Morgunblaðið - 17.09.1998, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
Morgunblaðið/Ólaíur Bemódusson
SÆVAR Hallgrímsson við löndun úr Hafgeiri HU á Skagaströnd.
Mokafli á færin
Skagaströnd - Mokafli hefur verið
á færi að undafömu þegar gefíð
hefur á sjó frá Skagaströnd. Trill-
urnar eru að fá óvenju fallegan
físk kringum Skallann sem er rif
sem gengur í vestur frá Skagan-
um. Hafa menn verið að koma
með allt upp í fímm tonn eftir dag-
inn einir á bát. Bræla að undan-
förnu hefur þó sett nokkurt strik í
reikninginn þannig að trillumar
hafa ekki getað róið í nokkra
daga.
Sævar Hallgrímsson á Hafgeiri
hefur þó slegið öllum við því í fjór-
um róðram er hann búinn að fá
rúm 18 tonn af stórum og falleg-
um þorski. I fyrsta róðrinum kom
hann með rúmlega 4,5 tonn eftir
daginn en var svo óheppinn að rif-
brotna um borð. „Það var svo gott
fiskirí að ég hafði engan tíma til
að hugsa um það fvrr en var kom-
inn í land og búinn að landa,“
sagði Sævar. „ Eg datt ofan í lest
og lenti á brúninni á kari. Eg hélt
nú bara að ég hefði marið mig en
þegar ég fór til læknis daginn eft-
ir kom í ljós að tvö rif voru brot-
in.“ Sævar var í landi tvo daga en
þá stóðst hann ekki mátið og dreif
sig á sjóinn á ný enda hinir karl-
arnir að mokfiska.
10 - 12 trillur eru nú á Skaga-
strönd og bíða flestar eftir að gefi
á sjó. Sævar hefur þó róið ein-
skipa nú að undanförnu þrátt fyr-
ir bræluna og komið með 3,5 - 5
tonn eftir daginn.
■HMMBMMMNHMW
HLUTABRÉFA
SJOÐURINN
msmm&S8mæægi&8i8>mmit
Afkoma og ávöxtun Hlutabréfasjóðsins hf. var góð fyrstu
6 mánuði ársins. Hlutabréfasjóðurinn hf. er stœrsti hlutabréfa-
sjóður landsins, 5 milljarðar króna og með um 8.000 hluthafa.
Hlutabréfasjóðurinn hf. ver þig gegn
sveifium í verði einstakra féiaga
Að fjárfesta í einu hlutafélagi getur verið áhættusamt, eins og nýleg
dæmi sýna - áhættan minnkar eftir því sem fjárfest er í fleirí félögum
og ávöxtun verður stöðugari. Með fjárfestingu í Hlutabréfasjóðnum hf.
eignast þú hlut öllum helstu íyrirtækjum og atvinnugreinum landsins.
Þannig verð þú þig gegn sveiflum sem geta orðið í verði einstakra
hlutafélaga. Til að tryggja enn stöðugari ávöxtun fjárfestir sjóðurinn
einnig í íslenskum skuldabréfum og erlendum verðbréfum .
Góð afkoma Hlutabréfsjóðsins hf.
á tyrri hluta ársins 1998
119%
^ávðxtun með arði fyrstu j
sjð mánuði ársins
m.v. heilt ár
Heildarhagnaður Hlutabréfasjóðsins hf. á fyrstu sex mánuðum ársins
nam 228 milljónum króna, ávöxtun var 10,9% m.v. heilt ár að teknu
tilliti til arðs og 11,9% fyrstu sjö mánuði ársins. Hlutabréfasjóðurinn
hf. er í hópi þeirra fyrirtækja á íslandi sem greitt hafa hluthöfum
sínum hæst hlutfall tekna í arð.
Einfaklasta ;
leiðin til að
kaupa hluta-
bréf er einnig sú hag-
kvœmasta: að vera
í mánaðarlegri
áskrift.
