Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 47
MINNINGAR
HERMANN
LÁRUSSON
+ Hermann Lárus-
son var fæddur í
Neskaupstað 16.
febrúar 1922. Hann
lést á Landspítalan-
um aðfaranótt 22.
september sfðastlið-
inn. Hann var sonur
lvjónanna Lárusar
Asmundssonar, f.
1885, d. 1971, og
Dagbjartar Sigurð-
ardóttur, f. 1885, d.
1977, sem bjuggu á
Sjávarborg í Nes-
kaupstað. Hermann
var áttundi í röð tólf
systkina. Hin eru: 1) Sigríður, f.
1909, d. 1917, 2) Óskar, f. 1911, 3)
Fanney, f. 1913, 4) Þórunn, f.
1914, 5) Halldór, f. 1915, d. 1977,
6) Sigurður, f. 1918, 7) Ársæll, f.
1920, d. 1995, 8) Ásgeir, f. 1924,
9) Garðar, f. 1925, d. 1986, 10)
Aðalheiður, f. 1928, 11) Svavar, f.
1930.
Hermann kvæntist 18. desem-
ber 1946 eftirlifandi konu sinni
Önnu Bergsdóttur, f. 1922. For-
eldrar hennar voru Bergur Ei-
ríksson, f. 1884, d. 1969, og Sig-
ri'ður Guðjónsdóttir, f. 1878, d.
1961, búsett á Þórhól í Neskaup-
stað. Sonur Hermanns og Önnu
er Sverrir Her-
mannsson, f. 1955.
Sambýliskona hans
er Halldóra Lilja
Helgadóttir, f. 1954.
Sverrir var áður
giftur Margréti J.
Pálmadóttur og
eignuðust þau tvo
syni: Maríus Her-
mann Sverrisson, f.
1973, og Hjalta Þór
Sverrisson, f. 1978.
Hermann var sjó-
maður á sínum yngri
árum. Hann stundaði
nám við Stýrimanna-
skólann 1944-1946. Eftir að í
land var komið var hann bæjar-
gjaldkeri í Neskaupstað. Árið
1960 gerðist hann framkvæmda-
sljóri Sfldarvinnslunnar og
gegndi því starfi til 1968. Árið
1973 tók hann við starfi bæjar-
gjaldkera og seinna starfi bæjar-
bókara hjá Neskaupstað þar sem
hann starfaði til 67 ára aldurs.
Hermann hafði mikið yndi af
söng og var í Samkór Neskaup-
staðar og Kirkjukór Norðfjarðar-
kirkju til fjölda ára.
Utför Hermanns Lárussonar
fer fram frá Norðíjarðarkirkju i'
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfí Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfír mér.
(H. Pétursson)
Hermannn föðurbróðir minn er
látinn. Hann var áttundi í röðinni af
þrettán börnum afa míns og ömmu,
Lárusar Ásmundssonar og Dag-
bjartar Sigurðardóttur frá Sjávar-
borg í Neskaupstað. Bræðurnir
voru átta og systurnar fimm. Elsta
barnið, Sólveig, lést átta ára.
Mikill samgangur var ævinlega á
milli þeirra systkina og gott var að
alast upp í svona stórri fjölskyldu,
þar sem afi og amma voru ævinlega
miðpunktur allra samskipta þeirra
systkina, tengdabarna, barnabarna
og barnabarnabarna. En Hermann
átti alltaf sérstakan sess í hjarta
mínu sem frændi af því við áttum
sama afmælisdag. Hann fékk mig í
þrítugsafmælisgjöf, sagði hann
alltaf. Og það fannst mér vera mikill
heiður og það batt okkur sérstökum
böndum alla tíð.
