Morgunblaðið - 28.08.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 47
(
(
i
(
1
i
i
í
i
3
i
i
i
i
(
1
i
(
1
i
i
(
i
3
i
í
í
SIG URBJORG
SIG URJÓNSDÓTTIR
+ Sigurbjörg Sigurjónsdóttir
fæddist á Sandi í Aðal-
dal 19. febrúar 1904. Hún lést
á Sjúkrahúsinu á Húsavík
14. ágúst síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá Einars-
staðakirkju í Reykjadal 22.
ágúst.
Elsku Sigurbjörg frænka. Þú ert
þá farin til fjarlægra landa og von-
andi ertu sæl á þeim leiðarlokum.
Eg vil þakka þér fyrir frænka mín
að ég fékk að dvelja á Litlu-Laug-
um í fjögur sumur eftir að ég var
níu ára. Það var gaman að vera þar
við heyskapinn og reka kýr. Síðar
var alltaf upplifun að koma til
Litlu-Lauga og í stofuna sem var
svo hefðbundin þrátt fyrir að ein-
hverjar breytingar hafi þar orðið
með árunum. Þar er til dæmis enn
bekkurinn sem pabbi smíðaði á sín-
um tíma. Laugafell er nánast á
sama bæjarstæðinu og á milli bæj-
anna er nú trjágarður, sem var
mikil viðbót við gamla garðinn á
Litlu-Laugum. Eg man það enn
hve stórhuga ákvörðun mér þótti
það á þeim árum, þegar þið systk-
inin þrjú og Dagbjört kona Áskels
byrjuðuð að girða af svæðið á milli
Litlu-Lauga og Laugafells og setja
niður fyrstu plöntumar þar, en nú
eruð þið öll fallin frá.
Þegar ég dvaldi á Litlu-Laugum
var hægt að lesa úrval barnabóka
þar. Var það vegna þess að barna-
skóli var þar á veturna og var Dag-
ur skólastjóri, en þú sást um hús-
haldið. Hjá þér kynntist maður
mikilli reglu þar sem matmálstímar
voru á ákveðnum tímum dags og
matvendni var ekki vel liðin, enda
varst þú mjög góð matargerðar-
kona og hinn gamli íslenski matur
var mjög í hávegum hafður hjá þér.
Þar kynntist ég líklega fýrst
ábrystum, þá notaðist þú mikið við
ber, rabarbara og fjallagrös. Mat-
argerð þín mótaðist einnig af kynn-
um þínum af Englandi, þangað sem
okkur þótti þú á þeim tíma fara
mjög oft.
Eftir eina Englandsferðina
bauðstþú áströlskum nema við Há-
skóla Islands til sumardvalar og
man ég vel eftir samræðum ykkar
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingui’ fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII ski’áa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnamöfn sín en ekki
stuttnefni undii’ greinunum.
og Dags á ensku. Naust þú þeirra
samræðna mjög mikið því þannig
áttir þú kost á að halda enskukunn-
áttu þinni við. Þar sem hann hafði
þá þegar náð mjög góðu valdi á ís-
lensku gat ég einnig talað við hann
á því máli. Var hann gjarn á að
spyrja um tilurð orða og málshátta
og annars sem sögu þjóðarinnar til-
heyrði, kom þá í hlut heimilisfólks-
ins að skýra það út. Kynntist ég þá
vel hvað þú og Dagur voruð vel að
ykkur í íslensku og bókmenntum
þjóðarinnar.
