Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
,38 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998
Enn af vín
menningu
Treysta bindindismenn engum til að láta
staðar numið eftir léttvínsdrykkju með
góðri máltíð? Er eina rökrétta framhald-
ið að opna flösku afsterku víni eða bjór
og sturta í sigþar til allt er búið?
Vín hefur verið
drukkið á jörðinni
frá ómunatíð og ég
hygg svo verði
áfram þar til mann-
skepnan deyr út. Sumir gera
það vel, aðrir illa, einsog geng-
ur. Og sumir alls ekki, auðvitað.
Ég hef dundað við það í sumar
að skrifa svolítið um víndrykkju
á þessum vettvangi. Sumir virð-
ast hafa skilið þau skrif svo að
ég sé að hvetja til drykkju og
vera má að túlka megi orð mín á
þann veg í raun og veru, en
fjarri mér hefur verið að hvetja
til aukinnar drykkju eða að bera
lof á drykkjusiði íslendinga.
Sannleikurinn er sá að því fer
fjarri, einsog augljóst má vera
séu pistlarnir
VIÐHORF lesnir með
Eftir Skapta
Hallgrímsson
sanngjornu
hugarfari.
Sumt fólk virð-
ist hins vegar
einfaldlega ekki mega sjá eða
heyra minnst á vín. I stuttu
máli: Vín er alltaf af hinu illa.
Punktur.
Skilur fólk, sem ekki vill
drekka vín og á þá ósk heitasta
að enginn annar geri það heldur,
ekki muninn á því að dreypa á
góðu víni með mat eða drekka sig
fullan? Treystir það engum til að
láta staðar numið eftir góða mál-
tíð? Heldur þetta fólk að rökrétt
framhald léttvínsdrykkju með
mat sé að opna flösku af sterku
víni eða bjór og sturta í sig þar
til allt er búið? Sé sú raunin er ég
ósammála. Það skal viðurkennt
að mig undrar reyndar ekki þessi
skoðun bindindismannanna,
vegna framferðis fjölda fólks.
Einmitt þess vegna hóf ég skrif
um víndrykkju á sínum tíma. Til
að benda á að sú leið sem þorri
landa okkar fer, og ýmsir aðrir
vitaskuld, er fráleitt sú eina og
alls ekki sú rétta. Leiðin til bóta
er ekki sú að banna, heldur
kenna. Leiðbeina. Draga verður
úr ofneyslunni, þar erum ég og
bindindismennirnir innilega sam-
mála. Þeir vilja raunar stöðva
neysluna algjörlega, en þar er ég
á öndverðum meiði. Enda engin
ástæða til.
Ef það að dreypa á víni, sem
tíðkast hefur árþúsundum sam-
an, telst ekki hluti menningar, þá
skil ég ekki orðið. Svo rótgróinn
siður er því menning í mínum
huga. Hvað sem hver segir, en
því hefur verið mótmælt af bind-
indismönnum hér á síðum blaðs-
ins. Vínþamb er aftur á móti
slæmt að mínu mati. Það hefur
komið skýrt fram í skrifum mín-
um en slíkt athæfí hafa Islend-
ingar einmitt lagt allt of mikla
áherslu á.
Ekki fer á milli mála hverjum
skot Páls Daníelssonar, við-
skiptafræðings, í aðsendri grein
hér í blaðinu 15. september eru
ætluð. Gott og vel; ég tek við
boltanum. Hann spyr í fyrirsögn:
Menning - hvað er það? Hann
gerir síðan lítið úr orðum mínum
og skrifar: „Sumir halda því fram
að hægt sé að kenna þá „menn-
ingu“ í meðferð áfengis að fólk
hafí ekki skaða af neyslu þess. Af
hverju stofna þeir ekki skóla til
að kenna „menningarlega“
neyslu áfengis? Ef þeir gætu
sýnt það svart á hvítu að þeir
sem hefðu skírteini upp á vasann
frá slíkum skóla, og vörpuðu
hvorki skugga á vínið né skólann,
yllu ekki skaða á heilsu sinni eða
sköðuðu aðra samborgara þá
yrðum við mát sem teljum bind-
indi farsælast. En enginn skóli
hefur mér vitanlega verið stofn-
aður, að minnsta kosti hefí ég
ekki heyrt um neina vínmenning-
arfrömuði sem veifa prófskírtein-
um hvað þá doktorsgráðum í
þessu efni.“
Því er fyrst til að svara að
ábending Páls er góð. Hugsan-
legt væri að setja slíkan skóla á
stofn, því sannarlega skortir ekki
þá sem gagn hefðu af þess háttar
námi. Líklega hægt að græða vel
á öllu saman, bæði sá sem hefði
dirfsku til að reka skólann og
ekki síst samfélagið, vegna þess
að alltof fáir Islendingar kunna
með vín að fara og haga sér þvi
einsog fífl, eftir að hafa neytt
áfengis, sjálfum sér og öðrum
samfélagsþegnum til bölvunar.
