Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 51
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 51 I 1 ■ Frétta- tilkynning frá Farm- asíu ehf. FARMASÍA ehf. harmar að fyrir okkar misskilning var birt kynning hinn 8. september í Morgunblaðinu á lyfinu Singulair. Ekki var ætlunin að sá texti birtist heldur annar unn- inn upp úr erlendri fréttatilkynn- ingu frá Merck & Co. í Bandaríkj- unum. Farmasía ehf. biðst velvirðingar á þessum mistökum. -------------- Fjallað um kosningar í Þýskalandi HÁDEGISVERÐARFUNDUR verður haldinn á vegum Félags stjórnmálafræðinga á efri hæð veit- ingastaðarins Lækjarbrekku í dag, fimmtudaginn 1. október, kl. 12. Frummælandi verður Auðunn Arnórsson, stjórnmálafræðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, en hann dvaldi í Þýskalandi um tveggja vikna skeið og fylgdist með kosningunum. Allir velkomnir. ----------♦-♦-♦--- Vikunámskeið í blðma- skreytingum GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með viku- námskeið í blómaskreytingum fyiár áhugafólk í næstu viku, 5. til 9. október, frá kl. 9-17 alla dagana. Nokkur pláss eru enn laus á nám- skeiðinu fyiár áhugasama. Leiðbein- andi verður Uffe Balslev, blóma- ski-eytingameistari. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu skól- ans frá kl. 8-16. FRÉTTIR_________ 18 tíma og 40 km fj allamaraþon LIÐIN þurftu m.a. að koma níðþungum grjótsekkjum upp bratta brekku. LIÐIN þurftu að undirbúa leiðina vel á korti áður en þau gátu haldið af stað. ÁRLEGT fjallamaraþon Lands- bjargar, landssambands björgun- arsveita, var haldið í Skagafirði 18.-19. september sl. Fyrirkomulag þessa fjallamaraþons er þannig að tveir og tveir keppa saman og þurfa þeir að ferðast um 40-50_ km leið á miUi verkefnapósta. Á póstunum verða liðin að leysa verkefni ýmiskonar og geta ekki haldið áfram nema að hafa lokið þeim. Leysi liðin verkefnin ekki á fullnægjandi hátt reiknast á þau refsitúni sem leggst við heildar- tíma þeirra en að þessu sinni voru verkefnapóstarnir ellefu talsins. Verkefnin sem keppendurnir þurfa að fást við tengjast velflest björgunarstarfinu en önnur eru meira til gamans. Liðin þurfa m.a. að búa um lærbrot, draga þunga gijótsekki upp snarbratta hlíð, feiga og affelga dekk, hlaða upp heyböggum og ýmislegt fleira. Að þessu sinni fór maraþonið fram í fjalllendinu vestan Varma- hlíðar í Skagafirði og var keppn- in skipulögð og framkvæmd af Flugbjörgunarsveitinni í Varma- hlíð í samtarfi við starfsmenn Landsbjargar. 16 lið hófu keppni, 11 í karla- flokki og 5 í kvennaflokki og luku 8 lið keppni í karlaflokki og 3 í kvennaflokki. Urslitin urðu sem hér segir: 1. sæti: Leifur Örn Svavarsson og Guðjón Marteinsson, Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík, 18 klst., 2.-3. sæti: Gísli Einar Árnason og Ólafur Th. Árnason, Hjálparsveit skáta, ísafirði, 18 klst. og 15 mín., 2.-3. sæti: Mar- teinn Sigurðsson og Arnaldur Gylfason, Flugbjörgunarsveitinni íReykjavík, 18. klst. og 15 mín. Kvennaflokkur: 1. sæti: Helga Björt MöIIer og Byrnja Björk Magnúsdóttir, Hjálparsveit skáta í Reykjavík, 21 klst. og 14 mín., 2. sæti: Linda Björnsdóttir og Magnea Magnús- dóttir, Hjálparsveit skáta Reykjavík, 21 klst. og 25 mín., 3. sæti: Sigfríð Einarsdóttir og Vala Hjörleifsdóttir, Hjálparsveit skáta Garðabæ, 23 klst. og 03 mín. Grenndarútvarp á Höfuðborgarsvæðínu ÍMær mimnixw —■ Súrefitiisvörup Rarin Herzog • vinna gegn öldrunareinkennuni • enduruppbyggja Iiúðina • vinna á appelsínulmð og sliti • vinna á unglingabúlum • viðhalda ferskleika búðarinnar Ferskir vindar í umhirdu húðar Ráðgjöf og kynning í Holtsapóteki, Glæsibæ, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur Ritgerðasamkeppni SUS - Island tækifæranna SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna efnir til ritgerðasamkeppni undir yfirskriftinni ísland tæki- færanna. Öllum á aldrinum 16-35 ára er heimil þátttaka og fyrir bestu ritgerðina verða veitt eitt hundrað þúsund króna verðlaun. Markmið keppninnar er að fá ungt fólk til þess að velta fyrir sér hvernig land það vill byggja og hvaða væntingar það hefur til framtíðar. Meginþema keppninn- ar er Island tækifæranna en efn- istök eru að öðru leyti frjáls. Lengd ritgerðar skal ekki vera meiri en 5 bls. Formaður dóm- nefndar er Friðrik Sophusson. Dómnefndina skipa að auki Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs OZ, Hanna Birna Krist- jánsdóttir, stjórnmálafræðingur og fulltrúi SUS, Inga Lind Karls- dóttir blaðamaður, Jakob F. Ás- geirsson rithöfundur og Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Ritgerðum skal skila undir dul- nefni í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík, fyrir 26. október. Jafnframt skal fylgja lokað umslag með réttu nafni og heimilisfangi. Verðlaunaafhending fer svo fram í nóvember og verður nánar auglýst síðar. Nánari upplýsingar varðandi keppnina má fá hjá skrifstofu SUS og hjá umsjónarmanni keppninnar, Áslaugu Huldu Jónasdóttm-. Net- fang hennar er: khi8182@khi.is Góðir skór á betra verði í dag verður opnaður skómarkaður á 3. hæð Kringlunnar. Dömu-y herra- og barnaskór á frábœru verði. Opið frá kl. 12-18 alla daga nema sunnudaga. Skómarkaðurinn, 3. hæð Kringlunni, s. 568 2888 Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. í kjötmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu slátur, nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Kjötmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 13-18. Síminn er 568 1370. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.