Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Golli
OLIFUBARIN í Hcilsuhúsinu var endurnýjaöur nýlega.
*
Olífubar í Heilsuhúsinu endurnýjaður
Suðrænt krydd í
íslenska tilveru
ÓLÍFUBARIR njóta vaxandi
vinsælda og hafa sprottið upp í
þó nokkrum verslunum á síðustu
misserum. Heilsuhúsið hefur
boðið upp á þessa þjónustu und-
anfarin sex ár og eru vinsældir
baranna síst í rénun, að sögn
Amar Svavarssonar, eiganda
Heilsuhússins. Slíka bari er að
fínna í öllum þremur verslunum
fyrirtækisins: Við Skólavörðu-
stíg, í Kringlunni, og í stórversl-
uninni við Smáratorg í Kópavogi.
Ólífubarinn í Kringlunni var end-
urnýjaður fyrir skemmstu og er
úrvalið sífellt að aukast.
A öllum börunum er boðið upp
á fjölmargar tegundir af ólífum,
grænum, svörtum, með steini og
steinlausar og svo auðvitað mis-
munandi kryddaðar.“Þær hvít-
lauksmarineruðu eru einna vin-
sælastar," segir Öm. „Ólífubar-
inn við Smáratorg er mjög stór.
Þar eins og á hinum stöðunum
eru ekki bara á boðstólum ólífur
heldur líka kryddlegin ætiþistil-
hjörtu, sólþurkaðir tómatar og
hvítlauksrif í kryddlegi. Einnig
er hægt að fá marineraðar baun-
ir og baunasalöt sem er ekki á
hinum stöðunum, einkum vegna
plássleysis."
„Ætiþistilhjörtun verða sífellt
vinsælli. Þetta er sú tegund
þistilhjartna sem kölluð er „rom-
ana“ í Evrópu, stór og gómsæt.
Þau eru notuð sem meðlæti með
mat, en líka sem snakk í sneiðum
ofan á brauð, meðlæti með fiski,
allt frá reyktum laxi til saltfisks.
Þistilhjörtun og sólþurrkuðu
tómatarnir eru vinsælt „antipa-
sto“ á Ítalíu, svona forréttur eða
fyrirmáltíðarsnakk."
Verð á ólífunum er eitt, eða 99
krónur fyrir 100 g öskju. Æti-
þistilhjörtun, hvítlaukurinn og
sólþurrkuðu tómatarnir eru á
140 krónur 100 g nema ein teg-
und af sólþurrkuðum tómötum
sem kostar 240 krónur 100 g.
Nýtt
Húðsnyrtivörurnar
Boutique d’Elite
HAFINN er innflutningur á
Boutique d’Elite húðsnyrti-
vöram. I fréttatilkynningu
frá Eðalvörum ehf. kemur
fram að í línunni séu 14
vöruliðir sem unnir eru úr
jurtum. Meðal efna sem not-
uð eru í vörumar eru aha-
ávaxtasýrur, afoxunarefni
auk ýmissa raka- og nær-
ingarefna.
Boutique d’Elite vörurnar
eru ofnæmisprófaðar og
innihalda hvorki gerviefni,
alkóhól né rotvamarefni.
Þær em í umhverfisvænum
umbúðum og seldar í apó-
tekum og heilsuvömbúðum.
Viðbit úr
OLIVIO viðbit er komið á markað-
inn en það byggist á ólífuolíu. Viðbit-
ið er hægt að nota í alla venjulega
matargerð; það má steikja upp úr
því og svo er það kjörið á brauðið.
í hverjum 100 g af OLIVIO viðbiti
eru 571 hitaeiningar; 32,5 grömm af
einómettuðum og 15 grömm af fjöló-
mettuðum fitusýrum. OLIVIO er
63% jui'taolíu-viðbit og kemur því
alltaf mjúkt úr ísskápnum. OLIVIO
er fáanlegt hér á landi í verslunum
Hagkaups og Nýkaups.
ólífuolíu
Samdráttur 1 rækjuvinnslu í kjölfar minnkandi afla
„Finnst myndin máluð
heldur sterkum litum“
DREGIÐ hefur úr afköstum
stærstu rækjuverksmiðjanna á
landinu, en víðast hvar er reynt að
halda í horfinu og komast hjá upp-
sögnum starfsfólks. Minni vinnsla
kemur í kjölfar samdráttar í veiðum
og hás hlutfalls smárækju í afla
skipanna. Þormóður rammi - Sæ-
berg hf. hefur nú þegar sagt upp á
fimmta tug starfsfólks, en um helm-
ingur þess verður endurráðinn eftir
endurskipulagningu á rekstrinum.