En staðreyndin er sú að próf eru
ekki trygging fyrir því að allt
verði gott og blessað. Hefur Páll
heyrt af því að fólk aki of hratt,
jafnvel þó það geti veifað öku-
skírteini? Og ég efast um að
stúdentar muni um aldur og ævi
allar beygingar þýskra eða lat-
neskra sagna sem þeir Iæra í
menntaskóla, að ég tali nú ekki
um stærðfræðiformúlurnar, þó
þeir skarti ef til vill stúdentshúfu
einu sinni á ári.
Nei, málið snýst ekki um
þetta. Próf og prófskírteini eru
ekki það sem þörf er á í þessu
sambandi. Lausnarorðin eru
hugsanlega mörg en mér detta
þrjú í hug. Skynsemi, sjálfsagi
og síðast en ekki síst virðing.
Fyi'ir sjálfum sér, öðru fólki og
umhverfínu. Og allt eru þetta í
raun hliðar á sama málinu. Auð-
vitað er það rétt hjá Páli og fleir-
um að bindindi er farsælast.
Fyrir suma. Eins og ég nefndi í
sumar er sumt fólk þannig sam-
an sett að það þolir ekki að
smakka vín. En ótækt er með
öllu að ætla sér að útrýma áfengi
alfarið; banna fólki að neyta
þessarar vöru. En sjálfsagt er að
sporna við því að fólk beri skaða
af. _
Ég leyfi mér enn að vitna í
höfuðskáld okkar íslendinga,
Halldór heitinn Laxness, og vona
að fólk skilji meiningu þeirrar
setningar úr grein hans sem ég
birti áður í sumar. Hann sagði
áfengi ekki einungis „meðal til að
fara á fyllirí" - og það er merg-
urinn málsins.
Vera má að betur hefði verið
heima setið en af stað farið í
þessum skrifum. Sötra sitt rauð-
vín í friði og leyfa öðrum að velt-
ast um ofurölvi í miðbæ Reykja-
víkur, og annars staðar, um helg-
ar. Og þó. Gott er að skrifin hafa
vakið athygli, þó einungis þeir
sem eru þeim mótfallnir hafí séð
ástæðu til að tjá sig á prenti. Og
sumir reynt að gera þau hlægi-
leg. Vín er ekki alltaf til bölvun-
ar, ég vil að fólk átti sig á þeirri
staðreynd. Sjái og reyni á sjálfu
sér. Erfítt getur verið að aga
sjálfan sig, en vel þess virði að
reyna. Þegar skynsemin ræður
fer allt vel, í þessu sem öðru.
Aðeins nánar um þetta á laug-
ardaginn.
_________AÐSENDAR GREINAR____
Oþolandi mismunun gagn-
vart öldruðum og fötluðum
ÞEGAR aldraðir
eða fatlaðir vistast á
sólarhringsstofnun-
um, hjúkrunar- eða
vistheimilum hér á
landi eru þeir sviptir
elli- eða örorkulífeyri
ásamt öðrum bótum
frá almannatrygg-
ingakerfínu. í staðinn
eru þeim réttir vasa-
peningar, sem nú eru
hámark 12 þúsund
krónur á mánuði.
I þessu efni er gert
upp á milli fólks eftir
því hvort dvalarheim-
ilið heitir rfstheimili
eða sambýli. A sambýlum fá heim-
ilismenn greiddan lífeyri, tekju-
tryggingu og heimilisuppbót, en
greiða hlutfall tekna sinna til sam-
eiginlegs heimilishalds. Séu fjár-
hagsdæmi þessara tveggja hópa
skoðuð, kemur í ljós að þeir sem
búa í vernduðu húsnæði eða sam-
býli, halda eftir a.m.k. 23 þúsund
krónum þegar þeir hafa greitt fyr-
ir fæði og húsnæði en þeir sem
dveljast á stofnunum og hafa eng-
ar aðrar tekjur, fá að hámarki
þessar 12 þúsund krónur í vasa-
peninga. Þrátt fyrir að í báðum til-
fellum sé um mjög lágar upphæðir
að ræða, er munurinn óviðunandi.