Margrét Sveinsdóttir, t
/orstöðumadur
Einstaklings-
þjónustu VÍB
GÆTIÐ VEL AÐ KOSTNAÐINUM!
Hvert prósentustig skiptir máli
%
Kostnaður við fjárfestingu í hlutabréfum er oft hár en með hag-
kvæmum hlutabréfasjóðum er hægt að draga úr honum. Kostnaður
hlutabréfasjóða er árleg umsjónarlaun, kostnaður þegar sjóðurinn
kaupir og selur hlutabréf og upphafsgjald en alit þetta dregst frá
ávöxtun.VÍB hefur ávallt kappkostað að halda kostnaði viðskipta-
vina við ávöxtun sem lægstum þannig að sem allra mest af ávöxtun
skili sér til þeirra. Umsjónarlaun Hlutabréfasjóðsins hf. eru ein þau
lægstu sem vitað er um meðal sambærilegra sjóða eða 0,7% á ári.
SKOÐIÐ OKKUR Á VEFNUM |
Li u UPPFÆRT DAGLEGA |
http://www.vib.is
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Veffang: http://www.vib.is • Netfong: vib@vib.is
Rækjuveiði á Flæmingjagrunni
Vísindanefnd NAFO
leggur til 30
þúsund tonna afla
VÍSINDANEFND Norðvestur-Atl-
antshafs fiskveiðistofnunarinnar
(NAFO) hefur lagt til að heildar-
rækjuafli aðildarríkja stofnunarinn-
ar á Flæmingjagi-unni á næsta ári
verði 30.000 tonn. Allsherjarráð
NAFO ræðir nú álit vísindanefndar-
innar sem og tillögu íslendinga um
kvótastýrðar veiðar á Flæmingja-
grunni.
í áliti vísindanefndar NAFO kem-
ur fram meiri bjartsýni á stöðu
rækjustofnsins á Flæmingjagrunni
miðað við horfur fyrir síðasta ár. Þó
veldur það ennþá töluverðum
áhyggjum hve hátt hlutfall veiðinnar
síðasta ár var karldýr. Ekki hafa ver-
ið gerðar sérstakar rannsóknh- á
rækjustofninum á Flæmingjagrunni,
heldui- hefur vísindanefndin stuðst
við upplýsingar og rannsóknagögn
sem berast frá veiðiskipum. Ari Ed-
wald, formaður íslensku sendinefnd-
arinnar á fundinum, segir að af þeim
sökum sé ekki nægilega mikið vitað
um stofnstærð eða nýliðun. Aftur á
móti hafi veiði verið góð á þessu ári
og veiði á togtíma vaxandi. Þó beri að
áætla slíkt með vai'árni vegna auk-
innar afkastagetu veiðiskipanna.
„Það þykir óheppilegt að auka veið-
ina meðan slíkt ástand varir. Vísinda-
nefndin hefur því iagt til að veiðin á
næsta ári fari ekki yfir meðaltalsveiði
síðustu fimm ára sem er 30.000 tonn.
Veiðin fór upp í 47.000 tonn árið 1996
og menn virðast sammála um að það
sé afar óæskilegt, sérstaklega með
tilliti til þess hve hátt hlutfall veiðinn-
ar er karldýr,“ segir Aii.
Tillaga um kvótastýiingu rædd
Til þessa hafa undirnefndh- starfað
á fundinum en allsherjairáð NAFO
kom saman í gær til að ræða kvóta-
setningu í einstökum tegundum á
grundvelli skýrslu vísindanefndai’-
innar. Búist er við að ákvörðun liggi
fyrir á allra næstu dögum. „Á fund-
um allsherjarráðsins verður einnig
rædd tillaga íslendinga um kvóta-
stjórnun á rækjuveiðum á Flæm-
ingjagrunni. Þá verða rædd önnur
mál sem era mikilvæg iyrir okkur,
svo sem eftirlitsmál."
