Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 5 7
í DAG
BRIDS
Unisjón (iurtmiiiiilur
l'áll Arnarsoii
Þrautin í dag er í tveimur
liðum:
Norður
A 873
¥ K3
♦ Á754
* G764
Suður
AÁD
¥ ÁG98542
♦ K8
*ÁK
SUÐUR verður sagnhafi í
sex hjörtum án afskipta
AV. Hvernig er best að
spila: (a) Með spaða út? (b)
Með laufi út?
(a) Eftir spaðaútspil er
eina hættan sú að gefa tvo
slagi á tromp. Það er
vandalaust að ráða við
trompfjórlitinn í austur, en
við spilaborðið gætu menn
„gleymt" að gera ráð fyrir
fjórlitunum í vestur og tek-
ið strax á hjartakóng:
Vestur
A 10642
¥ D1076
♦ 963
*102
Norður
♦ 873
V K3
♦ Á754
+ G764
Austur
+ KG95
¥ —
♦ DG102
* D9853
Suður
+ ÁD
¥ ÁG98542
♦ K8
*ÁK
Fyrirframlíkur á því að
vestur sé með öll trompin
eru ekki nema 5%, en eftir
þögn AV í sögnum er
stunguhætta hverfandi og
rétt að gera ráðstafanir
gegn þessari legu. Það er
gert með því að spila út
millispili að heiman (til
dæmis áttunni) og láta
hana svífa yfir ef vestur
fylgir með smáspili.
(b)Eftir útspil í laufi er
þessi öryggisspilamennska
ekki jafn freistandi. Einn
möguleiki er að nota inn-
komuna á tígulás strax til
að svína spaðadrottningu.
Ef hún heldur er hægt að
spila trompinu af öryggi.
En sennilega er önnur leið
betri, þótt hún leiði ekki til
vinnings hér. Þá tekur
sagnhafi strax ÁK í laufi,
síðan ás og kóng í hjarta og
trompar lauf. Tilgangurinn
er að reyna að fella lauf-
drottninguna, svo ekki
þurfi að svína í spaðanum.
Ást er...
9-23
... rétt efnasam-
setning.
TM Hofl U S P*t Ofl — all nghts reaorvod
(o) 1998 Los Angeles Times Syndicate
Arnað heilla
QAÁRA afmæli - GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, laugar-
yUdaginn 29. ágúst, eiga Guðmundur og Fríða Norðdahl
gullbrúðkaup, jafnframt verður Fríða níræð þann sama dag.
Þau dvelja bæði á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Þau hjón-
in bjóða í kaffi í Sunnuhlíð kl. 15-17 á afmælisdaginn.
fyrvÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 28. ágúst, verður sjö-
I Utug Klara Kristjánsdóttir, Miðvangi 16, Hafnarfirði.
Eiginmaður hennar Páll Þorkelsson varð sjötugur 10. apríl
síðastliðinn. Af því tilefni bjóða börn þeirra til kaffisamsætis
í Kiwanishúsinu Engjateig 11, Reykjavík sunnudaginn 30.
ágúst kl. 15.
r»/AÁRA afmæli. í dag,
OUfóstudaginn 28. ágúst,
verður sextugur Aðalgeir
Gísli Finnsson, húsasmíða-
meistari, Fjallalind 10,
Kópavogi. Eiginkona hans
er Lilja Margrét Karles-
dóttir. Aðalgeir er að heim-
an í dag.
/»/\ÁRA afmæli. Þann
OU30. júlí síðastliðinn
varð Einar Fr. Malmquist
sextugur. Hann tekur á
móti gestum í Húsi aldr-
aðra, Lundargötu 7, Akur-
eyri, á morgun laugardag-
inn 29. ágúst, milli kl. 16 og
19.
£* /\ÁRA afmæli. Á morg-
Ol/un, laugardaginn 29.
ágúst, verður sextugur
Agnar Þór Aðalsteinsson,
bifreiðastjóri, Sléttalirauni
15, Hafnarfírði. Hann tek-
ur á móti gestum í dag,
fóstudaginn 28. ágúst, í Vík-
ingasal Hótel Loftleiða, á
milli kl. 17-20.
p'/AÁRA afmæli. í dag,
OUföstudaginn 28. ágúst,
er fimmtug Erla Guðrún
Hafsteinsdóttir, Heiðvangi
21, Hellu. Eiginmaður
hennar er Garðar Jóhanns-
son. Þau hjónin og börn
þeirra taka á móti gestum í
Hellubíó á afinælisdaginn
eftir kl. 20.30.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættannót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrii-vara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynning-
um og/cða nafn ábyrgð-
armanns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritstj (ffimbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Rcykjavík.
