Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 21
Rannsókn sprengitilræðanna 1 Kenya og Tansamu
Tveir sakborningar
til Bandaríkjanna
Nairobi, New York. Reuters. ^
TVEIR sakborningar, grunaðir um
aðild að sprengitilræðinu við
bandaríska sendiráðið í Nairobi í
Kenýa fyrr í þessum mánuði, höfðu
í gær verið fluttir til Bandaríkj-
anna og öðrum þeirra var birt
ákæra alríkissaksóknara í New
York.
Flogið var með fyrri sakborning-
inn, Mohamed Daoud Al-Owhali,
sem einnig er kunnur undir nafn-
inu Kahlid Salim Saleh Bin Ras-
hed, frá Nairobi til New York í
fyrrakvöld og honum birt ákæra í
gær, þar sem hann er ásakaður um
að hafa, ásamt öðrum, myrt af
ráðnum hug þá 253, sem létu lífíð í
tilræðinu, þar á meðal 12 Banda-
íTkjamenn.
Hann var ennfremur ákærður
fyrir að taka þátt í skipulagningu
tilræðisins sem hófst í marz. Til-
ræðisdaginn, 7. ágúst, er hann
sagður hafa kastað handsprengju
að manni sem stóð vörð fyrir utan
sendiráðið.
Hinn sakbomingurinn, Mo-
hammed Sadiq Odeh, var að sögn
talsmanns alríkislögreglunnar
fluttur til Bandaríkjanna í gær, þar
sem hann verður einnig leiddur
fyrir rétt. Odeh var handtekinn í
Pakistan sama dag og tilræðið var
framið. Hann var gómaður með
falsað vegabréf á flugvellinum í
Karachi en var svo framseldur til
Kenýa.
A blaðamannafundi sagði Janet
Reno, dómsmálaráðherra Banda-
ríkjanna, að handtaka Owhalis
væri árangur af einni umfangs-
mestu sakarannsókn sem Banda-
ríkjamenn hafa staðið fyrir á er-
lendri grundu. Hún upplýsti, að
Owhali væri jemenskur ríkisborg-
ari.
Þjálfuðu Bandaríkjamenn
menn Bin Ladens?
Osama Bin Laden, auðkýfíngur-
inn frá Saudi-Arabíu sem Banda-
ríkjamenn hafa grunaðan um að
standa að baki samtökum hryðju-
verkamanna, þar á meðal þeim
sem frömdu tilræðin í Kenýa og
Tansaníu, sagði í viðtali, sém birt-
ist í frönsku dagblaði í gær, að
Bandaríkjamenn hefðu séð mönn-
um sínum fyrir vopnum og þjálfað
þá til að berjast í stríðinu í
Afganistan gegn hersveitum Sovét-
manna og þáverandi stjórnarher
landsins.
Þrír handteknir f S-Afríku
Viðtalið tók France Soir við Bin
Laden árið 1995, en frestaði birt:
ingu þess að beiðni Bin Ladens. I
því fullyrðir hann að bandarískir
og pakistanskir liðsforingjar hafi
þjálfað sjálfboðaliða sem gengu
Bin Laden á hönd í bækistöðvum
hans i Afganistan á níunda ára-
tugnum.
Reuters
ÞESSI teikning var gerð af Mo-
hamed Rashed Daoud Al-
Owhali þegar honum var birt
ákæra í New York í gær.
Suður-afríska lögreglan upplýsti
í gær, að hún hefði handtekið þrjá
menn - einn karl og tvær konur -
sem hugðust stíga um borð í flug-
vél á flugvellinum í Höfðaborg og
verið væri að yfirheyra þá í tengsl-
um við sprenginguna í „Planet
Hollywood“-veitingastaðnum í
borginni á þriðjudag, sem kostaði
einn mann lífið og slasaði 27.
Reuters
Kohl segist ætla að
sitja út kjörtímabilið
Berlín. Reuters.
HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka-
lands, reyndi í gær að kveða nið-
ur vangaveltur um að hann hygð-
ist ekki sitja út allt næsta kjör-
tímabil nái hann endurkjöri f
þingkosningunum sem fram fara í
Þýzkalandi eftir mánuð. Hér svar-
ar hann spurningum fréttamanna
í Berlín.
Kohl vísaði því ákveðið á bug
að hann hefði gert nokkurt sam-
komulag um að víkja sæti á miðju
kjörtímabilinu fyrir Wolfgang
Schauble, þingflokksformanni
Kristilegra demókrata (CDU),
eins og dagblaðið Tagesspiegel,
sem gefið er út í Berlín, hélt fram
í gær.
Samkvæmt frásögn blaðsins
gerðu Kohl og Scháuble með sér
samkomulag fyrir nokkrum vik-
um um það hvenær leiðtogaskipt-
in ættu að fara fram - að því
gefnu að CDU héldi áfram um
stjórnartaumana - og að innan
flokksins væri nú verið að ræða
hvort kunngera ætti þessi áform
fyrir kosningarnar.