Frænda minn hitti ég síðast núna
í júlí fyrir austan, en það er fastur
liður á heimaslóðum að fara á Þór-
hól til Önnu og Hermanns. Þau hjón
eru ætíð nefnd í sama orðinu, svo
samrýnd hafa þau alltaf verið. Þótt
ég vissi að frændi minn gengi ekki
heill til skógar var mér nokkuð
brugðið þegar hann, af æðruleysi,
sagði mér hvernig heilsu sinni væri
komið. Mér fannst óskiljanlegt að
hann væri veikur, svo hress virtist
hann og atorkusamur. Samt skynj-
aði ég alvöruna sem undir bjó, því
frændi var mjög dulur og flíkaði
ekki tilfmningum sínum. Og þegar
haustið kom með sínum fallegu lit-
um á gróðri og náttúru og farfugl-
arnir fóru yfir hafið lagði hann í
sína síðustu ferð.
I huga mínum mun ég geyma
bros hans, kjark og gjafmildi. Eg
þakka honum og Önnu fyrir trygg-
lyndi þeiiTa við mig og hjálpsemi
við móður mína þegar faðir minn
féll frá fyrir rúmum þremur árum.
Góðs mágs og frænda er sárt sakn-
að.
þá Hermann Lárusson og i nærri
tvo áratugi þar á eftir. I þessari
fyrstu heimsókn minni, sem stóð yf-
ir í nærri tvær vikur, var lagður
gi-unnur að vináttu okkar sem stað-
ið hefur óslitið síðan og aldrei hefur
borið skugga á. Heimili Hermanns
og Önnu, hans elskulegu konu, hef-
ur alltaf staðið mér opið, hvort sem
þau voru heima eður ei. En óneitan-
lega var miklu skemmtilegra að
koma á Þórhól þegar þau hjón voru
heima, því móttökurnar og hlýjan
sem alltaf mættu mér við heimsókn-
ir mínar þangað verða mér alltaf
ógleymanlegar og óneitanlega verð-
ur tómlegra að koma austur í fram-
tíðinni þegar Hermanns nýtur ekki
lengur við. Það er margs að minnast
þegar horft er til baka yfir okkar
löngu og ánægjulegu vináttu og
langar mig í því sambandi sérstak-
lega að nefna að strax um vorið fóru
Hermann og Sverrir, sonur hans,
með mig út á golívöll til að sýna og
kenna mér golf. Á litla golfvellinum
við bakka Norðfjarðarár sló ég mitt
fyrsta golfhögg og fékk mína fyrstu
tilsögn og innsýn í golfparadísina.
Skömmu síðar keypti ég hálft
golfsett hjá Kristjáni heitnum
Lundberg og hef verið forfallinn
golfari síðan og hef engan hug á að
hætta þeirri yndislegu útivistan'-
þrótt.
Ferðir mínar til Neskaupstaðar
skipta mörgum tugum í dag og enga
v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
hef ég heimsótt eins oft í Neskaup-
stað og Hermann og Önnu og ef ég
kom ekki í hvert skipti í heimsón til
þeirra á Þórhól fékk ég ævinlega
ávítur frá Hermanni fyrir að heim-
sækja þau ekki, sérstaklega hin síð-
ari ár eftir að Hermann lét af störf-
um hjá bænum. Hann fylgdist alltaf
með mér, einkum í gegnum Sverri,
son sinn, en milli okkar myndaðist
einnig einlæg vinátta, og lét sér
mjög annt um vináttu okkar. Her-
mann var afar traustur og áreiðan-
legur, samviskusamur og mikið
snyrtimenni. Allir þessir eiginleikar
komu mjög skýrt fram í störfum
hans enda var hann farsæll í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur.
Honum var einnig afar annt um
fjölskyldu sína og var alltaf reiðubú-
inn að leggja henni til alla sína
krafta. Því veit ég að sorgin er stór
hjá Önnu, Sverri og drengjunum
Maríusi Hermanni og Hjalta og
öðrum ástvinum.
Að leiðarlokum þakka ég af heil-
um hug kynni mín af heiðursmann-
inum Hermanni Lárussyni, vináttu
okkar og allar samverustundirnar.
Við Kristín biðjum algóðan Guð að
taka vel á móti honum og styrkja
alla ástvini hans í þeirra djúpu sorg
og söknuði.
