Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
A konunglegri
silfursýningu
í Vínarborg
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SILFUR úr einkaeigu Margrétar
Þórhildar Danadrottningar og silf-
urverk Silfurhópsins danska,
þeirra á meðal Péturs Tryggva
gullsmiðs í Gentofte, er á sýningu í
Vín, sem opnuð var 30. september.
Ole Willumsen Krogh, umsjónar-
maður Konunglegu silfurhirslunn-
ar, „Det kongelige solvkammer",
sér um sýninguna, sem Pétur
Tryggvi tekur þátt í að setja upp
ásamt Krogh og danska silfur-
smiðnum Ib Andersen, stofnanda
Silfurhópsins. í samtali við Morg-
unblaðið leggur Krogh áherslu á að
á sýningunni séu verk allra bestu
silfursmiða sem starfi í Danmörku.
Krogh er sérfróður um íslenskt
silfur og segir að gaman sé að hafa
í huga að Pétur Tryggvi sé nokk-
urs konar arftaki silfurmeistarans
Sigurðar Þorsteinssonar, sem
starfaði í Höfn á 18. öld og var í
hópi þriggja bestu silfúrsmiða þess
tíma.
A sýningunni sýnir Pétur
Tryggvi kirkjusilfur, sem hann hef-
ur smíðað íyrir Áskirkju í Reykja-
vík, Reynivallakirkju í Kjós og
Vídalínskirkju í Garðabæ. Bæði
Krogh og Pétur Tryggvi vilja koma
á framfæri innilegu þakklæti til
safnaðamefnda kirknanna fyrir að
lána silfrið. Pétur Tryggvi segist
gera sér grein fyrir að það sé rösk-
un fyrir kirkjurnar að lána silfur
sitt. Þar sem silfursmiðir geti ekki
smíðað kirkjusilfur til að eiga á lag-
er, heldur aðeins eftir pöntun sé
það þeim fimamikils virði að geta
átt þess kost að fá muni að láni á
sýningar.
Danadrottning hefur áhuga á
silfursmíði og á gott safn gamalla
og nýrra silfurhluta. A sýningunni
era um 200 hlutir, þar af 60-70 úr
einkasafni drottningar, meðal ann-
ars hlutir sem ekki hafa verið
sýndir áður og svo munir Silfur-
hópsins. Með sýningunni vill
drottningin sýna áhuga sinn á
nútíma silfursmíði og veita innsýn í
vinnu silfursmiðanna, sem allir
bæði hanna hluti sína og smíða rétt
eins og_ silfursmiðir fýrri alda
gerðu. I Silfurhópnum eru allir
fremstu silfursmiðir Dana, meðal
annarra þeir Allan Scharff, Per
Sax Moller og Claus Bjeming. Pét-
ur Tryggi bættist í hópinn fyrir
nokkru og tók meðal annars þátt í
sýningu hópsins í fyrra. Pétur
Tryggvi hefur starfað í Danmörku
undanfarin ár, er með verkstæði og
búð í Gentofte og fæst bæði við
smíði silíúrhluta og svo skartgripa
úr silfri og öðram góðmálmum.
Ole Willumsen Ki-ogh er upp-
spretta fróðleiks um íslenskt silfur
því á áttunda áratugnum dvaldist
hann á Islandi í níu mánuði við að
skrá silfur, bæði í söfnum, kirkjum
BÆKUR
Smásögur
ÁFRAM ÓLI!
Ymsir höfundar. Ritstjórar: Ilildur
Hermöðsdóttir og Þórður Helgason.
196 bls., prentuð í Norhaven a/s,
Danmörku. Mál og menning, 1998.
„ÉG MAN sérstaklega vel eftir
þessum degi því þetta varð síðasti
dagurinn okkar saman. Þetta var
og einkaeigu. í þeirri ferð segist
hann hafa fundið mikið af silfri eft-
ir Sigurð Þorsteinsson, sem hafi
verið einn fremsti silfursmiður í
Danmörku á 18. öld. Gaman sé að
hafa hann í huga, þegar verk Pét-
urs Tryggva séu skoðuð, því Pétur
Tryggvi sé nú einnig einn fremsti
silfursmiðurinn eins og sjá megi af
þátttöku hans í Silfurhópnum.
