Morgunblaðið - 17.09.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.09.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 27 Sænsku þingkosningarnar Hugsjóna- hungur fitar kristilega demókrata Flest bendir til að kristilegum demókröt- um muni ganga vel í sænsku þingkosning- unum um næstu helgi, segir Sigrún Davíðsdóttir, sem fylgist með kosninga- baráttunni í Stokkhólmi. FYLGISAUKNING Kristilega demókrataflokksins vekur mesta at- hygli á lokaspretti kosningabarátt- unnar og flokksleiðtoginn Alf Svensson er enn innblásnari en venjulega af velgengninni. Skoðana- kannanir benda til að flokkurinn meira en tvöfaldi fylgi sitt miðað við kosningarnar 1994, þegar hann rétt skreið yfír lágmarkið, fari úr 4,1 prósenti og yfir tíu prósent. Flokk- urinn hugnast kjósendum sem hægri valkostur án stöðugs tals um krónur og aura heldur um gildi, sem ekki verða mæld í peningum. Meg- ináherslan er á umönnun gamla fólksins, enda er fylgið mest sótt til fólks eldra en 65 ára auk þess sem konur hafa löngum verið uppistaða kjósenda flokksins. Viðbótaríylgið virðist helst koma frá eldri kjósend- um, sem áður hafa kosið Jafnaðar- manna- eða Hægriflokkinn og sem hungrar eftir öðru en dægurþrasi og tölum. Það hefur verið viðloðandi gagn- rýni á Hægriflokkinn að hann sé gjörsneyddur tilfinningu fyrir fé- lagslegum málefnum og umhyggju fyrir gamla fólkinu, fyrir einstæðum mæðrum og ástandinu í úthverfum sænskra borga, þar sem atvinnu- leysi og innflytjendur setja svip á lífið. Nýlega lét til dæmis Assar Lindbeck prófessor í hagfræði, sem er hallur undir Hægriflokkinn, svo ummælt að flokkurinn sýndi enga félagslega samúð. Carl Bildt leið- togi Hægriflokksins hefur rejmdar verið tíðrætt í kosningabaráttunni um einstæðar mæður, úthverfin og gamla fólkið, en innlifun hans þykir ekki djúp. Gamla fólkið með bleiurnar á málsvara í Svensson Alf Svensson nær allt öðrum tök- um á þessu umræðuefni. „Þama stóðu þau svo falleg með silfraða lokka og lífreynsluna rista í andlit- ið,“ segir hann þegar hann lýsir for- eldrum sínum á kosningafundi. Það er ekkert falskt eða tilgerðarlegt við tal hans, sem breytist ekki í takt við skoðanakannanir og hefur lítið breyst í þau 25 ár, sem hann hefur verið flokksformaður. Hann segir frá þegar hann heimsótti móður sína 93 ára, þar sem hún lá á lang- legudeild eftir að hafa fengið slag og gat sér enga björg veitt, þótt hún væri enn klár í kollinum. Móðirin hringdi eftir hjálp, en bjöllumar gullu allt í kring, því að- eins tvær hjúkrunarkonur voru á vakt. Þegar önnur þeirra kom og móðirin bað um fá aðstoð til að fara á klósettið var svarið: „Jenny, þú verður bara að pissa í bleiuna, því við höfum ekki tíma.“ Svensson gleymir ekki svipnum á móðurinni. „Þetta var jafnmikil óvirðing við hana eins og það hefði verið við okk- ur öll,“ segir hann djúpri, hlýrri röddu. Áheyrendur gleyma orðum hans ekki strax. Innblásin og hlýleg orð Svens- sons ná einnig til margra jafnaðar- manna, því eins og jafnaðarmenn talar Svensson um velferðarkerfið, en bara á allt öðrum og persónu- legri nótum. Stefnuskrá kristilegra er mjög lík stefnuskrá Hægriflokks- ins þegar kemur að áþreifanlegum atriðum eins og skattalækkun, vinnumarkaðsmálum og umfangi opinbera geirans, en boðskapurinn er fluttur með áherslu á hið mann- lega og á það sem mölur og ryð fær ekki grandað. Þeir sem sakna hlýju og hugsjóna í orðum Bildts og Gör- an Perssons forsætisráðherra finna það í orðum Svenssons. Það sem skilur kristilegu demókratana frá Hægriflokknum er einkum útbreidd tortryggni á Evr- ópusambandið. Einn af áköfum ESB-gagnrýnendum í Hægri- flokknum, Bjöm von Esch, sem rekinn var úr þeim flokki, hefur nú gengið til liðs við kristilegu demókratana og verður að öllum líkindum kjörinn. Alf Svensson tal- ar ekki gegn ESB, en hefur viðrað efasemdir sínar og sagst vilja hlusta á vilja almennings. I stjóm myndi hann vísast ekki beita sér gegn ESB, en vera til með að spyrja spuminga og leggja sig fram um að túlka það sem hann teldi vera vilja almennings. Og hann hefur einnig látið svo ummælt að hann muni láta meira til sín taka í hugsanlegri hægristjórn en hann gerði 1991-1994, sem skilja má sem svo að honum þyki Hægriflokkur- inn og