Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 01.10.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913 222. TBL. 86. ARG. FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Schröder ræðir við Chirac GERHARD Schröder, verðandi kanzlari Þýzkalands, fór til Parísar í gær og ræddi þar ieiðir til að gera umbætur á kerfi al- þjóðlegra fjármálaviðskipta og á Evrópusambandinu (ESB), þótt enn hafi hann ekki myndað ríkis- stjórn. Eins og sjá má fór vel á með þeim Schröder og Jacques Chirac, forseta Frakklands, er þeir hittust í Elysée-höll í fyrstu utanlandsför hins fyrrnefnda eft- ir kosningasigurinn á sunnudag. Schröder fullvissaði franska ráðamenn um að hvergi yrði hvikað frá grundvallarstefnu Þjóðverja í utanríkismálum. Náið samstarf Frakklands og Þýzka- lands yrði eftir sem áður einn hornsteina þeirrar stefnu. „Ekk- ert kemur í stað þýzk-franska öx- ulsins,“ sagði Schröder. ■ Forystumenn CDU/23 ---------------- Aðstoðin við Rússa Fénu „kastað á glæ“ London. Reuters. JURÍ Lúzhkov, borgai-stjóri í Moskvu, sagði í London í gær, að Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og vesti'æn- um bönkum hefðu orðið á gífurleg mistök í lánveitingum sínum til Rússlands, enda hefði fénu „verið kastað á glæ“. Lúzhkov sagði á fréttamanna- fundi, að vestrænu lánin hefðu farið beint í neyslu eða horfið með öðrum hætti og engin von væri til þess, að þau yrðu endurgreidd. Sagði hann, að vestrænum ríkjum hefði orðið illi- lega á í messunni er þau héldu, að það sama gilti um Rússland og eitt- hvert lítið ríki í Austur-Evrópu. Lúzhkov, sem hefur getið sér orð fyrh’ traust tök á stjórn Moskvu- borgar, sagði, að lánin hefði aðeins átt að veita til afmarkaðra verkefna. „í Moskvu höfum við notað lánsféð, hvern einasta dollara, pund eða mark, til arðbærra hluta,“ sagði hann. Vangaveltum fréttamanna um hungursneyð í Rússlandi vísaði Lúzhkov algerlega á bug, að minnsta kosti hvað Moskvu varðaði, og er hann var spurður hvort hann hygðist bjóða sig fram í forsetakosningunum í Rússlandi árið 2000 svaraði hann því til, að það væri hugsanlegt. ■ Efnahagsáætlun/24 IMF vill vaxtalækkanir til að koma 1 veg fyrir efnahagskreppu Spáir verulegum samdrætti Washington, London. Reuters. ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN, IMF, spáði í gær verulegum efnahagssamdrætti í heiminum á árinu og sagði, að ríki heims þyrftu að búa sig undir að lækka vexti til að fyrirbyggja efnahagskreppu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í óvenju svartsýnni skýrslu að hagvöxturinn í heimin- um myndi minnka í 2% á árinu og verða tæp- um helmingi minni en árið áður, en hann var þá 4,1%. Fyrr á árinu hafði stofnunin spáð 3,1% hagvexti í ár. Vaxtalækkunin dugði ekki Vaxtalækkun bandaríska seðlabankans um 0,25 prósentustig í fyrradag varð ekki til að draga úr ótta manna við mikinn efnahagssam- drátt um allan heim. Gengi verðbréfa lækkaði verulega í mörgum kauphöllum í Evrópu, t.a.m. um 3,68% í Þýskalandi og 4,17% í Frakklandi, en breska verðbréfavísitalan FTSE 100 lækkaði aðeins um 0,87%. Japanska Gengi verðbréfa lækkar verulega vísitalan Nikkei hefur ekki verið jafnlág í 12 ár og Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum hafði lækkað um 1,59% síðdegis í gær. „Við höfum kannað stöðuna mjög vel og nið- urstaðan er sú, að um allan heim er mikið fjár- magn að fara forgörðum," sagði Philippa Malmgren, helsti sérfræðingur Bankers Trust í London í gengismálum. „Það þýðir einfald- lega, að hætta sé á verulegum efnahagssam- drætti um allan heim.“ Bandaríski seðlabankinn lækkaði skamm- tímavexti í 5,25% í fyrradag en fjárfestar og aðrir, sem tengjast verðbréfamarkaðinum, vonast eftir meiri lækkun í Bandaríkjunum og víðar um heim, enda leyna sér ekki hættu- merkin beggja vegna Atlantshafsins. Farið er að draga úr hagvexti, hagnaður fyrirtækja er á niðurleið og neytendur farnir að halda að sér höndum. Búist er við annarri vaxtalækkun í Banda- ríkjunum fyrir áramót og þeirri þriðju snemma á næsta ári. I Evrópu heldur tilkoma evrunnar aftur af vaxtalækkunum en þó er bú- ist við þeim í Bretlandi ojg á Ítalíu þar sem vextir eru tiltölulega háir. I Japan er ekki unnt að lækka vexti þar sem þeir eru næstum engir. 