Morgunblaðið - 17.09.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998 49
FRIÐRIK JON
ÁSGEIRSSON
JÓHANNSSON
+ Friðrik Jón Ás-
geirsson Jó-
hannsson var fædd-
ur á Auðkúlu við
Arnarfjörð 28. nóv-
ember 1913. Hann
lést á Vífilstaðaspít-
ala 9. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jóhann Jónsson, f.
14. júlí 1877, d.
8.júlí 1921, skip-
stjóri og bóndi á
Lónseyri og síðar
Auðkúlu við Arnar-
íjörð, og kona hans
Bjarney Jóm'na Friðriksdóttir,
f. 8. júní 1876, d. 16. febrúar
1952. Systkini Friðriks voru: 1)
Jón Ásbjörn, f. 16.ágúst 1906, d.
7. september 1992, yfirlög-
regluþjónn og síðar skattsjóri á
Isafírði, kvæntur Oktavíu Gísla-
dóttur hjúkrunarkonu. 2) Jens-
ína Sigurveig, f. 5. ágúst 1907,
d. 15. júní 1995, gift Guðjóni E.
Jónssyni bankaútibússtjóra. 3)
Bjarney Margrét, f. 21. septem-
ber 1909, d. 4. október 1962.
Fyrri eiginmaður Andrés Krist-
jánsson bóndi og skipstjóri,
seinni maður Brynjólfur Hanni-
balsson bóndi og sjómaður. 4)
Bjarni Jóhann, f. 10. október
1910, d. 28. júní 1970, yfirlög-
regluþjónn og síðar útibússtjóri
ÁTVR á Siglufirði, kvæntur
Guðlaugu Þorgilsdóttur systur
Sólveigar konu Friðriks. 5)
Guðmunda, f. 28. september
1912, d. 31. júlí 1931, ógift og
barnlaus. 6) Guðný, f. 15. júní
1916, d. 17. mars 1993, gift Kri-
stjáni G. Sigurmundssyni fram-
kvæmdastjóra. 7) Jónína Guð-
munda, f. 27. nóvember 1917, d.
20. september 1993, gift Páli J.
Briem bankaútibússtjóra. 8)
Sigurleifur F.G., járnsmiður á
ísafirði, f. 26. maí 1920, d. 2.
apríl 1986, kvæntur Ingu S.
Andrésdóttur Straumland. ÖIl
eru því látin systkinin níu frá
Auðkúlu og makar þeirra nema
Páll og Inga.
Hinn 29. ágúst 1936 kvæntist
Friðrik Sólveigu Þorgilsdóttur,
f. 29. ágúst 1912, í Bjarnarfoss-
koti í Staðarsveit, d. 8. desem-
ber 1965. Foreldrar hennar
voru Þorgils Þorgilsson, f. 30.
apríl 1887, sjómaður og bóndi í
Innri-Bug í Fróðárhreppi, d.
17. nóvember 1975, og kona
hans, Jóhanna Jónsdóttir, f. 4.
júlí 1888, d. 22. febrúar 1977.
Börn Friðriks og Sólveigar eru:
1) Guðmundur Jóhann, f. 27.
nóvember 1934, d. 16. mars
1986, bifreiðastjóri. Fyrri kona
hans var Svanhildur Þorbjöms-
f. 2. apríl
d. 3. ágúst
1975, og áttu þau
fimm syni. Seinni
kona hans var Ingi-
Þ. Hinriks-
dóttir, f. 28. októ-
ber 1936. 2) Dista,
f. 14. nóvember
1936, d. 16. desem-
ber 1937. 3) Annie
Bjargfeld, f. 30.
mars 1939, d. 5.
apríl 1985, sjúkra-
liði, gift Jóni Ing-
ólfssyni, málara,
þau skildu, þau áttu
þrjú börn. 4) Hrafn Vestfjörð, f.
9. maí 1940, dr. med., yfírlækn-
ir, kvæntur Guðrúnu Marie
Sæther Jónsdóttur kennara, og
eiga þau fimm börn. 5) Kristján
F.G., f. 26. október 1945, verk-
smiðjusljóri, kvæntur Björk
Bjarkadóttur fyrrverandi yfir-
fangaverði og eiga þau tvö
böm. 6) Bjarney Jónína, f. 26.
