Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 25

Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 25 LISTIR Safn í leit að sögu MYJVDLIST IÖNlasaln Íslamls ÍSLENSK MYNDLIST Á 20. ÖLD. VERK f EIGU SAFNSINS Opið alla daga nema mánudaga frá 11:00 til 18:00. Aðgangur 300 kr. Til 6. september. LISTASAFNI íslands hefur ver- ið legið á hálsi fyrir að vera ekki með sýningar á sumrin, þar sem boðið er upp á yfirlit yfir íslenska myndlist, sem er m.a. ætlað ferðamönnum, áhugasömum um menn- ingu lands og þjóðar. Reyndar hefur þetta ver- ið vandamál meðal ís- lenskra myndlistasafna, að þau hafa ekki boðið upp á varanlega uppheng- ingu, sem hægt er að ganga að sem vísu, á þetta einnig við um Lista- safn Reykjavíkur, Nýlistasafnið og Ljós- myndasafnið. Islensk myndlistarsaga er al- mennum borgurum alls ekki aðgengileg. „íslensk myndlist á 20. öld: Verk í eigu safnsins“ kemur til móts við þessa þörf. Það er spurning frá hvaða sjónarhorni eigi að gagnrýna sýninguna. Gef- ur hún réttmætt yfirlit yf- ir myndlist aldarinnar? Til að dæma um það þarf einhverja viðmiðun, og hvaða viðmiðun höfum við aðra en listaverkaeign Listasafns Islands? Manni verður hugsað til yfirskriftarinnar, sem er í tveimur setningarhlutum, með tvípunkt á milli. Þýð- ir þessi tvípunktur nokk- uð annað en að ef við vilj- um átta okkur á myndlist aldarinnar, þá liggur beinast við að skoða verk í eigu safnsins? Því mið- ur er lítið um aðrar viðmiðanir. Fram á miðja öldina virðumst við hafa nokkuð almennt viðurkennda mynd af íslenskri list, og vegur þrekvirki Björns Th. Björnssonar, „íslenzk myndlist", þar þungt. En eftir það tekur myndin að óskýrast, sérstaklega síðasta aldarfjórðung- inn. Ekki er laust við að sýningin á Listasafninu endurspegli það ástand. Sýningin skiptist í megindráttum í femt, enda eru salirnir fjórir. I neðsta og stærsta salnum era verk eftir framkvöðlana, þar sem lands- lagsmálverkið og náttúrasýnin er langmest áberandi. I minni salnum era verk eftir fulltrúa abstraktlist- arinnar, sem brýst fram á sjónar- sviðið um og eftir 1950. Það kom mér því talsvert á óvart að ég kom ekki auga á eitt einasta málverk frá sjötta áratugnum. Ein höggmynd var eftir Gerði Helgadóttur frá 1952, en að öðru leyti vantar myndir milli 1949 og 61. Það voru tvö vel þekkt málverk eftir Svavar, íslandslag og Gullfjöll, frá fimmta áratugnum, en verk eftir Þorvald Skúlason, Krist- ján Davíðsson, Karl Kvaran og fleiri eru öll seinni tíma verk, frá áttunda og níunda áratugnum. Það er nátt- úrlega ekki hægt að hafa verk eftir alla sem konu við sögu, en maður saknar samt verka eftir menn sem settu drjúgan svip á þennan tíma, eins og Valtý Pétursson, Hjörleif Sigurðsson og Hörð Ágústsson. Aðrir sem koma fram um þetta leyti, en era kannski ekki með íyrstu skip- unum, era fjarverandi, t.d. Eiríkur Smith, Hallsteinn Sigurðsson, og síðast en ekki síst, Sverrir Haralds- son. Sá salur gefur því tæpast rétta mynd af þeim hræringum sem áttu sér stað upp úr 1950. Á efri hæðinni tekur síðan við tímabilið frá og með sjöunda ára- tugnum, sem skiptist milli tveggja sala. Eg er einna ósáttastur við út- komuna í efsta salnum, sem ber yfir- skriftina „Sviptingar á sjöunda ára- tugnum“. í fyrsta lagi þá er salurinn ómögulegur, og þó er reynt að koma eins miklu fyrir eins og hægt er, enda af miklu að taka. I hinum söl- unum þremur var greinilega reynt að gæta jafnvægis og samræmis, en hér er enga reglu að sjá. Súmmar- arnir era á sínum stað, en hér höfum við líka Erró og Gunnar Örn, Jó- hann Eyfells og Björgu Þorsteins- dóttur, Magnús Pálsson og Einar Hákonarson. Fáeinir listamenn, þeirra á meðal Hannes Lárusson, Þorvaldur Þorsteinsson og Sólveig Aðalsteinsdóttir, eru settir í þetta samhengi sem eftirmáli við SÚM og Flúxus hreyfingu sjöunda áratugar- ins. Útkoman er ekki gæfuleg, gífur- lega miklu er sleppt, samt eru þrjú verk eftir Hrein Friðfinnsson og fjögur eftir Sigurð Guðmundsson. I hinum salnum á efri hæðinni er sjónum beint að „Endurvakningu málverksins á m'unda áratugnum". Sá salur kemur öllu betur út, enda nokkuð hefðbundin málverkaupp- henging, sem hentar vel í þessum sal. Ansi mikið er gert úr þessum kafla í íslenskri list, en það er kannski ekki skrítið, því þegar sýning- in er skoðuð í heild sinni, þá sést að hún er að lang- mestum hluta málverka- sýning. Skúlptúr er mjög fyrirferðariítill, útilista- verk og rýmislist verða alveg útundan. Maður fær á tilfinninguna að minnstu skúlptúrar safnsins hafi verið dregn- ir fram