Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ -,40 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til Ara Teitssonar 4 KOMDU sæll Arí. A sínum tíma þegar þú varst kos- inn formaður þá batt ég vonir við að þar færi röggsamur maður og ekki var það verra að þú stundaðir loð- dýrarækt meðfram öðrum búskap. Svo liðu árin og ég verð því miður að segja eins og mér býr í brjósti að eftir því sem tíminn hefur liðið hef ég orðið fyrir vaxandi vonbrigðum með störf þín sem formaður. Þú hefur að mínu mati ekki unnið að neinu ráði fyrir aðrar búgreinar en þessar tvær hefðbundnu og sjálf- sagt hefur þú staðið þig ágætlega í því. Nú getur einhver sagt sem svo hvurslags bull er þetta, en er það svo? Þegar grannt er skoðað, hef ég t.d. ekki orðið var við þann sama kraft í þínum málfluttningi fyrir loðdýraræktina og t.d.fyrir sauð- fjárræktina. Það sem komið hefur frá þér um loðdýraræktina er frek- ar neikvætt og er skemmst að minnast viðtals við þig í Morgun- blaðinu þann 1. september síðast- liðin þar sem þú gefur út þá yfir- lýsingu að þú sért hættur í ref- aræktinni vegna þess að engin laun sé að hafa í þessari búgrein. Það kemur fram í viðtalinu við þig að ^ú hafir verið með 40 refalæður og 50 sauðkindur og nú vil ég spyrja þig hvernig þú getur rökstutt það að þú hafir laun fyrir 50 sauðkind- ur. Þetta er ekki það fyrsta sem kemur fram hjá þér um að loðdýra- ræktin sé búgrein sem vart er bú- andi með og er það alveg með ein- dæmum að þú sem formaður Bændasamtaka Islands skulir ekki gera þér grein fyrir því að á þig er hlustað og þú ert að minnka mögu- 7leika þeirra sem vilja auka við sig og þurfa á fjármangni halda í sinn rekstur. Ég man t.d. ekki eftir því að þú létir taka við þig viðtal þegar verð á refaskinnum var sem hæst. Keyptir þú ekki nýjan bfl fyrir refa- gróðann fyrir ekki svo margt löngu? Ert þú tilbúinn að segja það að ekki sé hægt að búa með loðdýr á Islandi meðan Danir eru að velta milljörðum í þess- ari sömu búgrein? Við vitum það báðir að þessi búgrein hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár en það hefur t.d. sauðfjár- ræktin líka átt eins og margoft hefur komið fram hjá þér við hin ýmsu tækifæri og hef ég ekki orðið var við það að þú teldir best að hætta þeirri búgrein þrátt fyrir að það hefur verið hægt að sýna fram á það með rökum að ekki væri hægt að hafa laun fyrir þá vinnu sem þar er unnin, en hvað hefur þá gerst, jú bændaforustan, með þig í fararbroddi, hefur geyst fram og samið við ríkisvaldið um að- stoð. Ég vil taka það fram að ég er ekki á móti því að landbúnaður sé studdur að einhverju leyti af hálfu ríkisvaldsins og tel það nauðsyn- legt á meðan landbúnaður er styrktur í löndunum í kringum okkur en þar er, að mér skilst, horft á allar búgreinar en ekki bara tvær eins og hér. Mér segir svo hugur að í upphafi loðdýra- ræktar hér á landi hafir þú eins og aðrir ráðunautar mælt með loð- dýrarækt þó að ég muni það ekki, en er ekki nóg að aðrir hlutar kerf- isins séu að hluta til búnir að missa trúna á greininni? Þá ættu Bænda- samtök Islands með stjórnina í far- arbroddi að styðja við bakið á þeim fjölskyld- um sem eru að reyna að búa í sínum sveit- um og framleiða sína vöru, en ekki eins og nú er að