Fyrir einu ári heimsótti ég um-
ræddan Ástralíubúa, John Stanley
Martin, sem nú hefur látið af störf-
um sem prófessor við háskóla í
Melbourne. Vinnur hann enn að
fræðistörfum og hefur haft mikið
samband við íslendinga þar síðan
þeir fóru að koma þangað. Gaf ég
honum útskorna gestabók með
mynd af Litlu-Laugum með burst-
unum sínum þrem, auk þess sem
ég gaf honum loftmynd af Laug-
um. I annarri heimsókn sinni til
Litlu-Lauga var hann undrandi á
þeim breytingum sem orðið hefðu
á Laugum, en hann var þó ennþá
meira undrandi á því sem gerst
hefði þar síðan. Þar sem hann
mundi eftir því þegar þið byrjuðuð
að gróðursetja tré í nýja garðin-
um, þá veitti hann trjáræktinni
þar sérstaka athygli, en plönturn-
ar voru orðnar að stórum trjám og
bæjarstæðið orðið hið glæsileg-
asta. Það sem honum þótti helst
vera óbreytt voru gömlu skólahús-
in í burstastílnum, en þau voru
byggð í landi foreldra þinna og
fósturforeldra fóður míns. John
fannst hann aldrei geta fullþakkað
þér dvöl sína á Litlu-Laugum og í
símbréfi frá honum fer hann um
þig viðurkenningarorðum og er
þér mjög þakklátur vegna kynna
sinna af þér og fyrir allar þínar
móttökur.
Geri ég mér grein fyrir því nú að
sá andi sem var ríkjandi á Litlu-
Laugum í þá daga sem ég dvaldi
þar hefur náð að móta mig og bý ég
að því enn í dag. Auk heimsókna
minna í Litlu-Laugar síðan ég var
þar í sveit, en þær voru alltof fáar,
þá hefur þú heimsótt pabba og
mömmu, systkini mín og fjölskyld-
ur okkar hér fýrir sunnan. Höfðum
við öll mikla ánægju af þeim heim-
sóknum og eftir fráfall pabba hafði
mamma einnig mjög gaman af
heimsókn þinni og þá heimsóttirðu
svo marga ættingja þína hér. Þá
hafði ég og fjölskylda mín mjög
gaman af ferðalagi okkar með þér í
Mývatnssveit um árið og þá var
ekki þreytu eða elli á þér að sjá
þrátt fyrir háan aldur. Fór ekki á
milli mála að þú kunnir að meta
þetta góða land þegai’ náttúran
skartar því fegursta sem hún á og
þar ríkir eintóm blíða og kyrrð.
Þér hlotnaðist sú gæfa að kynn-
ast öðru þjóðfélagi þegar þú varst
enn ung og það var ekki algengt að
fólk færi til útlanda. Það hefur náð
að móta þig og jafnframt kennt þér
að meta heimahagana, en til þeirra
hefur þú einnig borið með þér blæ-
brigði þeirrar menningar sem þú
kynntist í Englandi á árum áður.
Við fjölskyldan óskum þess að
friðsæld megi fylgja þér og blessuð
sé minning þín.
Þinn frændi
Om Gislason.
HEIDIM.
HALLDÓRSSON
+ Heidi M. Hall-
dórsson fæddist
5. apríl 1980. Hún
lést af slysförum 9.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Þórhallur Hall-
dórsson, f. 27.10.
1952 og Sue Snyder
Halldórsson, f. 12.3.
1955.
títför Heidi fór
fram í Fort Wayne í
Bandaríkjunum 13.
ágúst.
Lífið er stutt, já
stundum sorglega stutt, en það get-
ur einnig verið Ijúft.
Það er eins og farfugl-
inn góði, sem tyllir sín-
um tám á landið okkar
en er hér aðeins
skamma stund. Svona
kom elsku litla ljúfan
okkar til íslands.
Síðast kom hún til að
vera í stóra afmælinu
hennar ömmu sinnar,
minnar góðu vinkonu.
Ég bið góðan guð að
geyma þig, elsku
Heidi, og styrkja for-
eldra þína og ömmur.
Andrea
Oddsteinsdóttir.
ÞORÐURINGVI
SIGURÐSSON
+ Þórður Ingvi Sigurðsson
fæddist á Borgarhóli á
Seyðisfirði 29. janúar 1930.
