Morgunblaðið - 17.09.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.09.1998, Qupperneq 40
'40 FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Leiksoppur við völd „Efvið heimtum að leiðtogar okkarséu betri fyrirmyndir og sætti sig við meiri birtu en venjuleg mannleg vera þolirget- um við þurft að taka afleiðingunum og sitja eftir leiðtogalaus. “ OKKUR var leyft að skyggnast inn í leynilega aíkima í húsakynnum voldug- asta manns í heimi. Við kynntumst íbúunum í sögu- legum helgidómi Bandaríkja- manna og þekktum okkur sjálf í þeim. Breyskar manneskjur, í stöðugum vandræðum með kirtlastarfsemina, hræddar við glefsandi fréttahauka og mynda- vélamar. Enginn sérstakur tign- arbragur yfir einkalífinu. Frásagnir af samskiptum Bills og Monicu benda ekki til þess að forsetinn sé einhver flagari, þrátt fyrir orðsporið, hann er frekar svolítið brjóst- umkennanleg- VIÐHORF ur í einmana- . _. kennd sinni. Eftir Kristján Clinton virðist Jonsson .... , lifa asthtlu einkalííi ef hjá- rænulegt framhjáhaldið, gamall kækur hans frá Arkansas, er undanskilið. Og varla verður maðurinn sakaður um kröfu- hörku í kvennamálum. Auk þess er eins og forsetinn kunni aldrei almennilega að syndga, klári ekki dæmið. Hann vill bæði sleppa og halda, hikar á miðri leið, er fúskari í faginu. Ætli hann komi óorði á raun- verulega syndara? En við hittum líka fyrir reíinn sem getur haldið áferðarfallegar ræður um fjölskyldugildin og mikilvægi þeirra. Þá aðferð stjórnmálamanna að hagræða sannleikanum hefur hann gert að áráttu. í staðinn fyrir að taka áhættu og annaðhvort neita að tjá sig eða viðurkenna strax að hann hefði oft haldið framhjá, viður- kenna að hann væri ekkert dyggðaljós heldur fyrst og fremst kænn og þjálfaður stjórnmálamaður, kaus hann að ljúga sig út úr vandanum. Mein- særi stóð ekki einu sinni í hon- um. Það er alveg rétt að mikla dirfsku og ímyndunarafl hefði þurft til að segja sannleikann en dirfska og ímyndunarafi eru einmitt þeir eiginleikar sem ieið- togar þurfa að hafa fram yfir okkur hin. En nú er ég búinn að fá útrás fyrir meinfýsina sem kemur upp í mér þegar valdafíkill liggur vel við höggi. Vonandi eru ekki fleiri svona lítilmótlegir. Clinton er auðvitað gallagrip- ur en honum er líka vorkunn. Hann er orðinn leiksoppur sem grimmir fjölmiðlar og dæma- laust frómir repúblikanar (og demókratar) fleygja á milli sín. Nú engist hann í netinu sem rið- ið var úr hnýsni nútímans og hans eigin brestum. Forsetinn hefur reyndar sjálfur lagt línuna, oft berað sig og einkamál sín ósmekklega á almannafæri, sagt opinberlega frá nærbuxnasmekk sínum, svo að dæmi sé nefnt. Vandiæting pólitískra andstæð- inga yfir sjálfskaparvíti hans þefjar samt iila. Hvað sem því líður er stað- reyndin sú að Bandaríkin eru núna ekki undir stjórn forseta, þau eru höfuðlaus. Engu skiptir þótt hann sé við völd á einhverj- um mesta uppgangstíma sem þjóðin hefur kynnst í efnahags- málum og ekkert ógni stöðu risa- veldisins á alþjóðavettvangi. Forsetinn er tákn án innihalds, getur sig hvergi hrært. Alvarlegast fyrir okkur öll er að Clinton er ófær um að nýta sér frábæra aðstöðu til að veita Bandaríkjamönnum og öðrum þjóðum heims forystu og tryggja að alþjóðleg vandamál vaxi okk- ur öllum ekki yfir höfuð. Hag- sældin vestra veldur því að í könnunum segist fólk samt ánægt með störf hans og hann nýtur meiri samúðar en ella. Málið er þó