ágúst 1948, skrifstofumaður,
gift Magnúsi ThejH fyrrverandi
bankamanni. Börn hennar með
fyrrverandi sambýlismanni
Grétari Guðmundssyni eru
ijögur. 7) Jólianna Björk, f. 2.
janúar 1951, kennari, gift Þórði
Jóhannessyni kennara og eiga
þau fjögur börn. 8) Gils, f.
6.janúar 1953, sjómaður,
kvæntur Maríu Sveinsdóttur
hjúkmnarfræðingi og eiga þau
eitt barn. 9) Bjarni Ásgeir, f.
29. maí 1956, rafeindavirki og
júdókappi, kvæntur Önnu Guð-
nýju Asgeirsdóttur Iíffræðingi
og eiga þau þrjú börn. 10) Guð-
munda, f. 23. janúar 1958, d.
27.janúar 1958. Barnsmóðir
Eva Laufey Eyþórsdóttir, f. 27.
janúar 1918, d. 9. september
1957. Sonur þeirra er Allan
Heiðar, f. 24. apríl 1937, tré-
smiður, kvæntur Kristínu Jóns-
dóttur og eiga þau fjögur börn.
Af áttatíu og tveimur afkom-
endum Friðriks era sjötíu og
átta á lífi.
Friðrik ólst upp á Auðkúlu
og fór snemma að stunda sjó-
mennsku. Hann var sjómaður
frá Arnarfirði og ísafirði
1927-1934 og lögregluþjónn á
Siglufirði 1934. Á varðskipum
Landhelgisgæslunnar 1934-
1936 og fangavörður á Litla-
Hrauni 1937-1946. Hann var
trésmiður í Rvík og víðar
1946-1953 og starfsmaður
Áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi 1953-1985.
títför Friðriks fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15. Jarðsett
verður í Fossvogskirkjugarði.
dóttir,
1935,
Ég vil í grein þessari minnast
Friðriks J.A. Jóhannssonar eða
Frikka eins og hann var oft nefnd-
ur, sem lést á Vífilsstaðaspítala að
morgni 9. september sl. Við erum
venslaðir þannig að ég er kvæntur
dóttur hans Jóhönnu sem Friðrik
og kona hans Sólveig gáfu hjónun-
um Bjarna bróður Friðriks og Guð-
laugu systur Sólveigar til ættleið-
ingar. Jóhanna ólst því upp hjá
kjörforeldrum sínum Bjarna og
Guðlaugu norður á Siglufirði en var
þó í góðum tengslum við blóðfor-
eldra sína og systkin sem bjuggu í
Reykjavík. Jóhanna fluttist ásamt
móður sinni til Reykjavíkur árið
1970 eftir lát Bjama föður síns og
jukust þá samskipti hennar og Frið-
riks en Sólveig var þá látin all-
nokkru áður. Eg kynntist Friðrik
snemma á 8. áratugnum og leiddu
þau kynni til vináttu sem efldist og
styrktist með árunum.
Friðrik var hár og grannur og af-
skaplega hjartahlýr maður. Þótt
hann væri kominn nálægt sextugu
er ég hitti hann fyrst sá ég að hann
hefur verið vel að manni. A því fékk
ég staðfestingu í sjötugsafmælis-
veislu Friðriks en þá sagði Jón
bróðir hans frá uppvaxtarárum
þeirra systkina á Auðkúlu í Amar-
firði. Ýmsar nauðsynjar voru þá
ferjaðar á báti frá Bíldudal til Auð-
kúlu. Þegar þær voru fluttar í land
lét Friðrik sig ekki muna um að
bera einsamall fullar olíutunnur frá
borði því að hann var afrendur að
afli. Friðrik var hógvær maður og
aldrei minnist ég þess að hann hafi
hreykt sér af kröftum sínum né
verkum. Hann var mjög laghentur
og starfaði við smíðar um árabil. Ég
naut m.a. góðs af smíðakunnáttu
hans er ég þurfti að skipta um alla
gluggakarma í íbúð er ég átti. Að-
stoð hans við það verk var auðfeng-
in og smíðaði hann nýja glugga er
við hjálpuðumst að við að setja í.
Ekki vildi hann þiggja neinar
greiðslur fýrir verkið. Friðrik las
mikið, einkum bækui- um þjóðlegan
fróðleik, ævisögur og ljóðabækur.
Hann var ágætlega hagmæltur og
orti bæði kvæði og tækifærisvísur.
Ég læt hér fylgja með síðasta erind-
ið úr ljóði Friðriks Bernskuminning
úr Amarfirði:
Dalurinn minn var draumaheimur
dásamlegur fannst mér hann
virtist eins og geislageimur
glitrandi við sólroðann.
