Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 28.08.1998, Síða 58
58 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ db ÍÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 SALA OG ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HEFST ÞRIÐJUDAGINN 1. SEPTEMBER 5 LEIKFELAG J REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ eftir Jim Jacobs og Warren Casey. I kvöld fös. 28/8, uppselt, fös. 28/8, aukasýning, kl. 23.30, lau. 29/8, kl. 16.00, uppselt, lau. 29/8, uppselt, lau. 29/8, aukasýning kl. 23.30, sun. 30/8, uppselt, fim. 3/9, fös. 4/9, lau. 5/9, örfá saeti laus, sun. 6/9, fim. 10/9, fös. 11/9, nokkur sæti laus. n í wtn eftir Marc Camoletti. Lau. 12/9, fös. 18/9, lau. 19/9. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónustá. Sími 568 8000 fax 568 0383. KaffilftkhfKih Vesturgötu 3 I HLAÐVARPANUM SUMARTÓNLEIKARÖÐ KAFFILEIKHÚSSINS „Bossa-nouveau“ Dansleikur með Tenu Palmer og Joáo fös. 28. ágúst kl. 22 laus sæti „Lrf manns“ eftir Leoníd Andrejev lau 29. ágúst kl. 22 laus sæti Matseðill sumartónleika Indverskur grænmetisréttur að hætti Lindu, borinn fram með ristuðum sesamfræjum og fersku salati ^ — og í eftirrétt: „Ovænt endalok". y Miðas. opin 15—18 alla virka daga Miðap. allan sólarhringinn i s. 551 9055. Netfang: kaffíleik@isholf.is Gamanleikrit i leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar fös. 28/8 kl. 21 UPPSELT lau. 29/8 kl. 21 UPPSELT fim. 3/9 kl. 21 Miöaverö kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vöröufélagar Ll fá 30% afslátt Sýnt í fslensku óperunni Miðasölusími 551 1475 f s ú p u n n i lau. 29/8 kl. 20 UPPSELT lau. 29/8 kl. 23.30 UPPSELT lau. 5/9 kl. 20 UPPSELT lau. 5/9 kl. 23.30 örfá saeti laus fim. 10/9 kl. 20 örfá sæti laus fös. 11/9 kl. 20 UPPSELT fös. 11/9 kl. 23.30 örfá sæti laus ucrandTaX\<a0 Tónleikar og danssýning fös. 28/8 kl. 20.30 örfá sæti laus fös. 28/8 kl. 23.30 sun. 30/8 kl. 20.30 Ath. aðeins þessar þrjár sýningar Forsala hafin fyrir september: Rommí, Leikhússport Miðasala opin KL12-18 Úsóttar pantamr seldar ðagt Miðasökisim!: S 30 30 30 Mjöll Hólm og Skúli verða á léttu nótunum á Mímisbar. -þín saga! MYNDBÖND Hörmungar á N or ður-írlandi Boxarinn (The Boxer)___________________ D r a m a ★★★ Framleiðsla: Jim Sheridan og Arthur Lappin. Leikstjórn: Jim Sheridan. Handrit: Jim Sheridan og Terry Ge- orge. Aðalhlutverk: Daniel Day-Lew- is og Emily Watson. 109 mín. Irsk. CIC myndbönd, ágúst 1998. Bönnuð börnum innan 12 ára. ÍRSKI leikstjórinn' Jim Sheridan hefur nú um nokkurra ára skeið einbeitt sér að kvikmyndum sem fjalla um ástand- ið á Norður ír- landi. Myndir hans eru alvar- legar, pólitískar, persónulegar og mikilvægar. Eft- ir fjórtán ár í fangelsi fyrir hryðjuverk, lendir Danny Flynn (Day-Lewis) milli stríðandi fylkinga innan IRA. Brugðið er upp svipmyndum af sem flestum hliðum átakanna í kringum friðarviðræður síðustu ára. Atburðarásin er einföld saga um ástir í meinum, en myndin fjallar í raun og veru almennt um kaþólska Ira sem búa í stríðshrjáðri Belfastborg. Allir hafa sitt persónu- lega sjónarhom á átökin við Bret- ana. Pólitík og hugsjónir víkja alltaf fyrir tilfinningum einstaklinga sem allir hafa misst og meiðst í lang- vinnri borgarastyrjöld sem ætlar engan endi að taka. Myndir Sher- idans eru ómetanleg gægjugöt inn í heim nágranna okkar á Irlandi, sem svo erfitt er að skilja. Guðmundur Ásgeirsson FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna bandarísku gamanmyndina „Mafia!“ þar sem tekist er á við skipulagða glæpastarfsemi á sama hátt og beitt var í myndunum „Naked Gun“, „Airplane!“ og „Hot Shots!“, en myndin er gerð af sömu aðilum og stóðu að þeim myndum. Mafían tekin á beinið LEIKSTJÓRINN Jim Abrahams ræðir málin við Lloyd Bridges og Marisol Nichols meðan á tökum stóð. JAY Mohr leikur soninn Anthony sem er mikil stríðshetja. LLOYD Bridges leikur Vinc- enzo Cortino, hinn miskunnar- lausa en klunnalega guðföður í valdamikilli glæpafjölskyldu. Hann sagði það hafa komið veru- lega á óvart að í flestum kvik- myndanna hafi söguþráðurinn ver- ið ansi líkur, en hann hafi ávallt verið um heiður, fjölskylduna og svik. Þarna stæði þó myndin „The Godfather" upp úr þar sem hún væri eftirminnilegust. Lloyd Bridges lést 10. mars síð- astliðinn eftir að tökum á „Mafia!