Guðmundur Friðrik Sigurðsson.
Enn eitt skarð er nú höggvið í röð
móðurbræðra minna með fráfalli
nafna míns Hermanns Lárussonar.
Hann var áttundi í röð tólf systkina
og eru nú sjö þeirra eftir á lífi.
Nafni var alinn upp við þröng kjör í
stórum systkinahópi. Þegar hann
fæðist, áttunda barn afa og ömmu,
er elsti bróðirinn Óskar 11 ára. I
uppvextinum held ég að lífsviðhorf
hans hafi að mestu mótast. Þau ein-
kenndust af ráðdeild en samt örlæti
og virðingu fyrir vinnu og verðmæt-
um. Fyrst og fremst réð þó gleði og
góðmennska ríkjum í öllu hans við-
móti. Eins og ungum mönnum í
sjávarplássum var tamt á þessum
árum beindist hugur hans fyrst að
sjómennsku og sigldi hann til dæm-
is meira og minna alla seinni heims-
styrjöldina. Árið 1946 lauk hann
prófi frá Stýrimannaskólanum og
var við skipstjóm nokkur ár þar á
eftir. Sjómennskan átti þó ekki fyrir
honum að liggja og landvinna tók
við. Fyrst vann hann sem bæjar-
gjaldkeri hjá Neskaupstað og
seinna tók hann við Síldarvinnsl-
unni og var þar framkvæmdastjóri
öll síldarárin. Þar lagði hann sitt af
mörkum við uppbyggingu á því íyr-
irtæki. Leið hans lá aftur til starfa
fyrir Neskaupstað og var hann fyrst
bæjargjaldkeri og seinna bæjarbók-
ari þar allt til eftirlaunaaldurs. Öll
vinna hans einkenndist af ná-
kvæmni og samviskusemi enda trú-
að fyrir störfum sem útheimta slík-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Elsku Anna mín, Sverrir og fjöl-
skylda, okkar dýpstu samúðar-
kveðjur. Megi guð styrkja ykkur og
ljós kærleikans lýsa ykkur.
Dagrún Ársælsdóttir og
fjölskylda.
Um miðjan janúar árið 1975 kom
ég í fyrsta sinn til Neskaupstaðar.
Tilgangur ferðar minnar var að
vinna að endurskipulagningu á bók-
haldi bæjarins og vinna að endur-
skoðun og gerð ársreikninga bæjar-
félagsins. Aðalbókari bæjarins var
LEGSTEINAR t Marmari
íslensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrýti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími 5871960, fax 5871986
ar lyndiseinkunnir. Á Þórhól er
heimili þeirra Önnu, fallegt og vel
búið á góðum útsýnisstað yfir bæ-
inn og fjörðinn. Einhver mesta
gleðistund í lífi nafna var þegar frá
því var gengið að Sverrir yrði kjör-
sonur hans og upp frá því Her-
mannsson. Eg man eftir þeim degi
þegar hann tók okkur tvo í bíltúr
inn í sveit til að segja okkur frá, þá
nýbúinn að fá skjölin í hendur. Gleði
feðganna var einlæg enda var sam-
band þeirra þá þegar orðið meira og
nánara en flestra sem ég þekki til.
Þessar minningar og aðrar gera
nafna að órjúfanlegum hluta upp-
vaxtarára minna á Norðfirði. Sjáv-
arborg, hús foreldra minna og afa
og ömmu, var samkomustaður móð-
ursystkina minna og afkomenda
þeirra. Þar hittust þeir bræður
reglulega og ræddu málin, jafnt al-
varlega sem í gamni. Þeir höfðu yf-
irleitt tíma til að skrafa svolítið við
lítinn polla sem venjulega sat og
gleypti í sig hvert orð. Nafni hafði
sérstakan áhuga á stráksa og hvað
hann var að brasa. Horfði á hann
kankvíslega með sínum sérstöku
kímnu augum og spyr hvað nabba-
sál hafi gert í dag. Þessi svipur
breyttist aldrei þótt ávarpið nabba-
sál breyttist seinna í nafna. Allt
fram á síðustu daga vakti hann yfir
velferð minni, yfirleitt með kímni en
alvöru að baki þar sem þar átti við.
