Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Flúði rússneski ríkis-
arfinn til N-Irlands?
í NYRRI bók sem kemur út nú
eftir mánaðamótin heldur William
Lloyd Lavery frá Lisburn á Norð-
ur-Irlandi því fram að hann sé
barnabarn síðasta keisarans í
Rússlandi. Sagðist Lavery á frétta-
mannafundi í síðustu viku sann-
færður um að hann væri sonur
Alexei ríkisarfa. Heldur hann því
jafnvel fram að Alexei hafí um tíma
búið á Norður-írlandi undir nafn-
inu Nikolai Chebotarev.
Lengi hefur verið deilt um afdrif
keisarafjölskyldunnar þótt jafnan
sé talið að bolsévikar hafí tekið alla
meðlimi hennar af h'fí árið 1918.
Líkamsleifar Alexeis ríkisarfa, sem
var 14 ára þegar rússneska bylt-
ingin reið yfir, hafa hins vegar
aldrei fundist og orðrómur um að
hann og Anastasia systir hans hafí
komist undan því aldrei verið kveð-
inn niður.
Er haft eftir Lavery, sem er
menntaskólakennari í Lisburn, í
The Belfast Telegraph að Alexei
hafi sannarlega komist undan og
síðan tekið sér nýtt nafn og búið í
Júgóslavíu og Frakklandi áður en
hann settist að á N-írlandi seint á
fjórða áratugnum. Segir Lavery að
DNA-próf sanni að hann sé náinn
ættingi Romanov-keisarafjölskyld-
unnar.
Reuters
Handtaka
LÖGREGLA handtók í gær
Charles Pieri, einn af leiðtogum
aðskilnaðarsinna á Korsiku, í
tengslum við rannsókn á morði
foringja annars hóps aðskilnaðar-
sinna. Meðlimir Cuncolta-hreyfíng-
arinnar, sem Pieri leiðir, mót-
á Korsíku
mæltu handtökunni við heimili
hans í gær, og sérsveitarmenn
voru kallaði á vettvang til að halda
þeim í skefjum. Lögregla lagði
hald á skotvopn og sprengiefni,
sem fundust við leit á heimili Pier-
is.
Málefm N-Irlands rædd á flokksþingi Verkamannaflokksins
, , Reuters
FULLTRUAR á flokksþingi Verkamannaflokksins fögnuðu Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra bresku rfk-
issljórnarinnar, sem hetju þegar málefni N-írlands voru rædd í gær. David Trimble, forsætisráðherra á N-ír-
landi, vottaði Mowlam einnig virðingu sína en hann ávarpaði þingið í gær.
Engin lausn á afvopn-
unardeilum í sjónmáli
Blackpool. Reuters.
GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin,
átti í gær fund með Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, í Black-
pool þar sem breski Verkamanna-
flokkurinn heldur nú flokksþing
sitt. Var deilan um afvopnun öfga-
hópa helsta umræðuefni þeirra en
mikill þrýstingur er á Blair að fínna
lausn á vanda sem talinn er ógna
Belfast-samningnum sem náðist á
páskum.
Mun Adams hafa sagt Blair að
hann og David Trimble, forsætis-
ráðherra N-írlands og leiðtogi
stærsta flokks sambandssinna,
UUP, yrðu að standa við alla þætti
samningsins og að Trimble verði að
bera sigurorð af þeim öflum í UUP
sem eru á móti Belfast-samningn-
um sem slíkum, ekki væri hægt að
breyta skilmálum samningsins nú
og setja afvopnun sem forskilyrði
fyrir öllu öðru.
Adams dró hins vegar úr fullyrð-
ingum þess efnis að deilan nú væri
óyfírstíganlegur þröskuldur. „En þó
er ijóst að nú ríður á að leysa þessa
deilu,“ sagði hann við blaðamenn og
staðfesti að hann myndi brátt eiga
fund með Trimble.
