Morgunblaðið - 17.09.1998, Side 4

Morgunblaðið - 17.09.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Góður gangur við Búrfells- línu 3A FRAMKVÆMDIR hafa gengið vel við Búrfellslínu 3A eftir að samn- ingar tókust í vinnudeilunni milli rússneska fyrirtækisins Technopromexport og íslenskra stéttarfélaga fyrir viku eftir þriggja daga vinnustöðvun. Að sögn Þorsteins Hilmarsson- ar, upplýsingafulltrúa Landsvirkj- unar, voni 83 möstur af 253 kom- in upp í gær eða um þriðjungur mastranna. Annar aðili sér um að strengja rafmangslínurnar og eru komnir 10 km af 94 km. Sagði hann að sú vinna væri hins vegar ekki hafín að fullu. Þorsteinn sagði að þrátt fyrir þriggja daga vinnustöðvun i síð- ustu viku væri vonast til þess að Iinan yrði tilbúin fyrir miðjan des- ember. Upprunalega hefði verið áætlað að verkinu lyki um miðjan nóvember, en verkið hefði hafíst síðar bæði vegna þess að Technopromexport hefði verið Iengur að koma sér fyrir á Islandi og sending frá framleiðsluland- inu, Úkraínu, á stáli í möstrin hefði tafíst. Morgunblaðið/Emil Þór VINNA við Búrfellslfnu 3A gengur vel. Hér er verið að ganga frá einu mastrinu á Hellisheiði. Ofsaakst- ur um borgina á bifhjóli LÖGREGLUNNI í Reykja- vík mistókst að stöðva öku- mann bifhjóls, sem ók á ofsa- hraða um götur austurborg- arinnar um eittleytið í fyrri- nótt. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, sem hugðist hafa afskipti af honum. Jók hann ferðina og ók yfir nokkur gatnamót gegn rauðu ljósi á ofsahraða áður en hann hvarf lögreglunni sjónum. Skráningarnúmerum hjólsins náði lögreglan samt niður og því verður auðvelt verk að hafa uppi á eiganda hjólsins eða umráðamanni þess. Vitað er að eigandinn hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt, en ekld er vitað hvort hann hafí verið við stjórnina í umræddu tilviki. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík. Deilur milli stjórnar og skólastjóra Garðyrkjuskólans Skólastjórinn hefur látið af störfum SAMKOMULAG hefur verið gert milli Grétars Unnsteinssonar, skóla- stjóra Garðyi’kjuskólans í Reykjum í Ólfusi, og landbúnaðarráðuneytis- ins um að hann láti af störfum skóla- stjóra og taki við störfum skrifstofu- stjóra í landbúnaðarráðuneytinu. Að sögn Guðmundar Bjamasonar landbúnaðarráðherra hafa að und- anfömu staðið yfír viðræður milli ráðuneytisins og skólastjórans um að hann láti af störfum skólastjóra um næstkomandi áramót og nú hafi náðst um það samkomulag. „Astæðan fyrir þessari breytingu er m.a. sú að þarna hafa verið sam- starfserfiðleikar milli skólastjórans annars vegar og allmargra kennara og annarra starfsmanna skólans hins vegar. Auk þess hafa verið erf- iðleikar í samskiptum skólastjóra og fulltrúa í atvinnugreininni. Til þess að ná niðurstöðu og sátt í málinu gengu aðilar til þessa samkomulags. Fer til starfa í ráðuneytinu Samkomulagið felur í sér að Grétar láti af störfum 1. janúar 1999 og taki þá við stöðu skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu á sviði garðyrkjumála. Til að byrja með fer hann í fjölmörg sérverkefni sem m.a. tengjast ritun sögu skólans, koma upp minjasafni um garðyrkj- una í landinu og skráningu skjala- safns. I framhaldi af því fær hann verkefni sem falla undir þetta svið og eru hér innan ráðuneytisins. Ég vil taka fram að Grétar hefur unnið afar gott starf í þá áratugi sem hann hefur starfað sem skóla- stjóri. Skólinn ber þess merki að þarna hefur verið gott og merkilegt starf unnið undir forystu Grétars. Hann hefur haldið áfram þeirri öflugu uppbyggingu sem hófst með skólastjórn fóður hans, sem hann tók við af. Ráðuneytið metur þetta starf mikils,“ sagði Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins á þetta mál sér nokkuð langan aðdraganda. A síðasta ári sldpaði landbúnaðarráðuneytið skólanefnd yfir skólann og vonaðist það til að sú ráðstöfun gæti leyst þá samstarfserfiðleika sem verið hafa innan skólans. Sú tilraun mistókst. Tómas Árnason um reikning ríkisendur- skoðanda til Seðlabankans Margir í bankanum vissu um reikninginn TÓMAS Árnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að margir þáverandi starfsmenn Seðlabanka Islands hafí vitað að reikningur fyr- ir endurskoðun barst bankanum undirritaður af Sigurði Þórðarsyni og Halldóri V. Sigurðssyni heitnum, þáverandi ríkisendurskoðanda, og að reikningurinn hafí einnig verið ræddur í bankaráði. Þetta sagði Tómas í gær í fram- haldi af þeim ummælum Sigurðar Þórðarsonar í greinargerð hans til forsætisnefndar Alþingis 9. septem- ber að hann hafi aldrei persónulega sent Seðlabankanum reikning. „Ég er þess vegna hissa á Sigurði að segja þetta,“ sagði Tómas Arna- son í samtali við Morgunblaðið í gær. „Mér finnst líka einkennilegt að Sigurður skuli vera á launum hjá Búnaðarbankanum, hann er for- stöðumaður stofnunar sem á að endurskoða Búnaðarbankann. Þetta finnst mér vera afskaplega sér- kennilegt, svo ekki sé meira sagt,“ segir Tómas og telur auðvelt að upplýsa málið með því að skoða reikninga og hvort launin hafi verið greidd Sigurði persónulega. Tómas vildi einnig leggja áherslu á að fyrrverandi ríkisendurskoðandi féllst á þá málsmeðferð Seðlabank- ans að reikningurinn var endur- sendur að athuguðu máli enda grandvar í öllum störfum. „Ég er þess fullviss að hann mun aldrei hafa fengið greiðslu fyrir endur- skoðunarstörf stofnunarinnar." Evrópsk flug- félög fá tilboð í árekstravara BANDARÍSKA rafeindafyrirtækið AlliedSignal hefur gert 20 flugfélög- um, einkanlega í Evrópu, tilboð í árekstravara í flugvélar þeirra. Alls hafa þessi félög um 200 flugvélar í rekstri. Skylt verður að hafa árekstravara í flugvélum í Evrópu frá ársbyrjun árið 2000. Er þar átt við vélar sem taka 30 farþega eða fleiri og vega yfir 15 tonn. Um er að ræða vélar af gerðun- um Fokker, Saab 340 og ATR 72, svo dæmi séu nefnd og eru Flug- leiðir meðal þessara félaga. Verð á árekstravara samkvæmt tilboðinu er kringum 8 milljónir króna. Leifur Magnússon, framkvæmda- stjóri flugflota- og öryggissviðs Flugleiða, upplýsti Morgunblaðið í gær um að fyrirtækið hefði skrifað Flugmálastjórn til að kanna hvort skylt verði að hafa slíka árekstra- vara í flugi á jaðarsvæðum í Evr- ópu, til dæmis við flug við ísland, Færeyjar og Grænland þrátt fyrir umrætt skilyrði sem samþykkt hef- ur verið innan Flugöryggissamtaka Evrópu og ísland er aðili að. Ekki hefur enn borist svar við fyrir- spurninni en Leifur segir árekstra- vara hugsaða til viðvörunar flug- mönnum þar sem flugumferð sé þétt. Ekki rætt um undanþágur Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að gert sé ráð fyrir því að reglur Flugöryggissamtaka Evrópu séu yfirleitt teknar upp hérlendis án undantekninga og segir það ekki hafa verið rætt sérstaklega hvort til greina komi að heimila undanþágu frá ákvæðinu um árekstravara. Árekstravarar eru nú þegar um borð í millilandaþotum Flugleiða. Flugleiðir eiga þrjár Fokker 50 flugvélar sem leigðar eru Flugfélagi íslands. SVAVAR Stefánsson, húsvörð- ur í Sléttuvegi 15-17, sópar vatninu út úr húsinu. Morgunblaðið/Goíli HÉR bendir Svavar á það sem gaf sig þannig að vatn flæddi í íbúðir og sal í húsinu svo að stórtjón hlaust af. Milljónatjón vegna vatnsleka MIKLAR skemmdir urðu í hús- eignum við Sléttuveg 15-17 í Reykjavík þegar vatnsinntak fór í sundur snemma í gærmorgun. Sex íbúðir skemmdust auk sameiginlegs 150 fermetra saiar. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á staðinn og fékk Vatnsveituna til að loka fyrir vatnið. Talið er að vatnið hafi streymt um ganga og gólf í um klukkustund áður en skaðans varð vart. Rörið sem fór í sundur er 63 millimetra svert og var þrýstingur um 3,5 til 4 kg á fersentimetra þegar það fór í sundur. Nam vatnsyfirborðið við læri þegar að var komið. Fulltrúi Tryggingar hf. sem mat tjónið í gær taldi það nema um þremur til fimm milijónum króna. Hjá Vatnsveitunni fengust þær upplýsingar að hugsanleg orsök fyrir lekanum væri sú að tengi í rörinu hefði verið sett vitlaust saman þegar gengið var frá pipulögnum í húsinu. Það var byggt árið 1992.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.