Morgunblaðið - 28.08.1998, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Góð glæpasaga úr Reykjavík
INGVAR E. Sigurðsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir sem Óli og
Dísa. í umsögninni segir, að sagan af sambandi Óla og Dísu sé mjög
hrífandi og átakanleg og að leikur Nönnu Kristínar sé tilþrifamest-
ur og mjög sannfærandi.
KVIKMYJVPIR
llúskólalifú,
Kringluhíó, Borgar-
bíó og IVýja bfó.
SPORLAUST
★★★
Leikstjóri: Hilmar Oddsson. Fram-
leiðandi: Jóna Finnsdóttir. Hand-
ritshöfundur: Sveinbjörn I.
Baldvinsson. Tónlist: Hjálmar H.
Ragnarsson og Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson. Aðalhlutverk:
Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
Þrúður Vilhjámsdóttir, Dofri Her-
mannsson, Ingvar E. Sigurðsson
og Nanna Kristín Magnúsdóttir.
Tónabíó. 1998.
Eflaust bjuggust fáir við að
Hilmar Oddsson yrði eftir stór-
virkið „Tár úr steini“ næstur ís-
lenskra kvikmyndaleikstjóra til
þess að koma með glæpamynd.
Það varð nú samt og sannar Hilm-
ar með kvikmyndinni „Sporlaust"
að hann er mjög fjölhæfur leik-
stjóri.
Sagan segir frá vinahóp ung-
menna í Reykjavík með misjafnan
bakgrunn. Daginn eftir teiti sem
þau halda til heiðurs sundmeistar-
anum í hópnum, uppgötva þau lík í
íbúðinni. I örvæntingu sinni losa
þau sig við líkið, en komast brátt
að því að þau eru alls ekki laus
allra mála.
Handritið er um margt mjög
vel skrifað hjá Sveinbirni I. Bald-
vinssyni. Fléttan er ekki sérlega
frumleg né flókinj en stenst samt
og er spennandi. Áhorfendur ættu
að muna að taka vel eftir öllum
smáatriðum. Þar sem honum
tekst best upp, og reyndar ein-
staklega vel, er í persónusköpun-
inni. Þessi vinahópur nær strax til
áhorfandans, og er sagan af sam-
bandi Óla og Dísu mjög hrífandi
og átakanleg. Það er þó ekki sjálf-
gefið að svo mjög ólíkar persónur
skuli vera vinir eftir tvítugt, en
ekki ómögulegt og Sveinbirni
tekst að láta þau mynda sannfær-
andi heild sem gefur myndinni
dýpt. Sum atriði mættu vera
sterkari. Atriðið þar sem Dísa er í
yfirheyrslu, gefur efni til að vera
mjög átakamikið, þar sem Nanna
Kristín og Jóhann Sigurðarson,
sem Dísa og rannsóknarlöggan,
hefðu fengið tækifæri til að láta
virkilega til sín taka, en Dísa gefst
of fljótt upp. Mér finnst persón-
urnar heldur ekki sýna líkleg við-
brögð rétt í bláendann á mynd-
inni. Það sem skiptir þó mestu
máli er að yfir heildina hefur
Sveinbjörn skrifað skemmtilegt
handrit. Það er spennandi, með
aðlaðandi persónum og hæfilegri
dýpt. Hvað viljum við meira í
glæpamynd?
Leikarahópurinn er sérlega
skemmtilegur og það verður seint
sagt um hann Hilmar að hann
kunni ekki að stýra leikurum.
Samleikurinn er hreint út sagt
frábær, og allir leikararnir standa
sig mjög vel. Eg vil samt sérstak-
lega nefna Nönnu Kristínu sem
leikur ungu móðurina Dísu. Leik-
ur hennar er tilþrifamestur, mjög
sannfærandi og það verður sann-
arlega gaman að sjá hana gera
meira gott eftir að hún lýkur leik-
listarnámi. Hin aðalhlutverkin
bjóða kannski upp á minni tilþrif.
