Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 54

Morgunblaðið - 28.08.1998, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska Smáfólk Svei! Liðið mitt tapaði aftur ... Þetta var ekki raunverulegur Ieikur, þetta var kvikmynd ... Hvernig gat þetta verið kvikmynd? Þetta var raunverulegt fólk ... Þegar myndin var búin, stóð þá „endir“? Við erum ennþá hérna, er það ekki? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tröllaslóðin Oxarfj arðarheiði Frá Asmundi U. Guðmundssyni: ÁSTÆÐAN fyrir þessum línum er atvik sem varð sunnudaginn 26. júlí 1988 síðdegis. Forsaga þess var sú, að við hjónakomin vomm á ferða- lagi um Norð-Austurland, fómm frá Laugaborg við Hrafnagil og héldum sem leið lá um Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn og vorum komin á Þórshöfn, sem sagt fórum fyrir Melrakkasléttu, er atvikið varð sem breytti ferðaáætluninni algeriega. I Esso-sjoppunni á Þórshöfn, sem ég taldi bara vera sjoppu en reyndist vera í raun kaupfélagið á staðnum, vomm við stödd að hressa upp á fæðukostinn í áframhaldandi ferð suður um, er konan mín stundi upp með erfiði: „Það er að líða yfir mig.“ Var ég nú höndum fljótari að gripa hana áður en hún félli í gólfið. Slangur af fólki var þarna statt að versla, brá það við snöggt og að- stoðaði við að hagræða konu minni á stóla er þarna voru. Kann ég þessu fólki mínar bestu þakkir fyrir aðstoðina. í framhaldinu var kallað á lækni sem var eldsnöggur að kom á stað- inn (mér leyfist víst ekki að karl- kenna konu en geri það samt). Upp úr því var haldið á heilsugæsluna á staðnum til frekari skoðunar. Það var tekin sú ákvörðun eftir símavið- tai læknisins við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri að flytja konu mín þangað til frekari athugunar. Er þetta varð ljóst var sjúkrabíll kall- aður til. Síðan hófst ferðin sem tók fjórar og hólfa klukkustund að fara stystu leið, sem sé Öxarfjarðarheiði, þann tröllaslóða sem á að kallast vegur. Þar sem kona mín fékk að sitja uppi í sjúkrabörunum var það bærilegra, samt herjaði bílveikin grimmt þar sem karfan dansaði fram og aftur í því slagrými sem festingin leyfði. Hafði kona mín hvað eftir annað orð á því að hún vorkenndi þeim sem þyrftu að flytj- ast missjúkir þessa leið, tek ég af heilum huga undir það, sá hvernig konu minni leið. Að bjóða fólki slíkan tröllaveg að fara niðurreyrt í sjúkrabörur er al- gjör skömm. Ef einhver skilur orða- tiltækið „að elta lambær út um allan sjó“ í rússíbana atferli á það við um Öxarfjarðarheiði. Hvort þingmenn þessa kjördæmis sem Öxarfjarðar- heiði er í eru svo afspyrnu slappir að næla í peninga til að gera góðan veg um heiðina eða ekki skal ósagt látið. En freistandi væri að fara með ráð- herralið íslenska lýðveldisins í öku- ferð um Öxarfjarðarheiði á Land Rover og Willys-jeppum af elstu gerð á skurðarskífum sem nú eru kallaðar og slá hvergi af, þó ákjósan- legra væri að fara með ráðherraliðið niðurólað í sjúkrabörum í viðeigandi bílum og aka eins greitt og um sjúk- linga væri að ræða, sem þyrftu að komast í hasti á sjúkrahús. Ekki myndi saka þó heiðin væri í sínu versta ástandi og vita hvort þá feng- ist ekki bæði fljótt og vel fjármagn til að gera mannsæmandi veg yfir Öxarfjarðarheiði, líkt og gerðist er forseti iýðveidisins og frú voru í op- inberri ferð um Barðastrandarsýsiu ekki alls fyrir löngu um veg sem þá var ein allsherjar forarvilpa. Nema hvað, eftir þá ferð fengust nógir peningar til að gera mann- sæmandi veg sem unnið hefur verið að síðan. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 125, Aki'anesi. Spurningar til V egagerðarinnar Frá Sesseiju Guðmundsdóttur: VEGUR liggur um Vatnsleysu- strönd á milii Kúagerðis og Voga og er hann ca 12 km langur. I Kúa- gerði er skilti við Reykjanesbraut- ina og vegamótin þar sem segir: 420 Vatnsleysa 2 km. Við vegamótin við Voga er svo skilti sem segir: 420 Vatnsleysuströnd. Af hverju er veg- urinn merktur svona villandi? Hver er ástæða þess að bæjarnafnið Vatnsleysa (fyrsti bær) var valið á skiltið við Kúagerði en ekki t.d. Kálfatjöm sem er kirkjustaðurinn? Við Reykjanesbrautina þar sem Vogastapi byrjar að austanverðu eru komin tvö gul skilti sem vísa á áhugaverða staði. Á því neðra stendur Snorrastaðatjarnir en því efra Háabjalla en það örnefni er ekki til á þessum slóðum og ekki vitað um neina bjöllu þama hvorki háa né lága (líklega mætti þó finna á svæðinu einhver skordýr af bjöllu- ætt). Þarna er líklega verið að vísa á stað sem heitir Háibjalli en í bók- inni Örnefni og gönguleiðir í Vatns- leysustrandarhreppi eftir undirrit- aða segir: „Bjallar heita hjallarnir eða misgengin sem ganga suðvestur úr Vogastapa og era þeir fimm í hreppslandinu...“ „Við upphaf Skógfellavegar við Stapahomið er Lágibjalli eða Litlibjalli og í fram- haldi af honum til suðvesturs er Háibjalli.“ Ber Vegagerðin ábyrgð á þessari bjöllumerkingu? Fyrir nokkrum árum var tekið niður skilti við vestari vegamótin niður í Meðalland í V-Skaftafells- sýslu en á því stóð Meðalland og annað sett upp í staðinn þar sem á stendur Strönd. Strönd er nafn á eyðibýli í Meðallandi. Af hverju var nafnið Strönd valið á skiltið en ekki t.d. Langholt sem er kirkjustaður- inn? Er nafnaval á skilti gert í samráði við heimamenn? Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á breyttan Vestur- landsveg um Mosfellsbæ. Beggja vegna framkvæmdanna eru stór skilti frá Vegagerðinni sem segja stafrétt: „Vegaverðin og Mosfells- bær Leggja Hringveg í Mosfells- bæ.“ Af hverju era orðin leggja og hringvegur skrifuð með stórum staf? SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Urðarholti 5,270 Mosfellsbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.