Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
SIGURSVEINN Magnússon og Sigrún Valgerður Gestsdóttir.
Frá íslandi til
Aserbaídsjan
TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis
heldur ljóðatónleika undir yfir-
skriftinni „frá Islandi til Azerbaij-
an“, laugardaginn 29. ágúst í
Hveragerðiskirkju kl. 16.
Einsöngvari á tónleikunum er
Sigrún Valgerður Gestsdóttir og pí-
anóleikari Sigursveinn Magnússon,
en auk þess munu dætur þeirra
Diljá og Ólöf leika með á fiðlu og
selló í hluta af efnisskránni.
Á tónleikunum verða sönglög eft-
ir Hjálmar H. Ragnarsson, Ama
Thorsteinsson, Tryggva Baldvins-
son, Jón Þórarinsson, Jórunni Við-
ar, Carl Nielsen, Ingunni Bjama-
dóttur, Sigvalda Kaldalóns, Gi-
acomo Puccini og Luciano Berio.
Tónlistarfélag Hveragerðis festi
nýlega kaup á hljóðfæri. Tónleik-
arnir eru framlag flytjenda til að
styðja þetta menningarátak. Allur
aðgangseyrir tónleikanna rennur
því óskiptur í flygilsjóð.
Skúli, Hilmar og
Stilluppsteypan
á tónleikum
SMEKKLEYSA hyggst á þessu ári
gefa út fimm plötur með nýrri fram-
sækinni spunatengdri tónlist. Þessi
útgáfuröð er nefnist „Frjálst er i
fjallasal" hófst á útgáfu geisladisks
Skúla Sverrissonar og Hilmars
Jenssonar „Kjár“. Þeir félagar
halda tónleika sunnudaginn 30.
ágúst í Tjamarbíói og einnig leikur
þar hljómsveitin „Stilluppsteypa"
Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30
og aðgangseyrir er 1000 kr.
í kynningu segir m.a.: „Skúli _er
einn þekktasti hljóðfæraleikari Is-
lendinga í jazz og spunatengdri tón-
list og hefur leikið um víða veröld
m.a. með Allan Holdsworth, Arto
Lindsey o.fl. Nýverið gaf ástralska
plötufyrirtækið Extreme út fyrstu
sólóplötu hans „Seremonie" sem
hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda.
Hjá því fyrirtæki hefur hann leikið
á þremur öðmm plötum með hljóm-
sveitinni Mo Boma. Skúli starfar og
býr í New York þar sem hann vinn-
ur með ýmsum listamönnum og nú
seinast lék hann á sólóplötu Chris
Speed, plötu hljómsveitarinnar
Pachora auk þess sem hann hefur
nýlokið við gerð annarrar sólóplötu
sinnar.
Hilmar hefur flutt jazz og
spunatónlist á íslandi sem og er-
lendis og hefur starfað m.a. með
Tim Berne, Leo Smith, Greg Bendi-
an, Jim Black og að sjálfsögðu flest-
um íslenskum jazzleikumm. 1995
gaf Jazzís út fyrstu sólóplötu hanns
„Dofinn" sem Skúli meðal annarra
lék á.
Þó svo að þeir félagar hafi starfað
saman um árabil er þetta einungis í
þriðja skiptið sem þeir koma fram
saman í dúó-formi.
í Stilluppsteypu em; Heimir
Björgúlfsson, Sigtryggur og Helgi
Þórssynir, sem búsettir era í
Hollandi. Þeir hafa spilað viða um
heim og hlotið mikið lof fyrir. M.a.
hituðu þeir upp fyrir Sonic Youth á
tónleikum í Þýskalandi fyrr í sum-
ar.“
Nýverið gaf hljómsveitin út sína
tíundu plötu.
