Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞAÐ var eftirvænting í svip barnanna þegar þau gengu um borð. Börn í Vestmannaeyjum heimsækja Keikó í kvína Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. BORNUM í Vestmannaeyjum gafst í gær loks tækifæri á að heimsækja háhyrninginn Keikó í kví hans í Klettsvíkinni í Eyjum. íslandsbanki hefur boðið krökk- unum í siglingu út að kvínni þar sem þau fá að fylgjast með Keikó stökkva og gera ýmsar æfingar undir stjórn þjálfara sinna. OII leikskólabörn og grunn- skólabörn í Eyjum munu heim- sækja Keikó næstu daga, en heimsóknirnar byijuðu í gær og voru það yngstu börn grunnskól- anna sem byijuðu. Stefnt er að því að öll grunnskólabörn heim- sæki Keikó í vikunni, en f næstu viku verða leikskólabörn á ferð í Klettsvík. Börkur Grímsson, útibússtjóri Islandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið að Keikó-samtökin væru í viðskiptum við íslands- banka í Eyjum og í viðræðum við þau hefði kviknað sú hugmynd að bankinn byði öllum börnum í Eyjum að skoða Keikó. Samtökin hafi verið jákvæð fyrir þessari hugmynd og bankinn hafí því ákveðið að gera þetta á myndar- legan hátt. KEIKÓ lék á als oddi og gerði ýmsar kúnstir. Keikó í miklu stuði Börkur sagði að börn í Vest- mannaeyjum hefðu beðið komu Keikós með mikilli eftirvænt- ingu, en til þessa hafí þau ekki haft tækifæri á að líta hann aug- um. Bankinn hafí viljað láta draum þeirra um að sjá háhyrn- inginn rætast og því hafi verið ráðist í þetta. Hann sagði að góð samvinna hefði náðst um þetta verkefni við þjálfara Keikós og hefðu þeir látið hann sýna börn- unum ýmsar listir meðan þau dvöldu við kvína. Hann sagði að börnin hefðu verið ákaflega ánægð og allir, bæði bömin og þeir fullorðnu sem fylgdu þeim, hefðu verið heillaðir eftir heim- sóknina. Keikó hefði verið í miklu stuði og stokkið og leikið listir sfnar fyrir þau. Það var mikil eftirvænting og tilhlökkun hjá krökkunum þegar lagt var af stað, enda hafa börnin ekki séð Keikó nema á myndum eftir hann kom í kví sína, þar sem heimsóknir til hans hafa ekki verið leyfðar fyrr en nú og hrifning barnanna og undrun var ekki lítil þegar þau loks fengu að sjá Keikó leika listir sínar. Það var því um fátt annað talað á leiðinni heim og trúlega tala yngstu grunnskólabörnin um fátt annað næstu dagana en heim- sóknina til Keikós i gær. Technopromexport hafnar samningsdrögum RÚSSNESKA fyrirtækið Technopromexport segir að starfsmönnum þess við Búrfellslínu 3A séu greidd laun samkvæmt íslenskum kjara- samningum en vegna þess að ekki séu í gildi tvísköttunarsamningar milli Islands og Rúss- lands líti út fyrir að um 70% launa þeirra fari í opinber gjöld. Fyrirtækið segist ekki geta borið ábyrgð á því að stofnaðir séu bankareikningar í nafni starfsmanna og launin greidd inn á þá, eins og félagsmálaráðuneytið hefur gert kröfu um, enda sé bannað samkvæmt rússneskum lögum að stofna bankareikninga erlendis og liggi við því þung viðurlög. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsvirkj- un er þetta efni svars Technopromexport við samningsdrögum Landsvirkjunar varðandi launamálin. Þar kemur einnig fram að forystumenn rúss- neska fyrirtækisins hafí verið boðaðir til fundar hjá Landsvirkjun „sem fyrst í næstu viku“ og að félagsmálaráðherra hafí verið gerð grein fyrir stöðu málsins. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að það hafi fengist stað- fest hjá fjármálaráðuneytinu að engir tvískött- unarsamningar séu milli Rússlands og íslands. Hann segir að ekki hafí verið kannað hvort rétt sé að Rússar megi ekki stofna bankareikninga erlendis, en bendir á að ekki séu mjög mörg ár síðan sams konar bann var í gildi á Islandi. „Það hefúr komið fram að Teehnopromex- port hefur staðið skil á öllum sköttum og launa- tengdum gjöldum innlendra og erlendra starfs- manna sinna í samræmi við þau launakjör sem áskilin eru samkvæmt samningum.