Guðmundi Inga tekst samt mjög
vel að tjá angistina sem grípur
Gulla. Þrúður er sannfærandi sem
Ella, saklaus stúlka sem allt geng-
ur í haginn og er áttavillt þegar
vandræðin skella á. Ingvar klikkar
ekki frekar en vanalega í hlutverki
undirmálsmannsins Óla, sem
dreymir um betra líf en tekst ekki
að losna undan fortíðinni. Dofra
tekst líka að gera skemmtilega
persónu úr Bogga „Herkúlesi hol-
ræsanna" sem mætti vera metnað-
armeiri. Furðulegustu hlutverkin
fá Jóhann Sigurðarson og Kjartan
Bjargmundsson en þeir leika lögg-
una og bófann. Þar sem lítið er um
glæpamál og -myndir á íslandi er
fyrirmynd þeirra að vissu leyti
sótt í erlendar kvikmyndir. Rann-
sóknarlöggan sem vinnur allan
sólarhringinn, gengur í létt hall-
ærislegum jakkafótum, borðar í
bílnum, er yfirlætislegur en góður
inni við beinið. Kjartan leikur
Mikka glæpamann sem kann ekki
annað, er hálfgert fífl og ansi
skoplegur. Báðir standa þeir sig
vel, og Kjartan setur skemmtileg-
an svip á myndina.
Öll tæknileg hljóð- og mynd-
vinnsla er vel unnin. Enda vita ís-
lenskir kvikmyndagerðarmenn að
íslendingar fara ekki lengur í bíó
bara af því að myndin er íslensk,
heldur gera gæðakröfur. í sam-
bandi við förðun, þá fannst mér
undarlegt hversu líkið lét lítið á
sjá eftir ýmsar hamfarir. Hilmar
stýrir öllu af öryggi og fag-
mennsku eins og af honum er við
að búast, en hann hefði samt mátt
nota einstaka þekkingu sína á
myndmáli meira; stíllinn hefði
mátt vera sterkari og er ekki laust
við að tónlistin hífi sum atriðin
upp.
Hjálmari H. Ragnarssyni tekst
mjög skemmtilega til við tónsmíð-
ar sínar. Tónlistin er einstaklega
lifandi og fjölbreytt; bæði hressi-
leg og mjög falleg á köflum. Þá
mætti sérlega nefna atriðið þegar
Birta litla brennir sig. Þar tekst
honum einstaklega vel að túlka ör-
væntingu móðurinnar. Eitt
stemmningarstefið minnir á lagið í
„The Simpsons" þáttunum. Það er
þó ekki eins og virkar mjög vel.
Lög Þorvalds Bjarna í upphafi og
enda myndarinnar eru mjög gríp-
andi, sérstaklega „Weekender“,
og færa yfir mjög viðeigandi
stemmningu.
Það er gaman að horfa á ís-
lenska mynd sem er svo sérstak-
lega vel unnin á allan hátt. Hér
eru miklir fagmenn að verki.
„Sporlaust“ ætti að höfða til allra
aldurshópa og því er um að gera
að standa upp úr þægilega sjón-
varpsstólnum og drífa sig í bíó.
Hildur Loftsdóttir
MYNDIR Hönnu Kristínar á
sýningunni í Hafnarborg eru
allar af Stefaníu dóttur hennar.
Stefanía
FYRSTA einkasýning ljósmynd-
arans Hönnu Kristínar Gunn-
arsdóttur verður opnuð laugar-
daginn 29. ágúst á kaffistofu
Hafnarborgar, menningar- og
listastofnunar Hafnarfjarðar.
Um er að ræða lokaverkefni
Hönnu Kristínar úr framhalds-
námi hennar í heimildaljós-
myndun í Stockport College,
Bretlandi en áður lagði hún
stund á portrettyósmyndun hjá
Barna- og fjölskylduljósmynd-
um.
Myndirnar eru allar af Stef-
aníu sem er eins árs gömul
dóttir Hönnu Kristínar og eig-
inmanns hennar. Sýningin ber
jafnframt nafn litlu fyrirsæt-
unnar.