Nýjar bækur
• ÞRJÁR bækur ætlaðar erlend-
um ferðamönnum sem koma til ís-
lands eru komnar út; L’Islandais
dans vos bagages - Notions élé-
mentaires, Islándisch im Gepáck -
Islándischer Sprachgnide og Porta-
ble Icelandic - Icelandic phrase
book. I bókunum em orð, orðasam-
bönd og einfaldar setningar sem lík-
legt er að ferðalangurinn þurfi að
grípa til á ferðalaginu. Hægt er m.a.
að fletta upp köflum um innkaup,
ferðamáta, hótel, pósthús, skemmt-
anir, vegaskilti, veitingahús og
læknisþjónustu. Einnig em upplýs-
ingar um afgreiðslutíma verslana og
gagnleg heimilisfóng.
Lýst er stuttlega helstu fram-
burðarreglum íslenskunnar og farið
nokkram orðum um íslenska mál-
fræði. ítarlegt efnisyfirlit á hverju
tungumáli er innan á kápubroti. I
hverri bók er íslensk atriðisorða-
skrá.
Mál og menning gefur út. Bæk-
urnar em prentaðar í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Auglýsingastofan
XYZETA hannaði bækumar og
gerði kápur. L’Islandais dans vos
bagages - Notions élémentaires er
63 bls., Islandisch im Gepáek -
Islándischer Sprachguide og Porta-
ble Icelandic - Icelandic phrase
book 61 bls. Bækurnar kosta 790 kr.
Nýr söng- og
leiklistarskóli
TEKIÐ hefur til starfa nýr söng- og ieiklistarskóli
í Reykjavík, sem hlotið hefur nafnið Sönglist.
Skólinn er í eigu Ragnheiðar Hall og Erlu Ruthar
Harðardóttur.
Ragnheiður stundaði nám við Söngskólann í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan sem söngkennari
árið 1996. Hún kenndi hjá Söngsmiðjunni eftir út-
skrift auk þess sem hún gegndi stöðu skólastjóra
þar, síðasta kennsluár.
Erla Ruth útskrifaðist sem leikkona frá The
Guildford School of Acting and Dance árið 1987.
Hún hefur unnið hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi
Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar ásamt ýms-
um fijálsum leikhópum auk þess sem hún hefur
kennt leiklist bæði í grunn- og framhaldsskólum
og núna síðast hjá Söngsmiðjunni.
f kynningu segir m.a., að Sönglist bjóði upp á
ýmsa valkosti varðandi námskeið. Fyrst ber að
nefna námskeið þar sem nemendur læra að
syngja í hljóðnema. Lágmarksaldur er 11 ár. Ald-
ursskipting er: 11-13 ára, 14-16, 17-19 og svo 20
ára og eldri. Einnig er um hópnámskeið að ræða
og þá boðið upp á byrjendanámskeið og fram-
haldsnámskeið. Áhersla er lögð á söngtækni, önd-
un, tónfræði og allt það sem auðveldar fólki að ná
RAGNHEIÐUR Hall og Erla Ruth Harðardóttir.
betra valdi á söngnum. Loks er boðið upp á einka-
tíma í söng ásamt undirleik.
Sönglist er til húsa á Engjateigi 11. Kennsla
hefst 1. september og er innritun þegar hafln.
Nýjar bækur
• SMÁSAGNASAFN fyrir grunn-
skóla, Áfram Óli! í safninu eru
fimmtán smásögur úr smásagna-
samkeppni Samtaka móðurmáls-
kennara sem efnt var til vorið 1997
1 tilefni af tuttugu ára afmæli sam-
takanna. Fyrstu verðlaun hlaut
Brynhildur Þórarinsdóttir, önnur
verðlaun Emilía Baldursdóttir og
þriðju verðlaun Úlfar Harri Elías-
son. Aðrir höfundar sem eiga sögu í
safninu em: Guðríður Lillý Guð-
björnsdóttir, Elías Snæland Jóns-
son, Kristín Heiða Kristinsdóttir,
Jón Dan, Guðrún Geirsdóttir,
Eðvarð T. Jónsson, Guðrún Rr.
Magnúsdóttir, Guðjón Sveinsson,
Eysteinn Björnsson, Fríða B. And-
ersen og Hermann Stefánsson.
„Sögurnar em fjölbreytileg lesn-
ing fyrir 6.-10. bekk grunnskólans.
