Morgunblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 13
FRÉTTIR
Jafntefli
gegn
Bosníu
Skiík
ÍSLENSKA sveitin á ólympíuskák-
mótinu í Elista í Kalmykíu gerði
jafntefli við geysisterka sveit Bosn-
iumanna í annarri umferð í gær.
Hannes Hlífar tefldi hvasst gegn
Franskri vörn Nikolic en teygði sig
of langt og tapaði. A öðru borði beitti
Þröstur Slavneskri vörn gegn
Sokolov og var í erfiðri vöm allan
tímann, en hélt jafntefli. Helgi Áss
Grétarsson tefldi á þriðja borði við
Kurajica á óvenjulegan og rólegan
hátt gegn Drottningai’indverskri
vörn Kurajica. A fjórða borði beitti
Dizdarevic Réti-byrjun og þrengdi að
Jóni Garðari allan tímann, en komst
ekki í gegn um nákvæma vörn hans.
Hvítt: Helgi Ass Grétarsson
Svart: Bojan Kurajica
Drottningarindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4.
Bf4 - Bb7 5. e3 - Bb4+ 6. Rfd2 - 0-0
7. a3 - Be7 8. Rc3 - d6 9. e4 - e5!?
Bosníumaðurinn hyggst strax not-
færa sér hægfara stöðuppbyggingu
Helga. Hann fórnar peði til að opna
sér línur til sóknar.
10. dxe5 - dxe5 11. Bxe5 - Bc5 12.
Bg3 - He8 13. Be2 - Bd4
Svartur getur ekki drepið á e4, vegna
mátsins í borðinu: 13.-Rxe4? 14.
Rdxe4 - Bxe4 15. Rxe4 - Dxdl+ 16.
Hxdl - Hxe4 17. Hd8+ mát.
14. 0-0 - Ra6
Eftir 14.-Bxc3 15. bxc3 - Rxe4
16. Rxe4 - Dxdl 17. Rf6+ - gxf6 18.
Bxdl nær svai+ur peðinu til baka, en
hvítui- heldur betri stöðu, vegna hins
veika tvípeðs svai+s á f-línunni.
15. Dc2 - Rc5 16. Rb5 - Rfxe4
Eða 16. — - He7 17. Bf3 - Rfxe4 18.
Rxe4 - Bxe4 19. Bxe4 - Rxe4 20.
Bxc7 - Hxc7 21. Rxc7 - Rxfö 22.
Rxa8 - Dh4 23. g3 og hvítur vinnui'.
17. Bxc7 - Dd7 18. Rxd4 - Rxd2 19.
Dxd2 - Dxc7 20. Hadl - Had8 21.
Hfel - He4 22. Bf3 - Rb3
23. Dc3 - Rxd4
Svartur græðir ekkert á 23.— -
Hexd4 24. Dxb3 o.s.frv.
24. Bxe4 - Re2+ 25. Hxe2 - Hxdl+
26. Hel - Hd8 27. Bxb7 - Dxb7
Það hefur greiðst úr flækjunum og
Helgi á nú gott peð yfír, eftir örugga
varnai'taflmennsku.
28. b4 - h6 29. c5 - bxc5 30. Dxc5 -
De4 31. Dcl - Dd3 32. h3 - Hd6 33.
He7 - a6 34. Df4 - Hf6 35. He8+ -
Kh7 36. De4+ - Dxe4 37. Hxe4 -
Hc6 38. He5 - Hcl+ 39. Kh2 - Kg6
40. Ha5 - Hc6 41. Kg3 - Kf6 42. Kf4
- He6 43. Hf5+ - Kg6
Svai'ti kóngurinn kemst ekki yfir á
drottningarvænginn: 43. - Ke7 44.
He5 og hvítui' vinnur peðsendataflið,
því að hann á peði meira.
44. He5 - Hf6+ 45. Ke3 - Hd6 46.
Ke4 - IId2 47. Ke3 - Hd6 48. g4 -
Kf6 49. Ke4 - Hd2 50. Ha5 - He2+
Svartur reynir að ná einhverju mót-
spili, því hann getur ekki lengur
hindrað hvita kónginn í að komast yf-
ir á drottningarvænginn: 50.-------
Hd6 51. Hd5 - He6+ 52. Kd4 o.s.frv.
51. Kd4 - Hxf2 52. Hxa6+ - Kg5 53.
Ha5+ og svartur gafst upp, því að
hann ræður ekkert við tvö frípeð
Helga á drottningai-væng, t.d. 53. -
Kh4 54. Hh5+ - Kg3 55. b5 - Hb2 56.
Kc5 - Hb3 57. b6 - Hxa3 58. b7 -
Hb3 59. Kc6 - og svai'tur verður að
fórna hróknum fyrir peðið á b7, því
að hvítur hótar 60. Hb5 0.8.6+.
Bragi-Kristjánsson
Ánægja með fyrirhugaða hverfalöggæslu
Kæra fréttamanns
geg'n fréttastjóra RUV
Greiður aðgangur að
lögreglubfl hverfísins
Morgunblaðið/Golli
FULLTRÚAR lögreglunnar ræða við fundarmnenn í gær.
LÖGREGLAN í Reykjavík hitti í
gær fulltrúa hagsmunaaðila í nýju
löggæsluhverfi á kynningarfundi í
félagsmiðstöðinni Bústöðum. Lög-
gæsluhverfið nær yfir Bústaða-,
Háaleitis- og Fossvogshverfí, þar
sem tíu sérvaldir hverfislögreglu-
þjónar verða á sólarhringsvöktum
í hverfinu, tveir í senn á lögreglu-
bíl. Verður þá hægt að hafa beint
samband við lögregluþjónana í
stað þess að hringja fyrst í stöð-
ina.