Nafni hafði einstaklega gaman af
pólitík og landsmálunum og ræddi
þau oft af kappsemi við okkur þá
unga menn og af óvanalegu innsæi.
Aðeins einu sinni man ég eftir að
honum mislíkaði verulega við mig í
þeim efnum. Þá hafði ég sem ung-
lingur hengt upp stóra mynd af
Maó formanni á vegginn í herbergi
mínu og blasti hún við öllum þeim
sem áttu leið framhjá Sjávarborg.
Honum fannst myndin fremur ljót
og taldi hana litla prýði á æsku-
heimili sínu. Hitt var verra, hann
gat alls ekki sætt sig við að nafni
hans væri kominn á verstu glap-
stigu í pólitík. Tilvitnanir mínar í
rauða kverið hrifu á hann eins og
vatn á gæs. Rökræður okkar um
kenningarnar enduðu þannig að ég
tók formanninn niður. Eg viður-
kenni að ég er enn ekki viss um
hvaðan nafni hafði þekkingu á að-
ferðum ungliða sem kenndu sig við
menningarbyltingu í Kína og afleið-
ingar gerða þeirra á það samfélag.
Eflaust hefur innsæi og tilfinning
þess sem jarðtengdur er æðaslætti
þjóðlífsins vitað að i-auða kverið
gæti aldrei stungið út kúrsinn fyrir
lífið hjá mér frekar en öðrum af-
komendum Lárusar á Sjávarborg.
Þannig hefur hann oft verið nokk-
urskonar stýrimaður á þeirri skútu
sem borið hefur mig og síðar fjöl-
skyldu mína áfram allt fram á þenn-
an dag. Hann hefur verið einn af
þessum föstu punktum í tilverunni,
ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd
eða miðla mér, Jóhönnu og börnum
okkar af góðmennsku sinni og ör-
læti. Það fyrsta sem kemur upp í
hugann á þessum tímamótum er
þakklæti fyrir að hafa fengið að
vera samskipa honum þennan tíma.
Hann var sá förunautur í lífi okkar
sem flestir kjósa sér en fæstir eru
samferða. Nú er nafni minn horfinn
þangað sem hann getur ekið á
breiðari og betri vegum en hér eru.
En eitt er víst, að hann mun áfram
miða miðju vegarins út frá þeirri
stjörnu sem hann hélt mikið upp á
og okkur báðum er nauðsynleg til
slíkra verka.
Hermann Ottósson.
t
Ástkær bróðir okkar og frændi,
BJARNI SIGURÐSSON
bóndi,
Vigdísarstöðum,
lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga mánudaginn
28. september.
Margrét Sigurðardóttir,
Hólmfríður Sigurðardóttir,
Sigurlaug Sigurðardóttir,
Sigurgeir Magnússon,
Sigurður Magnússon,
Helga Magnúsdóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MAGNEA HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Hemlu,
Stóragerði 1,
Hvolsvelli,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 28.
september.
Ólafur Tryggví Jónsson,
Ragnhildur Ólafsdóttir, Sæmundur Sveinbjörnsson,
Ágúst Ingi Ólafsson, Sóley Ástvaldsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, mágur
og afi,
ÞORSTEINN JÓHANNSSON,
Svfnafelli,
Öræfum,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar-
daginn 26. september, verður jarðsunginn frá
Hofskirkju, Öræfum, laugardaginn 3. október
kl. 14.00.
Sigrún Pálsdóttir,
Guðjón Þorsteinsson,
Jóhann Þorsteinsson, Hafdís S. Roysdóttir,
Pálína Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson,
Halldór Þorsteinsson,
Jón Pálsson
og barnabörn.