Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
mpz*'
Spánn vill að EFTA-rflri haldi áfram
að greiða í þróunarsjóð
Segja kröfuna
án stoðar í
EES-samningi
FULLTRUAR spænskra stjórn-
valda settu fram þá kröfu á fundi
sameiginlegu EES-nefndarinnar í
Brussel í síðustu viku, að EFTA-
ríkin haldi áfram að greiða í svokall-
aðan þróunarsjóð EFTA, sem veitt
hefur styrki og niðurgreidd lán til
fátækari ríkja Evrópusambandsins.
Stjórnvöld í EFTA-ríkjunum telja
þessa kröfu ekki eiga sér neina stoð
í samningnum um Evrópskt efna-
hagssvæði. Þau hafa hins vegar,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, áhyggjur af að Spánverjar
haldi kröfunni til streitu og minni á
hana þegar EFTA-ríkin þurfa að
koma hagsmunamálum sínum fram
innan ESB.
Þróunarsjóðurinn var settur á
stofn við gerð EES-samningsins. A
lokaspretti samningaviðræðnanna
komst á tenging milli þróunarsjóðs-
ins og krafna Evrópubandalagsins
um veiðiheimildir í lögsögu EFTA-
ríkjanna; með því að EFTA-ríkin
samþykktu stofnun sjóðsins dró EB
úr kvótakröfum sínum.
I 115. grein EES-samningsins
segir að samningsaðilar séu „sam-
mála um nauðsyn þess að draga úr
efnahagslegu og félagslegu mis-
ræmi milli svæða sinna með það
fyrir augum að stuðla að jafnri og
stöðugri eflingu viðskipta- og efna-
hagstengsla samningsaðila".
I 116. grein er síðan kveðið á um
þróunarsjóðinn, sem komið skal upp
í þeim tilgangi að leggja sitt af
mörkum til framgangs þessum
markmiðum.
Framkvæmdastjórnin
sammála skilningi EFTA
Vísað er til bókunar 38 við samn-
inginn, en þar kemur fram að
EFTA-ríkin eigi að inna greiðslur
af hendi í sjóðinn í fimm ár, 1993-
1997 að báðum árum meðtöldum.
Vegna þess að gildistaka samnings-
ins dróst hófust greiðslurnar 1994
og þeim á, samkvæmt skilningi
EFTA-ríkjanna, að ljúka í ár. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins eru EFTA og framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins sam-
Aðlögun hafin
LEIÐANGURINN, sem ætlar að
klífa tind Ama Dablam 20. október,
er kominn í fjallaþorpið Namche
Bazaar, sem er í 3.500 metra hæð.
Þar munu leiðangursmenn gista
fram á laugardag til að venjast hæð-
inni og halda síðan áfram ferðinni.
í næstu viku ætla fjallgöngu-
mennimir að ganga í grunnbúðir
Everest-fjalls í æfingaskyni og til
baka. I skeyti sem hópurinn sendi
frá sér líður öllum vel ef frá er talin
magakveisa sem einn leiðangurs-
mála um þennan skilning á EES-
samningnum. I samningnum kemur
fram að bókun 38 sé ein þeirra bók-
ana við samninginn, sem ekki sé
hægt að breyta með ákvörðun sam-
eiginlegu EES-nefndarinnar og
hafa Spánverjar gefið í skyn að þeir
muni taka málið upp á ráðherra-
fundi ESB og EFTA í næstu viku.
Krafa Spánar er því einkum talin
af pólitískum toga. Viðmælendur
Morgunblaðsins telja að annars veg-
ar vilji Spánverjar skapa þrýsting á
EFTA-ríkin að halda áfram að
greiða fyrir aðgang sinn að innri
markaði ESB og hins vegar séu þeir
að reyna að styrkja stöðu sína gagn-
vart hugsanlegum niðurskurði á
þróunarsjóðum Evrópusambandsins
sjálfs, sem talin er óhjákvæmilegur
á komandi árum vegna aðildar nýrra
ríkja að sambandinu. Sum fátækari
ríki sambandsins, sem eiga mest
undir styi’kjum úr sjóðunum, t.d.
Portúgal og Grikkland, munu hafa
lýst stuðningi við kröfur Spánar.