Karl Steinar Valsson, hjá for-
varna- og fræðsludeild, sagði að
þetta fyrirkomulag væri liður í því
að stytta boðleiðirnar frá íbúum
til lögreglu. Ennfremur verður
lögreglubfllinn nettengdur, sem
auðvelda á samskipti frekar.
Hinsvegai- verður engin fóst
hverfalögi'eglustöð starfrækt.
Vel var mætt á fundinn og var
almenn ánægja með fyi’irhugaða
hverfalöggæslu, sem er tilrauna-
verkefni í eitt ár. Þá verður met-
inn árangur og tekin ákvörðun um
framhaldið og ef vel gengur þá
reynt víðar. Meðal þess sem fund-
argestum lék hugur á að vita var
hvort lögregluþjónamir hygðust
framfylgja útivistarreglum barna,
hvort þeir myndu sinna fræðslu-
hlutverki í skólunum á svæðinu og
hvort lögreglukona yrði á hverri
vakt.
Mikið kappsmál að framfylgja
útivistarreglum barna
Karl Steinar sagði það væri lög-
reglunni mikið kappsmál að fram-
fylgja útivistarreglum og sagði
virðingu fyrir þeim vera gi'unda-
vallaratriði í lögreglustai-fi. Þá
verður hverfalögreglan í nánu
samstarfi við aðrar deildir innan
lögreglunnar með sérstök verk-
efni, t.d. fræðslu, vímuefnavanda
og fleira, en hverfalögreglan mun
gegna hlutverki stýrihóps í því til-
liti. Um þátt lögreglukvenna
sagði Karl Steinar að hlutfall
þeirra væri óvenjuhátt í liðinu
sem gæta mun hins nýja hverfis.
Georg Lárusson, settur lög-
reglustjóri í Reykjavík, ávarpaði
fundinn og sagði að hér væri um
að ræða nánari útfærslu á
hverfalögreglustöðvum annars
staðar í þorginni. Meginbreyting-
in nú væri meira og nánara sam-
starf við Reykjavíkurborg. Væri
það hluti af stefnumörkun lög-
reglunnar að færa íbúana nær
lögi’eglunni. Um miðjan október
verður haldinn fundur með íbúum
löggæsluhvei’fisins og þá miðar
lögreglan við að vera búin að öðl-
ast reynslu af verkefninu. Sér-
stakt lögreglulið hefur verið valið
til starfans, skipað fjórum lög-
reglukonum og sex lögreglu-
mönnum og hefst fyrsta vaktin á
þriðjudaginn.
Unir niður-
stöðu tít-
varpsstjóra
SIGURÐUR Þ. Ragnarsson, fyrr-
verandi fréttamaður á Sjónvarpinu,
segist una þeirri niðurstöðu Markús-
ar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra
að ekkert verði frekar aðhafst vegna
kæru Sigurðar á hendur Helga H.
Jónssyni, fréttastjóra Ríkisútvarps
sjónvarps.
„Eg hlýt að fagna því að niðurstaða
er komin í málið,“ sagði Sigurður.
„Það var Markús, sem óskaði eftir
greinargerðinni og hann metur stöð-
una svona í samráði við lögfræðing
stofnunarinnar. Því uni ég að sjálf-
sögðu en auðvitað hefði ég kosið að
niðurstaðan yrði með öðnim hætti.“
Sigurðui’ sagði að þessi niðurstaða
hlyti að vera umhugsunarefni fyrh
undirmenn í opinberu starfi, sem búi
við ofríki yfirmanna, að ekkert skuli
vera aðhafst. „Ég stend við hvert
orð, sem kemur fram í greinargerð-
inni,“ sagði hann.
Umsókn dregin til baka
Sigurður sagði að hann hefði frétt
fyrir nokkru að niðurstaðan yrði með
þessum hætti og dró hann þá sam-
stundis umsókn sína til baka um
starf fréttamanns á Sjónvarpinu.
----------------
Grafningsvegur
Völur átti
lægsta boðið
VÖLUR hf. átti lægsta boð í Grafn-
ingsveg efri, Nesjavellir-Þingvalla-
vegur, rúmar 68,5 milljónir kr., en
Héraðsverk á Egilsstöðum átti næst-
lægsta boð 68,8 milljónir kr.
Alls bárust 14 tilboð í verkið, en
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar
var upp á 102,2 milljónir. Hæsta til-
boð í verkið var 119,5 milljónir kr.
Eins árs ábyrgð og
ryóvörn innifalin í verði
Orfáir bílar til
afgreióslu strax
Staðalbúnaður 602 ELX: Turbo m/millikæli ♦ Sjálfskipting
ABS-hemlakerfi ♦ Loftpúði fyrir ökumann ♦ Rafstýrður millikassi
Dana Spicer hásingar ♦ Gasdemparar ♦ Diskabremsur á öllum hjólum
Álfelgur og 30“ dekk ♦ Rafmagnsrúður og rafstýrðir hliðarspeglar
Útvarp, geislaspilari og þjófavarnarkerfi ♦ Viðarklætt mælaborð
Leðuráklæði á sætum ♦ Stig bretti ♦ - og margt fleira
Finndu muninn á buddunni
Bttastúdíó hf.
Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
sími 5B8 5555, fax 5B8 5554.
Opið kl. 10-19 mán.-föst., kl. 11-14 laugard