“ lauk, en hann hafði þá leikið í rúm- lega 140 kvikrnyndum og sjón- varpsmyndum á ferli sem spannaði yfir sextíu ár. Synir hans eru þeir Jeff Bridges og Beu Bridges sem báðir hafa skapað sér nafn í kvik- myndaheiminum líkt og pabbinn. Lloyd Bridges hefur nokkrum sinnum áður unnið með Jim Abra- hams, en hann lék í „Airplane!" og „Hot Shots!“-myndunum. Meðal síðustu myndanna sem hann lék í var „Blown Away“ þar sem hann lék á móti syni sínum Jeff. Jay Mohr hlaut mikið lof fyrir hlutverk sitt í myndinni „Jerry Maguire", en þar lék hann ósvífinn umboðsmann íþróttamanna. Næsta mynd sem Mohr leikur í er myndin „Suicide Kings“ og verður hann þar í félagsskap með þeim Christopher Walken og Denis Le- ary, en áður hefur hann leikið á móti Jennifer Aniston í myndinni „Picture Perfect". Frumsýning HINN ungi og saklausi Vincenzo Cortino er hrakinn frá heimili sínu á Sikiley og þvingaður til að synda til Ameríku þar sem hann elst upp og verður höfuð valdamik- illar glæpafjölskyldu. Lloyd Bridges fer með hlutverk hins ófyrirleitna en klaufska guðfóður, sem á efri árum gerir sér grein fyr- ir því að hann verður að afsala völdum til annars hvors sona sinna, hins geðhvarfasjúka Joey (Billy Burke) eða stríðshetjunnar Ant- hony (Jay Mohr). Sterk tryggða- bönd innan fjölskyldunnar, valda- barátta og vægðarlaus svik eru svo þungamiðjan í þeirri skopádeilu sem myndin er. Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Jim Abrahams, sem á að baki myndirnar „Airpla- ne!“, „Top Secret!“, „Hot Shots!“, „Hot Shots! part Deux“, „The naked Gun: From the Files of Police Squad!“, „The Naked Gun 2 1/2: The Smell of Fear“, „Naked Gun 33 1/3: The Final Insult“ og „Ruthless People". Abrahams seg- ir að það séu raunverulega þrjár forsendur fyrir skopádeilum á borð við „Mafia!“. í fyrsta lagi þurfi myndin að eiga rætur í ósvikinni kvikmyndagrein og svo sannarlega séu til margar myndir sem byggj- ast á starfsemi mafíunnar. „í öðru lagi er svo spurningin um hvort þessar myndir taki sjálfar sig al- varlega og svo sannarlega gera það allar þessar myndir. Með örfáum undantekningum er ekki að finna neinn húmor í þessum myndum í eigin garð. Þannig að ef maður finnur kvikmyndgrein sem tekur sjálfa sig alvarlega þá er kominn grundvöllur fyrir skopádeilu ef enginn annar hefur gert það. I þriðja lagi verður maður svo auð- vitað að finna eitthvað kvikmynda- fyrirtæki til að borga brúsann." Hugmyndina að myndinni segist Abrahams hafa fengið þegar hann var að lesa gagnrýni um sjón- varpsmynd sem kallast „The Last Don“, en sammerkt með gagn- rýnendunum var spurningin um hvernig hægt væri að gera enn eina myndina af þessu tagi og spurningin væri hvenær einhver myndi gera grín úr þessu öllu sam- an. Handritshöfundar myndarinn- ar ásamt Abrahams eru Greg Nor- berg og Michael McManus sem unnu með Abrahams að „Hot Shots!“-myndunum og segir McM- anus að nauðsynlegt hafi verið að horfa á fjölda mafíumynda auk heimildarmynda um mafíuna áður en ráðist var í gerð handritsins. Dolly Parton glorhungruð KASTLJÓSIÐ beinist nú að nýju að Dolly Parton ef marka má viðtökur sem nýjasta breiðskífa hennar, „Hungry Again“ eða Hungruð aftur, hefur fengið hjá gagn- rýnendum vestanhafs. „Ég hef aldrei verið spenntari eða búið yfír svona mikiili sköpunargáfu,“ sagði söngkonan, sem er 52 ára, í samtali við USA Today. „Mér líður eins og ég sé að byrja seinni hálfleik og að hann verði betri en sá fyrri.“ Eftir nokkurra ára lægð hefur hún samið 37 ný lög og tekið þau upp með rokksveit. Þá skrifaði hún nýlega undir samning við markaðsskrifstofu William Morris uin að leika í kvikmyndum. „Ég er orðin alveg glorhungruð," segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.