flóknara en svo, leiðtogakreppa herjar víðar og virðist vera einkenni á nútíman- um. Stjórnmálaskýi'andinn Nicholas D. Kristof ritaði nýlega gi-ein í The New York Times og fjallaði þar um veikburða leið- toga í flestum öflugustu ríkjum heiins. Oþarft er að fjölyrða um Bandaríkin. Varpi Clinton sprengjum á morðingjahyski í Súdan eða Afganistan er sagt að hann sé að leiða athyglina frá kynlífshneyksli sínu. Varpi hann ekki sprengjum er sagt að hann sé lamaður vegna hneykslisins, láti alla vaða yfir sig. Engu skiptir hvort litið er til Japans, Rússlands, Kína eða Þýskalands, segir Kristof. Alls staðar eni við völd leiðtogar sem eiga í vök að verjast. Þeir eru þvi ólíklegir til að hafa frumkvæði að nýjum og ef til vill sársauka- fullum lausnum á aðsteðjandi vanda eins og heimskreppu, sem oft er nú spáð. Kannanir sýna minnkandi til- trá á stjórnmálaleiðtogum, ný samskiptatækni og sjálfstæðari fjölmiðlun gera þeim erfiðara um vik við að móta almenningsálit, einkafyiirtækin keppa við ríkis- valdið um völd og áhrif. Kristof og fleiri benda á að iögmál og agi markaðarins dugi einfaldlega ekki til að koma skikk á hlutina, stundum þurfi pólitíska forystu, einhvern sem geti höggvið á hnútinn. Eftir að hafa úthúðað Clinton er freistandi að velta því fyrir sér hvort ein af ástæðum þess að við eigum núna engan Churchill eða Roosevelt í Iykilstöðu sé að við gerum aðrar kröfur til okkar manna en þá tíðkaðist. Hefði framhjáhald Roosevelts og vín- hneigð Churchills gert þá óhæfa leiðtoga á okkar tímum, orðið eftirlætisumræðuefni okkar og dregið úr þeim allan mátt? Eig- um við kannski að takmarka áhrif stjórnmálamanna við stjórnsýsluna eina, láta öðrum eftir siðferðislega leiðsögn - og láta enn aðra um að vera afþrey- ingarefni í slúðurdálkum og fjasþáttum? Við vitum ofurvel að lendi aðr- ir stjórnmálamenn í annarri eins mulningsvél rannsókna og dóm- hörku og Clinton er staddur í mun þeim farnast lítið betur og sumum reyndar verr. Ef við heimtum að leiðtogar okkai- séu allir góðar fyrirmyndir í einkalíf- inu og sætti sig við meiri birtu en venjuleg mannleg vera þolir getum við þurft að taka afleið- ingunum og sitja í versta falli eftir leiðtogalaus. Prestskosningar - ný aðferð Á LIÐNU ári setti Alþingi kirkjunni nýja heildarlöggjöf. A vegum kirkjunnar nú er unnið að reglugerðasmíð sem kirkjuþing mun fjalla um þegar það kemur saman í október. Þar á meðal eru reglur um val á presti. Kh'kjuþing 1997 komst að þeirri niðurstöðu að fimm manna valnefnd skipuð þremur fulltrúum prestakalls, vígslubisk- upi og prófasti komi sér saman um hvern skipa skuli í embætti prests. Örn Bárður Nefndinni er ekki ætlað Jónsson að kjósa heldur komast að samkomulagi. Núverandi fyrirkomulag Um nokkurra ára skeið hafa tíðkast svonefndar kjörmannakosn- ingar. Aðal- og varamenn sóknar- nefndar í prestakallinu velja úr hópi umsækjenda með leynilegri kosn- ingu. Valið verður bindandi viku eftir kjörfund hafi ekki komið fram óskir um almennar kosningar. Samstaða er innan kirkjunnar um að breyta þessu fyrirkomulagi. Prestar hafa í áratugi barist fyrir afnámi almennra prestskosninga. Engin önnur stétt í þjóðfélaginu þarf að búa við almenn- ar kosningar. Alþingismenn eru ekki embættismenn í sama skilningi og prestar og því er það rökleysa að bera presta saman við þá. Alþingis- menn hafa hins vegar ekki viljað af- nema prestskosningar og því eru þær