Yrðu að fá eitthvað í staðinn
Fulltrúar EFTA-ríkjanna benda
á að eigi EFTA-ríkin að halda
áfram að greiða í þróunarsjóð þurfi
að breyta EES-samningnum sjálf-
um, sem hafi í för með sér að fara
verði með breytingarnar fyrir þjóð-
þing allra aðildarríkjanna átján.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins telja EFTA-ríkin að eigi
þau nokkum tímann að geta fallizt á
slíkar breytingar verði þau að fá á
móti breytingar á ákvæðum samn-
ingsins, sem þau telji sér nú óhag-
stæð.
ísland hefur greitt u.þ.b. 100
milljónir króna á ári í þróunarsjóð-
inn. Úthlutun styrkja og lána úr
honum er að ljúka um þessar mund-
ir. Framkvæmdastjóm Evrópusam-
bandsins tók að sér að greiða hlut
Sviss, Svíþjóðar, Finnlands og
Austurríkis eftir að fyrstnefnda rík-
ið hvarf frá aðild að EES og hin
þrjú gengu í ESB. Framkvæmda-
stjórnin hefur því verið sammála
EFTA-ríkjunum um að gera beri
sjóðinn upp á næstunni.
í þunna loftinu
manna fékk, en slíkt er alvanalegt
þegar vestrænir menn neyta fram-
andi fæðu í Nepal. Leiðin sem hóp-
urinn heldur sig á er sú sama og
Everest-farar ganga en farið er út
af henni í austurátt að Ama Da-
blam. Leiðangursmenn áætla að
komast í gmnnbúðir Ama Dablam í
5.000 metra hæð í Mingbo-dalnum
sunnudaginn 11. október. Þangað er
dagsganga frá Namche Bazaar. Þá
hefst sjálf fjallgangan, sem tekur
um 16 daga gangi allt að óskum.
FORSÆTISRÁÐHERRAHJÓNIN, Ástríður Thorarensen og Davíð Oddsson, voru meðal gesta á sýningunni.
í baksýn er Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips.
Heimssýningunni EXPO 98 í Portúgal lokið
1500 þúsund heimsókn-
ir í íslenska skálann
Valin þing-
flokksformaður
Kvennalistans
Á NÝAFSTÖÐNUM þingflokks-
fundi Kvennalistans var Kristínu
Halldórsdóttur falið embætti þing-
flokksformanns frá 1. október nk.
Þessi þingflokksformannaskipti
eru samkvæmt hefð innan Sam-
taka um kvennalista.
HEIMSSÝNINGUNNI EXPO 98 í
Lissabon lauk í gær en sýningin
hefur staðið yfir í rúma fjóra mán-
uði. EXPO 98, líkt og aðrar heims-
sýningar, hefur fyrst og fremst ver-
ið ætluð almenningi í leit að
skemmtun og fróðleik. Yfir 150
þjóðlönd og alþjóðastofnanir tóku
þátt í sýningunni.
Áætlað er að tæplega 10 milljónir
manna hafi heimsótt EXPO 98 og er
það í samræmi við það sem portú-
galskir sýningarhaldarar höfðu
áætlað fyiirfram. Að sögn Ragn-
heiðar Árnadóttur, verkefnisstjóra
hjá Útflutningsráði, hefur aðsóknin
að íslenska sýningarskálanum hins
vegar verið mun meiri en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona. Hún seg-
ir að ein og hálf milljón gesta hafi
sótt skálann heim, sem sé frábær
árangur. Til viðmiðunar megi nefna
að þýski skálinn hafi ekki fengið
nema 500 þúsund gesti á sýningar-
tímanum. íslenski skálinn hefur
fengið mjög lofsverða umfjöllun í
portúgölskum fjölmiðlum og hefur
verið í hópi þeirra skála sem vakið
hafa mesta athygli, segir Ragnheið-
ur.
Útflutningsráð íslands hefur haft
yfirumsjón með þátttöku íslands á
EXPO 98 fyrir hönd forsætisráðu-
neytisins, en fjölmargir aðilar hafa
lagt hönd á plóginn við að gera þátt-
töku íslands sem glæsilegasta.
Hönnuður skálans er Árni Páll Jó-
hannsson leikmyndahönnuður og
hefur þegar verið leitað til hans um
mögulega þátttöku í hönnun
sænska skálans fyrir næstu heims-
sýningu, sem haldin verður í
Hannover í Þýskalandi árið 2000.
Tólf starfsmenn - íslenskir og
portúgalskir - hafa unnið á sýning-
unni í allt sumar og framkvæmda-
stjóri skálans er Gestur Bárðarson.
