Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formenn ríkisstjórnarflokkanna gerðu í þingbyrjun grein fyrir efnahagsþróuninni og stöðu mála Skuldir ríkissjóðs greiddar niður um 30 milljarða krona Islendingar hafa náð miklum árangri í efnahagsmálum í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, en þessi árangur er brothættur ef ekki er varlega far- ið, að sögn formanna ríkisstjórnarflokkanna. Hjálmar Jónsson var á blaðamannafundi forsætis- og utanríkis- ráðherra í gær þar sem greint var frá þróuninni und- anfarin ár og stöðu helstu landsmála. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ blaðamannafundi formanna ríkiss(jórnarflokkamia, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. HAGVOXTUR hefur verið um 5% að meðaltali hér á landi frá árinu 1996, sem er um tvöfalt meiri vöxtur en _ verið hefur í iðnríkjunum síðustu þrjú ár. Á sama tímabili hefur kaupmáttur hér á landi aukist um yflr 17%, sem er nærfellt fjórfalt meiri aukning en í ríkjum innan OECD. Átvinnuleysi hefur einnig minnkað úr 5% í upphsifi kjörtímabilsins niður í um 3% að jafn- aði í ár og stefnir atvinnuleysið enn neðar, en til samanburðar má nefna að meðalatvinnuleysi í Evrópu er um 11%. Þá hefur framleiðni vinnuafls aukist um tæp 3% árlega undanfarin þrjú ár, sem er nærfellt tvöfóld framleiðni- aukningin í OECD ríkjunum. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaða- mannafundi Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra þar sem gerð var grein fyrir efnahags- þróuninni og stöðu helstu mála nú í upphafi þings. í fréttatilkynningu vegna fundarins seg- h- að vandfundið sé annað eins hagvaxtar- og umbótaskeið og undanfarin ár þótt litið sé langt aftur í tímann og nú leiði öflugt efnahags- líf og aðhaldssemi stjórnvalda til þess að þriðja árið í röð sé lagt fram fjárlagafrumvarp með tekjuafgangi. Þá hafi skuldir ríkissjóðs lækkað verulega og útlit sé fyrir að þær verði 13-15 milljörðum króna lægri í lok yfirstandandi árs, en þær voru í upphafi þess og sé það nær ein- göngu vegna greiðslu erlendra skulda. Heildai-- skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsfram- leiðslu lækki úr 51% í byrjun árs 1996 í 39% í lok þessa árs. Farsælt kjörtímabil fyrir land og þjóð Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að kjörtímabilið til þessa hefði verið mjög farsælt fyrir land og þjóð og gengið hefðu eftir þau at- riði sem flokkarnir hefðu lagt áherslu á hvor með sínum hætti í kosningabaráttunni og síðan sameiginlega í stjórnai-sáttmálanum. „Það er gleðilegast í því að hagur almennings hefur batnað, bæði hvað varðar atvinnustig og kaup- mátt,“ sagði Davið. Hann sagði að þetta hvort tveggja hefði síð- an bætt stöðu ríkissjóðs og hann væri nú að borga niður skuldir. „Það er hins vegar okkur og öðrum ljóst að þessi árangur þótt góður sé er auðvitað brothættur og menn þurfa að fara með gát og halda vel á spilum. Við erum ekki einir í heiminum. Við sjáum hvað hefur verið að gerast í Asíulöndum, Rússlandi og Suður-Am- eríku. Allir þessir þættir hafa áhrif á efnahags- umgjörð þá sem við lifum í og þótt árangui' okkar íslendinga sé mikill á þessum tíma og við teljum, stjómarflokkamir, að það muni geta gengið þannig fram áfram, þá þurfa menn að halda stefnufestu og öryggi ef menn eiga að haldast áfram á þessari braut,“ sagði Davíð. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðhema sagði að ríkisstjórnarflokkarnir væru mjög ánægðir með þann árangur sem þeir hefðu náð á sviði efnahagsmála og þjóðfélagsmála almennt. í hans huga væri alveg ljóst að þessi árangur hefði ekki komið af sjálfu sér, heldur stafaði meðal annars af því að friður hefði ríkt á vinnumarkaði, gott samstarf hefði verið í ríkis- stjóminni og hún hefði verið í góðu sambandi við fulltrúa atvinnulífsins og launþega. Það hefði ríkt bjartsýni í þjóðfélaginu og íslend- ingar hefðu farið að fjárfesta. íslendingar hefðu notið trausts á erlendum vettvangi og vextir lækkað. Hins