enn í lögum. Tvö sjónarmið I umræðunni um prestsval hefur tvö sjónarmið borið hæst. Annars vegar eru það raddir úr söfnuðum sem vilja alfarið ráða valinu. Hins vegar eru raddir presta og kirkju- stjórnar sem vilja tryggja faglegri vinnubrögð og meki hlutlægni þannig að menntun og reynsla hafi meira vægi en raun ber vitni í prestskosningum á liðnum árum. Guðfræðileg rök og lúterskm- kirkju- skilningur styðja það sjónarmið að báðir aðilar komi að málinu, viðkomandi söfnuður og kmkjan í heild. Ný aðferð I fyrrnefndum drög- um að starfsreglum um val á sóknarpresti er lagt til að ósk um al- mennar prestskosning- ar berist biskupi áður en umsóknarfrestur um laust embætti sóknar- prests rennur út. Hafi slik ósk ekki borist kemm’ til kasta val- nefndar. Bent hefur verið á að valnefnd eins og hún er hugsuð hafi á sér ýmsa annmarka. A Leikmanna- stefnu 1998 kom fram sterk andstaða við þessari hugmynd. Margh- leik- menn vilja ekki sitja í nefnd með vígslubiskupi og prófasti sem falið er að komast að samkomulagi án kosn- ingar. Þeir telja sig ekki hafa vægi til jafns við hina vígðu embættismenn. Prestar eru ekki heldur á eitt sátth’ um skipan valnefndar. Upp kunna að koma margskonar sjónai’mið um vanhæfi. Hér er hugmynd kirkju- þings hafnað en í hennai’ stað gerð tillaga um eftirfai-andi fyi’irkomulag. Til þess að tryggja að bæði heima- menn og kirkjustjórn komi að mál- inu er hér lagt til að tveir hópar kjör- manna, annars vegar tíu kjörmenn úr viðkomandi prestakalli og hins vegar fimm manna kjörnefnd kirkj- unnar, komi að málinu. Sjá mynd. Kjörnefnd prestakalls verði kosin á aðalfundi safnaðar til fjögurra ára með jafnmörgum varamönnum. Hver 10% íbúa í prestakallinu fá einn kjörmann. Þessi tillaga miðar að þvi að draga úr ójöfnuði milli sókna. Kjörnefnd kirkjunnar verði t.d. skipuð skv. tilnefningum kirkju- ráðs, Prestafélags Islands og leik- mannaráðs. í báðum nefndum skal hlutfall karla og kvenna vera sem jafnast. Kjörfundur er haldinn á tveimur stöðum á sama tima nema þar sem auðvelt er vegna samgangna að halda sameiginlegan fund. Kosningin Núverandi kerfi við prestsval er af mörgum talið meingallað. Örn Bárður Jdnsson kynnir hér nýja aðferð við valið sem gæti sætt sjónarmið safnaðar og kirkjunnar í heild. er leynileg. Kjörfundi í prestakalli stýrir prófastur skv. venju en kjör- nefnd kirkjunnar stýrir lögfræðing- ur á vegum biskupsstofu. Við kjörið verði notuð raðvalsað- ferð sem kennd er við franska vís- indamanninn Borda. Raðvalið er ófrávíkjanleg forsenda í þeirri tillögu sem hér er reifuð. Björn Stefánsson, dr. seient., ritaði grein í Kirkjuritið í desember 1995 um aðferðina undir yfii’ski’iftinni „Mildari prestskosning- ar“. Meginkostir aðferðarinnar eru þeir að kjósendur hafa meira val en í venjulegri kosningu þar sem þeir geta einungis ráðstafað einu atkvæði. Með Borda-aðferðinni er umsækj- endum raðað. Kjósandinn getm- sagt hvern hann vill helst og hvem hann setur í 2. sæti og svo koll af kolli. Raðvalið var t.d. reynt hér á landi á tveimur stöðum með góðum árangri vorið 1994. Að sögn Björns vafðist ekki fyrir kjósendum að kjósa þótt kjörseðill væri öðruvísi en venja er og úrvinnsla var auðveld með hjálp tölvufoiTÍts. Aðferðin gerir kosning- una síður að einvígi milli t.d. tveggja aðila. Hún sýnir vilja kjósenda með meiri nákvæmni en hefðbundið kjör. Stöðlun, skilgreining, leiðbeiningar Biskup