Sigurður var, að sögn Kroghs,
sonur Þorsteins Sigurðssonar,
sýslumanns í Múlasýslu. Hann
fluttí til Danmerkur 1730, varð
meistari 1742 og lést 1799, 85 ára
að aldri. Einhverjir glæsilegustu
gripir Sigurðar era þrjú skímarfót.
Eitt er í kirkju á Kristjánshöfn í
Kaupmannahöfn, annað í kirkju á
daginn áður en það gerðist“ (10).
Þannig kemst fullorðinn sögumaður
smásögunnar „Áfram Óli!“ eftir
Brynhildi Þórarinsdóttur að orði
þegar hann rifjar upp afdrifaríkan
dag úr æsku sinni. Sagan lýsir
vináttu þriggja 10 ára gamalla
barna, Óla, Tarzans og sögumanns-
ins Möggu, og áhyggjulausum leik
þeirra þar til hræðilegt slys bindur
fyrirvaralaust endi á hann. Óli deyr
og með honum hverfur ákveðið skeið
í lífi barnanna, heimur bernskunnar
er kominn „á tíma“ líkt og sælgætið
sem krakkarnir maula rétt fyi-ir
slysið. Á ljósmynd af Möggu og
Tarzan frá þessu sumri standa þau
saman, brosandi „stórum fullorðin-
stönnum“, hún krýnd blómakransi
og hann með stóran rabarbarastilk í
hendi (14). Stórar fullorðinstennurn-
ar brjóta upp bernskan svipinn og
skapa þannig visst ósamræmi í mynd
þessara konungshjóna sem eru að
stíga sín fyrstu skref út úr ríki
bemskunnar. I upprifjun Möggu er
söknuðurinn eftir Óla sterklega
blandinn eftirsjá eftir horfnu sól-
skinssumri æskunnar en hún endur-
heimtir það að einhverju marki í nýj-
um Óla, syninum sem hún hvetur
jafn ákaft á fótboltavellinum og hún
hvatti nafna hans forðum þegar hann
barðist fyrir lífi sínu.
,Áfram Óli!“ hlaut fyrstu verðlaun
í smásagnasamkeppni Félags móð-
urmálskennara og dregur safn með
úrvali sagnanna nafn sitt af henni.
Sögurnar 15, sem Hildur Hermóðs-
dóttir og Þórður Helgason völdu, eru
um margt ólíkar en eiga það sameig-
inlegt að fjalla um veruleika bama
og unglinga, oftast frá sjónarhorni
þeirra sjálfra. Þarna má sjá sögur
um ástvinamissi, drykkjuskap fóður,
samband barna við ástvini, eins kon-
ar manndómsvígslur ungi-a drengja
og samskipti við hitt kynið svo dæmi
séu nefnd. I flestum er söguefnið
sótt beint í veruleika nútímabarna en
stundum ræður ævintýraheimur
ríkjum eða blandast saman við raun-
heim barnanna, eins og í sögum
feðganna Úlfars Harra Eh'assonar
(3. verðlaun) og Elíasar Snælands
Jónssonar. I sögu Elíasar „Lífsins
steinn", er sótt í ævintýrið um
Gilitrutt. Bamið í sögunni lagar
ævintýrið að eigin reynslu en þó
þannig að sú „Gilitrutt“ sem stúlkan
hittir er gersneydd illsku skessunnar
í ævintýrinu.
Stúlkan notar ævintýrið til að
takast á við veruleikann á sínum for-
sendum en í „Grímsa bróður" eftir
Saint Croix, fyi-ram danskri ný-
lendu og hið þriðja í Vallamess-
kirkju. Einnig er kirkjusilfur eftir
Sigurf í Bessastaðakirkju og víðar.