til að skyggja ekki á málverkin. Þegar myndlistarsýn- ingar undangenginna tveggja áratuga eru bornar saman við sýning- ar þar á undan er áber- andi hvað listamenn hafa lagt mikla áherslu á tengsl verksins við rýmið í kringum það, og gert það að órjúfanlegum þætti í heildaráhrifum listaverksins. Þetta á ekki aðeins við um rýmis- verk, því margir málarar hafa einnig tekið mið af sýningarrýminu. Það er einkum í efsta salnum þar sem verkin era nán- ast eins og hornrekur, sem eiga alls ekkert heima þarna. Dæmi um þetta er stórt verk eftir Hrein Friðfinnsson frá 1986, sem er rammað inn í bogadregið útskot og háir gólflist- arnir gætu allt eins verið hluti af verkinu. Hvaða safn sem er stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum við að gefa yfirlit yfir list heillar aldar. Húsnæðið gerir Listasafni íslands það verk sérstaklega erfitt. Og þeg- ar haft er í huga að safninu er ætlað að vera viðmið framtíðarinnar fyrir list fortíðarinnar, þá er ástæða til að hafa áhyggjur. Maður spyi- sig að því hvort gengið sé framhjá góðum og mikilvægum verkum, vegna þess að safnið sér ekki fram á að geta hýst eða sýnt þau. En það er ekki hægt að kenna húsnæðinu um allt sem miður fer. Eg hef vissar efa- semdir um þá tilraun að skapa sögu- lega frásögn með því að raða inn í salina fjóra eftir tímabilum. Það gef- ur sýningunni stofnanalegt yfir- bragð, eins og meiningin sé að upp- fræða okkur um hina „opinberu" og „viðurkenndu" söguskoðun. En eins og sýningin stendur þá er frásögnin gloppótt og þvinguð inn í húsnæðið. Gunnar J. Árnason VERK eftir Hrein Friðfinnsson, frá 1986, sem komið hef- ur verið fyrir í útskoti í einum sal Listasafns Islands. Wanda Horowitz látin WANDA Toscanini Horowitz lést hinn 21. ágúst síðastliðinn, níræð að aldri. Hún var dóttir hljómsveit- arstjórans Arturo Toscanini (1867- 1957) og gekk í hjónaband með pí- anóleikaranum Vladimir Horowitz árið 1933. Sagt er að Wanda hafi frá upp- hafi annast eiginmann sinn að nán- ast öllu leyti. Hún undirbjó hann fyrir tónleikaferðalög, sá um far- angur, áætlanir, aðbúnað á hótel- um og að hann fengi uppáhalds matinn sinn hvar sem hann fór. Segja má að hún hafi verið tengiliður píanósnillingsins við um- heiminn. Þegar Vladimir féll frá 5. nóvem- ber 1989 vottaði tónlistarmaðurinn Leonard Bernstein Wöndu samúð sína með eftirfarandi orðum. „Ég votta þér innilega samúð mína en líka dýpstu virðingu, fyrir þér og fórnfýsi þinni fyrir stórkostlegan mann. Eins og oft er með snillinga var hann ekki gallalaus. Þú vernd- aðir hann og annaðist í andlegum kreppum og í gegnum mörg erfið tímabil sem öðrum er ómögulegt að skilja. En aftur og aftur tókst þér að færa hann til okkar aftur, endurnærðan, endurnýjaðan og betri en nokkru sinni áður.“ í viðtali sem tekið var skömmu fyrir dauða Vladimirs sagði kona hans: „Ég fylgdi honum í gegnum mikla erfiðleika. Hann lék ekki op- inberlega í 12 ár og í öll þau ár tönnlaðist hann á því að hann mundi ekki leika framar. Og ég þagði. Ég sagði aldrei, „Ó, jú, þú verður að leika.“ Ég reyndi aldrei að beita hann þrýstingi." Wanda var þekkt fyrir skap sitt og eitt sinn rauk hún upp við blaða- mann sem spurði hana út í sam- bandið við fóður og eiginmann. „Ég vil ekki heyra á þá minnst. Faðir minn gerði mig að taugahrúgu og maðurinn minn gerði mig vitlausa." Þó Wanda harðneitaði að hafa lifað í skugga mikilmennanna við- urkenndi hún í viðtali, skömmu áð- ur en Vladimir dó, að hafa átt sínar óskir og þrár. „Nei, ég lifi ekki í skugga þeirra. Fólk veit hver ég er. Ég er sjálfstæður persónuleiki. En núna, á þessari stundu í lífi mínu, vildi ég að ég hefði gert eitt- hvað fyrir sjálfa mig.“ Súrefiilsvörur karin Herzog • vinna gegn öldrunureinkennum • enduruppbyggja húðina • vinna á appelsínuhúð <>g sliti • vinua á unglingabóluin • viðbalda lerskleika húðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Háaleitisapóteki í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur S— Blöndunartæki Moraterm sígild og stílhrein. Með Moraterm er alltaf kjörhiti í sturtunni og öryggi og þægindi í fyrirrúmi. Mora sænsk gæðavara. Heildsöludreiflng: Smiðjuvegi 11. Kópavogi Sími 564 1088, fax 564 1089 Fæst í bvaainaavöruverslunum um land allt. Vísbending með spurningu 2. á nibl.is Edda Heiðrún Backman syngur lagió. Glæsilegar dragtir með vestum hj&QýGnftthiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frákl. 10.00-18.30, laugardaga frá kl. 10.00-15.00 HUCKE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.