vígir til embættis og send- ir prest til þjónustu í söfnuði. Biskup (kirkjustjórnin) þarf að búa þeim í hendur sem velja prestinn faglega unnin gögn. Annars vegar þarf að skilgreina prestsembætti hverju sinni og auglýsa út frá inntaki og umfangi þjónustunnar sem söfnuð- urinn æskm og kirkjan í heild vill að Nýrnabilun hjá börnum LANGVINN nýrna- bilun hjá börnum var jafnan banvæn á árum áður en framfarir í læknisfræði á síðustu tveimur áratugum hafa orðið til þess að horfur hafa batnað verulega. Oft bila nýrun smám saman á mörgum árum en í öðrum tilfellum minnkar starfsemin mun hraðar. I vestræn- um ríkjum greinast ár- lega 2-4 börn á hverja milljón íbúa með nýmabilun á lokastigi. Helstu orsakir eru ýhisir meðfæddir gall- ar á nýrum og þvagfærum, endur- teknar bakteríusýkingar í nýrum, nýrnabólga (glomerulonephritis), arfgengir sjúkdómar, blöðnisjúk- dómar í nýrum og ýmsir efnaskipta- sjúkdómar. Nýrnabilun er margþætt vandamál Nýmabilun er mjög flókið vanda- mál sem hefur neikvæð áhrif á starf- semi flestra líffæra. Venileg röskun verður á efnaskiptum, skaðleg úr- gangsefni hlaðast upp og nýrun hætta að geta stjómað þvagmagni sem leiðir til þess að hin nákvæma stjómun á vökvamagnj líkamans hverfur. í flestum tilvikum gengur líkamanum erfiðlega að losa sig við salt og vatn sem leiðir til vökvasöfn- unar. Blóðleysi og þreyta eru oft áberandi, blóðþrýstingur getur orðið hættulega hár, truflanir verða í fitu- efnaskiptum líkamans með þeim afleiðingum að blóðfita (kólesteról og þríglyceríðar) hækk- ar mikið og hætta á hjarta- og æðasjúkdóm- um vex margfalt. Það sem einkum greinir á milli barna og fullorðinna einstaklinga með nýrnabilun eru neikvæð áhrif á vöxt og þroska barnanna, sem vaxa hægar, sum fá athyglisbrest og námsárangur verð- ur oft lakari. Markviss lyfjameðferð og næring skipta meginmáli um batahorfur en takmörkun á matar- æði er að jafnaði ekki beitt andstætt því sem gerist hjá fullorðnum. Gríð- arlegar framfarir hafa orðið í lyfja- meðferð nýi-nasjúklinga á síðasta áratug og ber þar hæst tilkomu lyfs gegn blóðleysi (erythropoietín) og lyfs sem eykur vaxtarhraða (vaxtar- hormón). Onnur lyfjameðferð miðar í vestrænum ríkjum greinast árlega, segir Viðar Eðvarðsson, tvö til fjögur börn með nýrnabilun á lokastigi á hverja milljón íbúa. m.a. að því að halda blóðþrýstingi í skefjum, lækka kólesteról í blóði og sporna við beinskemmdum. Nýrnaígræðsla er besta meðferðin Þrátt fyrir bestu meðferð sem völ er á fá margir sjúklingar loka- stigsnýi’nabilun og þarf þá annað- hvort að grípa til skilunar (dialysis) eða nýmaígræðslu (transplantation). Nýi-naígræðsla er kjörmeðferð við lokastigsnýi-nabilun hjá börnum og raunar flestum sjúklingum með nýmabilun. Skilun er því einkum gerð þegar nýi’un hafa nánast alveg hætt að starfa og barnið bíður eftir ígræðslu eða ef ígræðsla er ekki framkvæmanleg af einhverjum ástæðum. Nýra til ígræðslu er ýmist fengið úr líffærabanka eða frá lifandi gjafa, oftast nánum ættingja. Víðast hvar í heiminum er mikill skortur á líffærum til ígræðslu og biðtími eftir nýra oft langur. Það skiptir því iðu- lega sköpum fyrir lífslíkur og heilsu barnanna ef ættingi gefur nýra auk þess sem árangur ígræðslunnar sjálfrar er að jafnaði betri. Niður- stöður nýlegrar rannsóknar á lang- vinnri nýrnabilun í íslenskum börn- Viðar Eðvarðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.