Morgunblaðið - 28.08.1998, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1998
MORGUNB LAÐIÐ
f íA(œturgatiim 1
Smiðjwvegi 14, ‘Kppavogi, sími 587 6080
Danshús
í kvöld og laug-
ardagskvöld
leika Stefán P.
og Pétur hressa
danstónlist.
Gestasöngvari
Anna Vilhjálms.
Sjáumst hress í galastuði
FÓLK í FRÉTTUM
FÖSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Stöð 2 ► 21.00 Sagt er í kynningu
að Fisléttur (Airborne, ‘93), sé
mynd fyrir alla fjölskylduna. Um
strandgæja í Kalifomíu sem flyst
útí sveit þegar foreldrarnir fara til
Ástralíu. Rita Kempley hjá The
Washington Post segir hinsvegar
að myndin sé ekki fyrir neinn, það
gerist ekki neitt..
Sýn ► 21.00 Lengstur dagur
(Longest Day, ‘62). Sjá umsögn í
ramma.
Sjónvarpið ►21.15 Sumri hallar
(End of Summer, ‘96)
Stöð 2 ► 22.35 Dagsljós (Day-
light, ‘96), er dæmigerður
Stallonehasar. Vöðvabúntið bjarg-
ar ótöldum mannslífum með sinni
yfírveguðu ró, karlmennsku og
skynsamlegri yfírvegun. Umhverf-
ið undirgöng undir Hudsonfljóti.
Kjaftfull af fólki og vatni. ★★Vi'i
Sjónvarpið ► 22.50 Næturþel
(AU Night Long, ‘81), er gamal-
dags, rómantísk lumma með Bar-
bru Streisand og vondum Gene
Hackman, sem er einstakt, enda
maðurinn lítill gamanleikari. ★.
Sýn ► 0.15 Al Capone, (‘75), er
rútínuleg B-mynd frá Corman-
verksmiðjunni um uppgang og fall
hins sögufræga Síkagóbófa. Ben
Gazzara er í miklu áliti á þessum
bæ, hann stendur sig betur en efn-
ið gefur til kynna, og leikhópurinn
er næstum þess virði að kíkja á
myndina: Han-y Guardino, Susan
Blakely, John Cassavetes, og títt-
nefndur Sylvester Stalloone, fyrir
Rocky. ★★
Stöð 2 ► 0.30 Maverick, (‘94), er
stórvestri með Gibson í titilhlut-
verkinu, sem James Garner lék i
tugum, ef ekki hundruðum sjón-
varpsþátta. Og gerði það með stfl.
Hann er einnig gott uppfyllingar-
efni hér, sem hægri hönd eftir-
manns síns, Mels Gibson, sem skil-
ar hlutverkinu glaðbeittur og sjar-
merandi að vanda, Á meðan hann
spilar sig yfír þver og endilöng
Bandaríkin og heillar hina dular-
fullu Meg (Jodie Foster): Fín af-
þreying. ★★★
Stöð 2 ► 2.35 Banvæn ást
(Deadly Love, ‘95) gefur sig út fyr-
ir að vera vampírumynd sbr. kynn-
ingu, en er ófinnanleg í kvik-
myndagagnabönkum veraldar.
Ekki lofar það góðu, né hópur leik-
ara sem heita framandi nöfnum:
Susan Day, Stephen McHattie,
Eric Petersen...
Hann er sa grunadi 1
hrikalegri mordgátu.
reslan er á eítir honum
SEAN Connery leikur í
stríðsmyndinni Lengstur
dagur. Hér sést hann í
annarri stríðsmynd „A
Bridge Too Far“.
Innrásar-
dagurinn
endur-
unninn
Sýn ► 21.00 Lengstur dagur
(Longest Day)
Leikstjórar: Ken Annakin,
Andrew Morton, Bernard
Wicki. Leikarar : John Wayne,
Rod Steiger, Robert Ryan,
Peter Lawford, Henry Fonda,
Robert Mitchum, Richard
Burton, Sean Connery, Robert
Wagner, Red Buttons, Mel
Ferrer, svo örfáir séu nefndii-
Stríðsmynd. Bandaríkin. 1962.
180 mín. Það er vel til fundð að
sýna þennan gamla risa á sama
tíma og nýjasta sniildarverk
Spielbergs, Björgun óbreytts
Ryans - Saving Private Ryan,
er frumsýnd í kvikmyndahús-
um. Fá samanburð á því sem
best hefur verið gert, og gert
er í dag í stríðsmyndafram-
leiðslu af ofurstærð, en báðar
gerast þær um og á D-degin-
um.
Longest Day er stórfengleg
endursköpun innrásarinnar í
Normandy, með völdum leikara
í hverju einasta hlutverki, sem
er bæði kostur og galli. Frá-
bærlega kvikmynduð, þennan
einn mikilvægasta hildarleik
sögunnar er tæpast hægt að
endurgera betur. Atburðurinn
er sýndur frá sjónarhóli innrás-
arliðsins, Þjóðverja, og Frakka.
Til að gera atburðarásina raun-
verulegii, mælir hver þjóð á
eigin tungu, í bakgrunni er
minnisstæð tónlist Maurice
Jarre. En myndin er fyrst og
fremst meistarastykki fram-
leiðandans góðkunna, Danyls
F. Zanuck, sem hafði yfírum-
sjón með ölium þáttum frá upp-
hafi til enda. Magnað, eftii'-
minnilegt sjónarspil.
Sæbjörn Valdimarsson