“ Yerkalýðsfélög segja að starfsmönnum hafí verið sagt upp Stjórnendur Technopromexport segja að op- inber gjöld og lífeyrisgreiðslur af launum í Rússlandi nemi um 37%. Þeir segja jafnframt að aðeins hluti launa útlendu starfsmannanna hafi verið greiddur hér á landi, afgangurinn hafí verið greiddur í Rússlandi. Samningi við Technopromexport verði sagft upp Öm Friðriksson, formaður Félags jámiðnað- armanna, segir að í svörum iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins við fyrirspum félagsins, hafí komið fram að erlend fyrirtæki sem hér hafa starfsleyfi eigi í einu og öllu að fara að ís- lenskum lögum. Ef rússnesk lög standi í vegi fyrir starfsemi fyrirtækisins hér á landi sé eðli- legt að samningi við það verði sagt upp og Landsvirkjun taki við verkefnum þess, eins og þegar hafí gerst að nokkru leyti. „Þessir ágætu útlendu starfsmenn, sem hafa mikla reynslu af þessum störfum, ættu samt að halda áfram og atvinnuleyfi þeirra verða færð yfir til Landsvirkjunar eða einhvers annars að- ila sem Landsvirkjun kann að fela verkið. Það er væntanlega ekkert sem bannar það að rúss- neskur starfsmaður hjá íslensku fyi-irtæki fái laun sín greidd hér á landi. Hér em og hafa verið starfsmenn frá Rússlandi í öðram störf- um sem hafa fengið sín laun greidd hér.“ Örn segir að samkvæmt heimildum verka- lýðsfélaganna hafi hluta erlendra starfsmanna Technopromexport verið sagt upp störfum og þeim sagt að þeir verði sendir heim 8. október næstkomandi. Hann vill þó ekki geta heimilda sinna en segir að ekki verði friður um framhald verksins verði slíkar aðferðir notaðar. „Við lítum einfaldlega á uppsagnir við þessar aðstæður sem þvingunaraðgerðir ætlaðar til þess að komast undan því að greiða laun í sam- ræmi við kjarasamninga og Iög.“ 35 verkamenn sendir heim? í gærmorgun barst Félagi járniðnaðar- manna skeyti frá Technopromexport þar sem því var neitað að reynt hefði verið að neyða starfsmenn til að skrifa undir yfírlýsingu um að launamálin þeirra væra í lagi, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafíðn- aðarsambandsins, segir að trúnaðarmaður fé- lagsins meðal starfsmanna sem vinna við lín- una, hafí haft það eftir erlendum samstarfs- mönnum sínum í gærmorgun, að þeim hafi ver- ið hótað að 35 starfsmönnum yrði sagt upp og þeir sendir heim. Guðmundur sendi í kjölfarið skeyti til Technopromexport og benti þeim á að þeim væri lítill hagur að því, þar sem greiða þyrfti starfsmönnunum full laun út uppsagnar- frestinn, sem er einn mánuður. Þorsteinn Hilmarsson segist ekkert hafa heyrt um það hvort erlendum verkamönnum Technopromexport hafi verið sagt upp störf- um, en að forráðamenn fyrirtækisins hafi ver- ið að hugleiða að fjölga íslenskum starfsmönn- um. Landssöfnun vegna Reykjalundar Markmiðið að stytta biðlista SAMBAND íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga ásamt 15 öðrum félögum innan Öryrkja- bandalagsins efnir til fjársöfnun- ar um helgina til að hefja bygg- ingu þjálfunaraðstöðu á Reykja- lundi. Að sögn Hauks Þórðarson- ar yfirlæknis er aðstaðan nú óviðunandi eða einungis ein lítil sundlaug og lítill þjálfunarsalur, sem gegnir einnig ýmsum öðram hlutverkum. 400-500 manns eru að jafnaði á biðlista eftir plássi á Reykja- lundi og er algengur biðtími 2-3 mánuðir, ef undan eru skildir hjartasjúklingar sem oftast eru teknir inn sex vikum eftir að- gerð. „Eftirspurnin eftir endur- hæfíngu eykst sífellt og fólk gerir orðið kröfu um hana. Við hyggjumst ekki fjölga rúmum, sem eru 170, heldur stefnum við að því að bæta aðstöðuna til þess að hraða endurhæfingar- ferlinu og þar með stytta biðlistana," sagði Haukur. Gert er ráð fyrir að byggja 1.550 m2 þjálfunarhús á tveimur hæðum með tveimur mismun- andi stórum þjálfunarsölum, búningsaðstöðu og þjálfunar- laug. Kostnaður er áætlaður 220 milljónir króna og byggingar- tími lVi ár. ■ Fleiri krefjast/32-33 Eyjamenn prúðastir fjórða árið í röð/B1 Rúmenskir knattspyrnumenn grípa til vopna/B2 MEÐ blaðinu í dag fylgir 12 sfðna auglýsinga- blað frá Vöku-Helga- fell „Rým- ingarsala á bókurn". issSsm VIDSIflPn MVINNULgl HLUTABRÉF Lands- bankinn Byrjað að bjóða í bankabréfín/C2 SAMKEPPNI íslands- flug kærir Keppinautur fjölgar ferðum/C3 Fylgstu ni eð nýjustu * fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.