Parégundiótalstundir
upp til fjalla í klettaskor
lék mér svo um grænar grundir
geymd eru þar mín æskuspor.
Hin síðustu ár bjó hann í þjón-
ustuíbúð fyrir aldraða við Hverfis-
götu og var þar gott að heimsækja
hann. Hlýleiki hans var mikill og
heilsaði hann og kvaddi alltaf með
faðmlagi og kossi hvort sem í hlut
átti karl eða kona og sérstaklega lét
hann sér dælt við barna- og barna-
barnabörnin. Við ræddum oft um
og fóram með kveðskap og hló
hann þá oft hjartanlega að hnyttn-
um og kjamyrtum vísum en þær
kunni hann að meta, enda
húmoristi góður.
Við ræddum líka oft um æsku-
slóðir hans í Arnarfirði og hann
sagði þá frá atburðum úr æsku
sinni. Hann kunni vel að segja frá,
var aldrei með neinn asa og ígrand-
aði vel það er hann sagði. Hann
hafði gott minni og mundi vel per-
sónur og atburði. Ég skil vel þá
sterku taug er tengdi hann við Arn-
arfjörðinn enda frá einum Vest-
fjarðanna sjálfur. Friðrik hélt þeim
vestfirska sið að borða kæsta skötu
á Þorláksmessu og undanfarin ár
bauð hann öllum afkomendum sín-
um ásamt mökum þeirra til skötu-
veislu þennan dag. Friðrik var
áhugasamur um íþróttir og sat hin
síðari ár löngum framan við sjón-
varpstækið til að fylgjast með þátt-
um um það efni, bæði knattspymu
og frjálsum íþróttum. Hann fylgdist
stoltur með júdóferli Bjarna sonar
síns sem náði að komast á verð-
launapall á ólympíuleikum eins og
flestir íslendingar vita. í júlí 1994
fóra börn Friðriks ásamt honum til
æskustöðvanna en þangað hafði
hann þá ekki komið í rúmlega 30 ár.
Ég var með í þeirri för. Gaman var
að fylgjast með Friðrik ganga í
góða veðrinu um túnið á Auðkúlu.
Hann kunni skil á öllum tóftarbrot-
um og naut þess auðsjáanlega að
vitja æskustöðvanna. Nú er hann
fallin frá. Hann var síðastur eftirlif-
andi þeirra systkina. Mér auðnaðist
að kynnast mörgum þeirra en sum
voru látin áður en ég tengdist ætt-
inni. Friðrik og systkin hans misstu
fóður sinn ung og þurftu snemma
að standa saman í lífsbaráttunni.
Aðstæður þeirra í uppvextinum
hafa ábyggilega mótað samskipti
þeirra sín á milli en það var eftir-
tektarvert fyrir mig og fleiri er
þeim kynntust hve mikil vinsemd og
hlýja einkenndi samband þeirra alla
tíð.
Við sem eftir lifum vonum og vilj-
um trúa því að Friðrik sameinist
sínum ástvinahópi, sem látinn er, í
bjartari heimi. Ég vil enda þessi
skrif mín með broti úr ljóði Kahlil
Gibrans, Spámanninum, um leið og
ég votta börnum Friðriks og öðram
afkomendum hans mína dýpstu
samúð.
Því að hvað er það að deyja annað
en standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs síns?
Aðeins sá, sem drekkur af vatni
þagnarinnar, mun þekkja hinn vold-
uga söng.
Og þegar þú hefur náð ævitindin-
um, þá fyrst munt þú hefja fjall-
gönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama
þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.
Þórður Jóhannesson.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Frikka afa. Hann var hress
með eindæmum og ástúðlegur og
bauð okkur alltaf hjai-tanlega vel-
komin, en ekki bara með orðum.
Um leið og stigið var inn á heimili
hans fylgdi fjöldi kossa og faðmlaga
í kjölfarið. Og þegar kveðjustund
rann upp endurtók sagan sig. Við
skemmtum okkur oft eftir á við að
segja hvort öðru hve marga kossa
okkur auðnaðist að fá.
Fyrir rúmum tveimur árum var
haldið ættarmót að Auðkúlu í Arn-
arfirði. Mamma og pabbi komust
ekki vegna veikinda pabba þannig
að við systkinin fórum án þeirra.