Sjálfur segist Krogh hafa eignast
forkunnarfagra skeið eftir Sigurð
fyrir nokkrum áram. Krogh segir
að Skúli Magnússon fógeti hafi
heimsótt Sigurð þegar hann kom í
árlegar heimsóknir sínar til Hafnar
og oft borið silfur hans með sér
heim. Krogh segir Sigurð hafa
hætt að smíða fyrir Dani á níunda
áratug 18. aldar, en haldið áfram
að smíða fyrir Islendinga því það
síðasta sem vitað er að hann hafi
smíðað sé hlutur frá 1797.
Silfursýningin í Vín er haldin í
Hofburg og stendur til 10. janúar.
Emilíu Baldursdóttur sem hlaut
önnur verðlaun, beitir unglingsstúlk-
an Gréta nokkurs konar feluleik í
frásögn sinni til að koma eigin löng-
unum og draumum á framfæri. Eins
og titillinn gefur til kynna á sagan að
fjalla um bróður Grétu en í innskot-
um og traflunum í frásögninni, þar
sem Gréta lætur dæluna ganga í
skemmtilegum talmálsstíl, fær les-
andinn smám saman mynd af hugar-
heimi Grétu. Sjálfsmynd hennar og
sú mynd sem frásögnin kallar fram
falla ekki saman því Gréta er fjarri
því eins litlaus og óspennandi og hún
vill vera láta. Þetta á einnig að sumu
leyti við um sögumanninn í „Leyn-
iþráðum" Guðrúnar Kr. Magnús-
dóttur. Þar er að auki unnið með af-
brigði af Þyrnirósarminninu í sam-
bandi kærustuparsins í sögunni þeg-
ar stúlkan Silfá er tvívegis vakin til
nýs lífs af óhaminni náttúru
hljómsveitargæjans Djonný diskós.
Náttúrumyndmál er ríkjandi í per-
sónusköpun þessara borgarbama,
eins og nafn stúlkunnar bendir á, en
verkfræðingurinn faðir hennar er á
hinn bóginn fulltrúi steinsteypu og
óhagganlegrar stífni sem aldrei hef-
ur „heyrt Silfá syngja“ (131).
Sögurnar era ætlaðar til kennslu í
6.-10. bekkjum grunnskóla og má
ætla að valið hafi eitthvað mótast af
því. Margir höfundanna eru að birta
sín fyrstu verk og bera sumar sög-
urnar nokkur merki þess, þótt ekki
falli alltaf saman reynsla og gæði
eins og verðlaunasögurnar bera vitni
um. Á stundum ber boðskapurinn
skáldskapinn ofurliði, til dæmis þótti
mér sumar persónur nokkuð einlitar
í „Handtökunni" eftir Eðvarð T.
Jónsson og aðstæður ótrúverðugar í
annars raunsærri frásögn. Eins
fmnst mér skína full mikið í full-
orðinn söguhöfund á bakvið barnið
sem segir söguna ,Áddi bróðir
minn“ eftir Jón Dan. í heild gefur
safnið þó tilefni til lifandi skoðana-
skipta og vangaveltna um margvís-
leg málefni sem snerta börn á öllum
aldri og víðast hvar er lesendum lát-
ið eftir að takast á við þær spurning-
ar sem sögurnar vekja. Áfram Óli!
ætti því að vera kærkomin viðbót í
íslenskukennslu í grunnskólum
landsins.
Kristín Viðarsdóttir.
VEGNA mistaka við birtingu þessa
bókaddms í blaðinu í gær, er hann
birtur hér í heild, um leið og beðist er
afsökunar á mistökunum.
Listamaður
mánaðarins í
Galleríi List
ERLINGUR Jón Valgarðs-
son (elli) opnar sýningu á
akrílmálverkum fimmtudag-
inn 1. október, en hann er
listamaður mánaðarins í Gall-
eríi List, Skipholti 50b.
