrir austan eftir sum-
arfríið sem við tókum frá miðj-
um júlí fram yfir verslunar-
mannahelgi. Við erum með 9,5
tonn af hlýra sem er gullið þessa
dagana enda utan kvóta og fæst
mjög gott verð fyrir hann. Þá
erum við með 2,5 tonn af lifur úr
þessum líka stólpafiski. Þetta er
síðasti túrinn á þessu kvótaári
því nú löndum við næst í sept-
ember.“
Sj ávarútvegsskóli
SÞ settur í dag
SJÁVARÚTVEGSSKÓLI Samein-
uðu þjóðanna verður settur í fyrsta
sinn í dag í Sjávarútvegshúsinnu
að Skúlagötu 4, kl. 16:30. Að því til-
efni mun Halldór Ásgrímsson, ut-
anríkisráðheiTa, ávarpa fyrstu
nemendur skólans sem koma frá
Úganda, Mósambík og Gambíu.
Nemendur sem hingað eru
komnir til að stunda nám við skól-
ann eiga það sammerkt að vera frá
Meira alið
af sæeyra
TALSVERÐ aukning hefur
verið í eldi sæeyrna í Ástralíu
sem rekja má til mikilla rann-
sókna sem gerðar hafa verið á
ræktun þeirra. Vonast er til að -
framleiðslan geti náð eitt þús-
und tonnum um aldamótin.
Kílóverð sæeymakjöts er ná-
lægt 120 áströlskum dollurum,
á meðan lifandi dýr í skelinni
ganga kaupum og sölum á 55
ástralska dollara kílóið. Að-
eins tvær tegundir þein-a 200
mismunandi undirílokka
sæeyma em nýttir til mann-
eldis og leiða Ástralir fram-
leiðsluna með 60% heims-
markaðarins.
löndum þar sem mikilvægi veiða er
umtalsvert og fer vaxandi og áhrif
alþjóðlegs umhverfis á þróun era
mikil. Nemendurnir hafa allir þeg-
ar hlotið háskólamenntun og era
með töluverða starfsreynslu innan
þessa geira í heimslöndum sínum,
þar sem þeir munu einnig starfa að
náminu hér loknu.
Mikilvægi sjávarafurða aukist
f fréttatilkynningu frá Hafrann-
sóknastofnuninni segir að verslun
og viðskipti með sjávarfang hafi
aukist mikið á undanfömum áram
og hvað mest í þróunarlöndunum. I
mörgum tilfeOum séu útflutnings-
tekjur þeirra vegna fiskafurða nú
orðnar meiri en tekjur af útflutn-
ingi ýmissa hefðbundinna nýlendu-
vara en í þeim flokki era t.d. kaffi,
te, gúmmí og tóbak. Útflutningur
fisks frá þróunarlöndunum beinist
í vaxandi mæki til ríkja innan EB
og Bandaríkjanna sem geri strang-
ar kröfur um meðferð afla við veið-
ar og vinnslu og einnig um nýting-
arstefnu.
Forstöðumaður skólans er Tumi
Tómasson fiskifræðingur sem áður
starfaði hja Veiðimálastofnun og
einnig um áraraðir í sunnanverðri
Afríku. Stjórn skólans skipa Jakob
Jakobsson, fonnaður, Guðrún Pét-
ursdóttir, Pétur Bjarnason, Hjör-
leifur Einarsson, Björn Dagbjarts-
son og Guðbrandur Sigurðsson.
Háttsettur vopnaeftirlitsmaður lætur af störfum í Irak
Sakar SÞ um að stefna
vopnaeftirliti í hættu
Samcinuðu þjóðunum. Reuters.
SCOTT Ritter, einn helsti vopna-
eftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna
í Irak, hefur sagt upp störfum og
gagnrýnt framkvæmd vopnaeftir-
litsins harðlega. I bréfi er hann rit-
aði Richard Butler, yfírmanni
vopnaeftirlits SÞ, á miðvikudag er
hann ómyrkur í máli gagnvart ör-
yggisráðinu, Bandaríkjastjórn og
framkvæmdastjóra SÞ.
Ritter er 37 ára gamall og hefur
verið yfir þeim hópum vopnaeftir-
litsmanna er reynt hafa að rann-
saka vopnabúr Iraka. Hann segir í
bréfi sínu að UNSCOM, nefnd á
vegum SÞ er hefur yfirumsjón með
afvopnun Iraka, hafi breytt um eðli
á þeim sjö árum er hann hefur
starfað fyrir hana. Nefndin láti til-
raunir Iraka til að trufla störf
vopnaeftirlitsmanna óáreittar og
öryggisráðið hafi ekki uppi neina
tilburði til að framfylgja eigin
ályktunum.
Heimildir herma að skoðanir þær
er Ritter viðrar í bréfinu eigi sterk-
an hljómgrunn meðal margra
reyndra starfsmanna UNSCOM,
sem telji vopnaeftirlit í hættu
vegna stöðugs yfirgangs Iraka og
stuðnings Rússa, Kínverja og
Frakka í öryggisráðinu við sjónar-
mið þeirra.