Signý Jóhannesdóttir, formaður
verkalýðsfélagsins Vöku, hefur
áhyggjur af atvinnuástandi í
Siglufirði og þykir lítið að gert
til að draga úr vandanum.
„Ég hef lengi haft áhyggjur
af viðhorfi fólks til þess, þegar
kvenfólk missir vinnuna. Þá
yppta menn bara öxlum og
segja gjaman ýmist að þetta
séu bara húsmæður eða gaml-
ar konur. Þannig viðhorf er
frekleg móðgun við konur sem
eru iyrirvinna heimilanna,"
segir Signý. Hún bendir á að
þegar fyrirhugað hafi verið að
leggja niður loftskeytastöðina
á staðnum, þar sem 5 karl-
menn hafi vinnu, hafi stjórn-
endur bæjarins farið á fund til
ráðherra til að bjarga málum.
Á undanförnum tveimur árum hafi
um hundrað manns verið sagt upp
hjá Þormóði ramma og það hafi að
mestu leyti verið konur. „Stjórnvöld
hafa lítið brugðist við þessum
vanda. Að vísu hefur verið skipuð
nefnd til að fara ofan í atvinnumál í
Norðurlandskjördæmi vestra. Hún
hefur haldið einn fund en ekkert
hefur enn komið frá henni og óvíst
hvað gert verður við tillögur henn-
ar,“ segir Signý.
Stækka
verksmiðjuna
Hraðfrystihús Eskifjarðar er nú
að vinna að stækkun rækjuvinnslu
sinnar og verður afkastagetan tvö-
földuð. Haukur Bjömsson, rekstr-
arstjóri fyrirtækisins, segir að það
hljóti að benda til nokkurrar bjart-
sýni, en stækkun verksmiðjunnar
ljúki vart fyrr en um áramót. „Við
reynum að sigla okkar sjó með von
um betri tíð og blóm í haga í huga.
Það verða vonandi engar uppsagnir
hjá okkur og við vonumst til að
þetta sé aðeins tímabundinn vandi.
Kvótinn virðist hafa verið of stór og
sóknin of mikil, en við erum ekkert
óhressir," segir Haukur.
Vel settir með hráefni
„Hjá okkur eru ekki fyrirhugaðar
neinar breytingar eða uppsagnir,“
segir Gunnar Bergsteinsson, verk-
sjóri í rækjuvinnslu Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur. „Við erum vel settir
með frosið hráefni, en framhaldið
ræðst eitthvað af veiðinni á heima-
slóðinni,“ segir Gunnar.
Engar breytingar
fyrirhugaðar
Halldór Jónsson, vinnslustjóri
hjá Básafelli á ísafirði, segir engar
breytingar á vinnslu fyrirhugaðar,
en að undanförnu hafi aðeins verið
dagvinna í rækjunni. Oskin sé að
komast hjá því að vinna falli niður,
en hráefnisbirgðir séu með
minnsta móti. Framhaldið verði
bara að koma í Ijós. Halldór segir
að afkoman mætti vera betri. Oft
byndu menn vonir við verðhækkan-
ir þegar draga færi að jólum, en
þær vonir hefðu ekki alltaf rætzt.
„Afkoman hjá skipunum er ekki
góð og mér sýnist að það verði
bara skipin, sem geta togað með
tvö troll, sem haldi velli. Hinir
hætta þegar veiðin er orðin of lítil
til að borga sig. Mér finnst myndin
reyndar máluð heldur sterkum lit-
um. Vissulega hefur veiðin minnk-
að, en það er ekki sama við hvað er
miðað. Það er varla rétt að miða við
toppinn, heldur eðlileg ár. Væri
farið tvö ár aftur í tímann, væri
tæpast verið að tala um nokkurn
vanda. Þetta er svipað nú og
fyrir tveimur til þremur árum
og þá þótti það gott.“
Halldór segir að taka verði
fleiri þætti inn í myndina. Gíf-
urleg þorskgengd hafi auðvit-
að mikil áhrif á stærð rækju-
stofnsins, en nú sé stór þorsk-
ur inn eftir öllu Djúpi og Skut-
ulsfirði. Það hljóti því að þjóna
hagsmunum heildarinnar bet-
ur að auka þorskveiðina svo
rækjuveiðin minnki ekki um
of.
10 tíma
vinna á dag
„Staðan hjá okkur er frekar
slök,“ segir Aðalsteinn Helga-
son, framkvæmdastjóri Strýtu hf.
„Við rekum báðar okkar verksmiðj-
ur á 10 tíma vinnu fram að áramót-
um, sem er mun minna en við vild-
um. Við ætlum okkur þó að halda að
okkur höndunum í samkeppninni
um hráefni, ætlum okkur ekki í
þann slag. Við lokuðum Strýtu í
einn og hálfan mánuð á síðasta
vetri, þegar hráefnisverð var orðið
of hátt og ég er viss um að það var
rétt ákvörðun. Við höldum okkur
því við þau skip, sem við erum með í
föstum viðskiptum, en þeim hefur
reyndar fækkað."
