Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.08.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 41 ASGEIR BJARNASON + Ásgeir Bjarnason fæddist á Húsavík 9. febrúar 1934. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga 24. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Bjarni Stef- ánsson, f. 10.8. 1898, og Jak- obína Jónsdóttir, f. 26.9. 1908. Bræður hans eru Guðmundur Krislján, alþingismaður og ráð- herra, búsettur í Reykjavík, f. 9.10. 1944, og Stefán Jón, ljár- málastjóri hjá Hitaveitu Suður- nesja, búsettur í Keflavík, f. 30.9. 1948. __ Hinn 6. apríl 1958 kvæntist Ásgeir Jónu Guðjónsdóttur, f. 18.3. 1934. Börn þeirra eru: 1) Víðir, f. 15.12. 1957. 2) Ómar, f. 9.7. 1960. 3) Björk, f. 2.12. 1965. 4) Bjarney, f. 5.2. 1956, átti Ás- geir fyrir hjónaband. Útför Ásgeirs fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ásgeir bróðir er dáinn, var fyrsta hugsun mín í morgunsárið mánudaginn 24. ágúst, þegar sím- inn hringdi og vakti okkur. Það var Guðmundur bróðir okkar sem flutti fréttina. Ásgeir hefur barist við ei’fiðan sjúkdóm, sem hefur á síð- ustu mánuðum dregið úr honum mátt og fréttin um lát hans kom ekki á óvart þó aldrei sé maður við- búinn og allra síst þegar einhver er burt kallaður á besta aldri. Ég er enn sem í leiðslu og það takast á í huga mínum tilfinningar, annars vegar hugsunin um að þessu stríði við ólæknandi sjúkdóm er nú lokið, en hins vegar söknuður, þungur söknuður, sem þó fær ekid fram komið ennþá. Ásgeir bróðir var mun eldri en ég og kominn undir tvítugt þegar ég fer að muna verulega eftir. Minningin, sú sem kemur í hugann frá þessum árum, er fyrst og fremst um stóra bróður sem var í svo mörgu leiðarljós og fyrirmynd mín á þessum tíma. Hann var ákveðinn og fastur fyrir, en mjög hlýr og góður að leita til á uppvaxt- arárunum. Vegna aldursmunar var samband okkar ekki mjög náið, en hann var alltaf til staðar þegar bamið og unglingurinn, litli bróðir, þurfti á leiðsögn eða aðstoð að halda. Þegar árin liðu og aldur færðist yfir okkm’ styttist bilið á milli okkar og áttum við margar góðar stundir, er við ræddum málefni bæjarins, landsmálin eða bara garðræktina og kartöfluuppskeruna. En umskipti urðu hjá mér og um það leyti sem aldursmunar hætti að gæta, fluttí ég og fjölskylda mín frá Húsavík og varð því fjarlægð til að draga aftur úr daglegum sam- skiptum okkar. Samband var þó með okkur alla tíð á þann hátt sem okkur báðum hentaði, þó svo að símtölin okkar stæðu ekki alltaf í margar mínútur. Ég mun ekki í þessum minninga- brotum rekja ævi eða starf Ásgeirs þó full ástæða sé til. Lítil persónu- leg brot leita þó á hugann nú þegar skyggnst er til baka og rifjað upp í huganum það sem okkur fór á milli og samskipti í lífinu. Ásgeir vann lengst af sem deild- arstjóri hjá Kaupfélagi Þingey- inga og hafði því mannaforráð þar. Þegar ég var unglingur heima á Húsavík þótt mér mjög eðlilegt að feta í fótspor hans og fá vinnu hjá honum í matvörudeildinni, en hann var á annarri skoðun. Hann réð mig ekki en benti mér á að ef ég hugsaði mér að lifa og starfa í skjóli hans eða einhvers annars, í stað þess að komast áfram af eigin rammleik og á eigin ágæti, yrði vegur minn og vegsemd í lífinu ekki merkileg. Sennilega hafa viðbrögð hans þá mótað, meira en margt annað, við- horf mitt og afstöðu til lífsbarátt- unnar og þess að setja sér mark- mið og vinna að þeim. Þannig var Ásgeir, heill og ákveðinn, stundum nokkuð harður í horn að taka, en alltaf réttsýnn, ráðvandur og ráðagóður, ef menn vildu ráð þiggja, en sjaldan neyddi hann afstöðu sinni eða skoðun upp á viðmælendur sína. Þó að ókunnugum þætti Ásgeir