vegar hefðu ríkisumsvifin ekki getað aukist í þeim mæli, sem marga hefði langað til, eins og hvað varðaði útgjöld til félagsmála. Ef menn ætluðu sér um of glatað- ist sá árangur sem náðst hefði. Viðskiptahall- inn væri mikill og það væri grundvallaratriði í efnahagsmálum að ná tökum á ríkisfjármálum. „Við höfum núna byrjað að borga verulega nið- ur skuldir. Það er gert ráð fyrir að greiða nið- ur skuldir ríkissjóðs um 30 milljarða á þessu og næsta ári og þetta skapar að sjálfsögðu allt saman mjög góðan grunn fyrir framtíðina. Við höfum á þessu kjörtímabili ekki aðeins veríð að bæta hag íslendinga á kjörtímabilinu heldur erum við að leggja mjög góðan grunn til fram- tíðar og það gefur þeim, sem verða í næstu rík- isstjórn og stýra hér málum á næsta kjörtíma- bili, betri möguleika til þess að uppfylla ýmis- legt af því sem þjóðin óskar eftir,“ sagði Hall- dór. Brothættur árangnr Hann tók undir það með forsætisráðherra að þessi árangur í efnahagsmálum væri brothætt- ur og gæti snúist við á skömmum tíma, bæði vegna utanaðkomandi áhrifa og eins vegna að- gerða okkar sjálfra. Vísaði hann í þeim efnum til efnahagserfiðleika Japana og sagði að þeir stöfuðu meðal annars af því að ekki hefði náðst þar pólitísk samstaða um að endurskipuleggja fjármálakerfið. Hér hefði það verið gert og þessi aðlögun íslensks efnahagskerfis að al- þjóðlegum aðstæðum væri ein ástæðan fyrir þeim árangri sem náðst hefði. Halldór sagði ennfremur að það yrði eitt mikilvægasta verkefni næstu ára að leiða sam- an með farsælum hætti sjónarmið í byggðamál- um, efnahagsmálum og umhverfismálum. Það hefði tekist vel í sjávarútvegsmálum að spila saman farsæla stefnu í umhverfis- og atvinnu- málum og það sama þyrfti að gera í stóriðju- málum. Davíð sagði aðspurður um þau mál sem efst yrðu á baugi þegar þing kæmi saman að í fjái’- lagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir hallalaus- um fjárlögum og niðurgreiðslu skulda um 30 milljarða króna á tveimur árum, en jafnframt væri gert ráð fyrir að auka töluvert við fjár- magn í heilbrigðis-, mennta- og félagsmálum og þar nýttu menn sér meðal annars að úr meh'u væri að spila vegna þess að vaxtakostn- aður hefði minnkað vegna niðurgreiðslu skulda. Á fundinum kom fram að gert væri ráð fyrir að skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa lækkaði ekki meira en nú væri orðið. Þá væri verið að athuga möguleika á húsnæðissparnað- arreikningum, en ekki væri endanleg niður- staða í þeim efnum. Gagnagrunnsfrumvarpið fljótlega til kasta þingsins Einnig kom fram hjá forsætisráðherra að gagnagrunnsfrumvarpið, sem hefði verið til endurskoðunar í heilbrígðisráðuneytinu, myndi koma til kasta þingsins fljótlega og væntanlega yi'ði það afgreitt, eins og höfð hefðu verið góð orð um, snemma á haustþingi. Aðspurður um kjördæmamálið sagði Davíð að það væri til vinnslu í nefnd sem væri skipuð fulltrúum allra flokka. Hann vissi ekki annað en að tillögum nefnarinnar yrði skilað fljótlega. Eftir það kæmi málið til kasta formanna stjórnarflokkanna og síðan formanna allra stjórnmálaflokka að fara yfir málið og ræða framgang þess. „Auðvitað er áfram stefnt að því að það mál verði afgreitt. Það er flókið mál og vandmeðfarið, en það hefur verið okkar keppikefli frá byrjun, okkar utanríkisráðheri'a, að reyna að ná sem víðtækastri samstöðu um það mál,“ sagði Davíð. Aðspurður hvort hugsanlegt væri að kjör- dæmamálið frestaðist ef ekki næðist víðtæk samstaða um það, sagði Davíð, að þá kæmi til kasta stjórnarflokkanna að meta það hvoi-t þeir vildu einir fara fram með málið, en það teldu þeir báðif lakari kost. „Versti kosturinn er að málið myndi frestast. Það er aldrei hægt að úti- loka eitt eða neitt í hinni pólitísku tilveru,“ sagði Davíð. Aðspurðh' hvort flokkarnh' tveh' stefndu að stjórnarsamstarfi að kosningum í vor loknum, sagði utanríkisráðhen-a að þeir hefðu'.v ekkert ákveðið um þá hluti. Flokkarnh’ myndú ganga óbundnh’ til kosninga. Það