Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson GAMLI Víponinn bar eigandann látinn að heiman síðustu ferðina til Grafarkirkju. „Víponinn bar eigand- ann síðasta spölinn Hnausum í Meðallandi - Útför Ei- ríks Björnssonar, rafvirkjameist- ara í Svínadal í Skaftártungn, fór fram frá Grafarkirkju laugar- daginn 26. september sl. Hann fæddist 5. desember 1900 og dó 18. september 1998. Eiríkur fór að vinna hjá Bjarna Runólfssyni í Hólmi við túrbínusmíði og rafvirkjun 1925 og á eigin vegum eftir 1930. Byggði og gerði upp rafstöðvar víða um land auk allskonar við- gerða fyrir náungann og allt unnið meira af hugsjón en pen- ingahyggju og með sérstakri út- sjón og lagvirkni. Síðasta raf- stöðin sem Eiríkur gerði upp mun hafa verið á Sléttu í Bruna- sandi. Hún var norsk og sett þar niður óbreytt og var aldrei í nógu góðu lagi. Árið 1991 gerði Eiríkur stöðina upp, þá orðinn 90 ára gamall. Hárrétt reiknað Það þurfti að breyta reimskíf- unum og Eíríkur tók upp gömlu vasabókina og blýantinn og var furðu fljótur að fá útkomu sem hann taldi rétta. En þó fannst honum réttara að Elías bóndi á Sléttu léti þá í Fálkanum reikna þetta þegar hann pantaði reim- arnar, sem hann og gerði og tók nokkurn tíma þrátt fyrir nýjustu tækni. „Nú, þetta er eins og hjá Eiríki í Svínadal,“ sagði Elías þegar hann heyrði útkomuna. „Hvurn andskotann varstu að láta mig reikna þetta fyrst hann var búinn að því,“ sagði maður- inn. Eftir að hafa átt fólksbíl frá 1930 til 1947 keypti Eíríkur Dod- ge Weapon árg. 1942, herbíl sem hann lengdi og notaði við flutn- inga út á land og til heimilisþarfa. Þessum bíl ók Eíríkur það sem eftir var ólifað, sem var langur tími, og það kom fyrir að Eiríkur varð að smíða varahlutina í gamla bilinn, sem var til margra hluta nytsamlegur þetta Ianga tímabil. Farið til kirkju og á skemmtanir og mörgum ók Eiríkur þá hinstu för sem öllum er fyrirbúin að lok- um, hvort sem þeir eru merktir elli eða æskufegurð. Og nú hefur gamli Víponinn borið eigandann látinn að heiman síðustu ferðina til Grafarkirkju. jJFófV CÍJ Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Á ÍSLANDI eru 12 umboðsmenn sem dreifa vörum frá bandaríska fyrirtækinu 3M. Fyrirtækið bauð fulltrú- um þessara aðila f skemmtiferð til Stykkishólms. Myndin er tekin áður en farið var með Brimrúnu í siglingu um Breiðafjarðareyjar. Hvataferð til Stykkishólms BANDARÍSKA fyrirtækið 3M, Minnesota Mining & Manufact- uring Company, framleiðir um 60.000 vörutegundir og kennir þar margra grasa eins og t.d. tölvubún- aður, ritföng, límmiðar, endurskins- merki, tannlæknavörur. Framleiðsl- an er seld til 61 lands og þar af til 22 landa í Evrópu og er Island þar á meðal. Hér á landi eru 12 heildsalar sem dreifa framleiðsluvörum frá 3M. Á dögunum bauð íyrirtækið um- boðsmönnum sínum í skemmtiferð, svokallaða „hvataferð“ til Stykkis- hólms og í siglingu með Eyjaferðum um Breiðafjarðareyjar. Tilgangur- inn með ferðinni var að kynna nýjar framleiðsluvörur frá 3M og eins að hrista saman þá aðila sem eru að selja vörur fyrirtækisins hér á landi. Þegar gestirnir komu til Stykkis- hólms tóku nemendur yngstu bekkja grunnskólans á móti þeim með söng. Síðan var farið um borð í Brimrúnu sem hafði verið skreytt sérstaklega fyrir þessa ferð. Boðið var upp á hádegismat og kvöldverð um borð og faríð í land í Amey og gengið þar um og eyjan skoðuð. Þar var boðið upp á kaffi og með- læti. Ymis óvænt atvik voru sett inn í dagskrána til að gera ferðina eftir- minnilegri og nutu skipuleggjendur aðstoðar björgunai-sveitarinnar Berserkja. Komið var til Stykkis- hólms eftir 6 tíma siglingu og haldið þá til Reykjavíkur. Eyjaferðir í Stykkishólmi aðstoðuðu við að skipuleggja ferðina. Gestir og skipuleggjendur voru mjög ánægðir með hvernig til tókst og höfðu gam- an af. Uppskeruhátíð knatt- spyrnudeildar UMFG Grindavík - Knattspyrnustúlkur í Grindavík hafa gert það gott í sum- ar og eru komnar í efstu deild. Karlaliðið hélt spennunni fram á síðustu mínútur síðasta leiks sum- arsins en náði að koma sér úr fall- sætinu með sætum sigi-i á Fram. Það verða því tvö lið í efstu deild knattspyrnunnar á íslandi frá íþróttabænum Grindavík á næsta ári. Gríðarleg stemmning var á Gr- indavíkurvelli í þessum síðasta leik sumarsins og er óhætt að segja að þessi andi hafí einnig verið í Festi þetta sama laugardagskvöld. Best kvennanna í sumar var Erla Ósk Pétursdóttir, mestum framförum tók Sunna Gunnarsdóttir, háttvís- asti leikmaður sumarsins var Klara Steingrímsdóttir og flest mörk skoraði Rósa Ragnarsdóttir. Hjá körlunum var Hjálmar Hall- grímsson kosinn besti leikmaður sumarsins, Óli Stefán Flóventsson með mestu framfarir og Þórarinn „bjargvættm-“ Ólafsson fékk hátt- vísisverðlaun félagsins. Tveir leik- menn voru markahæstir, skoruðu jafnmörg mörk, en það voru þeir Milan Stefán Jankovic og Grétar Hjartarson. Morgunblaðið/Gai'ðar Páll Vignisson KLARA Steingrímsdóttir, Rósa Ragnarsdóttir, Sunna Gunnarsdóttir, Erla Osk Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Þórarinn Olafsson, Grétar Hjartarson og Milan Stefán Jankovic. Á myndina vantar Óla Stefán Flóventsson. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir NYJA íþróttahúsið á Hellu kemur til með að setja mikinn svip á þorpið. Uppsveifla í atvinnulífínu Mikið byggt á Hellu í sumar Hellu - í Rangárvallahreppi verður ársins 1998 eflaust minnst þegar fram líða stundir sem árs hinna miklu byggingarframkvæmda, en á árinu hófst bygging íþróttahúss, skrifstofuhúsnæðis fyrir Skattstofu Suðurlands og skemmu þriggja flutningafyrirtækja á Hellu. Fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi á Hellu var tekin 9. janú- ar sl. en það er Trésmiðjan Rangá sem byggir húsið samkvæmt al- verkssamningi við Rangárvalla- hrepp, en byggingu þess á að vera lokið fyrir haustið 1999. Húsið er 1215 fermetrar að flatarmáli, en fyr- ir stuttu var lokið við að reisa burð- arvirkið sem er úr límtré. Samhliða byggingu íþróttahússins er byggð 300 fermetra tengibygging á tveim hæðum við sundlaug staðarins en fyrirhugað er að nýta búningsað- stöðu sundlaugarinnar fyrir íþrótta- húsið. Tengibyggingin mun einnig nýtast sem stoðrými við húsið, þ.e. aðstaða fyrir kennara, geymslur, snyrtingar o.þ.h. Völlur hússins verður löglegur keppnisvöllur, en með tilkomu hússins verður íþrótta- aðstaða á Hellu orðin samkeppnis- fær við önnur byggðarlög, en fyrir er nýbyggður frjálsíþróttavöllur og sundlaug á staðnum. Skattstofan í nýtt hús Trésmiðjan Rangá byggir einnig skrifstofuhús á Hellu fyrir fjármála- ráðuneytið sem hýsa á Skattstofu Suðurlands, en sú bygging er 360 fermetrar auk 200 fermetra kjallara. Núverandi húsnæði skattstofunnar er orðið þröngt og óhentugt, enda upphaflega byggt sem verslun og íbúðarhús. Afhending nýju skattstof- unnar er áætluð um næstu áramót. Þá var hafist handa á árinu við bygg- ingu bifreiðaskemmu sem þrjú flutn- ingafyrirtæki á Hellu sameinast um að reisa undir starfsemi sína. Ymsir aðilar koma að byggingu hússins, en eigendur þess eru Flutningþjónust- an Hellu, sem annast almenna vöru- flutninga, GK-flutningar sem annast gripaflutninga og GKK-flutningar sem annast póstflutninga. Hús þeirra er um 400 fermetrar, þannig að alls eru í byggingu um 2.500 fer- metrar af nýju húsnæði í hreppnum um þessar mundir, auk nokkurra sumarbústaða og eins einbýlishúss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.