Aðalatriðið er þó að með ofan-
greindu fyrirkomulagi er fólkið
svipt réttinum til þess að ráða
fjármálum sínum sjálft og um leið
svipt sjálfsvirðingunni.
Fyrir utan það að missa réttinn
til beinna bótagreiðslna úr al-
mannatryggingakerfinu eru
greiðslur úr lífeyrissjóðum gerðar
upptækar hjá öldi'uðum eða fötl-
uðum sem vistast á sólarhrings-
stofnunum. Þar að auki missir
þetta fólk réttinn til þess að fá út-
hlutað hjálpartækjum frá Trygg-
ingastofnun ríkisins og engin
trygging er fyrir því að það fái
nauðsynlegan búnað eftir öðrum
leiðum. í flestum til-
vikum er vísað til þess
að fjármagna eigi
hjálpartækið af
rékstrarlið stofnana,
sem þýðir mjög oft, að
hjálpartækið fæst
ekki. Sá sem vegna
aldurs eða fötlunar
þarf að búa á vist-
heimili verður háður
því með alla hluti.
Persónulegt sjálf-
stæði hverfur og
sjálfsvirðingunni er
hætta búin.
Núverandi kerfi fel-
ur jafnframt í sér, að
fólk á þessum stofnunum er látið
greiða sjálft fyrir umönnun og
hjúkrun, ef efnahagur þess leyfir.
Era þetta einu þegnar landsins,
sem eru látnir greiða fyrir þessa
Fólkið, sem nú býr við
þessa mismunun,
kvartar ekki, né gerir
kröfur, segir Ásta B.
Þorsteinsdóttir. Við
hin verðum að sjá sóma
okkar í því að breyta
þessu fyrirkomulagi.
þjónustu, sem eins og kunnugt er,
á að vera frí fyrir alla borgara
þessa lands.
Þeir sem búa á sambýlum eða í
vernduðum íbúðum greiða fyrir
dvöl sína þar, en ráðstafa að öðra
leyti fjármunum sínum sjálfir. Þeir
geta ráðið sér sjálfir á svipaðan
hátt og annað fólk. Þeim er að
sjálfsögðu ekki gert að greiða fyrir
umönnun eða hjúkrun, þegar þeir
þurfa á henni að halda, fremur en
öðram landsmönnum.
Eðlilegast væri að íbúar sólar-
hringsstofnana borguðu eingöngu
húsaleigu, fæði og aðra þjónustu
eins og aðrir og héldu þá jafnframt
réttindum sínum til lífeyris-
greiðslna og þeirra bóta og þjón-
ustu, sem þeir ættu rétt á frá
Tryggingastofnun ríkisins.
Það eru sjálfsögð mannréttindi
fullorðins fólks að ráða fjármálum
sínum sjálft og reynsla annarra
þjóða sýnir að langflestir eru færir
um það, þótt þeir þurfi að búa á
stofnun vegna öldrunar eða fötlun-
ar. Það er einfalt mál að útvega
þeim fáu, sem ekki geta það, sér-
staka aðstoð.
Fólkið, sem nú býr við þessa
mismunun, kvartar ekki, né gerir
kröfur. Við hin verðum að sjá
sóma okkar í því að breyta þessu
fyrirkomulagi.
Undirrituð hefur ásamt öðrum
þingmönnum jafnaðarmanna lagt
fram svohljóðandi þingsályktun-
artillögu, sem hefur það markmið
að bæta réttarstöðu þessara
þegna landsins: „Alþingi ályktar
að fela ríkisstjórninni að undirbúa
breytingar á lögum um almanna-
tryggingar þannig, að þeir, sem
dveljast langdvölum eða eiga
heimili sitt á hjúkrunar- eða dval-
arheimilum, vistheimilum eða sól-
arhringsstofnunum sökum öldr-
unar eða fötlunar, njóti sömu rétt-
inda hvað varðar lífeyrisgreiðslur
frá Tryggingastofnun ríkisins,
hjálpartæki og aðra fyrirgreiðslu
og þeir, sem búa utan umræddra
stofnana. Að málinu verði unnið í
samvinnu við hagsmunasamtök
aldraðra og fatlaðra. Niðurstöður
og nauðsynlegar lagabreytingar
verði lagðar fyrir Alþingi fyrir
árslok 1998.“
Þessi þingsályktunartillaga
verður endurflutt nú í haust og er
ekki að efa að alþingismenn bregð-
ist vel við þessu brýna réttlætis-
máli.
