Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 55
Smáratorgi 1 Skeifunni 13 Norðurtanga 3
200 Kópavogi 108 Reykjavík 600 Akureyri
510 7000 568 7499 462 6662
Reykjavíkurvegi 72
220 Hafnarflöröur
565 5560
Holtagörðum
v/Holtaveg
104 Reykjavfk
588 7499
Smáratorgi 1 Skeifunni 13 Noröurtanga 3
200 Kópavogi 108 Reykjavfk 600 Akureyri
510 7000 568 7499 462 6662
Reykjavíkurvegi 72
220 Hafnarflöröur
565 5560
Holtagöröum
v/Hoitaveg
104 Reykjavfk
588 7499
Léttir
meöfœrilegir
viöhaldslitlir.
Avallt fyrirliggjandi.
Góö varahlutaþjónusta.
Frá Eysteini Ó. Jónassyni:
GRÉTAR Einarsson skrifaði ítar-
lega grein í Sunnlenska fréttablaðið
19. ágúst seni hann nefnir „Undar-
leg og ósveigjanleg afstaða Selfoss-
kirkju“ og síðan birtist sama grein í
Morgunblaðinu laugardaginn 22.
ágúst undir nafninu „Tónlist og
Selfosskirkja". í lok greinarinnar
segir svo: „Ég skora á forsvars-
menn Selfosskirkju að gera grein
fyrir máli sínu hér á síðum þessa
blaðs. Þeirra er að útskýra þær
reglur sem þeir sjálfir hafa sett og
fylgja svo ósveigjanlega eftir.“
Þrátt fyrir að hvergi komi fram
hvemig Grétar tengist máli þessu,
nema hvað hann segir: „Þar sem
undirritaður kannast nokkuð við
málavöxtu þessa“ ... „Það skal tekið
fram að undirritaður sá ekki um-
rædda frétt“, þá geri ég þá undan-
tekningu í þessu tilfelli að svara
slíkum bréfum, þ.e. þeim hluta sem
snýr að forsvarsmönnum Selfoss-
kirkju. En að öðru leyti fjallar
grein Grétars mest um grein sem
Smári Ólason, kennari við Tónskóla
þjóðkirkjunnar, skrifaði í Morgun-
blaðið hinn 9. ágúst.
Forsaga þessa máls, eins og það
snýr að mér sem formanni sóknar-
nefndar, er sú að rétt fyrir hádegi
þriðjudagsins 21. júlí sl. hringir
kirkjuvörður í mig og spyr hvort
það sé ekki örugglega rétt hjá sér
munað að sóknarnefndin hafi sam-
þykkt að ekki skyldi flutt tónlist af
hljómflutningstækjum í kirkjunni
við kirkjulegar athafnir. Ég sagði
honum sem var, að þetta hefði
tvisvar komið til umræðu á þeim
sjö árum sem ég hef verið í sóknar-
nefndinni, í bæði skiptin eftir mjög
svo óheppilegan hljómtækjaflutn-
ing við kirkjulegar athafnir þar
sem innihald texta var í algen-i
andstöðu við kristilegan boðskap.
Ég tjáði honum jafnframt að trú-
lega hefði ekki verið gerð nein bók-
un þar um, þar sem sóknarnefnd
teldi að skýrar reglur giltu í hinni
lútersku kirkju um tónlistarflutn-
ing við kirkjulegar athafnir. Sókn-
arnefndin styddi því prestinn og
organistann í þvi að fara eftir regl-
unum til þess að koma í veg fyrir
fleiri „slys“ af fytrgreindu tagi. Það
var síðan seint sama kvöld, nokkr-
um mínútum eftir að ég kom heim
úr ferðalagi, að væntanleg brúður
og frændi hennar knúðu dyra og
sögðu mér frá því að til hefði staðið
að hann og annar til flyttu tvö lög
(að þvi að mér skildist frumsamin)
við athöfnina, sem vera átti næsta
laugardag, en flytjendurnir tveir
hefðu forfallast vegna jarðarfarar
og hefðu því drifíð í því að setja lög-
in á geisladisk til þess að hægt yrði
að flytja þau þannig. Þau orðuðu
það sem svo að þetta ætti að vera
brúðargjöf til væntanlegra brúð-
hjóna en nú neitaði kirkjuvörður
flutningi af geisladiskum við at-
höfnina. Fram kom í máli þeirra að
þau hefðu haft samband m.a. við
prófast og biskup, svo að gi-einilegt
var að á ýmsu hafði gengið þann
daginn. Ég spurði hvort ekki væri
hægt að miðla málum, fyrst örlögin
hefðu gripið svona óheppilega inn í
hjá tónlistarmönnunum, og spila
geisladiskinn í væntanlegri brúð-
kaupsveislu. Það kom alls ekki til
greina og fékk ég að vita það að
þetta yrði að afgreiðast strax því að
annars þyrfti að hafa samband við
alla væntanlega brúðkaupsgesti og
tilkynna um flutning á athöfninni.