Aðalsteinn segh- að afkoman sé í
samræmi við magnið sem fer í gegn.
Afurðaverðið standi fyrir sínu en
magnið sé of lítið til að standa undir
allri fjárfestingunni og eigi það ekki
síður um skipin en vinnsluna.
RÆKJUVEIÐAR ganga nú verr en áður
með tilheyrandi samdrætti í vinnslu í landi.
Alyktun stjórnar Verkalýðsfélagsins Vöku
Stefnir í algjört óefni
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi ályktun vegna upp-
sagnanna í Siglufirði frá stjórn
Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu-
firðifamadi. Hún er einnig send til
stjórnar Þormóðs ramma - Sæ-
bergs hf., bæjarráðs Siglufjarðar
og forsætisráðuneytisins.
Fundur stjórnar Verkalýðsfé-
lagsins Vöku, haldinn að Suður-
götu 10 Siglufirði, 30. sept. 1998,
harmar að stjórnendur Þormóðs
ramma - Sæbergs hf. skuli ekki
sjá sér fært að bregðast við sam-
drætti í rækjuafla með öðrum
hætti en uppsögnum verkafólks.
Þetta er í annað sinn á 20 mánaða
tímabili sem fyrirtækið grípur til
fjöldauppsagna og er samanlagður
fjöldi þeirra sem á þessum tíma
hafa fengið uppsagnarbréf í hend-
ur frá fyrirtækinu um eitt hundrað
manns.
Þegar fyrirtækið Þormóður
rammi hf. var stofnað árið 1971
með samstilltu átaki heimamanna
og stjórnvalda var það gert til að
snúa vörn í sókn eftir hrun síldar-
stofnsins. Það átak gjörbreytti því
ástandi sem þá ríkti í atvinnumál-
um Siglfirðinga og dró verulega úr
fólksflótta. Átaks er aftur þörf.
Stjórn Ve.-kalýðsfélagsins Vöku
telur að það sé siðferðisleg skylda
þeiri-a sem nú stjórna fyrirtækinu
að leita allra leiða til að skapa og
auka atvinnu hér á staðnum, jafn-
vel með þeim hætti að eitthvað
dragi úr hagnaði og arðgreiðslum.
Stjórnin skorar á bæjaryfírvöld í
Siglufirði að óska eftir viðræðum
við stjóm Þormóðs ramma - Sæ-
bergs hf. og aðra þá aðila sem
hugsanlega geta fundið lausn á
þeim vanda sem að steðjar.
Jafnframt fer stjórn Verkalýðs-
félagsins Vöku á Siglufirði fram á
það við ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar, að hún gefi sér tíma í góð-
ærinu og þenslunni, sem atvinnu-
laust verkafólk á Norðurlandi
vestra fréttir af í fjölmiðlum, og líti
upp og horfist í augu við þann
vanda sem steðjar að atvinnulífi í
þessum landsfjórðungi, þar sem
nær allir þéttbýlisstaðir byggja
meira og minna á þverrandi rækju-
veiðum og -vinnslu.
Ef ekkert verður að gert stefnir
í algjört óefni.
Engin loðna hefur fundist
LOÐNUVEIÐAR máttu hefjast á
miðnætti og voru nokkur skip þá þeg-
ar komin á miðin. Þau höfðu ekki orð-
ið vör við loðnu síðast þegar fréttist.
Víkingur AK hefur verið við leit á
loðnumiðunum norður af Straumnesi
frá því á þriðjudag en hafði enga
loðnu fundið í gærkvöldi. Þá voru
Hólmaborg SU og Börkur NK
einnig komin á miðin í gærkvöldi og
Höfrungur AK var við leit á Halan-
um. Svæðið sem skipin leita á er
gríðarlega stórt og sögðu skipstjórn-
armenn sem Morgunblaðið ræddi við
í gær að nokkrir dagar gætu liðið
uns loðnan fyndist. Þeir sögðu að
fréttir sem bárust frá togurum í síð-
ustu viku um loðnugöngu undan
Vestfjörðum gefa góð fyrirheit en
loðnan gæti farið hratt yfir og verið
allt annars staðar nú.
Á vetrarvertíðinni 1998 fóru um
425 þúsund tonn af loðnu til bræðslu
á móti 750 þúsund tonnum árið áður.
Á sumarvertíðinni hefur verið landað
um 320 þúsund tonnum, sem er 100
þúsund tonnum minna en á sama
tíma í fyrra. Sumai-vertíð hófst 20.
júní sl. og stóð til 15. ágúst síðastlið-
ins.