I kynningu segir: „Myndirnar
lýsa lífi Stefaníu og um leið
minu þar sem við eru saman öll-
um stundum", segir Hanna
Kristín um ljósmyndirnar sem
allar eru unnar á vatnslitapapp-
ír (Polaroid Transfer).
Myndirnar voru fyrr í sumar
á sýningu í Viewpoint, ljós-
myndagalleru í Manchester.
Sýningin í Hafnarborg stend-
ur til 14. september.
Nýjar bækur
• UMDEILDAR fjölskyldur: Sein-
færir/þroskaheftir foreldrar og
börn þeirra er eftir Rannveigu
Traustadóttir og Hönnu Björgu Sig-
urjónsdóttur.
Ritið fjallar um fjölskyldur þar
sem foreldrarnir, annað eða bæði,
eru seinfærir eða þroskaheftir.
Þessum fjölskyldum fer fjölgandi og
málefni þeirra koma í vaxandi mæli
til umfjöllunar félags- og heilbrigð-
isþjónustustofnana. Hér á landi hef-
ur skort þekkingu, upplýsingar og
reynslu í að veita þessum fjölskyld-
um þjónustu og stuðning. Ritinu er
ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir
auknar upplýsingar á þessu sviði.
Ritið skiptist í fimm kafla. Fyrsti
kaflinn er inngangur sem skýrir
bakgrunn og tilgang ritsins. I öðrum
kafla er yfirlitsgrein um erlendar
rannsóknir um fjölskyldur þar sem
foreldramir eru seinfærir/þroska-
heftir og hvers konar aðstoð og
stuðningur hefur reynst þeim best.
Þriðji kaflinn byggist á rannsókn
höfunda um íslenskar fjölskyldur
þar sem foreldramir eru seinfærir
eða þroskaheftir. Fjórði kaflinn er
skrifaður af félagsráðgjafa sem
greinir frá reynslu sinni af því að
vinna með fjölskyldur þar sem for-
eldrarnir eru seinfærir. I fimmta og
síðasta kaflanum er yfirlit yfir hand-
bækur, upplýsingarit, fræðilegar
greinar og rannsóknir. Markmiðið
með þessum kafla er að hjálpa þeim
sem vilja leita sér frekara efnis og
upplýsinga á þessu sviði.
Ritið er ekki síst hugsað fyrir fag-
fólk sem tengist þessum fjölskyld-
um í starfi sínu en mun jafnframt
gagnast öðrum sem hafa áhuga á
hagnýtum og fræðilegum upplýsing-
um.
Útgefandi er Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands. Ritið er 71 bls. og
kostar 1.200 kr. Um dreifingu sér
Háskólaútgáfan
Skyggjumót í
Gallerí Fold
SUSANNE Christensen opnar
sýningu á höggmyndum í baksal
Gallerís Foldar við Rauðarár-
stíg, laugardaginn 29. ágúst kl.
15. Sýninguna nefnir listakonan
Skyggjumót.
Susanne er fædd 1956 í Dan-
mörku. Hún stundaði mynd-
höggvaranám í Grikklandi, en
hefur ennfremur farið í náms-
ferðir til Nýja-Sjálands og ítalfu.
Síðustu árin hefur hún búið á Is-
landi ásamt eiginmanni sfnum
Einari Má Guðvarðarsyni mynd-
höggvara.
Þetta er 7. einkasýning Sus-
anne, en að auki hefur hún tekið
þátt í mörgum samsýningum.
Hreinn og Eg-
ill í Fiskinum
HREINN Friðfinnsson og Egill
Sæbjömsson opna sýningu í Fiskin-
um, galleríi að Skólavörðustíg 22c,
laugardaginn 29. ágúst. Sýningin
verður opin alla daga milli kl. 14 og
18 og stendur til 10. september. Á
sýningunni sýna þeir afrakstur
veiðiferðar.