myndi Framsóknai’- flokkurinn gera, eins og hann hefði alltaf gert, og eftir því sem hann best vissi hefði Sjálfstæð- isflokkurinn alltaf gert það líka. „Hins vegar hefur þetta stjórnarsamstarf gengið vel og það hefur verið farsælt. Framsóknarflokkurinn mun leggja á það megináherslu að viðhalda þeim stöðugleika sem hefur verið hér í efna- hagsmálum og byggja á þeim grunni sem hefur verið lagður,“ sagði Halldór. Hann bætti því við að sér htist ekki á þá mál- efnaskrá sem það kosningabandalag sem nú væri að myndast hefði lagt fi-am. Það væri ekki málefnaskrá sem væri líkleg til þess að við- halda stöðugleika í efnahagsmálum og það sem væri hvað verst væru tilkynningar um stefnu i utanríkismálum, sem þegar væru farnar að valda samstai’fsaðilum okkar áhyggjum. Davíð tók undir með utanríkisráðherra varðandi það að það væri ekki venja hér ýfir- leitt að stjórnmálaflokkar lýstu yfir afstöðu til ríkisstjórnarsamstarfs fyrir kosningar. Við stjórnarmyndunarviðræður eftir þessar kosn- ingar, hlytu menn að horfa til hagsmuna þjóð- arinnar og þess sem menn hefðu verið að fylgja eftir. Ef hægt væri að tryggja það með jafngóðum hætti og ábyrgum gæti sjálfsagt allt gerst í því eins og gengur. „Til viðbótar tek ég undir það að samstarf þessara flokka á þessu kjörtímabili hefur verið með miklum ágætum, mjög mikið traust á milli manna, og þótt við auðvitað deilum stundum á líkis- stjórnarfundum, eins og við eigum að gera um einstök mál og milli þingflokka þá hefur hvor- ugur flokkurinn nokkurn tíma komið í bakið á hinum. Það varðar miklu,“ sagði forsætisráð- herra ennfremur. LJAÐU ÞEIM EYRA í kvöld á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar Heimsbókmenntir kynntar Lesarinn eftir Bernhard Schlink Arthúr Björgvin Bollason les úr þýðingu sinni Inferno eftir August Strindberg Þórarinn Eldjárn les úr þýðingu sinni Hundarnir í Þessaióníku eftir Kjeld Askildsen Einar Kárason les úr þýðingu sinni Líffærameistarinn eftir Federico Andahazi Lesið úr þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur Aðgangur ókeypis - Hefst kl. 20.30 Mál 09 mennlng • Laugavegl 18 • Sfml 515 2500 Andlát UNNUR HAGALÍN UNNUR Aradóttir Hagalín, ekkja Guð- mundar Hagalíns, lést á þriðjudag, 87 ára að aldri. Hún feeddist í Reykjavík 16. septem- ber 1911, dóttir Þuru Sigurðardóttur og Ara Þórðarsonar, kaup- manns í Borgarnesi og Reykjavík. Hún ólst upp hjá fósturforeldr- um sínum, Rannveigu Sigurðardóttur, móð- ursystur sinni, og Hall- grími Jónassyni vél- stjóra í Borgarholti. Unnur vann ýmis störf í Reykja- vík og Kaupmannahöfn, þai’ sem hún bjó hjá móður sinni og eigin- manni hennar, William Nielsen. 1938 kynntist hún Guðmundi Hagalín rit- höfundi sem síðar varð eiginmaður hennar. Þau eignuðust einn son, Þór, fæddan 1939, en af fyrra hjónabandi átti Guðmundur börnin Hrafn og Sigríði. Unnur og Guðmund- ur Hagalín bjuggu í Kópavogi og Garðabæ og á Mýrum á Klepp- jámsreykjum frá 1964. Eftir andlát Guðmundar 1985, bjó Unnur á Mýr- um eins lengi og heilsa hennar leyfði en síðustu 3 ár bjó hún á dvalarheimilinu Kumbaravogi. Laugardaginn 10. október næst- komandi verða liðin 100 ár frá fæð- ingu Guðmundar Hagalíns. Atvinnuleysi ekki minna síðan 1991 ATVINNULEYSI hefur minnkað nokkuð hratt síðustu mánuði og mældist 2,2% í ágúst og hefur ekki verið minna síðan í nóvember 1991. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóð- hagsstofnunar. Þar kemur fram að árstíðasveifla í atvinnuleysi sé mjög sterk. Atvinnu- leysi sé almennt minnst um mitt ár og því gefi skýrari mynd að skoða at- vinnuleysi eftir að það hefur verið árstíðaleiðrétt. Þá mældist atvinnu- leysi 2,7% í ágúst og var síðast svo lítið í apríl 1992. Stöðugt hefur di’egið úr atvinnu- leysi síðan í júní 1995 þegar það náði 5,4%. „Þessi þróun er samfara mikl- um hagvexti, en hann var 5,5% árið 1996 og 5% árið 1997, sem er tölu- vert meira en í löndum ESB,“ segir í Hagvísum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.