„Það er ekkert samkomulag til,
né neitt annað,“ Ijáði Kohl frétta-
mönnum í Berlín, og endurtók að
hann byði sig fram til að sitja
heilt kjörtímabil til viðbótar.
Hann sagðist alls ekki hafa í
hyggju að ganga frá arftakamál-
um sínum fyrir kosningarnar en
sagðist geta hugsað sér að Schau-
ble yrði kanzlaraefni CDU í kosn-
ingunum 2002.
Tagesspiegel hafði eftir ótil-
greindum heimildarmönnum að
Kohl hygðist sitja á kanzlarastóln-
um meðan Þýzkaland gegnir for-
mennsku í Evrópusambandinu á
næsta ári og Scháuble tæki síðan
við um aldamótin.
Danska leyni-
lögreglan und-
ir smásjánni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
„ÉG Á erfitt með að koma auga á
að hér sé um eitthvert hneyksli að
ræða,“ sagði Frank Poulsen fyrr-
um dómari í viðtali við danska út-
varpið í gær, er hann var spurður
álits á nýlegum skjölum, sem sýna
að í sex ár hélt danska leynilög-
reglan, „Politiets efterretnings-
tjeneste" eða PET, áfram að fylgj-
ast með ferðum vinstrimanna eft-
ir að hægristjórn lýsti því yfir
1968 að bannað væri að láta fylgj-
ast með dönskum borgurum á
grundvelli skoðana þeirra. Þegar
Frank Jensen dómsmálaráðherra
og jafnaðarmaður lýsti áliti sínu á
þessum skjölum, sem hann lagði
sjálfur fram fyrr í vikunni, kallaði
hann þetta hneyksli, þar sem
PET hefði farið á bak við þingið
og lagði til að lokuð rannsóknar-
nefnd kannaði starfsemi PET. Nú
hefur hins vegar komið í ljós að
lögreglan fylgdist með
vinstrisinnum með vitund og vilja
þingsins og bæði lögreglan og
fleiri kjósa rannsókn fyrir opnum
tjöldum. Það eru því fleiri sem
álykta eins og Poulsen að málið sé
vart hneykslismál er snúist um
misbeitingu valds.
Vangaveltur um hugsanleg lög-
brot PET hafa verið viðvarandi síð-
an í vor og um leið hefur hinn ungi
dómsmálaráðherra sífellt þurft að
vera að verja lögregluna og að-
gerðir hennar, sem áttu sér stað
þegar hann var smástrákur. Þegar
hann lagði fram skjöl á mánudag-
inn, sem sýndu að PET hafði
vaktað lögleg stjórnmálasamtök,
jafnvel þó stjórnin hefði lagt bann
við slíku 1968 virtist honum létt.
Nú var komin ástæða til að skipa
lokaða nefnd. Öllum málum varð-
andi PET yrði skotið til hennar og
um leið slyppi ráðherrann við þess-
ar fyrirspurnir. Og þar sem rann-
sóknin átti að standa til 2001 var
málið út úr heiminum um næstu
framtíð.
En málið horfir öðruvísi við nú
þegar sýnt er af umræðu í þinginu
og víðar að þingmönnum var ljóst
og voru um leið samþykkir að lög-
reglan hefði auga með þekktum
vinstrisinnum. Á dögum kalda
stríðsins þótti slikt ekki tiltökumál
og yfirlýsing stjórnarinnar 1968
þótti ekki hindra slíkt. En 1974
ákvað yfirmaður PET að hætta
þessu eftirliti með félögum í lögleg-
um stjórnmálaflokkum og eftir því
sem best er vitað hefur það ekki
tíðkast síðan.
Lausn Frank Jensen þykir ekki
lengur jafngóð. Hvernig nú verður
tekið á málinu er óvíst, þar sem svo
margir eru andstæðir lokaðri
nefndarrannsókn. Bent er á að
hliðstæðar rannsóknir hingað til,
til dæmis tamflarannsóknin svo-
kallaða, sem snerist um misbeit-
ingu ráðherravalds, hafi farið fram
fyrir opnum tjöldumþ Það hafi
jafnaðarmenn þrýst á um þá og því
sé erfitt að sjá rök fyrir að annan
hátt ætti að hafa á nú. En sjón-
deildarhringurinn er annar úr ráð-
herrastól en utan hans. Sitjandi
ríkisstjórnir hafa sjaldnast löngun
til opinna rannsókna.
AF HVERJU
VIÐ FÁUM
HRUKKUR
MEÐ
ALDRINUM?
Húbin missir smátt
og smátt þann
eiginleika ab framleiba
Q10 - efnlb sem heldur
húbinnl sléttrl.
QIO kremlb frá Nlvea Visage
- andlitskrem sem virkar.
í fyrsta skipti er nú
hægt ab fá QIO
í nýja kremlnu frá
Nivea Visage
og húbln fær á ný þab
sem hún þarfnast.
NIYEA
VISAGF
www.nivea.jsh.is