ekkert heyr- ist nema fortölur og bölsýni. Nú eru mikil vanda- mál á okkar mörkuð- um í Rússlandi og ekki sér fyrir endann á þeim. Hvað telur þú að loðdýrabændur ættu að gera, gefast upp og hætta, láta alla þá fjár- festingu sem enn er í gangi í greininni tap- ast? Eða ert þú tilbúinn að setjast niður með fulltrúum loðdýrabænda og reyna að leita þeirra leiða sem færar eru, á sama hátt og þú og stjórn Bændasamtakanna berst fyrir hinar hefðbundnu búgreinar? Það hefur heyrst úr Bændahöll- inni að við loðdýrabændur greiðum svo lítið til Bændasamtakanna að við ættum ekki kröfu til mikillar vinnu af ykkar hálfu, en samkvæmt útreikningum sem ég lét gera fyrir mig, þá greiðir minkabóndi með 700 læðna bú um það bil 213.000 þús. kr. í sjóðagjöld á ári og þar af fara um það bil 26.000 þús. kr. til Bænda- samtakanna en til samanburðar má geta þess að sauðfjárbú með 400 ær greiðir um 104.000 þús. kr og þar af tæp 13.000 þús. kr. til Bændasam- takanna. Eins og þú væntanlega veist var samþykkt tillaga á aðalfundi Sam- bands íslenskra loðdýrabænda sem haldinn var að Flúðum að taka upp viðræður við aðrar búgreinar um breytta aðild að Bændasamtökun- um aðrar en þessar tvær hefð- bundnu, og af hverju heldur þú að Hvernig sérð þú fyrir þér uppbyggingu í sveitum þessa lands? spyr Viðar Magnússon í opnu bréfí til Ara Teitssonar. þessi tillaga hafi komið fram? Það er ekki vegna þess að loðdýrabænd- ur vilji endilega fara út heldur er ástæðan fyrst og fremst sú að okk- ur þykir sem við séum hornrekur innan þessara samtaka og við sætt- um okkur ekki við það. A aðalfundinn að Flúðum kom framkvæmdastjóri Bændasamtak- anna og flutti okkur kveðju þína en að öðru leyti var fátt að frétta úr Bændahöllinni sem gat glatt okkur loðdýrabændur, meira að segja í Bændablaðinu var forustugrein sem bar heitið Bændur funda en ég sá ekkert um loðdýrabændur í þeirri grein. Að vísu var í því blaði örsutt grein um aðalfundinn og það sam- starf sem hefur verið reynt um fóð- urgerð, en berðu það saman við um- fjöllunina sem aðalfundir hinna hefðbundnu búgreina fá í þvi sama blaði. Finnst þér nokkuð undarlegt í þessu ljósi, að við hugsum okkar gang í sambandi við aðild að Bændasamtökunum. í viðtalinu við þig þann 1. september er haft eftir þér að samkeppni um hráefni hafi aukist og er ég sammála þér um það, en finnst þér sem formanni það ekkert undarlegt að danskir loð- dýrabændur skuli sjá sér hag í því að sækja hingað fiskbein og roð og framleiða úr því skinn meðan for- maður Bændasamtaka íslands gefst Viðar Magmísson upp, eða hefur þú látið kanna hvers vegna danskir loðdýrabændur eru að þessu, ég er alveg viss um að svo er ekki og skal ég upplýsa þig um það. Danskir loðdýrabændur hafa trú á því sem þeir eru að gera og þar sem þá vantar fisk þá vita þeir eins og við, að ekki er hægt að fá betri fisk en á íslandi og ég verð nú að játa það að ég hélt að forysta bænda væri ekki svo langt frá sinu heima- landi sem raun ber vitni. Fyndist þér ekki eðlilegra að okkar stóru samtök með þig í broddi fylkingar söfnuðu liði og ynnu eins og menn að því að efla þessa atvinnugrein, þannig að í stað hráefnis yrði flutt út fullunnin vara? Finnst þér kannski að stjórn Bændasamtak- anna eigi ekki að hafa