Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 53

Morgunblaðið - 01.10.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 53 FRÉTTIR Sjálfstæðismenn á VestfjÖrðum Fagna árangri í þjóðar- búskapnum AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, haldinn á Hólmavík 19. sept- ember 1998, fagnar þeim árangri sem náðst hefur í þjóðarbúskapn- um að undanförnu. Batnandi lífs- lqör, lítil verðbólga, lægri skuldir ríkisins og jöfnuður í ríkisbú- skapnum eru til marks um að margt hefur áunnist. Þennan efnahagslega stöðugleika þarf að varðveita. í stjórnmálaályktun fundarins segir enn fremur: „Kjördæmis- ráðið vekur athygli á þeim marg- víslegu breytingum sem hafa ver- ið gerðar á fiskveiðistjórninni á kjörtímabilinu og hafa sannar- lega rennt styrkari stoðum undir sjávarútveg á Vestfjörðum. Afram þarf að vinna að endur- skoðun og ná víðtækari sátt um flskveiðistjórnunina. I því sam- bandi leggur kjördæmisráðið núkla áherslu á að fundin verði sanngjöj’n og varanleg lausn_ á vanda svokallaðra dagabáta. Ut- gerð minni báta er orðin mikil- vægur þáttur í atvinnusköpun víða á landsbyggðinni, ekki síst á Vestfjörðum. Starfsumhverfi þeirra eins og annarrar útgerðar í landinu verður því að vei'a ör- uggt. Nýta ber allar auðlindir sjávai' á sjálfbæi-an hátt, þar með talda hvali og ber að hefja veið- arnar strax. Eitt helsta viðfangsefni sem nú blasir við er að snúa við hinni stórháskalegu byggðaþi-óun sem vei’ið hefur í landinu möi-g und- angengin ár. Vestfirskir sjálf- stæðismenn lýsa yfu- fullum stuðningi við þau áform sem koma fram í byggðaáætlun for- sætisráðherra sem lögð var fi-am á Alþingi á liðnu voi-i. Þar er mörkuð ný og öflug byggðastefna sem nauðsynlegt er að sjái stað við fjárlagaafgreiðslu nú í vetur. Mikilvægur þáttur í því að styrkja byggðir landsins er upp- bygging samgöngumannvirkja. Kjördæmisráðið styður þau meg- insjónarmið sem koma fram í vegaáætlun en verkefnum innan langtímaáætlunar verði flýtt. Ástæða er þó til að árétta það sjónai-mið að eðlilegt sé að nýta hluta af söluandvii’ði ríkisfyrii-- tækja til þess að ráðast í jarð- gangagei-ð m.a. til þess að tengja syðri og nyrði'i hluta Vestfjarða. Vestfírskir sjálfstæðismenn lýsa efasemdum yfir hugmyndum um bi-eytta kjördæmisskipan eins og nú er rætt um. Núverandi kjördæmi hafa verið að festast í sessi sem stjórnsýslueiningar og hafa tryggt nauðsynlegt sam- band kjósenda og þingmanna. Skoða mætti aðrar leiðir til endurskoðunar á kosningalög- um.“ Rit um íþróttir fatl- aðra afhent forsetanum EINTAK af í-itinu „Stærsti sigur- inn“ sem út kom í sumar var afhent forseta Islands á Bessastöðum ný- verið. I bókinni er fjallað um íþróttir fatl- aðra á íslandi í aldarfjórðung. Á myndinni eru Sigurður Á. Frið- þjófsson, höfundur texta, Sigurður Magnússon ritstjóri, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Sveinn Áki Lúðvíksson, foi-maður íþrótta- sambands fatlaðra. Foreldraþing 1998 haldið á laugardag LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli og SAMFOK standa fyrir Foi-- eldi-aþingi 1998 laugardaginn 3. október. Þingið verður haldið í Engjaskóla í Reykjavík og hefst kl. 9 ái-degis. Yfíi'skrift þingsins er: „Barnið mitt - Samstaif foreldra og skóla um uppeldi og menntun". Á fundinum verða flutt tvö fi-am- söguei’indi; Benedikt Sigurðarson, sérfræðingur hjá Rannsóknarstofn- un Háskólans á Akureyri flytur er- indi sem hann kallar: „Góður skóla- stjói’i vinnur með böi’nunum í þágu foreldi’anna. Skylda skólastjóra til að skapa foreldrum virkari mögu- leika til að efla nám barna sinna og til að móta skólastarfíð yfírleitt: - nýtt hlutverk." Jónína Bjartmai’z, formaður Heimilis og skóla flytur erindi undir yfírskriftinni: „Hlut- verkaskipan í samstarfí". Að framsöguerindum loknum fara fram pallborðsumræður með þátttöku eftirfarandi aðila auk fyr- irlesaranna tveggja: Þorsteins Sæ- bergs Sigurðssonar, foi-manns Skólastjórafélags Islands, Gerðar G. Óskai’sdóttur fræðslustjóra Reykjavíkur og Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttui’, varaformanns Kenn- arasambands íslands. Óskar ísfeld Sigurðsson formaður SAMFOKs mun stýra umræðunum. Að loknum pallborðsumi’æðum skipta þinggestir sér upp í málstof- ur þar sem hin ýmsu mál er að upp- eldi og menntun lúta verða rædd og reifuð. Má þar m.a. nefna umræðu um siðvit, þroska og getu barna við upphaf og lok gnmnskóla, heima- nám, foreldraráð, verkmenntun o.s.fi’v. Hópur valinkunnra manna mun koma að þessum málstofum og halda stutt erindi um viðkomandi málaflokka. Að loknu hópastai-fi og hádegis- verði verða niðurstöður kynntar þingheimi og ályktanir og annað sem úr umræðunum kann að koma verður borið undir þingheim. Jónína Bjartmai’z, formaður Heim- ilis og skóla, mun síðan slíta þinginu um kl. 15 áður en þinggestir halda til opinbeiTar móttöku. Foreldrar, forráðamenn og annað áhugafólk um skólamál er hvatt til að koma á þingið og taka þátt í stefnumótandi umræðum um fram- tíð íslenskra skólabarna. Sjaldan eða aldrei hefur verið meiri þörf á að foreldrar og skólafólk taki hönd- Bein útsending frá fundi borgarstjórnar í dag kl. 17:00 IMær mwMitiKw um saman í baráttu fyrir betri skóla, og ræði jafnframt um leiðir að því mai’kmiði. Því vonast sam- tökin eftir að sjá sem flesta á For- eldraþinginu 1998, segir í fréttatil- kynningu. Þingið er öllum opið og þátttaka er öllum að kostnaðarlausu. Til- kynna þarf þátttöku fyrir föstudag- inn 2. október kl. 12 til skrifstofu Heimilis og skóla eða skrifstofu - SAMFOKs. Bæði samtökin eru til húsa að Laugavegi 7, 3. hæð, Reykjavík. fierm GARÐURJNN -klæðirþigvel www.mbl.is lafuma # i OkE-TEX PölABTt ■ laíuma , # jflj ¥0'Jyuferf>u, bjéy SEaiAGERÐIN Flispeysur í miklu úrvali lafuma # ÆGIR Eyjasloö 7 Reykjavik simi 511 2200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.