Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vantar einn ráðherra upp á fullskipaða stjórn í Rússlandi Skýrt frá efnahags- áætluninni í dag? Moskvu. Reuters. Dauðar sálir skattlagðar Moskvu. Reuters. RÚSSNESKIR skattheimtumenn hafa gripið til ýmissa harkalegra aðgerða að undanförnu til að auka tekjur ríkisins en þeir urðu að viðurkenna í gær að þeir hefðu gengið of langt þegar þeir heimt- uðu skatt af látnu fólki. Skattheimtumenn í Onega, bæ í norðurhiuta Rússlands, settu tugi látinna manna á lista yflr fólk sem ekki hefði greitt lóðarskatt. „Tölvunni þeirra var stolið fyrir tveimur árum og gögnin týndust, þannig að þeir tóku gögn úr skráningarstofu bæjarins og það varð ruglingur," sagði talsmaður rússneska skattaeftirlitsins. „Ætt- ingjarnir hringdu og sögðu að fólkið hefði dáið fyrir löngu.“ Rússnesk stjórnvöld hafa lagt fast að skattaeftirlitinu að kreista meira fé út úr skattþegnunum og vopnaðir skattheimtumenn hafa ráðist inn í fyrirtæki og heimili til að rannsaka meint skattsvik. Þessar aðgerðir hafa þó Iítinn ár- angur borið. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, tilnefndi í gær sjö ráðherra og vant- ar þá aðeins einn til að ríkisstjórnin sé fullskipuð. Hvatti hann einnig til, að rússneska stjórnin léti meira að sér kveða á alþjóðavettvangi en Jevgení Prímakov forsætisráðherra er nú í Hvíta Rússlandi í sinni fyrstu utanför eftir embættistök- una. Jeltsín tilnefndi fímm nýja ráð- herra og tvo, sem áttu sæti í stjórn Sergeis Kíríjenkos. Meðal nýlið- anna er Sergei Kalashníkov, hóf- samur maður í flokki með hinum öfgafulla Vladímír Zhírínovskí. Er honum ætlað atvinnumálaráðuneyt- ið. Nýir menn taka nú við heilbrigð- is-, menningar-, héraða- og mennta- málum en með kjamorku- og land- búnaðarmál fara sömu menn og áð- isráðherra á fjármálasviði en Alex- ander Shokhín sagði því embætti lausu eftir aðeins níu daga. Seðlaprentun eða umbætur Búist var við, að efnahagsáætlun Prímakov-stjómarinnar yrði birt í dag en óttast er, að gripið verði til seðlaprentunar þrátt fyrir yfírlýs- ingar um, að haldið verði áfram efnahagsumbótum. Hafa verkalýðs- félögin í Rússlandi boðað til mót- mæla um allt land 7. október nk. þar sem ekki verður krafist launa- hækkana, heldur einfaldlega, að fólk fái launin sín greidd. Gennadí Zjúganov, leiðtogi rúss- neskra kommúnista, sagði í gær, að hugsanlega leitaði hann eftir kosn- ingabandalagi við Júrí Lúzhkov, borgarstjóra í Moskvu. Flutti Inter- fax-fréttastofan þá fregn í gær en Lúzhkov sagði sl. þriðjudag, að ef til vill byði hann sig fram í forseta- kosningunum árið 2000. Haft var eftir Zjúganov, að því fyrr sem raunsætt og skynsamt fólk tæki höndum saman, því fyrr myndu Rússar losna við alls kyns furðufugla og róttæklinga og koma um leið í veg fyrir, að undirliðþjálfa, sem kallaði sig herforingja, tækist að hrifsa völdin. „Meðalvegurinn" Lúzhkov, sem hitti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á flokksþingi Verkamannaflokksins í Blackpool, sagði í viðtali við Reuters, að hann hefði áhuga á „meðalveginum", mitt á milli kapitalisma og sósíalisma, en hann hefur ekkert sagt um það hvort hann hafi áhuga á samstarfí við kommúnista. Kosið aftur í Astralíu? ÞINGKOSNINGAR eru í Ástralíu á laugardag en ef marka má skoðanakannanir er óvíst, að unnt verði að koma saman stjórn að þeim loknum. Það þýddi, að kjósa yrði aftur. Kannanir sýna, að enginn munur er á fylgi stjórnarflokk- anna tveggja annars vegar og Verkamannaflokksins hins vegar. Kjósendur öfgaflokks- ins Einnar þjóðar geta því hugsanlega ráðið miklu því að í áströlskum kosningalögum segir, að kjósendur megi einnig merkja við þann fram- bjóðanda annan, sem þeim finnst næstbestur. Hafna aðfínnslum Rússa STJÓRNVÖLD í Búlgaríu vís- uðu í gær á bug áhyggjum Rússa af þeim áætlunum sjö ríkja í Suðaustur-Evrópu að koma á fót sameiginlegu frið- argæsluliði. Sagði talsmaður búlgarska utanríkisráðuneytis- ins, að aðfinnslur Rússa væru ástæðulausar og byggðust á því afdankaða viðhorfi, að heimurinn sldptist upp í áhrifa- svæði stórveldanna. A fundi í Skopje í Makedóníu ákváðu fulltrúar Albaníu, Búlgaríu, Grikklands, ftalíu, Makedóníu, Rúmeníu og Tyrklands að vinna saman að friði á Balkanskaga. Mannrán í Tsjetsjníu AKMAL Saidov, fulltrúa rúss- nesku stjórnarinnar í Tsjetsjn- íu, var rænt þar í gær. Var hann að koma frá því að hlusta á Maskhadov, forseta landsins, fjalla um það vandamál, sem mannránin í Tsjetsjníu eru. Sprakk hjólbarði á bíl hans og meðan bílstjóri hans var að skipta um, var Saidov rænt. Yilja vísa Suu Kyi úr landi RÍKISÚTVARPIÐ í Myanmar eða Burma sem áður hét sagði í gær, að 28.000 manns hefðu komið saman til að krefjast þess, að leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, Aung San Suu Kyi, yrði vísað úr landi. Þetta er þriðji fundurinn af þessu tagi á skömmum tíma en frétta- skýrendur segja, að stjórnvöld hafi haft hönd í bagga með fundunum. Anwar barinn? MAHATHIR Mohamad, for- sætisráðherra Malasíu, sagði í gær, að kannaðar yi-ðu þær fullyrðingar Anwars Ibrahims, fyrrverandi fjármálaráðherra, að hann hefði sætt harðræði í fangelsi. Gaf hann þó í skyn, að Anwar hefði meitt sig vísvit- andi en læknir, sem rannsakaði Anwar, var sammála því, að hann hefði verið barinn. Anwar hefur verið sakaður um drott- inssvik og hórdóm af mörgum toga en hann segir aftur, að um sé að ræða álygar forsætisráð- herrans, sem reyni að halda völdum með öllum tiltækum ráðum. Nú vantar aðeins aðstoðarforsæt- Bjai'tsýnii á að A-Tímor öðlist brátt sjálfstæði JUAN Federer er fæddur í Chile en eiginkona hans er frá Austur- Tímor. Hann hefur um ái-abil verið búsettur í Ástralíu, en þar eru höf- uðstöðvar samtakanna East Timor International Support Center og Timor Aid, er hann veitir forstöðu. Hann er náinn samstarfsmaður José Ramos Horta, sem hlaut frið- arverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína í þágu frelsis Áustur-Tímor árið 1996. Federer segir að ástand mann- réttindamála sé enn slæmt í Indónesíu, þrátt fyrir endalok þriggja áratuga harðstjómar Su- hartos síðastliðið vor. „Stjóm Jusufs Habibies fylgir sömu stefnu í meginatriðum, en hefur þó ekki sama ægivald yfir þjóðinni. Herinn er ekki eins sterkur og áður og hann er illa í stakk búinn að bregð- ast við breyttum aðstæðum. Al- menningur er því orðinn óhrædd- ari við að láta skoðanir sínar í ljós opinberlega og stjómarandstöð- unni er nú kleift að skipuleggja starfsemi sína. En þessi þíða kem- ur eingöngu til af breyttum að- stæðum í landinu, ekki vegna stefnubreytingar af hálfu stjóm- valda.“ Slæmar horfur í Indónesíu .Astandið í Indónesíu er mjög slæmt. Efnahagur landsins er hmninn, gengi gjaldmiðilsins hefur fallið gífurlega og erlendar skuidir em miklar. Kínverjar hafa um langt skeið verið atkvæðamestir í viðskiptalífi Indónesíu. Þeir hafa á síðustu árum orðið fyrir vaxandi ofsóknum, og hafa því dregið úr fjárfestingum og í stóram stíl flutt starfsemi fyrirtækja sinna úr landi. Stærstu fyrirtækjasam- steypur Indónesíu hafa alla tíð byggt á spillingu og frændgæsku, og hafa því hver af annarri faliið um sjálfar sig. Stór hluti þjóðarinnar lifir við hungurmörk. Verð hrísgijóna, sem era uppistaðan í fæðu landsmanna, hefur til að mynda fjórfaldast á einu ári, og verð annarra nauð- synjavara hefur einnig hækkað upp úr öllu valdi. Þriðjungur bama á grannskólaaldri hefur hætt námi vegna þess að foreldrarnir hafa Juan Federer, framkvæmdastjóri alþjóð- legra samtaka er styðja sjálfstæðisbar- áttu Austur-Tímorbúa, var staddur hér á landi í vikubyrjun. Aðalheiður Inga Þor- steinsdóttir ræddi við hann um þróun mála í Indónesíu og á Austur-Tímor. ekki lengur efni á að kosta skólagöngu þeirra. Því má búast við að læsi, tækni- þekking og verkkunn- átta, sem ekki er mikil fyrir, muni enn minnka, og sýnt er að það muni hafa lang- tímaáhrif. Þá er atvinnuleysi mikið í landinu. Ekki er hægt að treysta töl- um stjómvalda, því þeim er hagrætt, en leiða má getum að því að um helmingur vinnufærra manna sé án atvinnu. í ljósi þess að ekki hafa verið gerðar grand- vallarbreytingar á efnahagsstefn- unni má búast við að ástandið muni enn fara versnandi.