Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Móðir mín,
UNNUR ARADÓTTIR HAGALÍN,
er látin.
Þór Hagalín.
Eiginkona mín og móðir,
JÓHANNA VILMUNDARDÓTTIR,
Hrafnistu Hafnarfirði,
er látin.
Kristinn Guðjónsson,
Ragnheiður Magnúsdóttir
og aðstandendur.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
LILJA LÁRA SÆMUNDSDÓTTIR
frá Heinabergi,
Lækjarási 1,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Garðakirkju á morgun,
föstudaginn 2. október, kl. 15.30.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja
minnast hennar, er bent á styrktarsjóð um byggingu sundlaugar á
Reykjalundi.
Bogi G. Thorarensen,
Karólína M. Thorarensen, Gísli J. Sigurðsson,
Sæunn G. Thorarensen, Davíð E. Sigmundsson,
Salbjörg J. Thorarensen, Ragnar S. Stefánsson,
Steingrímur G. Thorarensen, Olga Rán Gylfadóttir,
Steinunn G. Thorarensen, Hjalti Sigmundsson,
Bogi S. Thorarensen, Guðný Ingunn Aradóttir,
Guðmundur J. Thorarensen,
Kristín H. Thorarensen, Arnar Smári Þorvarðarson
og ömmuböm.
+
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og
afa okkar,
GARÐARS GUÐMUNDSSONAR,
Geitlandi 4,
Reykjavík,
fer fram frá Frikirkjunni í Reykjavík, á morgun,
föstudaginn 2. október kl. 15.00.
Jónína Ásmundsdóttir,
Elín Garðarsdóttir, Már Steinsen,
Þorkell Garðarsson, Anna Garðarsdóttir,
Garðar Þór, Helena, Agnar Freyr og Vílborg.
+
Fósturfaðir minn, tengdafaðir og afi,
BIRGIR Þ. M. GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu Hafnarfirði,
lést fimmtudaginn 17. sept. sl. á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Nína Þórsdóttir, Jón Bjömsson,
Margrét Snæfríður Jónsdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför
JÓNS EIRÍKSSONAR,
Fagrafossi,
Sfðu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Klausturhólum fyrir góða
umönnun.
Fjóla Aradóttir,
Sigurður Jónsson,
Kjartan Jónsson, Lovísa Eymundsdóttir,
Eiríkur Jónsson, Birna Aðalsteinsdóttir,
Ari Jónsson, Ólafía I. Gísladóttir,
Ómar Jónsson, Ingibjörg Þormar,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐFINNA
GÍSLADÓTTIR
+ Guðflnna Gísladóttir fædd-
ist 26. nóvember 1903. Hún
lést 21. september síðastiiðinn
og fór útför hennar fram frá
Hallgrímskirkju 28. september.
Ef þú velur þér vorið til fylgdar
Og vorið er sál þinni skylt
Og vitirðu hvað þú vilt
Þér treginn lækkar og trúin stækkar
Og himinninn hækkar.
(Guðm. Kamban)
Hún Guðfínna er dáin. Góð og
hjartahlý kona er gengin eftir langa
og gjöfula ævi. Mig langar að minn-
ast hennar með nokkrum myndum
úr myndabók minninganna. Ekkert
er eðlilegra en að kona, sem orðin er
94 úra kveðji okkur og þakki fyrir
sig. Þannig lýkur ævi okkar allra,
því hlaut svona að fara. Guðfinna gat
ekki orðið eilíf, nema í minningum
okkar, sem áttu því láni að fagna að
eiga samfylgd hennar. Minning
hennar mun verða ljós í lífi okkar.
Þær eru margar og bjartar minn-
ingar mínar um Guðfinnu, þær hafa
sótt á mig undanfarna viku og veitt
mér gleði í amstri hins daglega lífs.
Ég er svo lánsöm, að eiga ekki ein-
göngu vináttu Guðfinnu heldur
einnig dætra hennar þriggja. Leið
mín og þeirra lá saman, þegar ég
var barn að aldri og Guðfinna og
eiginmaður hennar Eiríkur fluttu
frá Siglufirði með dætur sínar þrjár
til höfuðborgarinnar. Þá kynntist. ég
þeim í holtinu góða í Rringlumýr-
inni, sem þá var langt utan við borg-
ina, en gaf tilefni til margvíslegra og
skemmtilegra leikja fyrir okkur
börnin. Eiríki kynntist ég aldrei en
minnist þó að hafa séð hann einu
sinni, hann drakknaði skömmu efth-
að fjölskyldan unga fluttist suður.