Hann lést á heimili sínu 4. ágúst
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Fossvogskirkju 11.
ágúst.
Hjartkær og góður vinur vor er
brott kallaður. Slíkt kom reyndai’
ekki á óvart, svo mjög sem mis-
kunnarlaus barátta við marga lífs-
hættulega sjúkdóma varð hans
hlutskipti.
Af mikilli karlmennsku barðist
hann, en hver sigrar kallinn með
ljáinn?
Þórður var bráðvel gefinn og
staðföst trú á almættið var honum
styrkur í þessari orrustu.
Biblían var hans bók og ræddum
við oftsinnis um trúmál en í ein-
manaleik sínum ræddi hann títt við
mig símleiðis og ekki voru skop-
skynið og gáskinn horfinn, þrátt
fyrir allt.
Rafn, sambýlismaður minn og
Þórður voru nánir vinir til margra
ára. Rafn andaðist fyrir nokkrum
árum.
Eftir fráfall Rabba urðu hin
platónsku vináttubönd meiri okkar
í milli.
Skömmu fyrir ferð mína út á
land, sem tók 12 daga, hafði Þórður
tal af mér og vildi keyra mig að
leiði vinar síns Rabba. Hann hafði
þá orð á því, að við hlið Rabba vildi
hann gjama hvíla, þegar sú stund
kæmi. Ekki rættist sú ósk hans.
Síðustu ár átti Þórður því láni að
fagna að njóta umhyggju og að-
stoðar æskuvinkonu sinnar og
sambýliskonu um langt skeið. Það
má segja með sanni að óeigingjörn
umhyggja Guðbjargar Eiríksdótt-
ur (Löllu) hafi reynst Þórði ómet-
anleg.
Ég kveð þig, Tóti minn, með
ljóðlínum úr uppáhaldslagi okkar
þriggja, Rabba, þínu og mínu,
Amazing Grace:
Eg trúi á ljós sem lýsir mér
álífogkærleika,
á sigm’ þess sem sannast er
og sættir mannanna.
Innilegai- kveðjur til ykkar allra.
Kristín Þorleifsdóttir.
LEIFUR
SIG URÐSSON
+ Leifur Sigurðs-
son rafvirkja-
meistari fæddist á
Akranesi 22. júlí
1929. Hann lést á
Landspítalanum 19.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Bústaða-
kirkju 27. ágúst.
Með þessum fáu
orðum vil ég kveðja
Leif Sigurðsson, raf-
virkjameistara, sem ég
kynntist fyrst í námi
mínu og síðar sem
samstarfsmaður við Iðnskóla
Reykjavíkur árin 1995-1997. -
Leifur vann alla sína ævi við raf-
virkjun og hafði því víðtæka þekk-
ingu og yfirsýn á þeim efnum. Leið-
sögn hans og áherslur um raf-
virkjastarfið, miðuðust ekki endi-
lega við að kenna fákunnandi sveini
það nýjasta og mest spennandi
varðandi tækni og framfarir innan
greinarinnar, heldur hitt að temja
sér vandvirkni, snyrtimennsku og
ekki hvað síst varfærni gagnvart
þeim hættum sem óhjákvæmilega
geta íylgt þessu starfi. Hann var
óspar á að minna mann á nauðsyn
þess að fara gætilega, sérstaklega
við vinnu í straummiklum töflum
þar sem oft má litlu muna að illa
geti farið.
En það var fleira en góð tilsögn
sem einkenndi þennan ágæta
meistara. Leifur var nefnilega með
afbrigðum skemmtilegur og glað-
lyndur maður sem kunni vel að
koma fyrir sig orði. Á kaffistofunni
var það alltaf hann sem hélt uppi
mesta gríninu. Þar tókst honum
einnig manna best að svara fyrir
sig og setja hlutina í spaugilegt
samhengi. Hans hnyttnu athuga-
semdir báru vott um góðan húmor
en í þeim efnum bar Leifur tví-
mælalaust höfuð og herðar yfir
aðra samstarfsmenn!
