Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 55Í,
______BRÉF TIL BLAÐSINS_
Svar til Umferðarráðs
Frá Guðvarði Jónssyni:
SIGURÐUR Helgason, upplýs-
ingafulltrúi Umferðarráðs, segir í
bréíí til Morgunblaðsins þann 26.
september sl., að ég hafí í bréfi til
Morgunblaðsins þann 17. septem-
ber sl., verið með alvarlegar at-
hugasemdir við málflutning starfs-
manna Umferðarráðs. Það sem ég
var að gagnrýna í málflutningi
Umferðarráðs, var orðalag á til-
kynningu til vegfarenda. Þar
óskaði Umferðarráð eftir því að
ökumenn héldu uppi eðlilegum um-
ferðarhraða, fylgdu etir aðal-
straumnum, til að forðast framúr-
akstur og vikju vel út í kant fyrir
þeim sem fram úr vildu fara.
Einnig taldi Umferðarráð að þeir
sem hægast ækju væru þeir hættu-
legustu í umferðinni. Þetta stað-
festir Sigurður Helgason í sínu
bréfi og segir: Þeir sem aka mun
hraðar en lög leyfa og þeir sem aka
mun hægar en meginstraumurinn,
eru hættulegustu mennirnir í um-
ferðinni:
Þegar fólk er hvatt til þess að
fylgja eftir meginstraumnum, virk-
ar það með þessum hætti. Verði
fólk vart við að margir aki fram úr,
fer það að auka hraðann í þeim til-
gangi að finna_ hver hraði aðal-
straumsins sé. Utkoman verður sú
að það fer ekki að fylgja aðal-
straumnum fyiT en hraðinn er orð-
inn um 110 km. Þetta er staðreynd
sem verður ekki breytt með því að
neita staðreyndum. Þeir sem hæg-
ast aka eru á 70-90 km hraða.
Þetta eru sleðarnir í umferðinni.
Einmitt þeir menn sem aka á lög-
lega hraðanum. Það er umhugsun-
arvert að ef allir ækju á 70-90 km
hraða, myndu stórslys í umferðinni
nánast hverfa, milljarðar sparast
hjá tryggingafélögum og ríki,
einnig bensín og viðhaldskostnaður
hjá ökumönnum. Það er því um-
hugsunarvert fyrir Umferðarráð
að kalla þessa menn hættulegustu
mennina í umferðinni.
Aðalmunurinn á skoðun minni
og Umferðarráðs er sennilega í því
fólginn, að starfsmenn Umerðar-
ráðs fá meginhluta sinna upplýs-
inga um umferðina frá öðrum, en
ég hef haft það fyrir atvinnu í ára-
tugi að vera á ferðinni í umferðinni
alla daga, og oft verið akandi meiri-
hluta sólarhringsins, eins og mun
vera tíska hér á landi að láta at-
vinnubílstjóra gera.
Að lokum vil ég segja þetta. Um-
ferðarráð má ekki kalla gagnrýni al-
varlega aðfór að Umferðarráði.
Gagmýni er Umferðarráði nauðsyn-
leg, því enginn verður góðm' stjórn-
andi nema fá gagnrýni og þoli hana.
Svo þakka ég Sigurði Helgasyni
fyrii' athugasemdina og óska honum
og öðium starfsmönnum Umferðar-
ráðs, velfamaðar á ókomnum áium.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík
Hætta í nálæg’ð
Frá Alberti Jensen:
UM ÞESSAR mundir eru rúss-
neskir verktakar að reisa raf-
magnsmöstur og leggja línu fyrir
íslendinga. Starfsfólk er frá báðum
löndum. Ljóst er að Rússarnir hafa
fengið góða starfsmenn frá heima-
landinu og íslendinga í þessari
starfsgrein þekkja allir að dugnaði
og öryggi. Rússar voru með lægsta
tilboð í verkið þrátt fyrir verkfæra-
búnað sem er 20 til 30 árum á eftir,
svo þeir virtust treysta á eitthvað
sem flestum var hulið.
