Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 68

Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 68
fltargtmfrlitbife f Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPIN KERFIHF I HEWLETT I PACKARO MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKIAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 569 USl PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stúlkan, sem ráðist var á í Lúxemborg, á góðum batavegi Væntanleg heim á mánudag SARA Theodórsdóttir, islenska stúlkan sem var hent fram af göngubrú og féll 15 metra í Lúx- emborg hinn 6. september er væntanleg heim á mánudaginn. Að sögn Theodórs Júlíussonar, föður hennar, er hún á góðum batavegi og verður lögð inn á sjúkrahús við komu til landsins. Foreldrar Söru hafa verið hjá henni í Lúxemborg síðan maður réðst að henni þegar hún var á göngu á sunnudagsmorgni og varpaði henni fram af göngubrú. Við fallið varð hún fyrir miklum innvortis meiðslum auk þess sem mjaðmagrind hennar brotnaði illa. Theodór sagði við Morgun- blaðið í gær að innri líffæri henn- ar störfuðu nú eðlilega á ný en ljóst væri að löng sjúkralega og endurhæfmg væri framundan. Sara verður flutt heim sjúkra- flugi með Flugleiðum og sagði Theodór að þótt læknum ytra þætti kannski fullsnemmt að flytja hana strax milli landa væru foreldrar hennar og hún sjálf fullviss um að það flýtti batanum að komast á sjúkrahús á Islandi. Theodór sagði að þau hjónin væru afskaplega þakklát öllu því fólki sem hefði aðstoðað þau eftir slysið; ættingjum, vinum og vinnuveitendum, svo og Flugleið- um og vinnuveitendum Söru, Stellu Jóhannesdóttur og Stavr- os Evangelakis. Foreldrar Söru hafa búið hjá þeim síðan ráðist var á Söru. Theodór sagði að dóttir sín vildi gjarnan snúa aftur út til hjónanna þegar hún hefði náð heilsu en sú stund væri langt undan og nú væru þau hjónin að leita að nýrri íslenskri au-pair stúlku. Utanríkisráðherra um utanríkismálastefnu vinstri flokkanna Samstarfs- aðilar hafa áhyggjur HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að yíirlýsingar um stefnu í utanríkismálum í málefna- skrá vinstri flokkanna séu þegar famar að valda samstarfsaðilum okkar erlendis áhyggjum. „Samstarfið í Atlantshafsbanda- laginu hefur skipt okkur gífurlegu máli, ekki bara í öryggismálum held- ur efnahagsmálum og þjóðfélagsmál- um almennt. Þau skilaboð sem þarna —er verið að senda eru mjög alvarleg að mínu mati og vonandi breyta þeir um þessar áherslur,“ sagði Halldór. Hann benti á að nú eftir kosning- arnar í Þýskalandi væru sigurvegar- arnir að fullvissa samstarfslöndin um að þeir ætluðu engu að breyta. Byltingaflokkur eins og græningjar, sem hefðu barist gegn Atlantshafs- bandalaginu, tilkynntu að þeir myndu að sjálfsögðu starfa innan þess. „íslenskir jafnaðarmenn eru að senda einhver allt önnur skilaboð, sem ei-u ekki í takt við nokkum —‘skapaðan hlut sem er að gerast í heiminum. Þetta tel ég vera mjög al- varlegt,“ sagði Halldór ennfremur. ■ Skuldir/4 ----------------- Sextíu skráð- ir í japönsku UM 60 manns hafa skráð sig á „útsölu“-námskeið í japönsku sem Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands stendur fyrir í haust. Styrk- ur fékkst frá Scandinavia-Japan Sasakawa-sjóðnum og var því þátt- tökugjald á námskeiðunum aðeins 'o.800 krónur í stað um 15 þúsund króna sem eðlilegt hefði verið. Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður Endurmenntunarstofnunarinnar, segir að miðað við eðlilegt verð hefði mátt búast við að um 15 manns skráðu sig á námskeiðin. „Mér finnst hvað merMlegast að þetta sýnir hvað þátttaka á námskeiðunum er við- kvæm fyrir verði.