Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 222. TBL. 86. ARG. FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Schröder ræðir við Chirac GERHARD Schröder, verðandi kanzlari Þýzkalands, fór til Parísar í gær og ræddi þar ieiðir til að gera umbætur á kerfi al- þjóðlegra fjármálaviðskipta og á Evrópusambandinu (ESB), þótt enn hafi hann ekki myndað ríkis- stjórn. Eins og sjá má fór vel á með þeim Schröder og Jacques Chirac, forseta Frakklands, er þeir hittust í Elysée-höll í fyrstu utanlandsför hins fyrrnefnda eft- ir kosningasigurinn á sunnudag. Schröder fullvissaði franska ráðamenn um að hvergi yrði hvikað frá grundvallarstefnu Þjóðverja í utanríkismálum. Náið samstarf Frakklands og Þýzka- lands yrði eftir sem áður einn hornsteina þeirrar stefnu. „Ekk- ert kemur í stað þýzk-franska öx- ulsins,“ sagði Schröder. ■ Forystumenn CDU/23 ---------------- Aðstoðin við Rússa Fénu „kastað á glæ“ London. Reuters. JURÍ Lúzhkov, borgai-stjóri í Moskvu, sagði í London í gær, að Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og vesti'æn- um bönkum hefðu orðið á gífurleg mistök í lánveitingum sínum til Rússlands, enda hefði fénu „verið kastað á glæ“. Lúzhkov sagði á fréttamanna- fundi, að vestrænu lánin hefðu farið beint í neyslu eða horfið með öðrum hætti og engin von væri til þess, að þau yrðu endurgreidd. Sagði hann, að vestrænum ríkjum hefði orðið illi- lega á í messunni er þau héldu, að það sama gilti um Rússland og eitt- hvert lítið ríki í Austur-Evrópu. Lúzhkov, sem hefur getið sér orð fyrh’ traust tök á stjórn Moskvu- borgar, sagði, að lánin hefði aðeins átt að veita til afmarkaðra verkefna. „í Moskvu höfum við notað lánsféð, hvern einasta dollara, pund eða mark, til arðbærra hluta,“ sagði hann. Vangaveltum fréttamanna um hungursneyð í Rússlandi vísaði Lúzhkov algerlega á bug, að minnsta kosti hvað Moskvu varðaði, og er hann var spurður hvort hann hygðist bjóða sig fram í forsetakosningunum í Rússlandi árið 2000 svaraði hann því til, að það væri hugsanlegt. ■ Efnahagsáætlun/24 IMF vill vaxtalækkanir til að koma 1 veg fyrir efnahagskreppu Spáir verulegum samdrætti Washington, London. Reuters. ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN, IMF, spáði í gær verulegum efnahagssamdrætti í heiminum á árinu og sagði, að ríki heims þyrftu að búa sig undir að lækka vexti til að fyrirbyggja efnahagskreppu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í óvenju svartsýnni skýrslu að hagvöxturinn í heimin- um myndi minnka í 2% á árinu og verða tæp- um helmingi minni en árið áður, en hann var þá 4,1%. Fyrr á árinu hafði stofnunin spáð 3,1% hagvexti í ár. Vaxtalækkunin dugði ekki Vaxtalækkun bandaríska seðlabankans um 0,25 prósentustig í fyrradag varð ekki til að draga úr ótta manna við mikinn efnahagssam- drátt um allan heim. Gengi verðbréfa lækkaði verulega í mörgum kauphöllum í Evrópu, t.a.m. um 3,68% í Þýskalandi og 4,17% í Frakklandi, en breska verðbréfavísitalan FTSE 100 lækkaði aðeins um 0,87%. Japanska Gengi verðbréfa lækkar verulega vísitalan Nikkei hefur ekki verið jafnlág í 12 ár og Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum hafði lækkað um 1,59% síðdegis í gær. „Við höfum kannað stöðuna mjög vel og nið- urstaðan er sú, að um allan heim er mikið fjár- magn að fara forgörðum," sagði Philippa Malmgren, helsti sérfræðingur Bankers Trust í London í gengismálum. „Það þýðir einfald- lega, að hætta sé á verulegum efnahagssam- drætti um allan heim.“ Bandaríski seðlabankinn lækkaði skamm- tímavexti í 5,25% í fyrradag en fjárfestar og aðrir, sem tengjast verðbréfamarkaðinum, vonast eftir meiri lækkun í Bandaríkjunum og víðar um heim, enda leyna sér ekki hættu- merkin beggja vegna Atlantshafsins. Farið er að draga úr hagvexti, hagnaður fyrirtækja er á niðurleið og neytendur farnir að halda að sér höndum. Búist er við annarri vaxtalækkun í Banda- ríkjunum fyrir áramót og þeirri þriðju snemma á næsta ári. I Evrópu heldur tilkoma evrunnar aftur af vaxtalækkunum en þó er bú- ist við þeim í Bretlandi ojg á Ítalíu þar sem vextir eru tiltölulega háir. I Japan er ekki unnt að lækka vexti þar sem þeir eru næstum engir. 