Það sem stóð upp úr eftir þetta vel
heppnaða ættarmót var þegar við
fengum afa til þess að fara með vís-
ur eftir sjálfan sig í stóra tjaldinu.
Hann var feiminn í fyrstu en svo
streymdu glettnar vísur og hnyttn-
ar frásagnir af vöram hans sem
vöktu mikla kátínu meðal við-
staddra. Hann sló í gegn!
Afi var mikill húmoristi. Það kom
vel í ljós einn daginn þegar Svava
Man'a hitti hann af tilviljun í stræt-
isvagni. Hann sat framarlega með
kaskeitið sitt og varð starsýnt eins
og fleirum á svertingja með all-
skrautlega hárgreiðslu sem sat hin-
um megin við ganginn. Eftir drykk-
langa stund veitir maðurinn afa eft-
irtekt og þeir horfa til skiptis hvor á
annan. Loks snýr maðurinn sér
eldsnöggt við, stendur upp, geiflar
sig og grettir, hristir sig og hljóðar
upp. Afa bregður fyrst í brún en
tekur svo við sér og fer að skelli-
hlæja. Maðurinn tekur undir og
brátt allir farþegarnir í vagninum.
Það var í alla staði yndislegt að
vera í návist Frikka afa. Okkur
þótti afskaplega vænt um hann og
alltaf hlýjaði innilegur hlátur, hlý-
legt bros og elskutal hans okkur um
hjartarætumar.
Elsku Frikki afi, þú verður alltaf
hjá okkur, bæði í bænum okkar og
hugskotum. Þú áttir hvfldina skiliffk "
og við vitum að þú ert núna á góð-
um stað.
Bjami Jóhann, Svava María,
Þóra Björk, Sólveig.
í dag kveðjum við hann Friðrik
frænda, sem er látinn 84 ára að
aldri. Stóri glæsilegi systkinahópur-
inn frá Auðkúlu í Arnarfirði er
þannig sameinaður á ný, en sam-
rýndari hóp var vart að finna.
Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá
Friðriki og systkinum en erfiðleik--.
arnir virtust veita þeim aukinn
styrk og jákvæði.
Þau áttu flest mjög auðvelt með
að koma fyrir sig orði og vora
margar vísur samdar - jafnt tvíræð-
ar sem alvarlegra efnis. Því miður
er þessi kveðskapur að mestu týnd-
ur því minnst af honum komst á
blað.
Fyrir nokkram árum var haldið
ættarmót á Auðkúlu. Friðrik var þá
einn eftirlifandi af hópnum. Óg-
leymanlegt verður hvað hann fyllt-
ist miklum eldmóði er hann leiddi
okkm- um æskustöðvarnar og sagði
okkur frá hvemig lífið var í gamla
daga, en hann gleymdi ekki prakk-
arastrikunum. ,
Eftirlifandi ættingjum sendum
við einlægar samúðarkveðjur.
Guðlaug Brynja, Bryndís
og Olafur Friðrik.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HANSÍNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hrafnistu,
Reykjavík,
áður Ljósheimum 2,
sem lést 10. september síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 18. sept-
ember kl. 10.30.
Friðrik Guðleifsson, Jóhanna Óskarsdóttir,
Guðmundur Guðleifsson, Koibrún Bjarnadóttir,
Sigurður Guðleifsson,
Nína Guðleifsdóttir, Guðmundur Eyjólfsson,
Unnur Brynjólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ARNÞÓR GUÐNASON
bifvélavirkjameistari,
Lyngheiði 4,
Selfossi,
lést hinn 31. ágúst sl.
Jarðsett var í kyrrþey að ósk hins látna.
Elínborg Anna Kjartansdóttir,
Nína Björg Knútsdóttir, Árni Valdimarsson,
Sesselja Berndsen, Franz Jezorsky,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
BRAGI INGÓLFSSON,
Heiðargerði 5,
Húsavík,
lést föstudaginn 11. september sl.
Útförin fer fram föstudaginn 18. september
nk., frá Húsavíkurkirkju, kl. 14.00.
Guðrún Svavarsdóttir, Hulda Valdimarsdóttir,
Herdís Bragadóttir, Marinó Önundarson,
Elvar Bragason,
Guðni Bragason, Rannveig Þórðardóttir,
Bragi Marinósson, Arnar Marinósson,
Valdimar Ingólfsson,
Jón Ingólfsson,
Dagný Ingólfsdóttir
og aðrir aðstandendur.