Leifur hafði hin síðari ár þurft að
glíma við veikindi sem háðu honum
í starfi en fyrir rúmu ári hafði hann
loks losnað undan þeim eftir að
hafa gengist undir aðgerð sem
heppnaðist vel. En þá tóku sig upp
önnur og alvarlegri veikindi sem
hann náði því miður ekki að yfir-
stíga. Þessir ei’fiðleikar gátu þó
ekki náð að yfirbuga þá miÚu
bjartsýni og léttu lund sem voru
hans aðalsmerki. Þegar ég hitti
hann síðast nú í vor, var hann hinn
hressasti og byrjaður að leggja
drög að sínum árvissu
ferðalögum í sumar-
húsin þar sem hann
kaus að eyða fríum sín-
um ásamt fjölskyld-
unni.
Þeir voru fáir stað-
irnir á landinu sem
Leifur hafði ekki náð
að heimsækja en einn
þeirra var mín heima-
byggð, Rauðisandur
vestur á fjörðum.
Þangað var hann stað-
ráðinn í að komast hið
fyrsta, helst strax í
sumar og heilsa upp á
mig í leiðinni. En nú hafa leiðir
skyndilega skilið og Leifur er lagð-
ur af stað í annað og lengra ferða-
lag. Kynni okkar urðu því miður
ekki löng í árum talið. En það voru
sannarlega forréttindi að fá þó
tækifæri til að starfa með þessum
skemmtilega meistara og njóta
hans vönduðu tilsagnar. Fyrir það
er ég þakklátur og kveð vin minn
Leif Sigurðsson með virðingu og
söknuði. Eftirlifandi konu og börn-
um votta ég mína dýpstu samúð.
Sveinn E. Tryggvason.
Við leiðarlok er kveðjustundin
nístandi sár. Þannig er hún hjá öll-
um sem þekktu Leif Sigurðsson,
þótt sárust sé hún hjá Maríu, dætr-
um, tengdasonum og barnabörnum.
Leifur var mjög mikið fyrir sína
fjölskyldu, hann vildi hafa hópinn
sinn sem mest í kringum sig. Oft
talaði hann um hve heppinn hann
var þegar hann kynntist Maríu
sinni. Þau voru sannanlega heppin
að eiga hvort annað. María og Leif-
ur byggðu sér sumarbústað í Vest-
urhópinu, það var þeirra unaðsreit-
ur. Við hjónin urðum þeirrar
ánægju njótandi að dvelja þar oft
með þeim og voru það sannkallaðar
sælustundir sem aldrei gleymast og
erum við innilega þakklát fyrir. En
nú er Leifur fluttur í annan bústað
þar sem birtan og kærleikurinn
ráða ríkjum. Þar tekur hann á móti
vinum og vandamönnum af sinni al-
kunnu rausn þegar okkar tími kem-
ur.
Elsku María, við biðjum guð að
vera með þér og fjölskyldu þinni.
Við vitum að sólin á eftir ná að
skína í gegnum það dimma ský sem
nú grúfir yfir.
Leifur, við kveðjum þig með
söknuði.
Oddný (Lóa) og Benedikt.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓRUNN BACHMANN,
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi,
áður Egilsgötu 15,
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 29. ágúst kl. 14.00.
Sigríður Bachmann,
Haukur Bachmann, Kristín Einarsdóttir,
Guðmundur Bachmann, Gerða Arnleif Sigursteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Jarðarför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HLÍFAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
Naustahlein 6,
Garðabæ,
fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn
28. ágúst, kl. 13.30.
Þórarinn Ólafsson, Marta Bjarnadóttir,
Geir Ólafsson, Ingibjörg Bjarnardóttir,
Ragnar Ólafsson, Matta Rósa Rögnvaldsdóttir
og fjölskyldur.