Að undanförnu hafa borist fregn-
ir um að Bandaríkjastjórn hafi
margsinnis hvatt Butler til að halda
aftur af vopnaeftirlitsmönnum þar
sem að Bandaríkin hafi ekki verið
reiðubúin að beita hervaldi til að
tryggja öryggi þeirra. Era þessar
ásakanir nú til rannsóknar hjá
bandarískri þingnefnd.
Ritter segir ennfremur í bréfi
sínu að sú ákvörðun öryggisráðs-
ins að „gera lítið úr“ því að Irakar
hafi hætt samstarfi við vopnaeftir-
litsmenn sé greinileg vísbending
um að ráðið hafi hvorki vilja né
getu til að framfylgja eigin
ákvörðunum. Þá sakar hann Kofi
Annan framkvæmdastjóra SÞ og
sérlegan fulltrúa hans í Irak, ind-
verska stjórnarerindrekann
Prakash Shah, um _að gerast mál-
pípur sjónarmiða Iraka. Nýlegar
tillögur Kofis um breytt fyrir-
komulag vopnaeftirlits telur hann
stórhættulegar og jafngilda því að
eftirlit verði haft _ með eftirlits-
mönnum að kröfu Iraka. Að mati
Ritters sé hættulegra að láta líta
svo út fyrir að vopnaeftirlit sé í
gangi heldur en að hætta eftirliti
alfarið.
James Foley, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í
gær að hann harmaði ákvörðun
Ritters og að stjórnvöld væru sam-
mála honum í því að halda bæri eft-
irliti áfram.
Irakar fögnuðu í gær afsögn
Ritters og sögðu hann njósnara
með tengsl við bandarísku leyni-
þjónustuna CIA og þá ísraelsku,
Mossad.
Reuters
Bonnie orðin að hitabeltisstormi
Wilmington. Reuters.
IBÚI í Wilmington í Norður-Kar-
ólínu tínir saman hluti úr bifreið
sinni efdr að fellibylurinn Bonnie
hafði fellt hlyn nágrannans þannig
að farkosturinn skemmdist.
Svo mikið dró úr krafti felli-
bylsins í gær að veðurfræðingar í
Bandaríkjunum úrskurðuðu hann
hitabeltisstorm. Gríðarleg úr-
koma var í Norður-Karólínu í
gær og flóðahætta var enn mikil.
Bonnie felldi víða tré og raf-
magnsstaura og 1,2 milljónir
manna voru án rafmagns á aust-
urströnd Bandaríkjanna vegna
stormsins.
Mjög dró úr vindhraða Bonnie
eftir að hún náði austurströnd
Bandaríkjanna á miðvikudag.
Hann var að meðaltali um 100
km á klukkustund í gær. Veður-
fræðingar búast við því að
Bonnie gangi af sama krafti yfir
Virginíu-ríki í dag.
Lítið tjón hefur orðið á mann-
virkjum og húsum og íbúar
Norður-Karóhnu eru allir
óhultir, þótt hálf milljón manna
hafi þurft að yfirgefa heimili sín
vegna stormsins.
Bill Clinton, forseti Banda-
rikjanna, lýsti því yfir í gær að
ríkið myndi veita íbúum Norð-
ur-Karólínu fjárhagsaðstoð
vegna skemmdanna sem Bonnie
olli.
Austurríkismenn líta ESB-
aðild jákvæðari augum
HLUTFALL þeirra Austurríkis-
manna, sem eru ósáttir við aðild
Austurríkis að Evrópusambandinu
(ESB), hefur fallið veralega að
undanförnu. Sífellt fleiri Austur-
ríkismenn sjá fleiri kosti en galla
við aðildina. Þetta kemur fram í
niðurstöðum skoðanakönnunar
Spectra-stofnunarinnar í Linz,
sem birtar vora í austurríska dag-
blaðinu Der Standard í gær.
I samanburði við niðurstöður
sambærilegrar könnunar, sem
gerð var meðal Austurríkismanna
fyrir rúmu ári, komu í ljós veruleg-
ar breytingar á afstöðu fólks til
ESB-aðiIdarinnar. Nú telja 44%
þjóðarinnar að inngangan í sam-
bandið, sem gekk í gildi 1. janúar
1995, hefði verið heillaríkt spor. í
marz í fyrra voru aðeins 30% þess-
arar skoðunar. í samræmi við
þetta fækkaði þeim, sem töldu
ESB-inngönguna hafa verið
„ranga ákvörðun", úr 43% þá í 31%
nú.
20% aðspurðra voru nú þeirrar
skoðunar, að ESB-aðiIdin hafi
reynzt hagsmunum landsins til
framdráttar frekar en dragbítur
á þá. Þetta hlutfall var aðeins
12% í fyrra. En 31% Austurríkis-
manna telur enn, að aðildin hafi
haft meiri ókosti en kosti í för
með sér, sem er lítil breyting frá í
fyrra, þegar 33% voru á þessari
skoðun.