Málefni N-Irlands voru tekin til
sérstakrar umræðu á þingi Verka-
mannaflokksins í gær og flutti
Trimble þar ávarp, eins og Seamus
Mallon, aðstoðarforsætisráðheiTa
N-írlands, og Mo Mowlam, N-ír-
landsmálaráðherra bresku ríkis-
stjórnarinnar.
Kváðust þau öll sannfærð um að
ný og friðvænlegri framtíð blasti við
íbúum N-íriands en Trimble benti
hins vegar á að þegar hefði næstum
sjötíu liðsmönnum öfgahópa, sumir
þeirra dæmdir morðingjar, verið
sleppt lausum úr fangelsi og dregið
hefði verið úr fjölda breskra her-
manna á N-írlandi þrátt fyrir að
öfgahópar lýðveldissinna og sam-
bandssinna hefðu ekki hafíð afvopn-
un eins og þó væri gerð krafa um í
Belfast-samningnum.
Leiðin greið fyrir
Rau í forsetastólinn?
EFTIR að kristilegir og frjálsir
demókratar, flokkarnir hægra
megin við miðju í þýzkum stjóm-
málum, misstu meirihluta sinn á
Sambandsþinginu, neðri deild
þýzka þingsins, í
kosningunum sl.
sunnudag, er útlit
fyrir að væntanlegur
forsetaframbjóðandi
jafnaðarmanna muni
eiga greiða leið í
embættið þegar
kemur að forseta-
kjöri næsta vor.
Gert er ráð fyrir
að Jafnaðarmanna-
flokkurinn SPD,
Græningjar og PDS,
arftakaflokkur aust-
ur-þýzka kommún-
istaflokksins, muni
hafa yfir um 50 at-
kvæða meirihluta að ráða á sam-
komu þeirri sem er kölluð saman
sérstaklega til að kjósa forseta
lýðveldisins (Bundesversamml-
ung). Hún er samkvæmt stjórn-
arskránni skipuð þingmönnum
Sambandsþingsins og jafn mörg-
um fulltrúum, sem kosnir eru af
þingum sambandslandanna sext-
án. 1.338 manns munu eiga sæti á
samkomunni, sem hinn 23. maí
nk. mun kjósa arftaka Romans
Herzogs, en hann hefur gegnt
embættinu síðan um mitt ár 1994.
Síðast þegar kosið var, í maí
1994, hlaut Herzog - sem fór
fram í nafni kristilegra
demókrata - stuðning 696 full-
trúa af þeim 1.320 sem þá kusu,
eða 52,7%. Johannes
Rau, frambjóðandi
SPD og þáverandi
forsætisráðherra
Nordrhein-Westfa-
len, fjölmennasta
sambandslandi
Þýzkalands, fékk 605
atkvæði.
Frá því Sambands-
lýðveldið var stofnað
árið 1949 hefur aðeins
einn jafnaðarmaður
gegnt þjóðhöfðingja-
embættinu, en það
var Gustav Heinem-
ann, sem var kosinn
1969. Samkvæmt frá-
sögn Siiddeutsche Zeitung var
Heinemann „pólitískur uppeldis-
faðir“ Johannesar Rau, þess
manns sem nú er talið að sé lík-
legastur til að ná kjöri til forseta
næsta vor. Rau, sem sagði af sér
sem forsætisráðherra Nordrhein-
Westfalen í marz sl. eftir nítján
ár í því embætti, er kvæntur inn í
fjölskyldu Heinemanns. Að sögn
Suddeutsche Zeitung lítur Rau
svo á, að það yrði krýning ævifer-
ils síns, ef honum auðnaðist að ná
kjöri til þjóðhöfðingja landsins.
Rau hafi lengi borið með sér þrá
eftir þessu heiðursembætti, jafn-
vel þótt „sumum atvinnustjórn-
málamönnum þyki það lítið eftir-
sóknarvert að skipa ráðherra,
sem aðrir hafa valið, að undirrita
lög, sem aðrir hafa ákveðið, og að
halda sögulegar ræður“.