Þær era fyndnar, sorglegar, æsileg-
ar og uppbyggilegar og eiga það
sameiginlegt að bregða upp lifandi
myndum úr heimi barna og ung-
linga. Ein söguhetjan fer á grenja-
veiðar, önnur er keppnismaður í
tennis, sú þriðja ástfanginn strákur
sem ekki getur stunið upp orði við
hina heittelskuðu," segir í kynn-
ingu.
Mál og menning gefur út. Bókin er
í kiljubroti, prentuð í Danmörku og
er 196 bls. Kápu og myndskreyt-
ingu gerði Kristín Ragna Gunnars-
dóttir. Verð 1.499 kr.
• SMÁSAGNASAFNIÐ
Hundamir í Þessalóníku eftir
norska rithöfundinn Kjell Askildsen
kom út á síðasta ári.
Þetta eru sex smásögur. I
kynningu segir: „Titill bókarinnar
er dreginn af samnefndri smásögu
sem fjallar um tvo hunda í borginni
Þessalóníku á Grikklandi sem
festast saman þegar þeir era að
eðla sig og geta ekki losnað í
sundur fyn- en allt er yfírstaðið.
Þannig tákngerir höfundurinn
ákveðna tegund sambanda milli
fólks sem hangir saman án þess að
vita almennilega hvers vegna ...“
Kjell Askildsen (f. 1929) hóf
ferilinn árið 1953 með bókinni
Heretter folger jeg deg helt hjem
og hefur síðan verið afkastamikill
höfundur og margverðlaunaður.
Hann hlaut Bókmenntaverðlaun
norskra bókmenntagagnrýnenda
1983 og 1992 og
Ríkismálsverðlaunin norsku 1987.
Einar Kárason rihöfundur þýðir
Hundana í Þessalónikíu sem er
önnur bók Askildsens sem kemur
út á íslensku, því árið 1995 kom bók
hans Síðustu minnisblöð Tómasar
F. fyrir almennings sjónir í þýðingu
Hannesar Sigfússonar skálds.
Mál og menning gefur út. Bókin
er gefin út í ritröðinni Syrtlur og
kostar 1990 kr. Kápumynd er eftir
Robert Guillemette.
Laszlo Kreizler og
félagar snúa aftur
ERLENDAIl
BÆKUR
Spennu.saga
„THE ANGEL OF DARKNESS"
eftir Caleb Carr. Ballantine Books
1998. 756 síður.
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Caleb Carr skrifaði fyrir nokkram
árum eina athyglisverðustu og safa-
ríkustu sakamálasögu sem gefin
hefur verið út í langan tíma og kall-
aði hana „The Alienist". Hún sagði
af hópi manna í New York um síð-
ustu aldamót undir stjórn sérvitr-
ingsins og geðlæknisins Laszlo
Kreizlers, sem eltist við einstaklega
illskeyttan fjöldamorðingja, og lét
Carr líta svo út að geðlæknirinn
notfærði sér í fyrsta skipti ýmsar
aðferðir sem í dag era í fullu gildi
við rannsóknir á slíkum morðingj-
um. Carr lýsti borgarlífinu í New
York við síðustu aldamót ákaflega
vel og skreytti spennufrásögnina
með raunveralegum persónum, m.a.
Teddy Roosevelt, sem var lögreglu-
stjóri um stutt skeið í New York
undir aldamótin. Útkoman var hinn
besti reyfari.
Carr hefur nú endurtekið leikinn
með sögunni „The Angel of Dark-
ness“. Að vísu kemur hann ekki
jafnmikið á óvart og með fyrstu
bókinni þvi hann fer talsvert inná
sömu svið en hann á ýmislegt í
pokahorninu til þess að gleðja með
lesendur og sagan hans er firna-
skemmtileg og hrollvekjandi í leið-
inni. Hún er í senn eltingarleikur
við tímann og spennandi réttar-
drama, oft skopleg saga um hinn
óvenjulega félagsskap sem þátt tek-
ur 1 eltingarleiknum, sagnfræðileg-
ur sálfræðitryllir og upplýsandi út-
tekt á þeirri gerð afbrotakvenna
sem hún lýsir; þessi bók inniheldur í
rauninni allt það sem fullnægt getur
þörfum þeirra sem gera miklar
kröfur til spennusagna.