Egill hefur starfað í eitt ár að
myndlist eftir að hafa lokið námi við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
og Hreinn er einn af upphafsmönn-
um SÚM-hópsins. Hann hefur búið
í Amsterdam til fjölda ára og sýnt
víða í gegnum tíðina.
I innra rými Fisksins verða sýnd-
ar jafnhliða sýningunni heimildar-
myndir um mannlíf, list og vísindi.
Vefur gallerísins er: http://this.is
/icthys.
VERK eftir Susanne.
Gallerí Fold er opið daglega
frá kl. 10-18, laugardaga frá kl.
10-17 og sunnudaga frá kl. 14-
17. Sýningunni lýkur 18. septem-
ber.
„Líf mannsu
endurtekið í
Kaffileik-
húsinu
í TILEFNI Menningarnætur
í Reykjavík frumsýndi
Kaffileikhúsið í Hlaðvarpan-
um sýninguna „Líf manns“
sem byggð er á leikriti eftir
rússneska rithöfundinn Le-
oníd Andrejev (1871-1919).
Vegna mikiliar aðsóknar
verður önnur sýning á verk-
inu laugardaginn 29. ágúst
kl. 22. Þessi sýning er jafn-
framt síðasta sýningin á
verkinu.
BRYNJA sýnir pennateikningar í
Galleríi Hár og list.
Penna-
teikningar
Brynju
BRYNJA Ámadóttir opnar sýn-
ingu á pennateikningum laugar-
daginn 29. ágúst kl. 14 í Gallern
Hár og list, Strandgötu 39 í
Hafnarfirði, hjá Halla rakara.
Þetta er áttunda einkasýning
Brynju. Hún hefur haldið nokkr-
ar einkasýningar og tekið þátt í
samsýningu. Sýningunni lýkur
17. september og er opin frá kl.
9-18 á virkum dögum, en um
helgar frá kl. 14-18.
--------------
Orlowitz
hjá Oper-
unni
ANDRE Orlowdtz heldur söngnám-
skeið á vegum Islensku óperunnar í
húsnæði Operunnar dagana 8.-12.
september. Þetta er í þriðja skipti
sem Operan gengst fyrir námskeiði
með honum.
Fjöldi söngvara, sem sótt hafa
„masterclass" hjá Orlowitz hér
heima, hefur sótt einkatíma hjá
honum í Kaupmannahöfn, þar sem
hann er búsettur.
André Orlowitz er fæddur í Pól-
landi og nam við Tónlistarháskól-
ann í Gdansk. Framhaldsnám
stundaði hann á Ítalíu. Hann hefur
sungið í öllum helstu óperuhúsum
Evrópu og haldið tónleika í öllum
heimsálfum.
Píanóleikari á námskeiðinu er
Elisabeth Brodersen.
------♦♦♦------
Roj Friberg
sýnir í Nor-
ræna húsinu
SÝNING á verkum sænska mynd-
listarmannsins Rojs Fribergs verður
opnuð laugardaginn 29. ágúst kl.
15.00. í sýningarsölum Norræna
hússins og verður hann viðstaddur
opnun sýningarinnar.
Sýningin er samstarfsverkefni
Listasafnsins í Hjprring í Danmörku,
Listasafns Færeyja, Listasafns
Akureyrar og Norræna hússins.
Roj Friberg er fæddur 1934 í
Uddevalla í Svíþjóð. Hann sótti
menntun sína til Valands Konstskola
í Gautaborg. Roj Friberg er mjög
fjölhæfur listamaður og vinnur á
breiðu tæknisviði málverks, grafík-
lista og innsetninga. Einnig hefur
hann gert leiksviðsmyndir, útilista-
verk og myndskreytingar.
Roj Friberg hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í samsýn-
ingum. Helstu listasöfn Svíþjóðar
eiga verk hans og hann hefur hlotið
opinberar viðurkenningar.
Sýningarskrá með greinum um
listamanninn fylgir sýningunni. Sýn-
ingin verður opin kl. 14-18 alla daga
nema mánudaga og stendur hún til
27. september.