Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ vantar ekki á þig viðurkenningar og medalíur en svo erum við, þessi afkvæmi þín, svo
hjólbeinótt, kiðfætt og brussuleg að við skömmumst okkar fyrir að fara í slátur hvað þá annað.
Meng-unarranns6kn gerð
á Nickel-svæði í Keflavík
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur
ákveðið að gangast fyrir mengunar-
rannsókn á svokölluðu neðra Nickel-
svæði, landræmu neðan við veginn að
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, ofan
byggðarinnar í Keflavík. Svæðið er
afgirt og er hluti af vamarsvæðunum
en vamarliðið er hætt að nota það og
vill skila því til íslendinga. Um það er
hins vegar deilt hvort fulinægjandi
mengunarrannsóknir hafí farið fram
á svæðinu og hyggst ráðuneytið nú
höggva á þann hnút.
Reykjanesbær hefur látið í ljós
áhuga á að byggja á svæðinu. Heil-
brigðisnefnd Suðumesja hefur hins
vegar ekki talið mengunarrann-
sókn, sem varnarliðið lét gera þar
árið 1992, fullnægjandi. Rannsóknin
sýndi fram á einhverja olíumengun í
jarðvegi á afmörkuðum blettum.
Samkvæmt samningum Islands og
Bandaríkjanna geta íslenzk yfírvöld
ekki gert neinar bótakröfur á hend-
ur Bandaríkjunum eftir að varnar-
svæði hefur verið skilað, komi í ljós
meiri umhverfisspjöll en upplýsing-
ar lágu fyrir um við afhendingu
svæðisins.
Að sögn Þórðar Ægis Óskarsson-
ar, skrifstofustjóra varnarmála-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins, er
varnarliðið þeirrar skoðunar að
rannsóknin árið 1992 hafí verið full-
nægjandi. Aukinheldur telur varn-
arliðið sig ekki hafa lagalega heim-
ild til þess að kosta frekari rann-
sóknir á Nickelsvæðinu. Hann segir
að mengunarrannsókn sú, sem
ráðuneytið hyggst gangast fyrir,
verði svokölluð forrannsókn, til þess
ætluð að leiða í ljós hvort um víð-
tækari mengun sé að ræða á svæð-
inu en olíumengunina. „Við viljum
ekki fara í afhendingarviðræður
fyrr en við höfum þetta á hreinu,"
segir Þórður Ægir.
Hann segir að á svæðinu séu ým-
is mannvirki, t.d. olíutankar og -
leiðslur, en það verði ákveðið í af-
hendingarviðræðum, þegar þar að
komi, hver beri kostnað af að fjar-
lægja þau og hreinsa svæðið.
Svæðið til lýta
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra tók málið upp á ríkis-
stjórnarfundi í gær. Gert er ráð fyr-
ir að skili varnarliðið svæðinu, verði
það áfram í eigu ríkisins, sem muni
taka af því leigu. Halldór segir að
leigutekjur muni væntanlega
standa undir þeim kostnaði, sem
ráðuneytið þarf að leggja í vegna
mengunarrannsóknarinnar. „Það er
nauðsynlegt að koma þessu máli
áfram, því að það er mikið lýti að
þessu umhverfi fyrir bæjarfélagið,“
segir Halldór.
Að sögn Friðþórs Eydal, upplýs-
ingafulltrúa varnarliðsins, heitir
Nickelsvæðið eftir Julius R. Nickel,
sem var liðsmaður verkfræðisveita
Bandaríkjahers og fórst í vinnuslysi
á Langley Field í Virginíu 23. maí
1941, nokkrum vikum áður en
bandarískir hermenn komu fyrst til
Islands í samræmi við hervemdar-
samning íslands og Bandaríkjanna.
Á stríðsárunum stóð á svæðinu
braggahverfi, sem verkfræðisveitir,
sem unnu að byggingu Keflavíkur-
flugvallar, byggðu og notuðu fyrir
starfsemi sína. Svæðið var tekið til
afnota fyrir eldsneytisbirgða-
geymslur fljótlega eftir að varnar-
liðið kom til íslands 1951.
Spergilkál,
250g
Kryddsíld, 250 ml
Eftirlætisblanda,
Head & Shoulders, 4 geröir
Lucky Charms
WB*
LEIÐmm HEIM • UM LAND ALLT
Bókmenntaþýðingar á íslensku
Fullkomin þýð-
ing er ekki til
Halldóra Jónsdóttir
HINN 5. október
næstkomandi
hefst námskeið á
vegum Félags íslenskra
háskólakvenna sem ber
yfirskriftina Bók-
menntaþýðingar á ís-
lensku.
Félag íslenskra há-
skólakvenna hefur und-
anfarin ár staðið fyrir
endurmenntunarnám-
skeiðum sem eru opin
öllum.
Halldóra Jónsdóttir
er umsjónarmaður nám-
skeiðsins um bók-
menntaþýðingar á ís-
lensku.