Ég skildi ekki þá, en ég veit nú
hversu mikið þrekvirki það var að
standa uppi ekkja með þrjái’ ungar
dætur. Guðfinnu tókst að takast á
við þetta verkefni og ljúka því með
sóma. Guðfinna varð aldrei rík af
veraldlegum auði í þeim skilningi
sem menn túlka það yfirleitt. En
þeim mun meiri auð skildi hún eftir
sig í dætrum sínum og afkomendum
þeirra og fjölskyldum. „Hafi maður
innrætt börnum sínum eldmóð og
áhuga getur maður dáið áhyggju-
laus, því að þá hefur maður arfleitt
þau að ómetanlegum verðmætum."
(Tómas A. Edison)
„En mín gæði eru það að vera ná-
lægt Guði, ég hefi gjört herrann Guð
að athvarfi mínu,“ segir í sálmi
73.28. Mér finnst Guðfinna hafa haft
þessi boð að leiðarljósi í lífi sínu.
Hún var trúuð kona, hafði það ekki í
flimtingum en hagaði lífi sínu í sam-
ræmi við það. Guðfinna var vinmörg
og hún var sannur vinur vina sinna.
Nei, ert það þú Hebba mín. Þannig
fagnaði hún mér alltaf, hvort sem ég
leit inn til hennar eða sló á þráðinn
til að ræða við hana í síma. Ékki er
hægt að minnast Guðfinnu án þess
að nefna kleinurnar hennar. Margar
era kleinurnar sem hafa rannið ljúf-
lega ofan i mig og mína. Enginn gat
steikt Guðfinnukleinur, þær era al-
veg sérstakar, margan kleinupok-
ann hefi ég fengið sendan eða sótt til
hennar um dagana. Ég minnist al-
veg sérstaklega morguns skömmu
fyrir jól og „litlu jólin“ framundan í
barnaskólanum. Þegar mig bar að
garði snemma morguns til að vera
samferða dætram hennai’ í skólann
stóð hún með nál í hendi og var að
ljúka síðustu sporunum á jólakjólun-
um þremur á dætur sínar. Hafði set-
ið uppi við saumana alla nóttina.
Þegar við stöllurnar héldum í skól-
ann hélt hún til vinnu sinnar. Af
mörgu er að taka, margs er að minn-
ast en ég geymi aðrar minningar í
þakklátum huga.
Lækkar lífsdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól.
Feginhvildinniverð.
Guð minn gefðu þeim frið
gleddu og huggaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hji
(H. Andrésdóttir)
Ég er rík af arfi þeim sem ég á í
sjóði minninganna af kynnum mín-
um af Guðfinnu. Ég minnist hennar
með gleði og þakklæti. Hið jákvæða
hugarfar hennar hafði bætandi áhrif
á umhverfið. Gengin er góð kona.
Guð geymi hana og alla ástvini
hennar.
Herborg Halldúrsdóttir.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali era nefndar DOS-texta-
skrár. Þá era ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvem látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar era beðnir að
hafa skímarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
+
Systir mín, mágkona og vinkona,
HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
sem andaðist á dvalarheimilinu Dalbæ, mánu-
daginn 21. september, verður jarðsungin frá
Höfðakapellu í dag, fimmtudaginn
1. október kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Magnús Stefánsson, Guðrún Metúsalemsdóttir
og Liv Krötö.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLAFÍA MARGRÉT SVEINSDÓTTIR,
Sigtúni 57,
Patreksfirði,
verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju,
laugardaginn 3. október kl 14.00.
Anna Gestsdóttir, Rafn Hafliðason,
Ingveldur Gestsdóttir, Haraldur Arason,
börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra.
+
Útför
SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Sviðugörðum,
fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju, á morgun,
föstudaginn 2. október kl. 14.00.
Sigurður Guðmundsson,
Selma Katrín Albertsdóttir, Davíð Axelsson
og böm.
+
Útför
GfSLA ERASMUSSONAR,
Háu-Kotey,
fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi laugardaginn 3. október
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast
hans, er bent á Langholtskirkju, Meðallandi.
Systur hins látna
og aðrir vandamenn.
Lokað
vegna útfarar PÉTURS ODDBERGS NIKULÁSSONAR stórkaup-
manns, föstudaginn 2. október eftir ki. 12.00.
Pon Pétur O. Nikulásson sf.,
Tryggvagata 16, 101 Rvík.