stundum nokkuð þungur og stífur, var hann í vinahópi hrókur alls fagnaðar og alltaf líf í kringum hann. Þá var stundum tekið dálítið mikið upp í sig og sagt umbúða- laust hvað honum fannst um eitt og annað, og á stundum kvað hann upp úr um menn og málefni með þeim hætti að sumum þótti nóg um. En það var ætíð gert þar sem viðmælendur tóku á móti og oft var svo að ókunnugir áheyrendur héldu að ekki væri allt með felldu. Það kemur stundum fyrir á seinni ánim að fjölskyldumeðlimir segja við mig þegar ég tek dálítið upp í mig að þetta gæti Ásgeir nú hafa sagt. Það þykir mér sem hið mesta hól og hfir enn sú löngun, að feta í fótspor hans í svo mörgu, hvað lífsafstöðu áhrærir. Söngur hefur alla tíð verið hug- fólginn Ásgeiri og söng hann lengi með kirkjukór Húsavíkurkirkju og með Karlakórnum Þrym á Húsavík söng hann meðan kórinn starfaði. Aldrei komu vinir og frændur svo saman á gleðistund að ekki væri sungið og þá var það oftar en ekki að hann hóaði mönn- um saman til söngsins. Engin var sú samkoma að ekki væri hægt að finna afdrep fyrir „kórinn“ og alltaf var sungið í röddum þar sem hann var, hvort sem var í forstofu gamla samkomuhússins eða í hol- inu framan við snyrtingarnar í fé- lagsheimilinu. Þá voi-u afmæli í ættinni eða bara heimsóknir til vina og frænda í sveitinni nýttar til að iðka söng- menntina. Það var glatt á hjalla í góðra vina hópi og Asgeir var oftar en ekki í forsvari fyrir slíkum gleð- skap. Eg vil nú þó seint sé koma á framfæri þakklæti mínu til þín Ás- geir og Jónu fyrir umhyggju og stuðning sem þið veittuð mömmu eftir að við Guðmundur vorum báð- ir fluttir frá Húsavík, því sú vissa að alltaf væri fylgst með líðan hennar og hún aðstoðuð þegar á þurfti að halda, gerði mér fjar- lægðina bærilegri þegar árin færð- ust yfir hana. Þessar ljóðlínur sem hér fara á eftir segja í raun allt sem ég þarf að segja: I táradal dimmum er tregi og harmur, titrandi söknuður í huga mér af ekka og gráti nú bifast minn barmur, burtu ert horfinn, ei lengur ert hér. Pú varst stoð mín og stytta, þú varst okkur svo góður þín skoðun var traust, ekkert fum eða fals. Eg fel nú í bæn minni ástkæran bróður bið að nú gæti þín Guð, faðir alls. Ég kveð þig, elsku bróðh', löngu fyrir tíma. Ég bið algóðan Guð að vernda þig um leið og ég bið hann að veita þér, elsku Jóna mín, börn- um ykkar og barnabörnum styrk í sorg ykkar og krafta til að mæta ókomnum árum. Stefán Jón Bjarnason. + Ragnheiður Kristjánsdóttir var fædd 1. mars 1941 á Patreksfirði og ólst þar upp. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi hinn 18. ágúst síðastliðinn. For- eldrar Ragnheiðar voru Halldóra Magnúsdóttir, f. 10. 12. 1910 á Bakka í Tálknafirði, hús- freyja á Patreks- firði, d. 2.3. 1982 í Reykjavík og Krist- ján Andrés Ingvason, f. 4.1.1895 á Geirseyri við Patreksfjörð, sjó- maður og verkstjóri á Patreks- firði, d. 2.5. 1984 á Patreksfirði. Systur Ragnheiðar eru Maggý Hjördís Kristjánsdóttir, f. 6.7. 1930, húsmóðir og verslunareig- andi á Patreksfirði, gift Atla Snæbjörnssyni Thoroddsen, f. Með þessum ljóðlínum kveðjum við elskulega ömmu okkar, Ragn- heiði Kristjánsdóttur. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Eg er í leikandi ljúfum vindinum 14.4.1926 í Kvígindis- dal, Rauðasandshr., V.-Barð., hafnarverði á Patreksfirði. Hug- rún Krisljánsdóttir, f. 1.6. 1936 á Patreks- firði., húsfreyja og at- vinnurekandi á Höfn í Hornafirði, ekkja eft- ir Theódór Heiðar Pétursson, f. 15.1. 1933 í Reykjavík, bif- reiðastjóra á Horna- firði, eiganda flutn- ingafyrirtækisins HP og synir, d. 19.8. 1988. Núverandi sam- býlismaður Hugrúnar er Sigfús Benediktsson. Þriðja systirin var Ásrún Krisljánsdóttir, f. 12.12. 