Allar sömu aðalpersónurnar og
vora í „The Aiienist" snúa aftur í
„The Angel of Darkness". Laszlo
Kreizler er sem fyrr þungamiðjan í
hópnum, einskonar sambland af
Sherlock Holmes og Sigmund
Freud, dularfull og mögnuð persóna
sem vill skilja og rannsaka og brjóta
til mergjar óeðlið á bak við þá glæpi
sem hann rannsakar. Sögumaður-
inn er götustrákurinn Steve Tagg-
ert, sem vinnur á heimili Kreizlers
ásamt einkaþjóni hans, hinum
trygglynda svertingja Cyrus. Þá er
hin snaggaralega Sara Hamilton
sem fyrr í þessum hópi, einnig fylli-
byttan Moore, æskuvinur Kreizlers
og blaðamaður við The New York
Times. Hópinn fylla síðan rann-
sóknarlögreglumennirnir^ og bræð-
urnir Marcus og Lucius Isakssynir,
sem hafa einstaklega skarpa athygl-
isgáfu og era óhræddir við að reyna
nýjar leiðir í glæparannsóknum.
Libby Hatch
Málið sem þeir hafa með höndum
er hið skelfilegasta. Kornabarni er
rænt í New York og móðirin leitar á
náðir Kreizlers, sem hefur brátt
upp á barnaræningjanum. Það er
hjúkrunarkona, Libby Hatch, við
eitt af sjúkrahúsunum í New York
og í ljós kemur að fjöldi ungbarna á
sjúkrahúsinu hefur látið lífið á und-
anförnum misserum á meðan þau
vora í umsjá hennar. Af ástæðum
sem alltof flókið yrði að rekja hér
getur Kreizler og hans fólk ekki
snert við henni fyrr en hann hefur
byggt upp sakamál gegn henni og í
þeim tilgangi ferðast hann úr borg-
inni á gamlar heimaslóðir konunnar
og kemst að ýmsu miður fallegu úr
fortíð hennar.
Carr hefur kynnt sér sögusviðið
og sögutímann til hins ýtrasta og
notfærir sér hvoru tveggja listilega
sem bakgrann sögunnar. Að vísu er
bókin ríflega 750 blaðsíður að lengd
og stundum er ekki laust við að
teygist á frásögninni þegar mætti
herða á henni í staðinn. En smáat-
riðalýsingar Carr þjóna tilgangi því
honum er sérstaklega í mun að
skapa trúverðugan heim og gefa
næsta ótrúlegi'i fléttunni raunveru-
leikablæ. Hann lýsir af jafnmiklu
öryggi höllu Vanderbilts í New
York og aðstæðum öreiganna við
höfnina og hverju öðru sem verður
á vegi Kreizlers í leit hans að svari
við þessari eilífðarspurningu: Hvað
er það nákvæmlega sem gerir
menn að glæpamönnum og sér-
staklega jafn svívirðilegum og
Libby Hatch?
Sagan gerist þegar glæparann-
sóknir eru á mjög frumstæðu stigi
miðað við það sem nú þekkist og
Carr hefur sérstakt dálæti á að
kynna nýjar aðferðir til sögu sem í
dag eru alkunnar. Carr kemur því
svo fyrir að einn frægasti lögfræð-
ingur Bandaríkjanna á öldinni, Cl-
arence Darrow, þekktastur fyrir að
vinna hin svokölluðu Aparéttarhöld,
verður verjandi Libbyar, þá ungur
lögfræðingur frá Chicago. Carr ger-
ir hann að mjög litríkum karakter,
sem verður einskonar persónugerv-
ingur nýrra starfsaðferða í réttar-
salnum þar sem aðalmálið er að
draga úr trúverðugleika vitnsins.
í allt er hér hin besta afþreying á
ferðinni sem lesendur fyrri bókar-
innar ættu ekki að láta framhjá sér
fara. Öðram yrði akkur í að kynnast
sögum Carrs.
Arnaldur Indriðason