Kohl aftekur
framboð
Helmut Kohl, aðspurður á blaða-
mannafundi sl. mánudag hvort
hann hefði leitt hugann að því að
gefa kost á sér í forsetakjöri,
sagði að tilgangslaust væri að
beina slíkum spurningum til ann-
arra en sigurvegara kosninganna,
en hann spáði því að mikið yrði
togast á innan raða jafnaðar-
manna um forsetaframboðsmál á
næstu mánuðum.
Talsmenn SPD hafa haft hægt
um sig hvað þetta mál varðar.
Víst er þó, að sumir áhrifamiklir
jafnaðarmenn kysu frekar að for-
setakjörið yrði nýtt til að undir-
strika þau umskipti stjórnar-
skiptanna með skýrari hætti, þ.e.
með því að tilnefna konu eða
Austur-Þjóðverja í embættið.
Græningjar eru mjög ákveðið
þessarar skoðunar. Auk þess
verður Rau 68 ára á næsta ári -
það er jafn gamall og Kohl kanzl-
ari þegar hann kvaddi sviðið í
Bonn.
Frekari gögn gerð opinber á morgun
Ráðgjafí Bills
Clintons segir
málinu lokið
Washington, New York. The Daily Telegrapli, Reuters.
SIDNEY Blumenthal, einn af helstu
ráðgjöfum Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta, segir að allar upplýs-
ingar sem máli skipta um Lewinsky-
mál forsetans hafí þegar verið gerð-
ar opinberar og að málinu sé nú í
raun lokið.
Stórblaðið The New York Times
lýsti sig hins vegar í gær hlynnt því
að þingmenn demókrata og
repúblikana semdu um að forsetinn
hljóti ávítur gegn því að hann viður-
kenni að hafa logið eiðsvarinn um
samband sitt við Lewinsky, en að
ekki verði höfðað mál hendur honum
til embættismissis.
Yfirlýsing Blumenthals kemur
einmitt þegar beðið er opinberunar
frekari gagna í málinu en á morgun
koma almenningi íyrir sjónir fímm
þúsund blaðsíður af gögnum sem
tengjast rannsókn Kenneths Starrs,
sérskipaðs saksóknara. Er þar m.a.
að fínna uppskrifuð samtöl Lindu
Tripp við Monicu Lewinsky, sem
Tripp festi á segulband, en að sögn
nákunnugra er forsetinn þar kallað-
ur „kvikindi."
Um er að ræða tuttugu klukku-
stundir af efni, en meðlimir dóms-
málanefndar Bandaríkjaþings hafa
klippt það nokkuð til vegna þess að
þeir hafa áhyggjur af því að lýsingar
Lewinsky á kynferðislegu sambandi
sínu við Clinton þyki of berorðar.
Sagði Blumenthal að síðustu
mánuðir hefðu líkst skotgrafahern-
aði en að andrúmsloftið í Hvíta hús-
inu væri mun betra nú eftir að
skýrsla Starrs og myndband af yf-
irheyrslu hans yfir Clinton voru
gerð opinber. Hélt Blumenthal því
fram að Lewinsky-hneykslið væri í
rénun og að Starr hefði „þegar gert
sitt versta“ en hefði engin frekari
gögn sem hann gæti svert nafn for-
setans með. „Ég tel að við vitum nú
allt sem nauðsyn er að vita. Þar
með er máli þessu í raun lokið.“
Ný skoðanakönnun sem The
Washington Post birti í gær gefur
til kynna að þótt bandarískur al-
menningur sé almennt fremur mót-
fallinn því að Bandaríkjaþing sam-
þykki málshöfðun á hendur forset-
anum til embættismissis eru þeir
sem líklegir eru til að neyta at-
kvæðisréttar síns í þingkosningun-
um í nóvember gagnrýnni á forset-
ann. Segja 53% þeirra sem munu
kjósa í nóvember að þingið ætti að
ræða málshöfðun.