4.900 milljarða kr. afgangur I Bandaríkjunum var því þó fagnað, að af- gangur er á bandarísku fjárlögunum í fyrsta sinn í 29 ár. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, til- kynnti í gær við athöfn í Hvíta húsinu, að afgang- urinn á þessu fjárlagaári, sem lauk í gær, yrði um 70 milljarðar dollara, 4.900 milljarðar ísl. ki-., en á síðasta ári var fjái-lagahalhnn rúmlega 1.500 milljarðar kr. Er afgangurinn sá mesti í dollur- um írá upphafí og sá mesti frá því á sjötta ára- tugnum sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Atök við forsetahöll- ina í Líma AÐ MINNSTA kosti 300 verka- menn réðust í gær inn fyrir hlið forsetahallarinnar í Líma, höfuð- borg Perú, og gengu berserks- gang við bygginguna, brutu rúð- ur hallarinnar og létu greipar sópa um geymsluhús. Fimmtán mínútum eftir að árásin hófst réðust um 50 her- og lögreglu- menn á óeirðaseggina og hröktu þá út á torg nálægt höllinni. Óryggissveitirnar beittu kylfum og táragasi í átökunum og hleyptu af byssum í viðvörunar- skyni. Óeirðaseggirnir höfðu tekið þátt í mótmælum á torginu þar sem um 5.000 manns komu sam- an til að krefjast aðgerða gegn atvinnuleysi og gagnrýna stjórn Albertos Fujimoris forseta. Hörð viðbrögð við fregnum af fjöldamorðum í Kosovo Bretar vara við hernaðaríhlutim Bandaríkjanna. „NATO er nú reiðu- búið til að grípa til aðgerða. Það væru mikil mistök af [Slobodanj Milosevic forseta Júgóslavíu ef hann gerði sér ekki ljósa þá viðurstyggð sem allir Evrópubúar hafa á þessum ódæðisverkum. Best væri íyrir hann að framfylgja nú samþykktum ör- yggisráðs SÞ, og það strax.“ Frekari frásagnir af fjöldamorðum Reuters-fréttastofan greindi frá því í fyrradag að heimildir væru fyr- ir því að serbneskir hermenn hefðu murkað lífíð úr sextán Kosovo-Alb- önum í nágrenni þorpsins Gonije Obrinje í Kosovo og var þar aðallega um konur, böm og gamalmenni að ræða. Fréttastofan hafði síðan í gær eftir ungum pilti að hann hefði einn komist lífs af þegar Serbar drápu fjórtán nági'anna hans á laugardag. Vildi pilturinn ekki láta nafns síns getið, eða geta heimabæjar síns, af ótta við hefnd serbneskra hermanna. „Eg fékk skot í fótinn og þóttist vera dáinn þar til Serbarnir hurfu á brott,“ sagði pilturinn. Fréttastofan Tanjug, sem rekin er af júgóslavneska ríkinu, sagði í gær engar sannanir fyrir því að Serbar hefðu átt aðild að ódæðis- verkunum um síðustu helgi og sak- aði vestræna fjölmiðla um að reyna með fréttaflutningi sínum að rétt- læta íhlutun NATO í Kosovo. Halda stjórnvöld í Belgi-ad því enn fram að átökum þeirra við Frelsisher Kosovo (KLA) sé lokið og að allir hermenn séu nú á leið til búða sinna. Fráfarandi ríkisstjóm Helmuts Kohls í Þýskalandi lét það verða eitt af sínum síðustu verkum að bjóða NATO foimlega fjórtán þýskar Tornado-árásarflugvélar, verði af hernaðaríhlutun NATO í Kosovo. Blackpool, Pristína. Reuters. BRETAR boðuðu í gær til skyndi- fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða fregnir um að serbneskar öryggissveitir hefðu myrt albanska þorpsbúa í Kosovo um síðustu helgi. Robin Cook, utan- líkisráðherra Bretlands, sagði að ör- yggisráðið myndi koma saman til að fordæma drápin og varaði við því að hemaðaríhlutun Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) gæti fylgt í kjölfarið strax í næstu viku, kæmi í ljós að stjórnvöld í Belgrad hefðu gerst sek um að brjóta samþykktir öryggis- ráðsins. Breski utanríkisráðherrann sagði að NATO kynni að ákveða hernaðar- íhlutun eftir að Kofí Annan, firam- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, birti skýrslu í byrjun næstu viku um hvort Serbar hefðu orðið við kröfu öiyggisráðsins um tafarlaust vopna- hlé. Embættismenn í höfuðstöðvum NATO sögðu að metið yrði innan viku hvort Serbar hefðu orðið við kröfunni. Cook var afar harðorðm’ eftir að hafa átt samtöl við utanríkisráðherra Evrópusambandslandanna og Made- leine Albright, utanríkisráðherra Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.