1947, d. 23.11. 1952 í bílslysi. Ragnheiður giftist 25. desember 1966 Gunnari Rúnari Péturssyni, f. 4.9. 1938 í Reykjavík, vélsmið og rafvirkja. Þau voru búsett á Patreksfirði til 1985 en vegna ég leiftra sem sgjórinn á tindunum. Eg er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. í morgunsins kyrrð, er vakna þú vilt ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. ég er árblik dags um óttubil veikinda Ragnheiðar fluttu þau suður og settust að í Garðabæ. Þau skildu 1991. Börn Ragn- heiðar og Gunnars: 1) Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, f. 24.8. 1961 á Patreksfirði, félagsráð- gjafi í Reykjavík, gift Olgeiri Helgasyni, f. 17.4. 1957 á Siglu- firði, rafmagnstæknifræðingi. Þeirra börn eru Helgi Rúnar 01- geirsson, f. 21.1. 1989, Heiðar Smári Olgeirsson, f. 10.10.1991, og Birkir Logi Olgeirsson, f. 25.3. 1998. 2) Grettir Ingvi Gunnarsson, f. 3. 12. 1966 á Pat- reksfirði, verkamaður f Reykja- vík. Sambýliskona hans var Anna Guðrún Jónsdóttir, f. 8.4. 1966 á Patreksfirði. Þau slitu samvistum. Börn þeirra ei*u Þór- arinn Freyr Grettisson, f. 14. 2. 1988 og Gunnar Þór Grettisson, f. 8.1. 1991. Núverandi sambýlis- kona Grettis er Ragnheiður Ket- ilsdótir, f. 22.5. 1959 í Reykja- vík. 3) Rakel Eva Gunnarsdóttir, f. 22. 6. 1979 á Akranesi. Sambýlismaður hennar er Böðv- ar Rafn Reynisson, f. 28.6. 1978 Útför Ragnheiðar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin kiukkan 13.30. og alsth'ndur himinn að nóttu til Gráttu ekki við gröfína hér - gáðu - ég dó ei - ég lifi í þér. (Þýtt úr ensku.). Guð blessi minningu þína. Ommustrákarnir. RAGNHEIÐUR KRIS TJÁNSDÓTTIR MAGNEA V. EINARSDÓTTIR + Magnea Vil- helmína Einars- dóttir fæddist 5. maí 1904 í Hvann- stóði, Borgarfirði eystra. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 21. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Magneu voru Einar Einarsson frá Vaði, Suður-Múlasýslu og Salín Jónsdóttir frá Kollstaðagerði, Suður-Múlasýslu. Magnea átti sex systkini. Þau _ voru Jón, Kristín Ólín, Stefán Olaf- ur, Einar, Þórhallur og María sem er ein systkinanna á lífi. Magnea ólst upp á Mýrum hjá Jóninu Einarsdóttur fiiðursyst- ur sinni og manni hennar Stef- áni Þórarinssyni. Magnea eign- aðist eina dóttur með Þorláki Jónssyni. Þeirra dóttir var Auður Þorláksdóttir, f. Guð minn faðir gef þú mér góða daga og hlýja, yfir þar til að mig ber inn á heima nýja. (H.J.) Hún amma er dáin, farin í heima nýja. Þá ferð hefur hún þráð síðustu fimm árin, frá því að hún missti einkabarn sitt, móður okkar. Við vitum að henni mun líða vel því móðir okkar tekur á móti henni opnum örmum. Öll eigum við góðar minningar um ömmu sem bjó alla tíð á heimili foreldra okkar, þar til fýrir tæpum tíu árum er hún flutti vegna heilsu- brests á Sólvang í Hafnarfirði. Þar átti hún mjög góða daga. Hún dvaldi alltaf með yndislegum kon- um, en lengst af með þeim Guðrúnu og Viktoríu. Erum við þakklát fyrir þá vináttu og stuðning sem þær sýndu henni. Við viljum einnig þakka starfsfólki Sólvangs fyrir góða umönnun. Amma var sérstök kona sem hugsaði alltaf fyrst og fremst um hag fjölskyldu dóttur sinnar. Amma skipti sjaldan skapi og aldrei hall- mælti hún nokkrum manni, heldur sá það jákvæða í fari þeirra. Amma var fróð um marga hluti og alltaf með á nótunum. Oftar en ekki var óþarfi að segja henni hlutina því það var eins og hún vissi þá fyrir. Betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp við þá miklu ástúð og hlýju sem hún veitti okkur. Við munum búa alla ævi að því sem hún amma kenndi okkur. Minningin um hana mun lifa í hjört- um okkar allra. Hjartkæra amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum fi-á. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf.ók.) Guð geymi þig amma. Haraldur, María, Ársæll, Magnea, Olga og Auður. Þegar ég hóf nám í Kvennaskól- anum vorið 1944 var ein af bekkjar- systrunum Auður Þorláksdóttir. Faðir hennar bjó í sama húsi og ég, þess vegna urðum við daglega sam- ferða, þegai’ hún fór til að borða í hádeginu með fjölskyldu hans. Þannig kynntist ég Auði vinkonu minni. Við fórum oft heim til hennar eftir skóla. Hún bjó með Magneu móður sinni í risíbúð í Sogamýri. 26.10.1930, d. 29.6.1993, maki Gunnar Már Torfa- son, f. 26.6.1924 og áttu þau sex börn. Þau eru : Haraldur Rafn, f. 18.5.1949, Gerður María, f. 15.5.1950, Ársæll Már, f. 17.7.1952, Magnea Þóra, f. 5.12.1953, Olga, f. 5.10.1956 og Auður, f. 26.1.1959. Lan- gömmubörnin eru 12 og langa- langömmubörnin eru orðin 3. Magnea ólst upp fyrir austan, en fluttist 1920 til Reykjavíkur. Til Hafnarfjarðar fluttist hún 1949, þar sem hún bjó til ævi- loka. Hún starfaði við ýmiss störf, lengst af við ræstingar. títför Magneu fer fram frá Ha fn arfj arð arkirkj u í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þangað var gott að koma, þar var friðsælt og gott að læra. Svo kom Magnea heim frá sinni vinnu og fór að útbúa mat og vildi ekki að ég - færi heim fyrr en við værum búnar að borða. Það þekktist nú ekki að steikja og brasa eða þá að grilla, en það var alltaf góður matur hjá Magneu, hún var gestrisin og það var alltaf notalegt heima hjá þeim mæðgunum. Seinna þegar móðir mín kynntist Auði betur, kom í ljós að mæður okkar höfðu þekkst, þeg- ar þær voru ungar. Magnea var afskaplega vönduð kona. Hún bar ekki raunir sínar á torg. Vegna þess að hún var fótluð á fótum þurfti hún að ganga í sér- smíðuðum skóm. Hún bar sig þannig að maður tók ekki eftir þessu. Að vera einstæð móðir á þeim tíma (Auður var fædd 1930) hefur verið erfiðara en nokkur get- ur gert sér grein fyrir í dag. En Magnea bar svo sannarlega harm sinn í hljóði, var alltaf jafn hlýleg og notaleg. Er Auður giftist 1949 Gunnari Má Torfasyni fluttist Magnea með þeim til Hafnarfjarðar og hefur búið þar síðan. Hún eignaðist 6 mannvænleg barnabörn og tók þátt í uppeldi þeirra, því Gunnar var lengi til sjós. Þessi þægilegi og notalegi andi sem alltaf einkenndi Magneu ríkti ávallt á heimilinu. Einhvem tímann sagði hún við mig að það þyrfti nú enginn að kvarta undan sambýli við Gunnar og átti þá við jafnaðargeð tengdasonar síns, enda varð maður aldrei var við snurður á þræði í þessari 3-liða sam- búð. Þai’ virtust allir meta hver ann- an að verðleikum. Magnea fylgdist mjög vel með barnabömunum sínum og síðar mökum og langömmuböm- um og ekki síður 4. kynslóð sem far- in var að heimsækja hana. Hún dvaldi allmörg síðustu árin á Sólvangi, þangað valdi hún sjálf að fara eftir að svimaköst fóm að angra hana. Þar bjó hún í nánu sambýli við þær konur sem deildu með henni herberginu og varð þar vel til vina. Það var henni mikill missh- er Auður dó fyrir fimm áram, en hún hafði eignast stóra fjölskyldu og öll hugsuðu þau vel um hana. Með Magneu er nú gengin enn ein kona af aldamótakynslóðinni, sem þekkti ferlið frá sveitabúskap og dreifbýli til nútíma þjóðfélags. Hún á ítök í öllum sem hafa kynnst henni, hin hljóða hægláta alþýðu- kona, sem bjó yfir mikilli reisn. Blessuð sé minning hennar og ég bið aðstandendum hennar allrar blessunar. r Dóra Jónsdóttir. - — Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé I handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka f svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.