Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 61^.
FÓLK í FRÉTTUM
Söngurinn hrein tilfínning
í SÉRÚTGÁFU tímaritsins
Gramophone, Explorations 3, þar
sem teknir era fyrir víðfrægir tón-
listarmenn á borð við Bob Dylan,
Beck og John Coltrane, er löng um-
fjöllun um Björk Guðmundsdóttur.
Blaðamaðurinn Robert Heller á þar
viðtal við hana um tónlistina, Island
og væntanleg verkefni. Hér verður
bragðið upp myndum úr viðtahnu og
umfjölluninni sem öll er afar jákvæð.
Byrjað er á því að lýsa Björk sem
óvenjulegum listamanni sem hafi
byggt upp fágað tónlistarkeríi í
ki'ingum íróníska persónulega
heimsmynd. Tónlist Bjarkar sé óháð
ytri vísunum en styðjist mun meira
við innri vísanir. Þetta er tengt
heimalandi Bjarkar, íslandi, og tón-
hstarlegum bakgranni hennar.
„Klassískm- bakgrannur, næmt auga
fyrir smáatriðum og viljinn til að
koma mikiivægum hugmyndum á
framfæri í tónlistinni er það sem
helst einkennir Björk.“
Hrikaleiki íslenskrar náttúru
kemur fram í tónlistinni
Heller telur að þrjú atriði hafi
áhrif á sérstöðu Bjarkar í tónlistar-
heiminum: Ótrúleg röddin, sérstak-
ur persónuleiki og síðast en ekki
síst heimalandið ísland. Hann seg-
ir að í textum hennar séu persónu-
legar vísanir í íslenska náttúru,
fjöllin og hafið. Hljómarnir beri
einnig með sér hrikaleik íslenskr-
ar náttúru. Enda segir Björk um
Island: „Islensk náttúra er krafl>
mikil og miskunnarlaus. I
henni era ástríður og
\ fegurð, sem þó er mjög
ólík „venjulegri“ feg-
urð Alpanna eða ein-
hverra hitabeltisblóma. Á íslandi
geturðu fundið viðkvæm blóm á
stærð við fmgurnögl í landslagi
sem einkennist af hrikalegri, stór-
brotinni fegurð. Veðurfarið er óút-
reiknanlegt. Allar tegundir veðurs
geta skollið á sama daginn og sólar-
lagið er engu líkt.“ Björk segir
Heller að hún sé sannfærð um að
hrikaleiki íslenskrar náttúru komi
fram í tónlist hennar. „Ég veit ekki
hvernig. Ég veit bara að áhrifin eru
til staðar. Samt veit ég að tónlistina
sem ég heyri í höfðinu á mér þegar
ég geng um íslenska náttúra hef ég
ekki ennþá samið eða skrifað um.
Kannski mun ég aldrei gera það, en
ég mun samt reyna.“
Syngur klassíska verkið
„Pierre Lunaire"
í greininni er farið yfir sögu
Bjarkar og feril hennar sem
sólólistamanns. Rödd hennar er
sögð einstök og að hún eigi sér
enga hliðstæðu í heimi popptónlist-
ar. En það sé ekki einungis röddin
sem geri Björk jafn sérstaka og
raun ber vitni, því vilji hennar til
að takast á við ný og krefjandi
verkefni sé einstakur í heimi
popptónlistar. Þar sé komin ástæð-
an íyrir því fjölbreytilega sam-
starfi sem Björk hefur átt við aðra
listamenn eins og Howie B, Nellee
Hooper, Tricky og Mark Bell, auk
þess sem klassískir tónlistarmenn
á borð við Evelyn Glennie, Brod-
sky Quartet og Joanna McGregor
vilji ólmir vinna með henni.
Nýjasta verkefni Bjarkar er í sam-
vinnu við Kent Nagano sem er að
setja upp verkið Pieirot Lunaire
eftir Schoenberg. Verkið er samið
fyrir kvensöngvara sem ekki hefur
lært óperusöng.
Stjórnleysi merkingarlaust ef
þú kannt ekki reglurnar
Björk segir Heller að mjög
áhugavert hafi verið að vinna að
verkinu. „Ég syng bara lög eftir
sjálfa mig og hafði gott af að syngja
verk eftir annan listamann, sér-
staklega svona krefjandi verk. Það
kom mér á jörðina.“ Nagano vildi
þó að Björk hefði eins mikið frelsi
við túlkun og hún vildi, en hún var
því ekki sammála. „Fyrst varð ég
að læra það nákvæmlega eins og
Schoenberg skrifaði verkið. Það er
lágmarks virðing við listamanninn.
Stjórnleysi hefur enga merkingu ef
þú kannt ekki reglurnar. Ég trúi að
Schoenberg sé einn af séníum 2.0.
aldarinnar, og eins og hann skrifar
Pierre Lunaire er ljóst að hann vill
að söngvarinn færi sinn karakter í
túlkunina, sé meira knúin náttúru-
legum krafti en aga. Ég vildi ekki
valda honum vonbrigðum," segir
Björk í viðtalinu.
A tónlistarhátíð í Sviss nýverið
fluttu Björk og Nagano fjórar sen-
ur úr Pierre Lunaire fyrir lítinn
áheyrendahóp. Verkið var tekið
upp á myndband og á Heller vart
orð til að lýsa hrifningu sinni, þótt
hann taki fram að hugsanlega muni
þeir sem halda fastast í hefðina
ekki vera jafn hrifnir. Björk var
einnig ánægð með flutninginn, því
hún segir að þetta hafi verið stór-
kostleg upplifun. „Ég gerði það
sem ég hef ekki gert áður með því
að beita mig þessum mikla aga í
söngnum. Fyrir mér þarf aga til að
skrifa og byggja upp tónlist. Söng-
ur er hins vegar hrein tilfinning,
náttúrulegur kraftur."
Björk í virtu tónlistartímariti
UPPS"P
októbertilboð
Áður 75 kr.
Freyju-möndlur, 200 g • Freyju-bombur, 200 g
Peanött súkkulaði • Toppris súkkulaði
Bounty, 57 g ■ Snickers, 65 g
Mars, 65 g ■ Twix, 58 g
Áður 59 kr.
Kleinur frá Ömmubakstri, 10 stk.
Flatkökurfrá Ömmubakstri
Simoniz Backtol ■ Black klútur • Simoniz hreinsipúði
Simoniz Wash and Wax bréf
NÝTT:
Ofn- og
grillhreinsir
1 litri
Baðherbergis-
hreinsir
1 litri
456
'kr.
Alhliða
eldhúshreinsir
1 lítri
405t
’kr.
Uppgrip eru á eftirtöldum stöðum:
O Sæbraut við Kleppsveg @ Mjódd í Breiðholtí
® Gullinbrú 1 Grafarvogi O Hamraborg í Kópavogi
O Álfheimum við Suðurlandsbraut Q Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ
O Háaleitisbraut við Lágmúla O Vesturgötu í Hafnarfirði
O Ánanaustum O Langatanga í Mosfellsbæ
HHHHsiidl Ö Tryggvabraut á Akureyri
letfir þér lífíð
Læknirinn er kominn!
Forsýnd i kvöld kl. 9
LAUGA
ÁLFABAKKA
B/Ö
SKI-F-A-N