Erlingur Jón (elli) er fædd-
ur á Akureyri 1961. Hann
stundaði listnám við Haralds-
boskolan í Falun, Svíþjóð og
hefur sótt námskeið við
myndlistarskólann á Akureyi’i
og málun hjá Rafael Lopes í
Falun í Svíþjóð. Hann hefur
tekið þátt í samsýningum í
Svíþjóð og á Islandi, haldið
einkasýningar í Deiglunni og í
Cafe Karólínu á Akureyri.
„Skil náttúru og mann-
heima (felld inn í lakkaða
ramma). Að horfa á
náttúrana. Skilin á milli
eyðisanda og himinsins. Skilin
á milli hafsins og sjávar-
hamra, lengra en augað eyg-
ir.“ í fréttatilkynningu segir
að þannig kjósi listamaðurinn
að lýsa verkum sínum.
Sýningin er opin virka daga
kl. 11-18, laugardaga kl.
11-14.
Nýjar bækur
• GÍTARINN og fleiri ljóð
heitir ljóðakver eftir spænska
skáidið Federico García
Lorca í ís-
lenskri
þýðingu
Hallbergs
Hallmunds-
sonar.
I bókinni
era 26 ljóð,
sem Hall-
berg hefur
valið úr hál-
fri tylft bóka
og spannar mestallan útgáfu-
feril García Lorca frá 1921,
allt til þess er hann var myrt-
ur í upphafi borgarastyrjald-
ar 1936. Ljóðin era öll í
styttra laginu.
Gítarinn og fleíri ljóð er
annað kverið í flokki með
ljóðaþýðingum Hallbergs.
Fyrsta kverið, Blávindur og
fleiri ljóð eftir pakistanska
skáldið Daud Kamal, kom út
á sl. ári. Enn fremur hafa
komið út þýðingar á ljóðabók-
um eftir bandarísk skáld.
Fleiri ljóðaþýðingar era
væntanlegar í þessum flokki.
Útgefandi er BR Ú. Gítar-
inn er 32 bls. og kostar 490
kr. Kverið verður til að byrja
með einungis til sölu í bóka-
búðum Máls og menningar.
Sigmundur
Ernir gestur
Ritlistar
hópsins
SIGMUNDUR Ernir Rúnars-
son, fréttamaður og Ijóðskáld,
les úr nýrri ljóðabók sinni,
Sjaldgæfu
fólki, í Gerð-
arsafni í
Kópavogi
fimmtudag-
inn 1.
október.
Upplesturinn
hefst kl. 17
og stendur í
klukkustund
og er á veg-
um Ritlistarhóps Kópavogs.
Þetta er níunda bók höfundar.
Aðgangur er ókeypis.
Alþjóðleg
ferðamarkaðsfræði
Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli íslands leiðandi skóli fyrir þá, sem
vilja auka menntun sína i ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli íslands
var fyrstur skóla til að byrja með alþjóðlegt IATA/UFTAA
(Alþjóðasamband flugfélaga) nám, sem er viðurkennt um ailan
heim og hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi.
Ferðamálaskóli íslands hefur nú fyrstur skóla fengið samþykki
IATA/UFTAA til að bjóða uppá nýtt námsefni, sem IATA/UFTAA
hefur hleypt af stokkunum og á örugglega eftir að verða hagnýtt
og eftirsótt nám.
Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði
Söluráðar Verðlagning
Markaðsrannsóknir
Markaðsumhverfið
Markaðshlutun
Arðsemi
Árstíðarsveiflur
Dreifing
Auglýsingar
Samkeppni
Markaðsáæltanir
Markaðsvirkni
Sölustjórnun
Sölutækni
Markmið
Stefnumótun
Ferðaþjónusta á Islandi
Námið er alls 300 stundir og kennt verður þrisvar í viku frá
kl. 18.15-22.00.
Námsefnið kemur frá IATAAJFTAA og tekið er próf í mars nk. og
veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku.
Námið hentar öllum þeim, sem
áhuga hafa og vilja auka
þekkingu sína á ferðaþjónustu.
Ferðamálaskóli Islands
Bfldshöfða 18
567 1466
Ríki bernskunnar
Hallberg
Hallmundsson
Sigmundur
Ernir Rúnarsson