“ Kristín segir að enn sé hægt að skrá sig á námskeiðin. Boðið er upp á tvö byrjendanámskeið, eitt sem er nýhafið og annað sem hefst í byrjun október. Framhaldsnámskeið verður í nóvember og ,japanska 3“ verður kennd eftir áramót. Karmelsystur leggja land undir fót Stofna klaustur í Þýskalandi NÍU Karmelsystur í Hafnarfírði lögðu land undir fót í vikunni, þegar þær héldu til Hannover í Þýskalandi til að stofna nýtt klaustur. Kveðjumessa var hald- in á mánudag, þar sem vinir og vandamenn komu til að kveðja systumar, sem á hverjum degi biðja fyrir friði í heiminum. Biðja átta tíma á dag Móðir Agnes er príorinna Karmelsystranna í Haftiarfirði. Hún verður áfram hér á Islandi og heldur áfram starfí sínu hér. „Biskupinn í Hildesheim óskaði eftir því að við stofnuðum nýtt klaustur í Hannover og til þess þarf að minnsta kosti átta syst- ur, en héðan fara þær níu. Hver og ein ræður því sjálf hvort hún fer eða verður áfram hér, en ákveðið var fyrr á þessu ári að fylgja eftir ósk biskupsins í Hild- esheim,“ sagði Móðir Agnes. Karmelsystur í Hafnarfirði voru 23 áður en systumar níu fóra til Hannover. Karmelreglan er bæna- og íhugunarregla og biðja systurnar í um átta tíma á dag, fyrir sjómönnunum, þeim sem eiga um sárt að binda, sálu- hjálp allra og fyrir friði í öllum heiminum. Þær lifa í lokuðu samfélagi innan veggja klaust- ursins og ferðast ekki nema um flutninga sé að ræða. Þær komu hingað árið 1984 og hafa verið í Hafnar- firðinum síðan. Árið 1990 stofn- uðu þær nýtt klaustur í Tromsö í Noregi og fluttu þá nokkrar til Noregs. Eftir það komu nokkrar nýjar systur í klaustr- ið, og nú er á ný töluvert af lausum plássum. Systurnarr em á öllum aldri, allt frá 21 árs til 74 ára. ■ Kílómetrarnir/6 Morgunblaðið/RAX „VIÐ munum aldrei gleyma Islandi," sögðu systurnar þegar þær kvöddu klaustrið í Hafnarfírði og héldu út á flugvöll. Heilsu Guðrúnar Katrínar hrakar Svohljódnnái tilkynning barst frá Olafí Ragnari Grímssyni, forseta Islands, í gærdag: Á fimmtudagskvöldið í síð- ustu viku fór eiginkona mín, Guðrún Katrín, á sjúkrahúsið á ný og greindist hún með alvar- lega lungnabólgu. Heilsu henn- ar hefur hrakað undanfama daga og er hún nú í gjörgæslu. Við þessar aðstæður get ég ekki farið frá Seattle og hef því falið forsætisráðherra að flytja forsetabréf um setningu Alþingis. Járnblendverksmiðjunni verður lokað til áramóta SLÖKKT verður á báðum bræðsluofnum ís- lenska járnblendifélagsins á Grundartanga um 20. október næstkomandi ef boðuð skerðing á af- gangsorku frá Landsvirkjun kemur til fram- kvæmda eins og allt útlit er fyrir. Verksmiðjan verður lokuð til áramóta og tíminn notaður til að vinna að viðhaldi. Ríflega helmingur af þeirri raforku sem Is- lenska jámblendifélagið kaupir er afgangsorka. Vegna lélegs vatnsbúskapar á hálendinu í sumar tilkynnti Landsvirkjun um skerðingu á af- gangsorku sem stóriðjufyrirtæki kaupa á lægra verði. Skerðingin hófst 1. september en að sam- komulagi varð að Jámblendiverksmiðjan nýtti forgangsorku sína til að reka báða brennsluofna verksmiðjunnar á meðan hún dygði en tæM út skerðingu sína eftir 20. október. Bjarni Bjarna- son, framkvæmdastjóri Islenska járnblendi- félagsins, segir að hagkvæmara sé að keyra verk- smiðjuna með fullum afköstum á meðan orka er fáanleg og loka henni síðan tímabundið en að keyra hana með hálfum afköstum. Tíminn fram til áramóta verður notaður til viðhalds bræðsluofnanna, m.a. fer fram stórvið- gerð á öðrum ofninum. Starfsfólki verður ekki fækkað, en vaktavinnusamningum hefur verið sagt upp, enda verður unnið að viðhaldi á dag- inn. Stjórnendur verksmiðjunnar gera sér enn von- ir um að hagstæð skilyrði í vatnsbúskapnum á há- lendinu í haust leiði til þess að linað verði á orku- skerðingunni og unnt verði að seinka lokun verk- smiðjunnar. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, staðfestir að rennsli hafi verið gott í september en segir að vegna óvissu um þróunina í október sé ekki efni til að endur- skoða boðaða skerðingu afgangsorku til stóriðju. ■ Slökkt á báðum/Cl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.