En nú hafa rússnesku verktak-
amir gert ljóst á hverju þeir lum-
uðu og hvernig þeir leysa svo ein-
föld mál, sem kaup og kjör starfs-
manna eru í þeirra augum. Kostn-
aður vegna launa og aðbúnaðar
miðast við Rússland og gerir því
hagnað mögulegan til verktakanna,
sem þjást ekki beinlínis af sann-
leiksást né öðrum þvílíkum eigin-
leikum. Þeir virðast hafa gert sér
ljóst að stjórnvöld hér eru höll und-
ir einkaframtak og þar með þá sem
kunna að bjarga sér á kostnað ann-
ara. Og á því sviði virðast verktak-
arnir engir nýgræðingar því þeir
létu fljótlega hendur standa framm
úr ermum við að féfletta landa sína
og pretta þá í sem flestu. íslend-
ingarnir áttu að fá sömu útreið í
aðbúnaði, en þá kom það óvænta,
verkalýðsforystan. Rússnesku
verktakarnir, sem koma frá landi í
upplausn, landi þar sem gamalt
fólk stendur úti í kuldanum biðj-
andi um mat og verkamenn eiga
margra mánaða lúsarlaun sín inni,
telja sig eiga allskostar við nær
bjargarlausa verkamenn sína frá
heimalandinu. En þeir misreikn-
uðu sig. íslensk alþýða og verka-
lýðsforingar leyfa ekki að útlend-
ingar séu þrælkaðir og hlunnfarnir
í okkar landi.
Vont er ef íslenskir undirverk-
takar Rússanna sjá ekki sóma sinn
í að styðja við bakið á verkalýðsfor-
ingjum til að koma réttlætismálum
fram fyrir hina vinnandi menn. Að
reka fólk sem vill standa á sínum
rétti og annaira er lítilmennska
sem huglausir hafa í hávegum. Af
slíkum mönnum stafar hætta fyrir
verkalýðinn og reyndar alla þjóð-
ina. Verkafólk verður að halda
vöku sinni og vera á sífelldum vei'ði
því hættan á kúgun er alltaf í ná-
lægð.
ALBERT JENSEN,
Háaleitisbraut 129, Reykjavík.
HSM pappírstætarar
Leiðandi merki - Margar stærðir
Þýzk gæði - Örugg framleiðsla
J. ÓSTVfiLDSSON HF.
Skipholti 33, 105 ftevkjavík, simi 533 3535
B arnamyndir
Við brosum - þú líka
BARNA ^FJÖLSKYIDI)
IJfíSM YNDIR
Ármúla 38 • sími 588-7644
Ciunnar Leifur Jónasson
Ert þú
EINN
í heiminum?
Við erum til staðar!
VINALÍNAN
@ 561 6464
800 6464
öll kvöld kl. 20-23
Afrek
Þorsteins
Pálssonar
Frá Pórdísi Guðbjartsdóttur:
EKKI fer nú mikið fyrir hóli í garð
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðhen'a. Samt hafa nýlegar mæl-
ingar á þorskseiðum staðfest betur
en nokkuð annað gildi þeh'rar
sjávaiútvegsstefnu sem Þorsteinn
Pálsson hefur fylgt eftir af mikilli
staðfestu. Hér koma að hluta til
hagstæðar aðstæður í sjónum, en
fiskifræðingar sem stunduðu mæl-
ingarnar taka líka fram að sjávar-
útvegsstefnan hjálpi mikið til.
Sennilega gera fáir sér grein
fyrir hversu erfitt er fyrir ráða-
mann að fylgja eftir af staðfestu
þeirri sjávarútvegsstefnu sem hér
er fylgt. Allir vilja eiga fiskinn í
sjónum og vissulega má deila um
leigukvótakerfið sem er vissulega
óréttlátt. En tekið skal fram að
undirrituð á ekki eitt kíló af kvóta
og þekkir ekki Þorstein Pálsson.
En þegar horft er yfir sviðið af
sanngirni þá stendur staðfesta
Þorsteins Pálssonar sjávaiútvegs-
ráðherra upp úr og þjóðin öll upp-
sker í formi verðmætari sjávarafla
og vaxandi velsældar.
ÞÓRDÍS GUÐBJARTSDÓTTIR,
Hverafold 96, Reykjavík.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
VANTARÞIG V0G
EINFALDAR 0G ÓDÝRAR
KRÓK- ^
B0RÐ- -Ay
GÓLF. —.
FÓLKS"—'
NÁKVÆMIS.