Ari segir að á fundum vinnu-
hópanna hafi meðal annars náðst ár-
angm’ í vinnu um lausn deilumála
sem upp kunna að koma innan
NAFO og menn séu bjartsýnir á að
endanlega niðurstaða fáist í málið á
næsta ári. Væntanlega verði komið á
fót nefnd innan NAFO sem fjalli um
einstök deilumál á skjótan og skil-
virkan hátt og skili bráðbirgðaniðui’-
stöðu sem síðan verði hægt að bera
undir aðrai’ stofnanh’ samkvæmt al-
þjóðalögum.
Breytt reglugerð um rækjuveiðar
Osanngjarnt að
miða við brúttð-
tonnastærð skipa
MISRÆMI í brúttótonnaskráningu
skipa er meginástæðan fyrir breyt-
ingum á reglugerð um rækjuveiðar
fyrir Norðurlandi. Eins og fram kom
í Verinu í gær hafa skipstjórar og
áhafnh’ 14 rækjuskipa mótmælt
breytingum á reglugerð um veiðar
með rækjuvöipu sunnan línu sem
dregin er sunnan 66°40 fyrir Norður-
landi. Með breytingunum er bátum
með aflvísi lægri en 2.000 heimilt að
stunda rækjuveiðar sunnan línunnar,
jafnvel þótt þeir séu stærri en 200
brúttótonn en þeim var óheimilt að
stunda veiðamar áður.
Svokallaður aflvísir segir til um
togkraft skipa. Hann er fenginn með
i«£— Blöndunartæki
Moratemp High-Lux
blöndunartæki í eldhús hentar
sérlega vel þar sem koma þarf
háum ílátum undir kranann.
Mora sænsk gæðavara.
Fæst í byggingavöruuerslunum um land allt.
því að margfalda saman hestöfl vélar
og þvermál skrúfu í metram. Sé skip
ekki með skrúfuhring er vélarstærð-
in markfölduð með 0,6. Miðað er við
að hámarksafl sé tekið út af vél og
togað fyrir fóstu.
IVQög afkastamikil skip
innan línunnar
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri
fiskveiðisviðs sjávarútvegsráðuneyt-
isins, segir að lengi hafi verið deilt
um réttmæti þess að miða við brúttó-
tonnastærð þegar skipum eru bann-
aðar veiðar sunnan umræddrar línu
fyrh’ Norðurlandi. Menn hafi bent á
ósamræmi hvað hana varðaði og að
innan línunnar væru bátar sem í
sumum tilfellum væru mun afkasta-
meiri en þeir sem þyrftu að vera utan
hennar. Um leið hafi verið vísað til
aflvísisins sem gæfi mun betri hug-
mynd um afkastagetu skipanna. Jón
segir að í ljós hafi komið að þessi
gagnrýni átti við rök að styðjast.
Flestir séu sammála um að brúttó-
tonnaskráning skipa geti verið mis-
vísandi. Því hafi þótt rétt að taka tillit
til skipa með minni togkraft, jafnvel
þó þau séu skráð yfir 200 brúttótonn-
um. „Miðað við þau skip sem hafa
verið á rækjuveiðum á umræddu
svæði má ætla að 4 til 5 bátar fái
heimild til veiða innan línunnar.
Þessi skip eru með aflvísa frá um
1.100 og upp í rúmlega 1.900. Skip
undir 200 brúttótonnum sem hafa
verið að veiðum innan línunnar eru
með aflvísa allt upp í 3.800,“ segir
Jón.
Þarf að samræma reglurnar
Á veiðisvæðum fyi’h’ Suðurlandi
hafa viðmiðanir fyrh’ takmörkun
skipa verið aðrar og í mörgum tilfell-
um miðað við bæði aflvísi og lengd
skipanna. Jón segir að öll svæði opn-
ist öllum skipum 1. nóvember nk. en
ljóst sé að endurskoða og samræma
þm’fi reglurnar fyrir lokun svæðanna
15. maí á næsta ári.