Ég bað þau að gefa mér frest til há-
degis næsta dags til þess að kanna
málin, enda komið langt fram yfír
venjulegan háttatíma og safnaðar-
presturinn í sumarfríi. Einnig út-
Tónlist í
Selfosskirkju
skýrði ég það fyrir þeim að það
væri alfarið í höndum þess prests
sem sæi um athöfnina hvað honum
fyndist tilhlýðilegt við sína athöfn
og skyldi ég hafa samband við sr.
Kristin Á. Friðfinnsson sóknar-
prest í Hraungerðisprestakalli um
málið, en hann hafði verið beðinn
um að sjá um athöfnina í Selfoss-
kirkju. Þau gátu þó ekki látið það
ógert að hóta mér því að þetta færi
sko í fjölmiðlana ef það leystist ekki
samkvæmt þeirra höfði. Og þeim
tókst það svo sannarlega með að-
stoð Stöðvar 2 og Grétars.
Ég náði tali af sr. Kristni strax
að loknum morgunþætti hans á Út-
varpi Suðurlands og sagðist hann
ekki hafa vitað af þessum tónlistar-
flutningi af geisladiski fyrr en
morguninn áður og þar sem hann
vissi um viðhorf sóknarprestsins
vildi hann ekki brjóta þá hefð í okk-
ar kirkju og myndi sjálfur taka að
sér að ræða málin við væntanleg
brúðhjón strax fyrir hádegið. Að-
spurður sagðist hann vita að annað
lagið væri úr kvikmyndinni Titanic
en vissi ekki um hitt. Prófastur
okkar, sr. Úlfar Guðmundsson, sem
leysti sóknarprest okkar af í sum-
arfríi hans, hringdi sídegis sama
dags og kvaðst alveg samþykkur
viðbrögðum okkar, en til þess að
leysa málin á farsælan hátt, myndi
hann leyfa afnot af kirkju sinni á
Eyrarbakka, ef þau vildu ekki nota
kirkjur sr. Kristins í Hraungerðis-
prestakalli.
Vegna orða Grétars: „Brúðhjónin
voru að vonum afar óánægð og
furðu lostin yfir afstöðu forsvars-
manna Selfosskii-kju“ og: „Það eru
forsvarsmenn Selfosskirkju sem
valda þessari uppákomu með af-
stöðu sinni,“ vil ég minna á orð
brúðarinnar í sjónvarpsviðtali dag-
inn fyrir brúðkaupið: „Presturinn
var að vísu búinn að segja mér frá
því hérna í vor, að hann væri frekar
hlynntur því að það væri lifandi
tónlist, þannig að ég talaði þá við
biskupsstofu og fékk að vita að það
væri bara á valdi þess prests sem
væri með athöfnina hvernig henni
væri háttað." Engin furða að þau
yrðu furðu lostin og hvað þá eftir að
á fyrra ári var þeim bent á að ekki
væri viðeigandi að flytja dægurlag í
stað skírnarsálms við skírn barns
þeirra.
Þess má geta að af og til koma
upp þau tilfelli að vinir eða vanda-
menn látinna manna senda tónlist á
hljóðsnældum eða geisladiskum
sem þeir óska eftir að leikin verði
við útför viðkomandi eins og virðist
hafa komið fyrir ættingja Grétars
fyrir rúmu ári. Um það segir hann:
„Aðstandendum var meinað að
flytja tónlist af geisladiski sem nán-
asti vinur hins látna hafði sent og
óskað efir að yrði fluttur sem hinsta
kveðja sín. Þarna var gróflega mis-
boðið tilfinningum og óskum að-
standenda látins manns.“ Ég verð
að viðurkenna að þarna, og víða
annars staðar í grein sinni, finnst
mér greinarhöfundur ekki gera
greinarmun á hinni kristilegu at-
höfn sem fram fer í kirkjunni, hvort
heldur er við jarðarfarir eða brúð-
kaup, og á þeim samkomum sem
fram fara í framhaldi slíkra at-
hafna. Ég þykist vita að Grétar sé
mér sammála um að ekki sé verið
fyrir
steinsteypu.