STJÖRNUSPÁ
eftir Franccs llrakc
MEYJA
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert fjölhæfur og skapandi
einstaklingw en átt erfítt
með að náigast aðra. Þú ert
fuligagnrýninn á sjálfan þig.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Á vissum augnablikum getur
verið rétt að aðhafast ekkert
því ef reynt er að hreyfa mál-
um þá rekur allt í strand.
Sýndu þolinmæði.
Naut
(20. apríl - 20. maí) e*
Stattu á rétti þínum þegar að
honum er sótt. Þar er aðeins
um öfund annarra að ræða
og þetta líður hjá ef þú sýnir
festu.
Tvíburar t ^
(21. maí - 20. júní) M
Ef þú gengur fram af sjálfum
þér mun líkami þinn mót-
mæla á einn eða annan hátt.
Það er óþarfi að fyrirgera
heilsu sinni.
Krabbi ^
(21. júní - 22. júlí) ^'tflte
Það er engin ástæða fyrir þig
til þess að bera ábyrgð á öll-
um sem í kringum þig eru.
Leyfðu því öðrum að njóta
sín og sinnt þú þínu.
LJón ^
(23. júlí - 22. ágúst) iW
Þér finnst aðrir vilja
ráðskast um of með þín mál.
Veittu mótspyrnu og varastu
tungulipurt fólk sem ekki ber
hag þinn fyrir brjósti.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <Dii
Forvitni þín leiðir þig á
ókunnar slóðir þar sem
óvænt verkefni bíða þín.
Leyfðu sjálfstraustinu að
njóta sín.
'tCTX
(23. sept. - 22. október) <4
Það er oft betra að geyma
hlutina hjá sér um stund
heldur en að deila þeim strax
með öðrum. Vertu þvi varkár
í umgengni þinni við aðra.
porðdreki
3. okt. - 21. nóvember)
að getur reynst heilladrjúgt
5 eiga trúnaðarvin. Mundu
imt að gera ekki meiri kröf-
r til annarra en sjálfs þín.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) SiQ
Það er eitt og annað sem þú
þarft að velta fyrir þér og
hugsa til enda. Taktu þér
tíma því að flas er ekki til
fagnaðar.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þér finnst þú eiga erfitt upp-
dráttar nú um stundir en
líttu á björtu hliðarnar og þá
mun koma í ljós að þú stend-
ur vel að vígi.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) Cíib
Það er ekki gott að láta til-
finningarnar hlaupa með sig í
gönur. Veltu frekar vanda-
málunum fyrir þér og flýttu
þér hægt í leit að lausn
þein-a.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þér er það óvænt ánægja
hvað þú uppskerð fljótt ár-
angur erfiðis þíns. Njóttu
hans því þú átt allt gott skil-
ið.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Innilegt þakklœti til barna, tengdabarna og
barnabarna, allra vina og kunningja, sem
glöddu mig á áttrœðisafmœlinu.
Guð blessi ykkur öll.
Heiðbjört Halldórsdóttir,
Blönduósi.
f[ HAFNARFJÖRÐUR
Breytt landnotkun aðalskipulags að Hringbraut 4
í samræmi við gr. 18 og 25 í skipulagslögum nr.
13/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að
breytingu á landnotkun aðalskipulags á lóðinni
Hringbraut 4, verslunarlandnotkun
breytist í íbúðarsvæði.
Á Hringbraut 4, þar sem er gamalt
verslunarhúsnæði, komi fjölbýli með
allt að 10 íbúðum.
Tillagan er breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar
1995-2015, sem staðfest var af umhverfisráðherra
23. desember 1997.
Tillaga þessi var samþykkt af bæjarráði
Hafnarfjarðar þann 20. ágúst og liggur hún frammi
í afgreiðslu framkvæmda- og tæknisviðs að
Strandgötu 6, þriðju hæð, frá
28. áaúst til 25. seotember 1998.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega
til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 9. október 1998.
Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast
samþykkir henni. Sérstakur kynningarfundur verður
tilkynntur á auglýsingatímabilinu.
21. ágúst 1998.
Bæjarskipulag Hafnarfjarðar.
NYJAR VORUR
■ CtlOISf
B-YOUNG*
&
Cinde^ella
Frábært
úrval af
buxum
Ný sending-
af kápum
og pelsum
Laiisavegi 83 • Sími 362 3244