Aðrir sem nefna má eru fyrirtækin
Kastljós sem sá um tæknimál skál-
ans og Gagarín sem sá um fram-
leiðslu á margmiðlunarefni sem til
sýnis var í skálanum og vakti mikla
athygli. Steingrímur Karlsson og
Ólafur Jónsson höfðu auk Árna Páls
Jóhannssonar yfirumsjón með gerð
kvikmyndar sem sýnd var á stói-u
tjaldi í skálanum og samdi Margrét
Örnólfsdóttir tónlistina fyrir mynd-
ina.
Islensk menning áberandi
Islensk menning hefur einnig
verið áberandi á EXPO 98 og til að
mynda tóku yfir 80 íslenskir lista-
menn þátt í viðamikilli menningar-
dagskrá á þjóðardegi íslands hinn
27. júní sl. sem skipulögð var af
menntamálaráðuneytinu. Þeir voru
leikhópurinn Frú Emilía, íslenski
dansflokkurinn, Tjamarkvartettinn,
þjóðdansafélagið Fiðrildin, Blásara-
kvintett Reykjavíkur, Örn Árnason,
Skari skrípó, leikhópurinn
Ormstunga og Kammersveit
Reykjavíkur. Auk þessara lista-
manna heimsótti Gradualekór
Langholtskirkju einnig sýninguna.
íslendingar áttu einnig sinn fulltrúa
í fatahönnunarkeppni, „Design 21“,
sem haldin var í tengslum við
EXPO 98 og var Brynja Emilsdóttir
valin ein af 21 sigurvegara í keppn-
inni. Framlag hennar, kjóll úr
ýsuroði, verður sendur, að heims-
sýningunni lokinni, til Kobe í Japan
þar sem hann verður til sýnis ásamt
hinum tuttugu vinningsflíkunum.
Jón Ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Útflutningsráðs, telur erfitt
að mæla bein áhrif þátttöku Islands
á EXPO 98, en ljóst sé að landkynn-
ingin sé mikil.
--------------------
Ný sending - Full búö
Jakkar frá kr. 5.900
Buxur frá kr. 2.900
Pils frá kr. 2.900
Blússur frá kr. 2.800
Kjólar og vesti
Mikió úrval af fallegum
velúrgöllum frá kr. 4.900.
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433.
r a n d t e x
Shop in Shop
fynr alla
St. 34-52
Fyrsti hálkudagur
haustsins
Fjórar bfl-
veltur á
skammri
stund
FJÓRAR bílveltur urðu á
skömmum tíma í gærmorgun í
umdæmi Keflavíkurlögregl-
unnar. Engin alvarleg meiðsl
urðu á fólki. Myndaðist hálka á
vegum eftir næturfrost og
virðist sem ökumenn hafi ekki
verið undir það búnir að takast
á við fyrsta hálkudaginn, nú
þegar enn eru rúmlega þrjár
vikur til íyrsta vetrardags.
Fyrsta veltan varð kl. 6.40 á
Garðvegi þar sem tveir voru í
bifreiðinni. Var annar fluttur á
Sjúkrahúsið í Keflavík með
minniháttar meiðsl. Bifreiðin
skemmdist mikið og var dregin
á brott með krana. Á Reykja-
nesbrautinni kl. 7.48, skammt
frá Flugstöð Leifs Eiríksson-
ar, fór bifreið út af veginum og
valt. Ökumaður var einn í bif-
reiðinni og slapp ómeiddur, en
bifreiðin skemmdist mikið og
var dregin á brott með krana.
Við Rósaselstorg í Keflavík fór
bifreið út af og valt kl. 7.52.
Fjórir voru í bifreiðinni og
voru tveir fluttir á Sjúkrahúsið
í Keflavík með minniháttar
meiðsl. Kl. 8.12 fór síðan bif-
reið út af á Grindavíkurvegi og
valt nokkrar veltur, en öku-
maður, sem var einn í bifreið-
inni, slapp ómeiddur. Bifreið-
ina þurfti að draga á brott með
krana.
Lögreglan í Keflavík fékk að
auki tilkynningar um útafakst-
ur nokkuira annarra bifreiða
þar sem skemmdir urðu litlar
og engin meiðsl á fólki. Sagði
lögreglan að hálkan sem
myndaðist á vegunum hefði
augsýnilega komið fólki að
óvöru, en lán hefði verið að
ekki urðu alvarleg slys á fólki
og þakka mætti það almennri
bílbeltanotkun.