Á undan timanum
i 100 ár.
r. rviiMiiimvwwu w Ármúla 29, sími 553 8640
FYRIRLI66JANDI: 6DLFSLIFIVÉLRR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR
STEYPUSR6IR - HRJERIVÉLRR - SR6RRBLÖB - Villui framlellsla.
að leika aðsenda tónlist fyrir hinn
látna heldur fyrir aðstandendur. I
fæstum tilfellum á slík tónlist við í
þein-i kristilegu athöfn sem beiðni
kirkjunnar um blessun fyrir brúð-
kaupi er, eða þegar Drottni er falið
að taka á móti látnum ástvini. Að
sama skapi ætti tónlist sem til-
einkuð eru brúðhjónum að vera
flutt í þeirri gleðiathöfn sem haldin
er eftir að beiðni um blessun Guðs
hefur farið fram, með sama hætti
og aðrar hamingjuóskir og gjafir
era afhentar. Munum að kirkjuat-
höfnin er bænarstund og sálmarnir
sem þar eru fluttir eru hluti bænar-
innar, ekki tónleikar. Málið er
nefnilega það að þegar kirkjunnar
menn fara að gera undantekningar
á fyrrgreindum hlutum er engin
furða þótt leikmenn ruglist í rím-
inu, líkt og hjónin sem ætluðu að
láta flytja lag sem hafði, eins og
Grétar orðar í grein sinni, „tilfinn-
ingalegt gildi fyrir brúðhjónin" en
texti lagsins (bænarinnar) byrjar
svona: „Please release me let me
go, for I don’t love you any more.“
Skyldi Grétar ekki vera sammála
mér um að slík bón hefði mátt bíða
þar til athöfninni í kirkjunni væri
lokið?
Vegna þess misskilnings sem
m.a. kemur fram í greininni: „St-
arfsmenn Selfosskirkju brugðust
hins vegar tveimur sóknarbörnum
sínum alvarlega vegna hégómlegs
smáatriðis í reglum Selfosskirkju,
reglum sem eru þeim greinilega
heilagar," bendi ég á að við erum
ekki að setja hégómlegar reglur,
heldur veigrum okkur við að breyta
út af þeim reglum sem hin lúterska
kirkja hefur sett sér. Læt ég hér að
lokum, honum og öðrum, sem ekki
til þekkja, til glöggvunar, fylgja ör-
stutta þýðingu úr bókinni: Manual
on the liturgy Lutheran Book of
Worship eftir Philip H. Pfatteicher
og Carlos R. Messerli sem útleggja
mætti sem: Handbók um helgisiði
(tíðagerð) Lúterstrúar bók varð-
andi tilbeiðslu, þar sem fjallað er
um tónlistarflutninginn við brúð-
kaupsathafnir (bls. 347-348):
„Giftingarathöfnin er tilbeiðslu-
athöfn og tónlistin þarf þess vegna
að vera vel og tilhlýðilega valin.
Hún ætti að vera vönduð og text-
arnir eiga að endurspegla lof drott-
ins, staðfastan kærleik Krists fyrir
kirkju sinni sem og undirstaða og
fyrinnynd fyrir kærleika og trú-
mennsku hjónabandsins, ákall um
nærveru og blessun Guðs.“
Og eftir upptalningu á ýmsum
dæmum um útfærslu tónlistar seg-
ir:
„Alltaf þegar tónlist er notuð við
athöfnina, hvort sem um er að ræða
hljóðfæraleik eða söng, á hún að
vera vönduð og ekki þeirrar teg-
undar að hún skyggi á raunveruleg-
an tilgang athafnarinnar með
hversdagslegheitum eða væmni...“
EYSTEINN Ó. JÓNASSON,
formaður sóknarnefndar
Selfosskirkju.
◦dida
Ulpur
Töskur
Iþróttaskór x rasjl
Æfingagallar
Fleece peysur
Barnagallar
Elnstscrsta Iferslunin
444PKIR
Ármúla 40 - Símar 553 5320 - 568 8860
Hef opnað lækningastoíu á Sjúkrahúsi Suðurlands
Sérgrein: Almennar skurðlækningar,
oífituaðgerðir og meltingarfærasjúkdómar
(maga- og ristilspeglanir).
Tímapantanir í síma 4821300.
Sveinn Sveinsson, yfirladknir ShS.
Ulpa fyrír straka og stelpur.
Litur dökkblár.
Vönduð úlpa með áfastrí
flíshettu.
8-10- 12- 14 og 16
Verð aðeins: