Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 2 7 Morgunblaðið/Jim Smart JOHANN Freyr Björgvinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Dav- id Greenal, í hlutverkum sinum í Stoolgame eftir Jiri Kylian. Afmælis- sýningar dans- flokksins SÝNIN GAitÁRIÐ hjá íslenska dansflokknum hefst í kvöld kl. 20. A efnisskránni eru þrjú verk: Night, eftir Jorma Uotinen, listrænan stjómanda Finnska Þjóðarballetts- ins, Stool Game eftir Jiri Kylián, listrænan stjómanda Nederlands Dans Theater og La Cabina 26 eftir Jochen Ulrich, stjórnandi Tanz - Forum. Þetta er afmælissýning íslenska dansflokksins, en hann var stofnað- ur árið 1973 og á 25 ára afmæli á þessu ári. Verkin voru sýnd á Lista- hátíð í Reykjavík 3. og 4. júní sl. og komu dansahöfundarnir til landsins af því tilefni. Alls eru fyrirhugaðar fimm sýn- ingar nú; önnur sýning verður laug- ardaginn 3. október, þriðja sýning 15. október, fjórða sýning 18. októ- ber og sú flmmta 22. október. Nýr dansari Chad Adam Bantner, kemur nú fram með flokknum í fyrsta skipti. I umsögn um sýninguna á Lista- hátíð sagði listdansgagnrýnandi Morgunblaðsins, Lilja ívarsdóttir, að hún væri vegleg afmælissýning íslenska dansflokksins. Landsbanki Islands er aðalsam- starfsaðili Islenska dansflokksins um sýninguna. SýningDm lýkur Gallerí Kambur SÝNINGU Ólafs Elíassonar á insetningum lýkur sunnudaginn 4. október. Gallerí Kambur er á Þjórsár- bökkum við Gíslholtsvatn. Sýn- ingin er opin frá morgni til kvölds nema miðvikudaga. Gallerí Geysir Yfirlitssýningunni 20,20 hug- myndir um eiturlyf lýkur nú á sunnudag. Sýning er opin virka daga frá kl. 8-23, um helgar kl. 13-18. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Ljósmyndasýningu Orra Jónssonar lýkur í dag, fimmtu- dag. Hafnarborg Sýningu Önnu Sigríðar Sigur- jónsdóttur á skúlptúrum í Aðal- sal, olíumyndum Margrétar „ÉG HELD að þessi píanó- konsert sé aðgengilegur - komi svolítið á móti áheyrandanum. Hann er kraftmikill og afdrátt- arlaus, það er hvergi verið að teygja lopann og ég daðra við ýmsar stefnur í tónlist nútímans - tónlist af léttara taginu. Það rúmast líka mismunandi stilar í þessu verki. Þarna eru suður- amerískir ryþmar, dálítið rokk og dálítið diskó, hlutir sem alltaf hafa verið í mínum verkum, af og til. Ég hef alltaf verið opinn fyrir því að nota hluti úr ýmsum áttum, gamla og nýja,“ segir AtU Heimir Sveinsson tónskáld um píanókonsert sinn, Eldtákn, sem frumfluttur verður hér á landi á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Eldtákn var upphaflega samið fyrir tveimur árum fyrir Sin- fónísku blásarasveitina í Stokk- hólmi og sænska píanóleikarann Love Derwinger, sem flytja mun verkið með Sinfóníuhljómsveit Islands í Háskólabíói. Var verkið frumflutt á tónlistarhátíðinni Ny Musik í Stokkhólmi. „Þetta var raunar eitt af síðustu verkunum sem þessi blásarasveit flutti á sínum ferli, því skömmu síðar var hún Iögð niður vegna endur- skipulagningar í menningarlíf- inu, skilst mér. Ég kalla þetta því eiginlega banabita sveitar- innar,“ segir Atli Heimir með bros á vör. Blásarasveitir af þessu tagi eru ekki á hveiju strái, allra síst á íslandi, þannig að Atli Heimir tók sig til nýverið og setti verkið út fyrir sinfóníuhljómsveit. Seg- ir hann píanópartinn nær þann sama en aftur á móti hafi hann breytt hljómsveitarhlutverkinu örlítið. Verður þessi nýja útgáfa frumflutt í kvöld. Barmúsík og nætursöngvar Eldtákn er í fjórum þáttum. Fyrsti þátturinn er, að sögn höf- undar, mars ellegar göngulag. Annar þáttur er sambland af rómantískri músík og endar í rúmbu eða samba, „barmúsík“, eins og Atli Heimir kýs að kalla það. „Svo skemmtilega vill til að Derwinger spilaði á bar þegar hann var yngri og kann þetta því allt saman. Hann spilar þetta Guðmundsdóttur í Sverrissal og ljósmyndsýningu Bernds Schliisselburg í Apótekinu lýkur mánudaginn 5. október. Hafnarborg er opin alla daga, nema þriðjudaga, frá kl. 12-18. Gallerí Fold Rauðarárstíg 14 Málverkasýningu Gunnars R. Bjarnasonar í baksal gallerísins, lýkur nú á sunnudag. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14—17. Sýning í Art- Hún framlengd LEIKFÉLAGSFÓLKIÐ leggur í hann til Moskvu. af sannri suður-amerískri til- finningu.“ Þriðji þáttur er súrrealískt næturljóð, að sögn höfundar, þar sem hlutverk kontrabassa, fagotts og kontrabassaklarínetts er veigamikið. „Þetta eru furðu- legir nætursöngvar úr djúpinu!" Lokaþátturinn er sterkur finale með diskótakti, að því er fram kemur í máli Atla Heimis. „í þessum þætti nálgast ég rokk- músík, eða þann stíl.“ Titill konsertsins, Eldtákn, er sóttur í kvæði úr riti Friedrichs Nietzsches, Svo mælti Zara- þústra. Segir tónskáldið þetta fallegt kvæði um eldmerki sem stíga til himins. Atli Heimir lýkur lofsorði á Love Derwinger. Það sé ávallt upplifun að hlýða á hann leika. „Það er eins með Love Derwin- ger og alla afburðamenn - hann spilar allt sem maður skrifar - og ekkert múður með það! Ég er sjálfur píanisti, eða var það, og veit alveg hvað má bjóða einum píanista, þannig að í þessum konsert eru gerðar ýtrustu tæknikröfur. Hann fer eigi að síður létt með þetta. Ég spurði hann reyndar á sínum tíma hvort ég ætti að breyta ein- hveiju en svarið var stutt og laggott: „Nei.“ Þetta samræmist fullkomlega reynslu minni af af- burðamönnum - þeir kvarta aldrei, spila bara og syngja það sem fyrir þá er lagt!“ Atli Heimir fer einnig fögrum orðum um hljómsveitarstjórann, hinn 19 ára Mikko Franck, sem hann sá stjórna finnsku kamm- ersveitinni Avanti á nútímatón- listarhátíðinni Varsjárhaustinu á dögunum. „Hann er mjög ör- uggur og kraftmikill stjórnandi. Hann er vissulega ungur að ár- um en hver lítur á það þegar maður sér að þarna fer óvana- lega þroskaður listamaður. Þannig að þetta er í óskaplega góðum höndum!" Það eina sem Atli Heimir hef- Morgunblaðið/Kristinn ATLI Heimir Sveinsson og Love Derwinger ráða ráðum sínum fyrir tónleikana í kvöld. ur áliyggjur af er að Sinfóníu- hljómsveit íslands fái ekki nógu langan tíma til að æfa verkið. „Mér hefur oft fundist Sinfónían ekki taka sér nógu langan æf- ingatíma. Að þessu þarf að hyggja betur en verið hefur gert, þegar flytja á ný verk ann- ars vegar og erfið verk hins vegar. Þetta segi ég ekki ein- göngu tónskáldanna vegna, heldur líka vegna þessara ágætu hljóðfæraleikara sem vilja vinna sín verk vel. Það er annað að líta á nótur sem enginn hefur séð áður en að spila sinfóníu sem allir þekkja. Hlutirnir þurfa sinn tíma - það verða forsvars- rnenn SI að skilja!" Tónskáld vetrarins Segir Atli Heimir þetta ekki síst eiga við, þegar nútímatón- verk eru annars vegar. „Sinfón- íuhljómsveit Islands er góð hljómsveit á margan hátt. Hún er aftur á móti ekki sérlega reynd í flutningi nútímatónlist- ar, þótt hún geri það oft vel, og þarf því að gefa sér meiri tíma til að æfa fyrir tónleika en hljómsveitir sem hafa meiri reynslu á þessu sviði. Það er all- ur gangur á því hvernig þetta er gert erlendis en þar sem best er að verki staðið taka menn sér meiri tíma en SI.“ Atli Heimir er tónskáld vetr- arins hjá Sinfóníunni sem þýðir að flutt verða nokkur verk eftir hann á starfsárinu. I desember verður leikið verkið Flower Shower frá árinu 1973, svíta úr óperunni Vikivaka verður flutt í apríl og í sama mánuði verður frumflutt ný sinfónía eftir tón- skáldið. „Ég hef veitt Sinfóníunni heimild til að flytja þessi verk í vetur og valið þá hljómsveitar- stjóra sem ég treysti. Ég kem líka sjálfur til með að hafa hönd í bagga, því þótt mér þyki alltaf ánægjulegt að heyra verk mín flutt er mér ekki sama hvernig að flutningnum er staðið. Þetta á aftur á móti allt að vera í góð- um höndum," segir Atli Heimir. Eldtákn er annar píanó- konsert Atla Heimis. Þann fyrsta, Höggormskonsertinn, skrifaði hann fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Halldór Har- aldsson pianóleikara. Og það er skammt stórra högga á milli, því tónskáldið er byrjað á píanó- konsert nr. 3. Er hann skrifaður fyrir Miklos Dalmay píanóleik- ara, sem búsettur er á Flúðum, en honum lýsir Atli Heimir sem afburðamanni á sviði tónlistar. Auk píanókonsertsins verða flutt á tónleikunum forleikur að Maskarade eftir Carl Nielsen og Fyrsta sinfónía Johannesar Bra- hms. ■ Töfrar/28-29 Daðrað við ýmsar stefnur Leikfélag Reykjavíkur sýnir í Moskvu SÝNING leirlistarkonunnar Toshiko Takaezu í Art-Hún, Stangarhyl 7, hefur verið fram- lengd til föstudagsins 8. október. Verk listakonunnar era sýnd í tilefni af 10 ára afmæli Art-Hún, þar sem sex listakonur hafa vinnustofu og sýningarsal. Nú gefst gestum tækifæri til að sjá myndband um verk og störf Toshiko Takaezu í sýning- arsal Art-Hún. LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýndi Feður og syni eftir ívan Túrgenjev í Moskvu í gærkvöldi. Önnur sýning verður í kvöld, fimmtudagskvöld, og verður Ingibjörg Sólrán Gísladóttir borgarstjóri viðstödd sýninguna. Uppselt er á báðar sýningamar, sem sýndar era í boði Rússneska akademíska æskulýðsleikhússins. Leikfélag Reykjavíkur fram- sýndi Feður og syni í Borgarleik- húsinu i janúar sl. Alexei Borodín leikstýrði sýningunni og Stanislav Benediktov gerði leikmynd og bún- inga. Þeir era báðir frá Moskvu og hafa starfað saman í leikhúsi í meira en aldarfjórðung og hlotið fjölda verðlauna fyrir sýningar sín- ar. Alexei Borodín vann leikgerð- ina upp úr skáldsögu Túrgenjevs og Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. Lýsingu annast Láras Bjömsson og hljóðstjóm er í höndum Baldurs Más Amgrímssonar. Leikendur eru Bjöm Ingi Hilmarsson, Eggert Þor- leifsson, Guðlaug E. Olafsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einarsson, Sóley Elí- asdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.