neitt frum- kvæði í þessari búgrein, sama hvernig árar? Eins og þú veist þá hefur verið unnið að því á vegum Byggðastofn- unar að endurmeta fóðurgerð fyrir loðdýraræktina, en því miður verð- ur að segja að ekki hef ég orðið var við fingraför þín eða annarra í stjóm Bændasamtakanna á þeirri vinnu, utan einn fund sem mér skilst að þú hafir setið og lýst því yfir að ekki væri búandi í þessari grein. Það fer nú að styttast þetta bréfkorn mitt en áður en ég hætti langar mig að spyrja þig hvernig þú sérð fyrir þér uppbyggingu í sveit- um þessa lands. Er það eingöngu í gegnum hinar hefðbundnu búgreinar og ert þú einn af þeim sem líta allar aðrar bú- greinar sem aukabúgreinar, og þá hvers vegna? Að lokum langar mig til að vita hvort þú sért maður til þess að taka upp viðræður við stjórnvöld um það að allir íslenskir bændur búi við svipuð kjör og bændur í nágrannalöndum okkar? Vertu svo margblessaður og hafðu það sem best. Höfundur er loðdýrabóndi, Ártúni, Gnúpverjahreppi. Tryggjum rekst- ur bj örgunar- skipa SVFÍ MIKLAR framfarir hafa orðið í öryggismál- •yum sjómanna á undan- förnum árum. Því er ekki síst að þakka bar- áttu Slysavamafélags- ins fyrir að fá ný björg- unarskip í hvem lands- hluta en í vor kom fimmta skipið á þremur áram. Hlutverk björg- unarskipanna er víð- tækt því auk björgunar- og hjálparstarfa gegna þau mikilvægu þjón- ustuhlutverki við sjófar- endur og hefur það oft afstýrt alvarlegum slys- um. Þau era hönnuð með erfiðustu siglinga- skilyrði í huga, rista grunnt, og era tví kjörin til leitar og björgunarað- gerða við ströndina. Undanfarin ár hafa sjóbjörgunarsveitir Slysavarna- félagsins sinnt um þrjú hundruð út- köllum á ári eða um 6 að meðaltali í viku hverri. Sem betur fer er þar sjaldnast um alvarleg slys að ræða en björgunarskipin fara meðal ann- ars á vettvang þegar draga þarf vél- arvana báta að landi eða koma köfur- um að til að skera veiðarfæri úr skrúfum. Skjót viðbrögð björgunar- sveitanna era mikilvæg og stendur þjóðin í þakkarskuld við þann fjölda _ .sjálfboðaliða sem leggja sig jafnvel í lífshættu og era ætíð tilbúnir að fóma vinnu og frístundum fyrir störf sín á björgunarskipunum. Þótt starf björgunarsveitanna grandvallist á þátttöku sjálfboðaliðanna dugar það ekki til reksturs þeirra. Sögulega séð hefur rekstur björgunarbáta hér- lendis verið erfiður en ég þekki vel til þess af Suðumesjum. Því má " segja að við séum að ákveðnu leyti á upphafspunkti með komu nýju björgunar- skipanna. Rekstrar- kostnaður hvers skips fyrir sig er á bilinu þrjár til fimm milljónir króna á ári og leitar Slysavamafélagið nú til velviljaðs fólks í land- inu til stuðnings við björgunarbátasjóð fé- lagsins. Framlög í sjóð- inn renna óskiþt til reksturs björgunar- skipanna. Takmarkið er að fá fjölskyldur í land- inu til að leggja þessu þjóðþrifamáli lið með mánaðarlegu framlagi um tiltekinn tíma. Margt smátt gerir eitt stórt í þess- um efnum sem öðram og láti nógu Takmarkið er, segir Sævar Gunnarsson, að fá fjölskyldur í landinu til að leggja þessu þjóð- þrifamáli lið. margar fjölskyldur að meðaltali að- eins um 300-500 krónur af hendi rakna á mánuði er takmarkinu náð. Eðlilegur rekstur björgunarskip- anna hefur ómetanlegt gildi fyrir