“ Kostnaðurinn við hersetuna of mikill Federer segir að mörgum sé orðið Ijóst að kostnaðurinn við hersetuna á Austur-Tímor sé of mikill, ekki síst í mannslífum talið. „Milli 30 og 40 þúsund indónesísk- ir hermenn hafa látið lífið í átökum á Austur-Tímor, auk 200 þúsunda innfæddra. Við höfum reiknað út að hemaðarumsvifin á Austur- Tímor kosti Indónesíu hálfan milljarð Bandaríkjadala (35 millj- arða króna) á ári. Auk þess hafa grimmdarverk indónesíska hers- ins á Austur-Tímor skapað landinu slæmt orðspor á alþjóðavettvangi. Hersetan hefur á hinn bóginn skilað Indónesum sáralitlu. Á Austur-Tímor eru reyndar olíu- lindir, sem myndu nægja til að skapa 800 þúsund íbúum eyjarinn- Juan Federer ar þokkalega afkomu, en þær eru litlar í samanburði við aðrar olíulindir Indónesíu, auk þess sem nýting þeirra er mun kostn- aðarsamari. Ástandið í Indónesíu er það slæmt að landið hefur ekki lengur bolmagn til að halda uppi her- setu á Áustur- Tímor." Stór hluti Indónesa er kominn á þá skoð- un að veita eigi Aust- ur-Tímor sjálfstæði, að sögn Federers. „Barátta okkar hefur öðlast vaxandi hljómgrunn meðal almennings, sem farinn er að knýja á um réttlátara þjóðfélag. Það sem helst stendur í veginum er að margir af mönnum Suhartos sitja enn í ríkisstjóm, og þeir eiga erfitt með að viðurkenna að það hafi verið mistök hjá Suharto að hemema landið árið 1975. Herinn reynir einnig að streitast við, því brottför hans frá Austur-Tímor myndi jafngilda því að viðurkenna ósigur í stríði." Framtíð Austur-Tímor ræðst á næstu mánuðum Stjórn Habibies hefur lagt fram drög að samkomulagi um takmark- aða sjálfstjórn Austur-Tímor, en Federer segir það algerlega óað- gengilegt. „Sjálfstjómin er ekki nógu vel skilgreind, auk þess sem gert er ráð fyrir að Indónesar fari áfram með stjóm utanríkismála, efnahagsmála og vamarmála. Tímorbúar hafa heldur enga trygg- ingu fyrir því að stjómvöld standi við samkomulagið. Indónesar vita að veiti þeir Austur-Tímor sjálf- stjóm í orði kveðnu muni gagnrýn- israddir á alþjóðavettvangi hljóðna, og þeir geta þá óáreittir haldið uppteknum hætti. Tillaga Habibies er þó stórt skref fram á við, því Su- harto neitaði alfarið að ræða mál- ið.“ Federer segir ljóst að framtíð Austur-Tímor ráðist á næstu mán- uðum. „Miklar vonir era bundnar við að stjómarskipti verði í Indónesíu eftir kosningar á næsta ári. Habibie mun ekki sitja áfram við stjómvölinn og ef herinn gn'pur ekki í taumana mun lýðræðisleg stjóm að öllum líkindum taka við. Flestir leiðtogar lýðræðisflokkanna styðja málstað okkar. Þeir gera sér grein fyrir að ekki er hægt að byggja upp réttlátt þjóðfélag í Indónesíu án þess að binda enda á grimmdarverkin á Austur-Tímor. Eg er því mjög bjartsýnn á að landið öðlist sjálfstæði í náinni framtíð." Stuðningur íslands mikilsverður Federer segir að stuðningur ís- lendinga við sjálfstæðisbaráttu Tímorbúa sé mikilsverður. „Þing- konur Kvennalistans tilnefndu José Ramos Horta og Carlos Belo, bar- áttumenn fyrir sjálfstæði Austur- Tímor, til Nébelsverðlauna árið 1996. Verðlaunin skiptu miklu máli, því þau vöktu athygli umheimsins á baráttu okkar. Einnig má segja að Island og Austur-Tímor eigi ýmis- legt sameiginlegt. Ekki er langt síðan ísland öðlaðist sjálfstæði og íslendingum er mjög umhugað um að standa vörð um það. Þeir hafa því ef til vill sérstakan skilning á sjálfstæðisbaráttu annaira smá- ríkja.“Hann segist bera þá von í brjósti að Austur-Tímor verði í fyll- ingu tímans ríki í líkingu við ísland. „Eg sé fyrir mér lítið og friðsælt lýðveldi, sem er skynsamlega stjómað og þar sem h'fskjör era góð. Við landið eru gjöful fiskimið og hugsanlega geta Islendingar miðlað Tímorbúum af þekldngu sinni á sjávarútvegsmálum og veitt þeim aðstoð við að nýta sér þessa auðlind."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.