4.900 milljarða kr. afgangur I Bandaríkjunum var því þó fagnað, að af- gangur er á bandarísku fjárlögunum í fyrsta sinn í 29 ár. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, til- kynnti í gær við athöfn í Hvíta húsinu, að afgang- urinn á þessu fjárlagaári, sem lauk í gær, yrði um 70 milljarðar dollara, 4.900 milljarðar ísl. ki-., en á síðasta ári var fjái-lagahalhnn rúmlega 1.500 milljarðar kr. Er afgangurinn sá mesti í dollur- um írá upphafí og sá mesti frá því á sjötta ára- tugnum sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Atök við forsetahöll- ina í Líma AÐ MINNSTA kosti 300 verka- menn réðust í gær inn fyrir hlið forsetahallarinnar í Líma, höfuð- borg Perú, og gengu berserks- gang við bygginguna, brutu rúð- ur hallarinnar og létu greipar sópa um geymsluhús. Fimmtán mínútum eftir að árásin hófst réðust um 50 her- og lögreglu- menn á óeirðaseggina og hröktu þá út á torg nálægt höllinni. Óryggissveitirnar beittu kylfum og táragasi í átökunum og hleyptu af byssum í viðvörunar- skyni. Óeirðaseggirnir höfðu tekið þátt í mótmælum á torginu þar sem um 5.000 manns komu sam- an til að krefjast aðgerða gegn atvinnuleysi og gagnrýna stjórn Albertos Fujimoris forseta. Hörð viðbrögð við fregnum af fjöldamorðum í Kosovo Bretar vara við hernaðaríhlutim Bandaríkjanna. „NATO er nú reiðu- búið til að grípa til aðgerða. Það væru mikil mistök af [Slobodanj Milosevic forseta Júgóslavíu ef hann gerði sér ekki ljósa þá viðurstyggð sem allir Evrópubúar hafa á þessum ódæðisverkum. Best væri íyrir hann að framfylgja nú samþykktum ör- yggisráðs SÞ, og það strax.“ Frekari frásagnir af fjöldamorðum Reuters-fréttastofan greindi frá því í fyrradag að heimildir væru fyr- ir því að serbneskir hermenn hefðu murkað lífíð úr sextán Kosovo-Alb- önum í nágrenni þorpsins Gonije Obrinje í Kosovo og var þar aðallega um konur, böm og gamalmenni að ræða. Fréttastofan hafði síðan í gær eftir ungum pilti að hann hefði einn komist lífs af þegar Serbar drápu fjórtán nági'anna hans á laugardag. Vildi pilturinn ekki láta nafns síns getið, eða geta heimabæjar síns, af ótta við hefnd serbneskra hermanna. „Eg fékk skot í fótinn og þóttist vera dáinn þar til Serbarnir hurfu á brott,“ sagði pilturinn. Fréttastofan Tanjug, sem rekin er af júgóslavneska ríkinu, sagði í gær engar sannanir fyrir því að Serbar hefðu átt aðild að ódæðis- verkunum um síðustu helgi og sak- aði vestræna fjölmiðla um að reyna með fréttaflutningi sínum að rétt- læta íhlutun NATO í Kosovo. Halda stjórnvöld í Belgi-ad því enn fram að átökum þeirra við Frelsisher Kosovo (KLA) sé lokið og að allir hermenn séu nú á leið til búða sinna. Fráfarandi ríkisstjóm Helmuts Kohls í Þýskalandi lét það verða eitt af sínum síðustu verkum að bjóða NATO foimlega fjórtán þýskar Tornado-árásarflugvélar, verði af hernaðaríhlutun NATO í Kosovo. Blackpool, Pristína. Reuters. BRETAR boðuðu í gær til skyndi- fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða fregnir um að serbneskar öryggissveitir hefðu myrt albanska þorpsbúa í Kosovo um síðustu helgi. Robin Cook, utan- líkisráðherra Bretlands, sagði að ör- yggisráðið myndi koma saman til að fordæma drápin og varaði við því að hemaðaríhlutun Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) gæti fylgt í kjölfarið strax í næstu viku, kæmi í ljós að stjórnvöld í Belgrad hefðu gerst sek um að brjóta samþykktir öryggis- ráðsins. Breski utanríkisráðherrann sagði að NATO kynni að ákveða hernaðar- íhlutun eftir að Kofí Annan, firam- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, birti skýrslu í byrjun næstu viku um hvort Serbar hefðu orðið við kröfu öiyggisráðsins um tafarlaust vopna- hlé. Embættismenn í höfuðstöðvum NATO sögðu að metið yrði innan viku hvort Serbar hefðu orðið við kröfunni. Cook var afar harðorðm’ eftir að hafa átt samtöl við utanríkisráðherra Evrópusambandslandanna og Made- leine Albright, utanríkisráðherra Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.