Bildt hafa verið heldur ein- ráðir þá. Stuðningur kirkju- og fríkirkjuhópa Alf Svensson á rætur að rekja til Jönköping í Smálöndum og þar er einnig fylgi flokksins mest. Héraðið einkennist af öflugum fríkirkju- hreyfingum, sem um leið er sá jarð- vegur, sem flokkurinn er sprottinn upp úr. Þótt flokkurinn fengi aðeins 4,1 prósent við síðustu kosningai- átti hann tíu prósenta fylgi í Smálöndunum. Minnstur er stuðn- ingurinn uppi í norðurhéruðunum, þar sem Jafnaðarmannaflokkurinn er alls ráðandi. Flokkurinn hefur hangið á horriminni síðan hann var stofnaður 1964. Alf Svensson, sem var menntaskólakennari, hefur ver- ið með frá upphafí og varð formaður 1973, en komst ekki á þing fyrr en flokkurinn gerði kosningabandalag við Miðflokkinn 1985. Það var ekld fyrr en 1991 að flokkurinn fékk þingmenn kjörna af eigin rammleik er flokkurinn fékk 7,1 prósents fylgi. „Loksins slepp ég við að heyra að atkvæði til kristilegra sé til einskis," segir Svensson. Ef svo fer sem horfir er ljóst að það mun fjölga mjög verulega í þingflokki kristilegra, sem nú hefur fimmtán þingmenn. Með tíu pró- senta fylgi fengi flokkurinn ríflega þrjátíu menn kjörna. Það hefur því beint athyglinni að því hvers konar lið muni bætast við þingheim. Allt bendir til að andstæðingum kven- presta muni fjölga og einnig and- stæðingum fóstureyðinga, en bæði málefnin setja enn mjög svip sinn á umræður í kristilegum hópum í Sví- þjóð. Velgengni Kristilega demókrata- flokksins gæti hugsanlega verið dæmi um að þótt gömlu hægri- og vinstrihugsjónirnar séu dauðar þá eru kjósendur eftir sem áður haldn- ir hugsjónahungri og vilja annað og meira en tölur og staðreyndir. Átökin í Kosovo • • Oryggisráð- ið undirbýr ályktun Brussel. Reuters. CHRIS Hill, erindreki Bandaríkja- stjórnar í Kosovo-deilunni, átti fund með sendiherrum í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær. Onafngreindur heim- ildarmaður Reuters hjá NATO lét hafa eftir sér að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna undirbyggi nú tillögu að ályktun um ástandið í Kosovo- héraði. Þar mun kveðið fastar að orði en áður og ofbeldi serbneskra öryggissveita í héraðinu fordæmt, auk þess sem Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, verði sett skýr skilyrði sem honum verður gert að uppfylla á næstu vikum. Markmið ályktunarinnar er að sýna Milosevie fram á að þolinmæði samfélags þjóð- anna og NATO séu takmörk sett og hugsanlega verði gripið til hernaðar- íhlutunar. Hill sagði viðræður standa yfir um „ákveðna þætti í samkomulagi" en tók hins vegar fram að stórsókn Serba gegn skæruliðum Frelsishers Kosovo og hinn mikli fjöldi flótta- fólks í héraðinu, gerði samninga erf- iðari en ella. endist vel Whirlpool gæða frystikistur AFG053 134L Nettó H:88,5 B: 60 D: 68 Verð: 29.925 kr AFG073 258L Nettó H:88,5 B: 95 D: 68 Verð: 36.955 kr AFG093 320L Nettó H:88,5 B: 112 D: 68 Verð: 39.900 kr AFG094 400L Nettó H:88,5 B: 134,5 D: 68 Whirlpool frystlkistur eru með læslngu á loki, Ijósi f lokl og aðvörunarbúnaði. Whirlpool gæða frystískápar Verð: 46.455 kr AFG065 65L Nettó H:56,5 B: 52,5 D: 60 Verð: 36.000 kr AFB427 130L Nettó H:85 B: 55 D: 60 Verð: 34.265 kr AFB341 203L Nettó H:140 B: 59,2 D: 60 Verð: 49.875 kr AFG343 283L Nettó H:180 B: 59,2 D: 60 Verð: 54.900 kr Whirlpool frystiskápar eru með aðvörunarbúnaði. Öll verð eru stgr. verð Umboðsmenn um land allt Byggingavörudeild KEA Einar Stefánsson Eiis Guðnason Eyjaradfó Fossraf Guðni Hallgrímsson Hljómsýn Kask - vöruhús K/F Húnvetninga K/F Borgfirðinga K/F Héraðsbúa K/F Þingeyinga K/F V- Húnvetninga K/F Skagfirðinga K/F Vopnfirðinga Akureyri Mosfoll Hellu Búðardal Póllinn ísafirði Eskifirði Rafmagnsverkstæði KR Hvolsvelli Vestmannaeyjum Radiónaust Akureyri Setfossi Rafborg Grindavík Grundarfirði Rafbær Siglufirði Akrancsi Rás Þoriákshöfn Höfn Homafirði Skipavík Stykkishólmi Blönduósi Skúli Þórsson Hafnarfirði Borgarnesi Turnbræður Seyðisfirði Egilsstöðum Valberg Ólafsfirði Húsavík Viðarsbúð Fáskrúðsfirði Hvammstanga Samkaup - Njarðvik Reykjanesbæ Sauðárkróki Vopnafirði Blómsturvellir Hellissandi Heimilistæki hf SÆTUNI 8 SIMI 568 15 OO http.//www.ht.ls umboðsmenn um land allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.