„Á þessu námskeiði
verður farið í helstu
hugtök þýðingarfræða,
sem er fræðigrein innan
málvísinda og bók-
mennta. Þýðingarfræði er
einnig mjög mikilvæg innan
guðfræðinnar vegna þýðingar á
biblíunni. Þar hefur verið um-
ræða um hvernig eigi að túlka
orðið í Biblíunni og setja það
fram svo viðtakendur orðsins
geti tengt það við sinn raun-
veruleika."
- Hvaða efni verður farið í á
námskeiðinu?
„Aðallega munu þýðingar á
erlendum bókmenntum vera til
umfjöllunar. Þá lítum við líka á
kvikmyndaþýðingar og frétta-
þýðingar vegna þess að í nú-
tímaþjóðfélagi erum við alla
daga að lesa eða hlusta á þýð-
ingar.“ - Hver er munuiinn á
bókmenntaþýðingum og frétta-
þýðingum?
„Fréttimar þarf að þýða
mjög nákvæmlega og það sem
gildir þar er að vera alveg trúr
þeim texta sem verið er að
þýða. Þá skiptir ekki eins miklu
máli og í bókmenntunum hvort
tekið er tillit til persónulegs
stíls þess sem skrifar. Innihald-
ið er fyrir öllu.
I bókmenntunum verður
form og innihald að haldast í
hendur. Þá mega einkenni höf-
undarins ekki týnast og málfar-
ið má ekki litast af þýðandan-
um.“
- Hvað er góður bókmennta-
þýðandi?
„Fullkomin þýðing er ekki til
því hún nær aldrei sömu áhrif-
um og frumtextinn. Góður þýð-
andi er sá sem færir lesandan-
um sömu upplifun og hann væri
að lesa frumtexta.
Þýðendur sem eru ekki eins
góðir geta þýtt texta alveg rétt
málfræðilega en lesandinn finn-
ur fljótt að hann gengur ekki al-
veg upp því þýðandann vantar
tilfinninguna fyrir
listrænum þáttum
verksins.“
-Þurfa góðir þýð-
endur að hafa sér-
staka eiginleika?
„Þýðandi þarf að
hafa málið sem hann þýðir á full-
komlega á valdi sínu og auk þess
þarf hann að vera mjög góður í
málinu sem þýtt er úr.“
Hún segir að þýðandinn verði
að vera trúr texta og höfundi
annars litast textinn af höfund-
areinkennum þýðandans. „Þýð-
andi þarf að skynja textann
þannig að hann framkalli veru-
leikann að baki orðunum.
Þýðandi verður eins konai-
nýr höfundur sem færir lesend-
um í nýju málsamfélagi text-
ann.“
►Halldóra Jónsdóttir er fædd að
Skógum undir Eyjaíjöllum árið
1957. Hún lauk BA-prófi í þýsku
og dönsku frá Háskóla Islands
árið 1980 og cand.phil. prófi í
dönskum bókmenntum frá
Kaupmannahafnarháskóla árið
1984.
Halldóra er löggiltur skjala-
þýðandi. Hún hefúr verið
dönskukennari við framhalds-
skóla og stundakennari í
dönskudeild Háskóla íslands.
Halldóra hefur unnið við þýðing-
ar og var aðstoðarritsljóri
dansk-íslenskrar orðabókar sem
út kom á vegum Isafoldar árið
1992. Hún var ritstjóri dansk-ís-
lenskrar skólaorðabókar sem út
kom hjá Máli og menningu árið
1994 og vinnur nú að samningu
íslensk-danskrar orðabókar hjá
Máli og menningu.
-Hvað er það sem veldur
þýðendum mestum erfíðleik-
um?
„Það er erfiðast að þýða
menningarmun, það er að segja
í ýmsum málsamfélögum eru til
hugtök sem tilheyra þeirri
menningu en erfitt er að færa
yfir á önnur menningarsvæði."
Þá bendir hún á að orð hafí
ýmsar hliðarmerkingar sem er-
lendir þýðendur átta sig
kannski ekki á. „Þetta sjáum
við oft í þýðingum á kvikmynd-
um. Þá hefur áhorfandinn frum-
málið sem hann skilur mjög vel
en sér þýðinguna renna hjá um
leið og skynjar strax að hún
virkar ekki. Skýringin kann að
vera þekkingarleysi þýðandans
eða tímaskortur."
-Hvernig er ástandið al-
mennt á þýðingum hérlendis?
„Það er mjög mikil gróska í
þýðingum. Margir taka að sér
að þýða en það er
bæði tímafrekt, erfitt
starf og illa launað.
Þrátt fyrir þetta hafa
margar stórkostlegar
þýðingar litið dagsins
ljós á íslensku. Það er
þessum þýðendum að þakka að
við fáum að sjá heimsbók-
menntirnar á íslensku."
Halldóra fær til sín nokkra
gestafyrirlesara. Þar á meðal
eru Ástráður Eysteinsson pró-
fessor sem hefur skrifað fræði-
rit um þýðingar og Pétur Gunn-
arsson rithöfundur sem hefur
þýtt merk bókmenntaverk úr
frösnku. Hægt er að skrá sig á
námskeiðið hjá formanni Fé-
lags íslenskra háskólakvenna,
Geirlaugu Þorvaldsdóttur, eða
hjá Halldóru Jónsdóttur.
Það er erfið
ast að
þýða menn-
ingarmun