sjómenn, aðstandendur þeirra og þjóðina alla. Hversu farsæll hann verður er undir okkur sjálfum kom- ið. Ég hvet því landsmenn að að standa saman og styrkja björgunar- bátasjóð Slysavarnafélags Islands. Höfundur er formaður Sjómanna- sambands íslands. Sævar Gunnarsson Endurhæfíng gigt- sjúkra á Reykjalundi GIGTSJÚKDÓMAR hafa þjáð fólk frá örófi alda og er tíðnin slík að nær fimmti hver Islendingur get- ur orðið fyrir því að fá gigtsjúkdóm einhvemtíma ævinnar. Meðferðarúrræði fyrir gigtsjúka hafa batnað og orðið fleiri í áranna rás. Bæði hafa komið á markaðinn fleiri og betri lyf og ekki síður hefur framboð og fjölbreytni þjálfunar orðið meiri. A Endurhæfingarmiðstöðinni að Reykjalundi höfðu gigtsjúklingar dvalið til meðferðar frá því um 1964, en árið 1971, þegar sérfræðingur í gigtsjúkdómum var ráðinn að stofn- uninni fór þjónustan við gigtsjúka að þróast í átt til þess sem er í dag. A Reykjalundi starfar í dag gigt- arteymi sem er þverfaglegt teymi sem saman stendur af: Lækni, hjúkranarfræðingum, sjúkraþjálf- uram, iðjuþjálfa, heilsuþjálfa og fé- lagsráðgjafa. Aðstæður á Reykja- lundi til þjálfunar hafa batnað til muna á síðustu árum, en teljast þó engan veginn fullnægjandi miðað við þann fjölda sem fær þjónustu. Þörf er fyrir stærri og betri aðstöðu til hópþjálfunar og ekki síst þjálfun- ar í vatni sem er gigtsjúklingum sérstaklega mikilvæg. Hópþjálfun skipar stóran sess í þjálfunardagskrá gigtsjúklinga á Reykjalundi t.d. leikfimi, vatnsleik- fimi og gönguhópar. Þetta er oft mjög heppilegt æfingaform þar sem jafnan myndast bæði félags- kapur og hvatning. Gigtarsjúkling- ar nota þjálfun í vatni mjög mikið, enda hentar hún þeirra einkennum afar vel. Mikilvægt er að laugin sé heitari en almenningslaugar því hiti dregur yfirleitt úr gigtarverkj- um. Líkaminn er mjög léttur í vatni og því er hægt að hreyfa sára og viðkvæma liði mun meira ofan í vatni heldur en undir fullu þyngd- Gigtarsjúklingar, segja Arni Þór Jónsson, Sif Þórisdóttir, Lára M. Sigurðardóttir, Guð- björg Svafa Harðar- dóttir og Magnús Pál- son, nota þjálfun í vatni mjög mikið, enda hent- ar hún einkennum þeirra afar vel. arafli uppi á þurru. Auk þess er hægt að nýta sér mótstöðuna, sem myndast við hreyfingar í vatni, fyr- ir styrkjandi æfingar og þolfimi. Því að ganga fram og til baka í lauginni kostar mikið þrek en er lítið álag á liði. Vatnið er því mjög góð leið til að ná fram öllu í senn, minni sársauka, aukinni hreyfi- getu, auknum styrk og meira þreki. Endurhæfing gigtsjúklinga og starfsemi gigtarteymisins á Reykja- lundi er mikilvægur hlekkur í þeirri fjölbreyttu þjónustu sem þessi stóri hópur fólks þarf á að halda frá heil- brigðis- og félagsþjónustunni. Það er mikilvægt að framboð þjónust- unnar sé stöðugt og nýrra þjálf- unarúrræða leitað og þau efld sem fyrir eru. Einn þáttur þess er að komið verði upp fullnægjandi að- stöðu fyrir hópþjálfun og þjálfun í vatni með byggingu nýrrar þjálfun- arlaugar og þjálfunarsalar á Reykjalundi. Höfundar eru: Árni Þór Jónsson sjúkraþjálfari, Sif Þórisdóttír iðju- þjálfi, Lára M. Sigurðardóttir hjúkr- unarfræðingur, Guðbjörg Svafa Harðardóttír lijúkrunarfræðingur og Magnús Pálsson félagsráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.