Höfundur er alþingismaður.
Ásta B.
Þorsteinsdóttir
Slysavarnafélag Islands -
Bakhjarl á neyðarstundum
Slysavarnafélag ís-
lands hefur á undan-
förnum árum unnið
markvisst að því að
koma upp flota björg-
unarskipa sem nú era
staðsett í hverjum
landshluta. Merkum
áfanga var náð í slysa-
varnasögu þjóðarinnar
í aprfl síðastliðnum er
björgunarskipið Gunn-
björg kom til Raufar-
hafnar. Var það
fimmta björgunarskip-
ið sem kom til landsins
á þremur árum en alls
eru skipin átta talsins,
auk fjölda smærri
björgunarbáta.
Björgunarskip Slysavarnafélags-
ins eru staðsett með tilliti til niður-
staðna rannsókna á sjósókn og
slysatíðni báta og með þeim hafa
stór skref verið stigin til aukins ör-
yggis sjómanna allt í kringum land-
ið. Þau rista grunnt og henta því
einkar vel til björgunarstarfa á
grunnslóð en auk þess gegna þau
veigamiklu þjónustuhlutverki við
bátaflotann, svo sem að draga vélar-
vana báta að landi og koma að köf-
urum til að skera veiðarfæri úr
skrúfum.
Þrátt fyrir að félagar í björgun-
arsveitum félagsins séu að vinna
fyrir og þjónusta landsmenn af
áhuga með frjálsu vinnuframlagi
sínu fylgir mikill kostnaður því að
viðhalda skipum og kaupa búnað
sem dugar við björgun
mannslífa.
Þessa dagana stend-
ur Slysavarnafélagið
fyrir landssöfnun til
styrktar björgunar-
bátasjóði félagsins en
hann stendur straum
af kostnaði við rekstur
og endurnýjun björg-
unarskipanna. Nýju
björgunarskipin hafa
þegar sannað gildi sitt
en á undanförnum
fimm árum hafa sjó-
björgunarsveitir að
meðaltali verið kallað-
ar út til aðstoðar um
300 sinnum á ári.
Þrátt fyrir að skipin
séu öll mönnuð sérþjálfuðum sjálf-
boðaliðum er rekstur hvers þeirra
Lítið framlag hvers og
eins getur byggt upp
sterkt sameiginlegt afl.
Guðjón A. Kristjáns-
son hvetur landsmenn
til að styrkja Slysa-
varnafélagið.
metinn á bilinu þrjár til fimm
milljónir króna á ári.
Til að mæta þeim kostnaði leitar
Slysavarnafélagið nú til velviljaðra
Guðjón A.
Kristjánsson
fjölskyldna, sem eru tilbúnar að
gefa lágt mánaðarlegt framlag í
björgunarbátasjóðinn um ákveðinn
tíma. Ekki er farið fram á háar fjár-
hæðir af hverjum og einum heldur
aðeins þrjú til fimm hundruð krónur
á mánuði. Fáist fimm til sjö þúsund
fjölskyldur til að leggja þessu þarfa
máli lið er rekstur björgunarskip-
anna tryggður árið um kring á
næstu árum.
Mannslíf verða ekki metin til fjár
en hver björgunaraðgerð kostar
hins vegar hundruð þúsunda króna
og þar kemur björgunarbátasjóður-
inn til sögunnar. Sjálfboðaliðar eru
tilbúnir að leggja líf sitt að veði við
björgunarstörf og því vonast Slysa-
varnafélag íslands til að sem flestar
fjölskyldur á Islandi sjái sér fært
að leggja af mörkum lítið fjárfram-
lag mánaðarlega til þátttöku í
slysavarnastarfinu umhverfis land-
ið.
Sjómenn þurfa að sjálfsögðu,
vegna sinnar hættusömu atvinnu,
aðstoð og stundum björgun úr sjáv-
arháska. Landsmenn allir þekkja
vafalítið einhver dæmi um veitta að-
stoð frá sjálfboðaliðum björgunar-
sveita Slysavarnafélagsins. Eins og
oft áður verður lítið framlag hvers
og eins til þess að byggja upp sam-
eiginlegt sterkt afl sem dugar vel á
neyðarstund.
Stuðningur til góðra verka eru
verðlaun til slysavarna.
Höfundur er formaður Farmanna-
og fiskimannasambands Islands.