BÍU. /
BRAUTAB- *
VIOGERÐIR 0G ÞJÓNUSTA
Leiiið upplvsinga
ÓLAFUR GÍSLAS0N & C0HF
svNimoRG# síMiMm FAxmm
KIRKJUSTARF
Sýningar
hafnar á ný!
„Jákvætt
námskeið um
hjónaband og
sambúðu
UNDANFARNA tvo vetur hafa
verið haldin námskeið í Hafnar-
fjarðarkirkju um hjónaband og
sambúð undir yfirskriftinni „Já-
kvætt námskeið um hjónaband og
sambúð". Gríðarlega góð þátttaka
hefur verið á námskeiðunum þessa
tvo vetur og eru þátttakendur nú
orðnir rúmlega 1.000, þ.e. 500 pör.
Hefur námskeiðið einnig verið hald-
ið á Akureyri, á Suðurlandi og víð-
ar.
I sumar hefur verið hlé á nám-
skeiðahaldi en frá og með 1. sept-
ember hófust námskeiðin á nýjan
leik. Þegar á fyrstu viku skráningar
var fullbókað á öll námskeiðin fram
að jólum og sýnir það vel hversu
mikil þörf er fyrir slík námskeið.
Markmið námskeiðanna er að veita
hjónum og sambýlisfólki tækifæri
til þess að skoða samband sitt í nýju
ljósi, styrkja það og efla og íhuga
hvernig hægt er að taka tíma frá
fyrir hvort annað. Efnið er kynnt
með fyrirlestrum og í samtölum.
Námskeiðin eru öllum opin og
henta bæði þeim er lengi hafa verið
í sambúð eða hjónabandi, og hinum
er nýlega hafa ruglað saman reyt-
um. Námskeiðin era ókeypis en að-
eins 12 pör komast á hvert nám-
skeið. I undirbúningi er að halda
námskeiðin á Austurlandi síðar í
haust í samvinnu við presta þar og
verður það þá kynnt nánar. Byrjað
verður að skrá á vornámskeiðin í
Hafnaifjarðarkirkju í fyrstu viku
desembermánaðar en ekki er tekið
við bókunum fyrr en þá.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun, altaris-
ganga. Léttur málsverður í safnað-
arheimili eftir stundina.
Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára
börn kl. 17. Kvöldsöngur með taizé-
tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endur-
næring. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Orgeltónlist frá kl. 12. Léttur
málsverður að stundinni lokinni.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
á föstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Mömmumorgnar
kl. 10-12. Bæna- og kyrrðarstund
kl. 18. Bænarefnum má koma til
sóknai-prests eða kirkjuvarðar,
einnig má setja bænarefni í bæna-
kassa í anddyri kirkjunnar.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-
12 ára kl. 16.
Grafarvogskirkja.Kyrrðarstundir
kl. 12.15. Mömmumorgnar kl. 10-12.
Dagskráin í vetur verður fjölbreytt
og boðið verður upp á áhugaverða
fyi-irlestra og skemmtilegar sam-
verustundir. Æskulýðsfélagið 10.
bekkur kl. 20-22.
Hjallakirkja. „Kirkjuprakkarar",
starf fyrir 7-9 ára, kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil-
inu Borgum. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum'
má koma til prests eða kirkjuvarð-
ar.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í
safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6.
Æskulýðsfundur kl. 20-22.
Hafnarfjarðarkirkja.
Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar-
höfn.
Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára
börn kl. 17-18.30.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl.
17-18 TTT (10-12 ára) starf í safnað-
arheimilinu. Kl. 20, krakkar munið
eftir æskulýðsfundinum í kvöld í
KFUM og -K húsinu. Rætt verður
um dagskrá vetrarins.
Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið
(byrjunarhópur) hefst í Kirkjulundi
kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl.
21.30. Námskeiðin byggjast á sam-
veru og fræðslu um kristna trú.
Akraneskirkja. Fvrirbænastund kl.
18.30.
Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 lof-
gjörð og bæn. Allir hjartanlega vel-»
komnir.
Bein útsending
frá fundi
borgarstjórnar
í dag kl. 17:00
IMær
BaABfiiRdr
Safnaðarstarf
ÓSKASTJARNAN
eftir Birgi Sigurðsson
Næstu sýningar: 3. -11. og 17 október
WÓÐLEIKHÚSIÐ