Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 25

Morgunblaðið - 17.09.1998, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 25 ERLENT Iranir auka enn umsvif hersins HERDEILDIR frá níu héruð- um Irans eru nú á leið til landamæranna við Afganistan, að sögn íranska hersins, og munu taka þátt í heræfíngum þar sem hefjast sennilega á laugardag. Verða þá hátt á þriðja hundrað þúsund íranskir hermenn samankomnh’ við landamærin, en spenna milli landanna hefur verið að aukast að undanförnu. írönsk stjórn- völd tilkynntu hins vegar í gær að tveimur diplómatanna, sem þau hafa sakað Talebana í Afganistan um að halda í gísl- ingu, hefði tekist að flýja Afganistan og væru þeir nú komnh’ heim. Enn deilt um þing í Burma LÝÐRÆÐISHREYFINGIN (NLD) í Burma sagði í gær að hún hefði stofnað nefnd sem ætlað er að koma fram fyrir hönd stjórnmálamanna sem voru kjörnh- á þing árið 1990 en aldrei leyft að taka sæti sín, þar sem herforingjastjórnin í land- inu ógilti kosningarnar. Sagði í yfirlýsingu NLD að herinn hefði handtekið yfir 800 meðlimi NLD síðan í maí fyrir tilraunir þeirra til að koma þinginu á fót nú í sumar. Claes aftur fyrir rétt RÉTTARHÖLD hófust að nýju í gær eftir níu daga hlé í máli Willys Claes, fyrrverandi framkvæmda- stjóra NATO og utanríkis- ráðherra Belg- íu, og ellefu annarra stjórnmála- manna sem sakaðir eru um spillingu er tengdist þyrlukaupasamning- um ríkisins. Fulltrúi SÞ í Bagdad PRAKASH Shah, sérlegur sendifulltrúi Kofis Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), hóf í gær viðræður við Iraksstjórn í Bagdad. Er vonast til að hægt verði að af- stýra frekari árekstrum en Irakar hafa ítrekað neitað að leyfa fulltrúum vopnaeftirlits SÞ að sinna starfi sínu. Skrifa ekki undir SARTAJ Aziz, utanríkisráð- herra Pakistans, sagði í gær að Pakistan myndi ekki skrifa und- ir samning um bann við kjarn- orkuvopnatilraunum meðan enn væru í gildi efnahagsrefsingai- gegn Pakistönum fyrir kjarn- orkutilraunir þeirra í maí. Segja Pakistanar að þeir muni ekki geta greitt erlend lán sín, sem eru umtalsverð, verði refsingun- um ekki aflétt bráðlega. Willy Claes lágmúla 4: sími 569 9300, f’rœnt númer, 800 6300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: stmi 462 5000 - og bjá umboðsmönnum um land allt. 3 Erikur kh 999 loforð um litríkt vor! Hjördísjónsdóttir og Hafdts Sigurðardóttir sýna vinnu sína nœstu daga kl. 2 - 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.